Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Kynntu fsland
í Washington
JHM-Washington.
í SEPTEMBER-mánuði voru
hátt á fjórða hundrað kennara
frá um 70 löndum samankomnir í
Washington, þeirra á meðal f jorir
íslenzkir keimarar, sem fóru vest
ur um haf á vegum Fulbr.-stofn-
unarinnar til þess að kynna sér
þar kennslumál og kennsluhætti
um nokkurra mánaða skeið.
Áður en kennararnir lögðu upp
þaðan og dreifðust til náms og
margvíslegra athugana víðs vegar
um Bandaríkin efndu þeir til sýn
ingar til að kynna lönd sín og
þjóðir. Sýningin yar haldin í for-
sal menntamálaráðuneytisins, þar
sem hver þjóð fékk sitt borð.
Sýningin vakti mikla athygli og
allan daginn, sem hún stóð yfir
var látlaus straumur fólks fram
hjá borðunum, og þrátt fyrir það,
að þetta var engin heimssýning
voru þeir samt furðu margir, sem
stönzuðu við íslenzka " borðið,
spurðu og virtu fyrir sér myndir
og^ muni.
íslenzku kennararnir, sem hlutu
styrk þetta ár til að kynna sér
skólamál vestan hafs og settu upp
þessa sýningu til landkynningar
eru taldir frá vinstri á myndinni
hér til hliðar: Þórarinn Guðmunds-
son kennari við Gagnfræðaskóla
Akureyrar, Magnús Jónsson, skóla
stjóri Gagnfræðaskóla verknáims í
Reykjavík, Pálmi Pétursson kenn
ari við Laugarnesskólann í Reykja
vík og Jón R. Hjálmarsson skóla-
stjóri Skógaskóla.
ÞJÓÐMINJASAFNINU AF-
HENTKRÝSUVlKURKIRKJA
Hafnarfjarðarbær  hefur  af-
hent Þjóðminjasafni fslands
Krýsuvíkurkirkju ásamt kirkju-
garði og öðruni mannvirkjum
tilheyrandi staðnum, til fullrar
eignar og varðveizlu, ásamt
landspildu Umhverfis kirkj-
una, samtals að stærð rúm-
lega 7 þúsund< fermetrar.
Eins og áður hefur komið
fram í fréttum, er forsaga
þessa máls sú, að 1954 heim-
ilaði Hafnarfjarðarbær Birni
Jóhannessyni, fyrrv. forseta
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar,
að hann mætti, á sinn kostnað,
láta gera við bina gömlu Krýsu
víkurkirkju, sem þá var og
hafði lengi verið mjög niður-
nídd, en var hins vegar eina
búsið, sem ' uppistandandi var
og minnti á hið gamla höfuð-
ból.
Vorið 1964 var viðgerð kirkj-
unnar lokið, svo að hún var
aftur messufær, og var hún
vígð af biskupi hinn 31. maí.
Krýsuvíkurkirkja er talin
byggð 1857, timburkirkja, ein-
föld í sniðum og látlaus, gott
sýnishorn hinna fábrotnu guðs-
húsa í afskekktari byggðum á
19. öld. Það er vel farið, að
henni hefur nú, fyrir fram-
tak og fórnfýsi Björns J6-
hannessonar og góðvilja og
skilning bæjaryfirvalda í Hafn-
arfirði, verið borgið frá eyði-
leggingu. Kirkjan stendur við
alfaraveg, sem mjög er tíðfar-
inn af Reykvíkingum og öðr-
um á sumrin, og liggur vel
við að nema staðar við kirkj-
una og svipast um á bæjarstæði
Krýsuvíkur, enda mun kirkjan
verða höfð opin á tilteknum
tímum þegar næsta sumar.
(Frétt  frá  Þjóðminjasafni).
Fulltrúar á ASI-þingið
og  sjómannafélag
Aðalfulltrúi:  Ben.
EJ-Reykjavík, 21. október.
Eftirfarandi félög hafa kjörið
fulltrúa sína á ASÍJþingið, til við
bótar þeim, sem áður hafa verið
nefnd  hér í blaðinu:
Verkalýðsfélag Austur-Eyjafjalla
hrepps: Aðalfulltrúi Sigurjón
Guðmundsson.
