Tíminn - 05.09.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.09.1964, Blaðsíða 13
GRÓÐUF OG GARÐAR staðar hvítt af geithvönn og gulflikrótt af gullbrá og gul- möðru. Þetta eru forn sjávar- björg með hellum, skútum og bjargfuglum. Grápöddur skríða undan mosa. í holum Drangs- hlíðardrangs er fjárhús og hey- geymsla. Bændur hirða hey á SKÓGASANDI af víðáttumikm nýræktarsvæði; segja töðuna þorna miklu fljótar þarna á heitum sandinum, heldur en á venjulegu.túni. — Það var sól og sumar undir Eyjafjöllum 6 ágúst eftir langvarandi sudda tíð. — Ég hefi lifað sælan sólardag og sumartöfra nætur ■ hér í Skógum; eldflaugarskot og sungið björkum brag, en bægslaganginn skúms mér þótti . nóg um!! Hans eyðisandi bændur breyta í tún, / þeir bólstra hey á nýjum töðuvelli — og meta æðarfuglsins dýra dún — mig dreymir blóm á fornum sjávarhelli. - Bjarkirnar standa í hlíðinni ofan við Skóga í 12—13 ára gömlum afgirtum skógræktai- reit. Hafa nemendur Skógaskóla . gróðursett fjölda trjáplantna undir stjórn Jóns Jósefs o.fl. kennara. Bjarkirnar eru vöxtu- legar og reyniviðirnir; fur- • urnar lifa. en fæst grenitrén • stóðust páskahretið skæða 1963, nema RAUÐGRENI, það hélt velli með sóma. Mikil blómagróska er í skógræktar- reitnum og sá ég þar allt að 100 tegundir við lauslega at- hugun, þar á meðal mikið af stórum undafíflum og loðgresi, sem óvíða vex nema undir Eyjafjöllum. Kvernugilið ein kennilega er líka sannarlega vert skoðunar. Skógafoss rétt við að-kalla Gljúfragil með fríðum fossi ' uppi í hlíðinni’. Nokkrar erlendar jurtir hafa þegar stæðzt heim að skólanum t.d guibra. þistill, rauðsmári, hnoðafræb>na, kúmen og ýmis nýræktargrös. STÖÐUGT BREIÐARA Framhald af 6. síðu. í dag mun slík fjárfesting nema um 45 milljörðum króna hvað Vestur-Evrópu snertir, en uni 35 milljörðum af hendi Band-aríkjanna. En bandaríska fjárfestingin er aðallega í löndum Latínsku-Ameríku og olíulöndunum við Miðjarðar- haf, og evrópska fjárfestingin í þeim fáu nýlendum, sem eft ir eru. Alþjóðabankinn mun einnig lána um 12 milljarða ár- lega, sumt með háum vöxtum. En einkafjárfestingin ætti að geta aukizt, í samvinnu við rík isstjórnirnar, og þá að sjálf- sögðu helzt í þeim londum, er þarfnast fjárinagnsins mest. Aukin viðskipti milli Vestur- landa og vanþróaðra ríkja hafa einnig mikla þýðingu, ekki sízt ef slík viðskipti gætu farið fram á skipulegan hátt og orð ið til þess að bæta alþjóðlega verkaskiptingu. Og þetta get- ur einnig orðið til hagnaðar fyr ir Vesturlönd, því að ef hinn vanþróaði heimur fær hjálp, fcvo að hægt verði að auka árs ■ tekjur hvers íbúa um t. d. 2%, þá skapast nýir möguleikar hjá þeim þjóðum til þess að kaupa vörur af Vesturlöndum fyrir upphæðir sem skipta hundruð um milljarða. En þótt slík viðskiptaleg að- stoð komi til framkvæmda, þá eru mörg helztu vandamálin óleyst. Má þar m.a. benda á byggingu vega, járnbrauta, virkjana, skóla og sjúkrahúsa og þó sér í lagi uppbyggingu og tæknivæðingu landbúnaðar ins, sem í rauninni er aðalverk efnið. í þessari uppbyggingu verða allar þjóðir að taka þátt, einnig fsland. Vanþróuð lönd þarfnast bæði tæknilegrar og efnahagslegrar aðstoðar. Við íslendingar get- um veitt þeim tæknilega að- stoð, því að við höfum vafa- laust ungt og áhugasamt fólk, sem getur miðlað af þckkingu sinni á hinum ýmsu sviðum í vanþróuðum löndum. Og við getum einnig