Alþýðublaðið - 08.11.1952, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.11.1952, Blaðsíða 1
 ( Félag u ngra jaínaðarr N nanna í Reyk javík 25 ára í dag Sjá 5. síðu. V iffl 9DW ALÞYBUBLA8I8 XXXIII. árgangur. Laugardagur 8. nóv. 1952. .. 251. tbL P Arni Pálsson pró- íesssor láffnn. Árni Páisson. ÁENI PÁLSSON prófessor andaðist í gær að beimiii sínu í i Reykjavík, eftir iangvarandi legu. Hann bafði fy'rír skömmu fyllt 74. aldursárið. Árni Pálsson próíessor var þjóðkunnur maður. Hann var sonur hins þekkta prests séra Páls Sigurössonar, síðast í Gaulverjabæ, og konu hans Andreu Þórðardóttur sýslu- manns Guðmundssonar. Hann gekk menntavegínn og las sagnfræði við Kaupmanna- Ihafnarháskóla um aldamótin, en settist eftir það að í Reykja vík og lagði fyrir sig kennslu- störf. Síðar gerðist hann bóka- vörður við landsbókasafnið og var það þar til harm var skip- aður prófessor í sögu við há- skólann; en bví embætti gegndi hann meðan kraftar leyfðu. Ollum almenningí var Árni Pálsson kunnastur af frábærri rnælsku, orðheppni og rit- leikni, og liggja cftir hann margar ritgerðir, mest sögu- legs eða bókmenntalegs efnis, sem birtust upphaflega í tíma. ritum, en liggja nú flestar fyr- ir á einum stað í hinu vinsæla ritgerðasafni Árna „Á víð og dreif“. Bandaríkin eiga ílest herskip. í LONDON hefur verið gef- in út bók um herskipaflota allra þjóða. Þar er skýrt frá því að Bandaríkin eigi nú stærri og voldugri berskipa- flota en öll önnur lönd samao- lagt. Þeir eru sagðir eiga 100 flugvélamóðurskip og 200 kaf- báta, en einn þeirra er knúmn kjarnorku. ; EDEN, utanrikisráðherra Breta, er á förum til Banda- ríkjanna og mun sitja á alls- herjarþingi sameinuðu þjóð- anna í viku. Öpinberir starfsmenn vilja fá fuiilrúa í verðlagsnefnd land- búnaðar og kauplagsnefnd •-----*------ OPINBERIR STARFSMENX lýstu yfir þeim vilja sínum á lýafstöðnu þingi sínu. að þeir vildu fá lögum breytt í það horf, 'ð þeir fengju fulltrúa í verðlagsnefnd landbúnaðarafurða og kauplagsnefnd, sem reiknar út Ályktun fundarins um þetta^ efni hljóðar svo: „15. þing BSRB beinir þeirri j ósk til stjórnar BSE.B, að hún; vinni að því. að 5. gr. 11. kafla laga frá 24. maí 1947 um fram leiðsluráð landbúnaðarins o. fl. verði breytt þannig, að BSRB eigi fulltrúa í þeirri nefnd, sem ákveður verðlags- grundvöllinn, enn fremur að hún beiti sér fyrir því, að bandalagið fái fulltrúa í kaup- lagsnefnd.“ ENDURSKOÐUN VÍSITÖLUNNAR Þing BSRB samþykkti einn- ig ályktun þess efnis, að Al- þýðusambandið og verkalýðs- félög, sem eiga nýia samninga fyrir höndum, beiti sér fyrir endurskoðun vfsitölunnar, með því að hér sé um stórt hags- munamál að ræða fyrir alla launþega í landinu. vísitöluna. Eisenhower ræðir við Truman um heims- w DWIGHT EISENHOWER er farinn að búa sig undir að taka við starfi forseta Bandaríkj- anna. Tilkynnt var í Washing- ton í gær, að Eisenhower myndi innan skamms fara til fundar við Truman forseta og ræða við hann um heimsvanda málin. Þá var og skýrt frá því að nokkrir fjármálasérfræðing ar úr flokki republikana myndu starfa með stjórnarráði Trumans að samnLngu fjárlag- anna, sem lögð verða fyrir þingið áður en Eisenhower tek (Frh. á 7. síðu.) Lofíhitun húsð reynisf mun ódýr- ari en venjuleg miðsföðvarhitun ------------------------*--------- JÓSEP HALLDÓRSSON húsavneistari bauð blaðamönnum í gæv að skoða nýja aðferð vi'ð upphitun íbúðarliúsa. Er hún í því fólgin, að heitu lofti er blásið inn í herbergin efst, en loftið síðan sogað út ne'ðst við gólfið. Með þessu móti endurnýjast stöðugt andrúmsloftið í herbergjunum og hiti belst stöðugur. Loftið, sem sogast út úr her bergjunum, er leitt um tré- stokka að síu, þar sem úr því hreinsast allt ryk, en síðan er því dælt í hólf, sem hitað er upp með vatnsofni í sambandi við olíukyndingu, og blásið um tréstokka aftur inn í herberg- in. Hitatapið er mjög lítið. Með þessari tilhögun sparast miðstöðvarofnar ailir í her- bergjum, svo og venjulegar hitalagnir að þeim. Hins veg. ar þarf rafmagnsblásara í sambandi við kerfið, en loft- leiðslustokkarnir, sem eru gerðir úr tré, eru mjög auð- OrSabók Biöndals ORÐABÓK dr. Sigfúsar Blöndals mun koma út fyrri hluta desembermánaðar. Enn eiga menn því kost á að eign- ast bókina með því hagkvæma verði, sem áskrifendur njóta, með því að gefa sig fram í skrifstofu háskólans eða hringja í síma 3372 eða 3794. smíoaðir. Mun fljótlegra er talið að hita upp þetta kerfi en venjulegt vatnskerfi, og