Félag Garðyrkjumattna: Aðal-
fulltr.: Steingrímur Benediktsson.
Félag járniðnaðarmanna, fsa-
firði: Aðalfulltrúi Pétur Sigurðs-
son.
Verkalýðs-
Hnífsdælinga
Friðriksson.
Bakarasveinafélag íslands:  Að-
alfulltrúi Guðmundur Hersir.
Félag  Flugvirkja:   Aðalfulltrúi
Ingi Loftsson.
Verkalýðsfélag Hríseyjar: Aðal-
fulltrúi Sigurjón Kristinsson.
Verkamannafélag Borgarfjarð-
ar, Borgarfirði eystra: Aðalfulltrúi
Ingi Jónsson.
Verkalýðsfélag Grýtubakkahrepps,
Grenivík: Aðalfulltrúi Arthur Vil-
helmsson.
Verkakvennafélagið Orka, Rauf-
arhöfn: Aðalfulltrúi Kristín Har-
aldsdóttir.
Verkalýðsfélagið Baldur, ísa-
firði: Aðalfulltrúar Björgvin Sig-
hvatsson, Pétur Pétursson, Sverrir
Guðmundsson og Stefáa Stefáns-
son.
Vélstjórafélag ísafjarðar. Aðal-
fulltrúi Hákon Bjarnason.
Siómannafélag Isafjarðar: Aðal-
fulltrúar Jón H. Guðmundsson og
Bjami Hansson.
Verkalýðsfélag Þórshafnar: Að-
alfulltrúi Hreinn Ásgrímsson, en
til vara Trausti Guðmundsson.
Verkalýðs- og bílstjórafélagið
Samherjar, Austur-Skaft.: Aðal-
fulltrúi. Árni Jónsson, en til vara
Marteinn Jóhannsson.
Formaður verzl.ráðsins
Á stjórnarfundi Verzlunarráðs
íslands 15. okt. var Þorvaldur Guð
mundsson, forstjóri, endurkjörinn
formaður Verzlunarráðsins, Egill
Guttoraisson, stórkaupmaður, 1.
varaformaður og Gunnar J. Frið-
riksson, framkvæmdastjóri 2. vara
formaður.
1------------         i  ii   ¦¦  ¦                in.i-    —mmmimmmmmmm
Perusala Lions-
klúbbs Akraness
í kvöld, fimmtudaginn 22.
október, fara Lionsfélagar um
Akranesbæ og selja ljósaperur.
Það er markmið Lionsmanna að
stuðla að því að færa sjúkum og
sárum birtu og yl. Perusalan er
þáttur í þeirri starfsemi. Með
því að kaupa ljósaperur Lions-
manna getum við aukið birtu
á heitnilum okkar og í sálum hinna
sjúku. Allur ágóði rennur til á-
haldakaupa fyrir sjúkrahús Akra-
ness.
(Frá Lionsklubbi Akraness).

ÍRÉTTI
Aðalfundur Kennarasam-
bands Ausfurlands
Á aðalfundi Kennarasamb. Aiwt-
urlands, sem haldinn var á Seyðis
firði 26. og 27. september var sam-
þykkt að beina þeim tilmælum
til menntamálaráðherra, að hann
gangist fyrir því, að landinu verði
skipt í fræðsluumdæmi með fast-
ráðnum fræðslustjóra, sem sé
búsettur í umdæminu, og í sam-
bandi við embætti hans verði kom
lð. á sálfræðiþjónustu fyrir skóla
timdæmisins.
Einnig var þeirrí ósk beint til
fræðslumálastjórnar, að hún sjái
um, að í hverju námsstjóraum-
iæmi yerSi fastráðinn kennari,
sem hafi það hlutverk að leysa af
'iennara á svæðinu um stundarsak
ir á meðati þeir kynna sér nýjung
ar í starfsaðferðum annars staðar.
Fundurinn beindi þeim tilmæl-
am til fræðsluyfirvaldanna, að
iomið verði á fót heimavist við
íjagnfræðaskólann í Neskaupstað,
og verði hún stofnsett og rekin af
hinu opinbera. Þá var samþykkt
ályktun um að nauðsyn bæri til
að koma á vegabréfaskyldu, bæði
meðal æskufólks og alls almenn-
ings til þess að koma í veg fyrir
að unglingar innan 16 ára aldurs
sæktu samkomur, sem þeim væru
ekki ætlaðar.