veitt efnahags- lega aðstoð, að vísu ekki mikla miðað við það fjármagn, sem þessi lönd þarfnast, en þó hjálpar allt til. íslenzkar fram- leiðsluvörur geta kornið að góðu gagni í vanþróuðum lönd um. íslenzka þjóðin þarf að vera samstillt, svo að aðstoðin verði sem víðtækust og komi að sem mestu gagni. MINNING Vettvangurinn félaga ungra Framsóknar- manna í kjördæminu. Var það samþykkt samhljóða, og for- manni falið að sjá um stofnun ina af hálfu félagsins. Urðu síðan almennar umræður og stóðu þær fram á nótt. STERKI MAÐURINN Framhaid af 7 síðu komi virkur skæruliðahemað- ur, sem neyði óvininn til að skipta herafla sínum. Meðan á þessu stendur er haldið áfram að mynda innanhéraðssveitir og reglulegan her. Að lokum kemur svo þriðja stigið, „alls- herjar gagnárásin“, en tilgang- ur hennar er að eyða aðalstyrk óvinarins. Sé Giap spurður um ástand- ið í Suður-Vietnam, fer hann undan í flæmingi. Hann lætur sér nægja að segja: „Annað frelsisstríðið er hafið“. Fransk- ir hernaðarsérfræðingar hafa reiknað út, að nú þegar sé kom- ið á annað stigið, það ef al- hliða skæruhernað. Varla er þó sennilegt að Giap hafi tök á að hefja „allsherjar gagnárásina“ fyrri en að töluverðum tíma liðnum. Hafa verður þó í huga, að þegar hann hóf „allsherjar gagnárásina“ árið 1954, sem endaði í Diembiemphu, töldu bæði bandarískir og franskir herfræðingar að líkur hans fyrir sigri væru ekki einn á móti hundrað. Sigdór V. Brekkan kennari EDINBORGARHÁTÍÐIN FramhalO ai 9 síðu , að sinni að rekja þær orðræð- ur. í síðasta pistli héðan var sagt nokkuð frá þeirri leik- sýningu hér, sem umdeildust hefur orðið. „Hinrik fjórði" undir leikstjórn Joan Littlewood. Fleiiú sýningar eru hér á sjónleikjum eftir Shake- speare. Hér er framúrskarandi leikflokkur frá Old Vic leikhús inu í Bristol og flytur leikrit- in „Hinrik fimmta" og „Love's Labour's Lost“, gamanleikinn, sem var eitt fyrsta verk skálds ins, sem flutt var á leiksviði í London. Leikfélag stúdenta í Cambridge eru hér með tnjög góða sýningu á „Óveðrinu“ (The Tempest), „Othello" er sýndur hér samtímis af tveim leikfélögum áhugamanna, og er önnur sýningin frábærlega góð. Þá eru sýndar hér þessa dagana þær kvikmyndir brezk- ar, sem gerðar hafa verið eft ir leikritum skáldsins og Laur ence Olivier bar veg og vanda af umfram aðra, ,,Haenlet“, .Hinrik fimmti“ og „Jónsmessu næturdraumur“ Síðast, en ekki sízt, skal nefnd tékknesk kvikmynd um „Rómeó og Júl- íu“, alveg ný af nálinni og hefur vakið sérstaka athygli og aðdáun þeirra, sem séð'höfer. Hann andaðist 19. ágúst síðast- liðinn á sjúkrahúsinu í Neskaup- stað. Minningarathöfn fór fram um hann 25. s.m. frá Neskirkju í Norðfirði að viðstöddu fjöl- menni, en útför hans fór fram frá Fossvogskirkju 29. s.m., þar sem hann var kvaddur hinztu kveðju. Sigdór var fæddur á Brekku í Mjóafirði, 14. maí 1884, og var því rúmlega 80 ára er hann lézt. Hann var sonur merkishjónanna Svan- bjargar Pálsóttur og Vilhjálms Hjálmarssonar, bónda og hrepp- stjóra á Brekku. Vilhjálmur var sonur Hjálmars Hermannssonar, Jónssonar í Firði í Mjóafirði, sem •margir rekja ættir sínar til, og var að mörgu leyti á undan sinni samtíð með ýmsar nýjungar. Svanbjörg var dóttir Páls Jóns- sonar frá Melum í Fljótsdal. Var það mesta myndar- og dugnaðar- fólk, og eru þetta vel þekktar ættir á Austúrlandi, og víðar. Vilhjálmur og Svanbjörg