hita- kostnaður er sagður nokkuð minni en við olíutrynt vatns- hitunarkerfi. Þá er cg hreins- un og endurnýjun andrúms. loftsins í herbergjunum mik- ill kostur. Nýjar tillögur um fangaskipti. SENDINEFND Indlands á allsherjarþing sameinuðu þjóð anna í New York hefur borið fram nýjar tillögur um fanga- skiptin í Kóreu. Tillögurnar eru að ýmsu frábrugðnar þeim tillögum, sem bornar hafa ver- ið fram í sama tilgangi, en þó er hvergi í þeim vikið frá því grundvallarskilyrði sameinuðu þjóðanna að fangarnir verði ekki sendir heim g'egn vilja sínum. Mjög erfið flugskilyrði vestur yfir Atlantshaf í gœr TVÆR flugvélar, sem voru á leið til íslands austan yfir haf í gær, urðu að snúa við til Prestvíkur vegna mjög eríiðra flugskilyrða og lend- ÍDgarskilyrða hér á landi. Var talið nær ófært að fljúga vestur um fyrir þessar sakir. Mótvindar hafa um tíma ver ið miklir á vesturleiðinni og nú bættist það við, að föl lagðist á .ísaðar flugbrautirn- ar á Keflavíkurflugvelli, svo að hættulegt ga,t verið að lenda. Ekki þótti heldur fært að fljúga vestur frá Bretlands- eyjum sakir mótvinds, að minnsta kosili varla gerlegt, svo löng sem sú leið er milli landa. Var bézt að fljúga suð urleiðina svonefndu yfir Az- oreyjar til Vesturheims. Ein flugvél kom vestan um haf í gær til Keflavíkur- flugvallar. Það var herflug- vél. Að vestan er mikill með- vindur, en auðvitað jafnerfið lendingarskilyrði hér. Að því er blaðinu var tjáð í gær í viðtali við flugturn- inn, er það mjög sjaldgæft, að þannig liittist á, að flug- og lendingarskilyrði hjálpist að því að gera iilfært flug- vélum að fara vestur um At- lantsliaf með viðkomu bér, þegar svo er líka, að syðri leiðir erú varhúgaverðar. Frumvarp um vinnu ungiinga og námsmanna ræíí á alþingi í gær --------4.---.— í GÆR var til fyrstu umræðu í neðri deild frumvarp til laga um vinnu unglinga og námsmanna, en í þvx er ákveðið sva á, að hver sá unglingur, sem orðinn sé 16 ára og óski eftir a'ð stunda nám í framhaldsskólum, en foreldrarnir hafi ekki efní á áð kosta hann til sltólagöngu, skuli eiga rétt á því, að þjóð- félagið gefi honum kost á að vinna fyrir sér að sumrinu. ' Flutningsmaður frumvarps- ins er Einar Olgeirsson og fylgdi hann frumvarpinu úr hlaði. Gyifi Þ. Gíslason lýsti stuðningi sínum við þetta frum varp og lýsti nauðsyn þess, að efnalitlum unglingum, sem skólanám stunda, gæfist kostur á því að vinna fyrir sér að sumrinu, en reynsla síðustu ára hefði hins vegar sýnr, að skóla- fólk og aðrir unglingar ættu mjög örðug't um að afla sér vinnu. í frumvarpinu er gert ráð Hausnarieg gjöf fil dvaiarhesmiiis ddr- aðra sjómanna. SKIPSHÖFNIN á b.v. Hval- felli, Reykjavík, hefur afhent 3850,00 króna gjöf til dvalar- heimilis aldraðra sjómanna. Togarinn var á leiðinni til landsins frá útlöndum er skip- verjar heyrðu það • útvarpinu, að byrjað væri að grafa fyrir grunni dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna og skutu þá saman þessarj upphæð. Fulltrúaráð Sjómannadagsins og byggingarnéfnd dvalarheim ilis aldraðra sjómanna þakka skipverjunum á b.v. Hvalfelli Iþessa myndarlegu gjöf og' vænta að skipverjar á fleiri skipuni taki sér þá til fyrir- myndar og hjálpi lil með að auka byggingarsjóðinn, því ekk[ mun nú af veita. fyrir að unglingarnir njóti fyr irgreiðslu fjárhagsráðs í sam- bandi við vinnuútvegun, en Gylfi taldi heppilgera að ráðn. ingarstofur hefðu það verkefni með höndum að útvega eða skipuleggja slíka unglinga- vinnu. Kvaðst hann hafp haft í undirbúningi tillögur um að a'áðningarstofurnar væru stofn- aðar á ný og enn fremur minnfi hann á frumvarp Alþýðuflokks ins um atvinnustofnun ríkisins, en þar eru beinlínis fyrirmæli um, að ieinn þátturinn í starfi stofnunarinnar skuli verða sá, að sjá unglingum fyrir atvinnu, vinnuþjálfun og leiðbeiningum í sambandi við stöðuval. Gylfi taldi þó að frumvarp Einars stefndi í rétta átt, og lýsti fylgi sínu við það. Björn Ólafsson menntamála- ráðherra mælti gegn frumvarp inu og virtist bæði undrast það og harma það, að vinstri flokk- axnir skyldu vera saimnála eða hafa sömu stefnú í ýmsum þing' málum. Olíufapið í íran bæft upp. •; ÞÓTT lítið sem ekkert hafi verið framleitt af olíu í íran síðan alíulindirnar þar voru þjóðnýttar, hefur heildarolíu- framleiðsla Litlu-Asíuríkjanna aukizt. Orsökin er sú, að fram. leisðla í Saudi-Arabíu og Iraq hefur verið aukin sem svarar fyrri framleiðslu Irans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.