Fundinn sóttu 24 kennarar og
skólastjórar af Austurlandi, en
gestir fundarins voru Skúli Þor-
steinsson námsstjóri og Jón Þórð-
arson kennari úr Reykjavík.
Gamlir Núpsskólanemar
á fundi
Gamlir Núpsskólanemendur og
Vestfirðingar komu saman til fund
ar 9. október sl. og voru þá til
umræðu tvö áhugamá) þessa fólks,
í fyrsta lagi að greiða fyrir áformi
héraðssambands U.M.F. á Vest-
fjörðum að steypa í eir brjóst-
mynd af Birni heitnum Guðmunds
syni kennara og síðar skólastjóra
á Núpi og í öðru lagi að varðveita!
í sinni upprunalegu mynd eftir
því sem hægt er gamla skólahús-j
ið að Núpi.
Mikill áhugi var á báðum þess'
um málum, og voru tvær nefndir;
kosnar til að framfylgja þeim og
fjársöfnunarlistum vegna myndar-i
innar dreift milli fundarmanna. I
Eftirfarandi tillaga var flutt ogj
samþykkt á fundinum:
Fundur gamalla  nemenda  Núps-'
skóla séra Sigtryggs Guðlaugsson-1
ar og fl. — haldinn í Reykjavík
9. október, 1964 —skorar að gefnu
tilefni á alla viðkomandi ráðamenn
gamla  skólahússins  að  Núpi  að
varðveita það framvegis sem skóla
safn eða á annan hátt  —og veita
húsinu á allan hátt þá umhirðu,
sem það verðskuldar. Tjá mættir
Núpsskólanemendur sig reiðubúna
til samstarfs um þetta verkefni, og
heita liðsinni sínu  sem  einstakl-
ingar eða félagsmenn væntanlegs
sambands síns
Sékagjöf
Hinn 6. okt. s.l.  barst borgar-
stjóranum í Reykjavík bréf frá
ambassador Sambandslýðveldisins
Þýzkalands Hans R. Hirschfeld,
þar sem hann tilkynnir, að utan
ríkisráðuneytið í Bonn hafi ákveð
ið að gefa Borgarsjúkrahúsinu
bækur um læknisfr. til afnota við
sjúkrahúsið, en í gjöfinni eru rúm
lega 170 bækur og meiri háttar
ritverk.
Formaður     byggingarnefndar
Borgarsjúkrahússins Sigurður Sig-
urðsson, landlæknir og formaður
Sjúkrahúsnefndar Reykjavíkur,
Jón Sigurðsson borgarlæknir hafa
látið í ljós ánægiu með bókagjöf-
ina og telja, að hún geti orðið góð
ur grundvöllur að safni fagbóka
við sjúkrahúsið.
Borgarstjórinn í Reykjavfk hef
ur þakkað gjöfina og þann mikla
yinarhug, sem að baki býr.
Aðalfundur Bakara-
meistara
Aðalfundur     Landssambands
bakarameistara var haldinn í
Reykjavík dagana 9. og 10. okt. sl.
Mættir voru fulltrúar flestra brauð
gerðarhúsa "á landinu.
Mörg mál voru rædd pg sam-
þykktir gerðar. Fundurinn fagn
aði tilkomu hins nýja fagskóla
bakara við Iðnskólann í Reykjavík
Fundurinn lýsti ánægju og stuðn-
ingi við þá tillögu, sem samþykkt
var á 26. Iðnþingi íslendinga, um
afnám verðlagsákvæða af iðnaðar
vörum. Samþykkt var áskorun ti'l
Landssambands iðnaðarmanna að
fylgja tillögunni bæði fljótt og
fast eftir.
Forseti Norræna tón-
skáldaráðsins.
Á fundi Norræna tónskáldaráðs-
ins, sem haidinn var í sambandi
við norrænu tónlistarhátíðina i
Helsingfors í byrjun þessa mánað
ar, var Jón Leifs, tónskáld, kjörinn
forseti ráðsins fyrir næstu tvö ár
ffyrirhugað er að næst verði
haldin norræn tónlistarhátíð í
Reykjavík á árinu 1966.
Fré Tónskáldafélagi íslands.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24