bjuggu stóru búi á Brekku, með rausn og myndarskap, þau höfðu stórt lanbú og útgerð, sem var rekin með dugnaði og fyrirhyggju. Vilhjálmur var mikill jarðræktar- jmaður, hann sléttaði og stækkaði i túnið á Brekku svo töðpfengur I tvöfaldaðist og miklar umbætur ; voru þar gerðar, sem til hags- bóta máttu vera. Sigdór ólst upp í stórum og glöðium systkynahópi á myndar- heimili, þar var margt fólb, oft um 30 til 40 manns. Þar sem svo margt fólk er samankomið hefur oft verið gleði og gaman, mikið Sungið og skemmt sér margvíslega' á annan hátt, en einnig ihikið starfað. Vilhjálmur tók heimilis- kennara til að kenna börnum sín- um, og öðrum unglingum á heim- ilinu. Fermingarveturinn var Sig- dór hjá móðurbróður sínum, séra Einari Pálssyni, presti á Hálsi í Fnjóskadal, stundaði nám hjá hon- um og fermdist þar. Hann minnt- ist oft á veru sína hjá séra Einari og hans ágætu konu, frú Jóhönnu Briem. Seinna varð séra Einar prestur í Reykholti. Síðan var Sigdór tvo vetur í Gagnfræðaskóla Akureyrar, og út- skrifaðist þaðan árið 1904. Eftir það fór hann í Kennaraskólann til undirbúnings lífsstarfi sínu, og lauk hann prófi þaðan árið 1909. Snemma hneig hugur Sigdórs að söng og hljómlist. Ungur fór hann að leika á orgel í heimahús- um, svo lærði hann hjá séra Ein- ari frænda sínum á Hálsi, og á Akureyri lærði hann hjá Magnúsi Einarssyni organista. Þegar hann var í Kennaraskólanum stundaði hann nám hjá Brynjólfi Þorláks- syni, Dómkirkjuorganleikara og einnig hjá Jóni Pálssyni Fríkirkju organleikara. Sigdór var barnakennari á Mjóafirði 1909 til 1915 og hafði einnig á hendi unglingakennslu þar þessi ár. Áður en hann fór í Kennaraskólann var hann heim- iliskennari hjá Vilhjálmi Árna- syni bóna á Bánefsstöðum í Seyð- isfirði einn vetur. Árið 1915 fór hann til Norðfjarðar og gerðist kennari við barnaskólann þar, og var það óslitið til ársins 1953, er hann hætti fyrir aldurs sakir, en hafði smábarnaskóla til 1958. Sigdór kenndi einnig um árabil við unglingaskóla á Norðfirði, og var hann enn af aðalhvatamönn- um að stofnun hans. Gagnfræða- skólinn tók svo við af unglinga- skólanum. Sigdór var vel undir sitt ævi- starf búinn, kennarastarfið er tímafrekt, en samt var eins og hann hefði alltaf tíma til að sinna margs konar félagsstörfum. Hann var lengi söngkennari við barna- skólann, hann æfði og stjórnaði söng á samkomum, t.d. stjórnaði hann söng á fullveldishátíð Norð- firðinga 1918, og einnig á Lýð- veldishátíðinni 1944. Hann æfði marga kóra og stjórnaði þeim. Hann stjórnaði af mikilli smekk- vísi, svo unun var á að hlýða. Sigdór kvæntist 1918, Önnu Hermannsdóttur frá Höfðabrekku í Mjóafirði, myndar- og ágætis- konu, sem bjó honum gott heimili, og var manni sínum góður föru- nautur,. qg mikill styrkur við hin ^i|rgyis)egu,.£ftörf er hann liafði með höndum. Heimili þeirra var viðbrugðið fyrir gestrisni og myndarskap, enda var heimili þeirra gististaður margra. Þar var alltaf pláss, þangað var gott þreyttum að koma. Það má með sanni segja, hús þeirra stóð öllum opið. Sigdór vildi hvers manns vanda leysa. Við hjónin eigum margar góðar og ljúfar minningar um heimili þeirra. Garðurinn við húsið hans bar vott um snyrtimennsku, og að vel var um hann hugsað. Þaðan ang- aði ilmur blóma. Þeim hljónum varð ekki bama auðið, en ólu upp 3 fósturbörn, Magnús Guðmundsson kennara í Neskaupstað, systur hans frú Helgu Guðmundsdóttur, og Þor- geir Jónsson, skipasmið 1 Reykja- vík. Bæði börn og fullorðnir áttu athvarf á heimili þeirra hjóna, um lengri eða skemmri tíma, og tvær eldri konur dvöldu hjá þeim síðustu æviár sín, og var ákaflega vel að þeim búið. Sigdór starfaði mikið að bindind ismálum, eða í meira en 60 ár, hann gekk í Góðtemplaaregluna 19. febr. 1899, og stóð þar alltaf í fremstu víglínu, fyrst í Mjóa- firði þar sem hann vann mikið að þessum málum, og svo á Norð- firði þar sem hann stofnaði barna- stúkuna Vorperlur. Þar lagði hann fram mikið og gott starf, sem ekki verður metið eða þakkað eins og vert er, og eiga mörg ungmenn- in honum mikið að þakka. Einnig kenndi hann mörgum að leika á orgel. Sigdór var trúhneigður maður, trúmálin voru honum alvörumál. Innan kirkjunnar hefur hann starfað mikið, var lengi formaður .sóknarnefndar Neskirkju og org- anisti bæði á Mjóafirði og í Nes- kaupstað, eða í rúm 35 ár. Mjóaf jarðarkirkja stendur í mik- illi þakkarskuld við Sigdór fyrir starf hans þar, sem söngstjóra og organista um langt árabil. Eg minnist þess hvað hann lagði fram mikið starf þegar Mjóafjarðar- kirkja átti 50 ára afmæli, þar stjórnaði hann söng og flutti er- indi, og við mörg önnur tækifæri sýndi hann hug sinn til Mjóa- fjarðarkirkju. Hann kvaðst eiga þaðan margar ljúfar minningar, m.a. frá því þegar hann ungur drengur fór í kirkju með foreldr- um sínum og systkinum. Sigdór var um árabil í hrepps- nefnd Neshrepps, og síðan í bæj- arstjórn Neskaupstaðar, og þótti þar tillögugóður, og sæti hans vel skipað. Bæjarstjórn Neskaupstað- ar samþykkti einróma að heiðra Sigdór á áttræðisafmæli hans 14. maí s.l., með því að kjósa hann heiðurborgara Neskaupstaðar, fyrsta mann, sem sæmdur er þeirri nafnbót, í viðurkenningar- skyni fyrir hans mikla og fórn- fúsa starf að félags- og menning- armálum, sérstaklega í þágu barna og unglinga. Sigdór var einn af þeim, sem beittu sér fyrir stofnun Sparisjóðs Norðfjarðar árið 1920, og var hann fyrsti gjaldkeri sparisjóðs- ins, og um langt árabil í stjórn hans. Saga Neskaupstaðar verður ekki skráð án þess að Sigdórs verði þar getið, á mörgum sviðum, nafn hans kemur víða við á þessu tíma- bili í sögu Neskaupstaðar. Sigdór hefir afkastað miklu og góðu starfi í þágu samfélagsins, og verður hans lengi minnzt fyrir hans margvíslegu störf. Sæmdur var Sigdór riddara- jkrossi Fálkaorðunnar 1960, fyrir störf að félags- og menningarmál- um. Það var mér ráðgáta hvernig hann gat afkastað og komizt yfir að anna öllum þeim störfum er á hann hlóðust, en, Sigdór var alltaf ungur í anda, eiída þótt árin færðust yfir. Sigdór missti konu sína 29. sept. 1956. Það var mikið áfall fyrir hann, svo mikinn styrk sem hún hafði veitt honum í hans marg- þætta starfi. Það er margs að minnast og margt að þakka þegar leiðir skilj- ast eftir aevilöng kynni. Þá sækja minningarnar á hugann. Við hjón- in eigum svo margs að minnast og mikið að þakka. Við minnumst bréfanna frá honum til okkar eft- ir að við fluttum úr heimahögum, þau voru góð, þrungin af góðvild og hlýju til okkar hjónanna, syst- ur hans og mín. Sigdór er einn af þeim, sem ekki gleymast, hann skilur eftir svo margar góðar og Ijúfar minn- ingar. Blessuð sé minning hans. Jóa I. Jónsson. T I M I N n, laugardagirvn 5. septembor 1964 — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.