Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 18. nóvember 1964 TÍMINN BORGARMÁL Borgin ætti ai byggja litlar íbúiir og leigja ungu íólki Á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur í s.l. viku, Iá fyrir eftirfar- andi fyrirspurn frá Kristjáni Benediktssyni: „Á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur 16. maí 1963 var samþykkt svofelld tillaga: „Borgarstjórn ályktar að fela borgarráði að láta fara fram at- hugun til að leiða í ljós, hvernig ástatt er um húsnæðismál ungs fólks í Reykjavík, sem er að hefja búskap.“ Spurt er: Hefir athugun sú, sem framan- greind samþykkt kveður á um, verið framkvæmd og sé svo, hve- nær má vænta að niðurstöður hennar verði kunngerðar?4' Borgarstjóri svaraði spurning- inni og kvað athugun þessari ekki lokið, og hefðu vart verið til þess starfskraftar á hagstofu borgar- innar. Gera yrði víðtækt úrtak ungs fólks og spyrja það, og væri þetta töluvert viðamikið verk. Kristján Benediktsson þakkaði svörin en sagði, að tillaga sú, sem getið er um í fyrirspuminni hefði raunar verið breytingartil- laga, sem borin var fram við til- lögu Björns Guðmundssonar, er var miklu viðtækari og kvað svo á, að borgarstjórnin teldi mikinn skort á litlum íbúðum fyrir ungt fóik, sem er að stofna heimili og lagt til, að borgin bætti úr þeim skorti með því að byggja slíkar íbúðir, sem síðan yrðu seldar eða leigðar. Hér er um að ræða mál, sem á fullan rétt á sér, sagði Kristján. Ávallt væru húsnæðisvandræði og íbúðir orðnar svo dýrar, þótt litlar séu, að til þess þyrfti talsvert handbært fé að ná eignarhaldi á þeim. Þetta kæmi harðast niður á unga fólkinu, sem væri að stofna heimili, margt af litlum efnum. Reykjavíkurborg ætti mikinn fjölda íbúða, sem leígður væri fólki, sem ekki hefði getað leyst húsnæðismál sín af sjálfsdóðum. Margt af þessu fólki ætti mörg börn og einkum væri örðugt fyr- ir slíkt fólk að fá leigt húsnæði. Þessi starfsemi væri því sjálf- sögð og nauðsynleg. Þá hefði verið hafizt handa um byggingu háhýsis á vegum.borgar innar í Laugarásnum, og eiga þar að vera íbúðir, sem leigja má öldruðu fólki og öryrkjum, sem á Auka mætti þjónustu ráðningarstofunnar AK-Rvík, 15. nóv. „Borgarstjóm beinir því til Ráðningarstofu Reykjavíkur, að hún taki að sér milligöngu urn útvegun fólks til barnagæzlu á kvöldin. Skal ráðningarstofan ann- ast þessa fyrirgreiðslu án sérstaks gjalds" Þessa tillögu flutti Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Fram sóknarflokksins á síðasta borgar- stjórnarfundi. í framsöguræðu sagði Kristján að þetta væri hlið- stætt því starfi ráðningarstofunn- ar að útvega húsmæðrum stúlkur til húsverka. Nyti það vinsælda, að þvi er bezt yrði séð, og væri sú þjonusta allmikið notuð. Um þörfina á þjónustu þeirri, sen. tillagan gerði ráð fyrir, væri ekki gott að segja með vissu, en sennilega væri hún nokkuð mikil, og mundi það koma í ljós, er þessi fyrirgreiðsla yrði tekin upp, og mundi hún verða vinsæl hjá for- eldrum ung börn, hafi þeir ekki aðstóðu til þess að leita til skyldmenna eða nágranna með eftirlit á börnum sínum, þegar þeii skreppa i bíó, leikhús eða heimsókn til vina og kunningja að kvöldlagi. Kristján kvaðst að minnsta kosti ofi hafa heyrt ung hjón kvarta yfi því hve erfitt þau eigi með að fara út ■ saman að kvöldlagi, vegna þess að þau hafi engan til þess áð líta eftir börnunum. En hvort sem þörfin væri mikil eða lítil, væri ómaksins vert að sanriieyna, hvort þessi þjónusta væri réttmæt, enda kostaði til- raunin ekkert. Kristján sagði ennfremur, að forstióri ráðningarstofunnar hefði tjáð að hann gæti bætt þessu ve kofni við með því starfsliði, sem þar er. Ráðningarstofan væri öðrum þræði þjónustustofnun við borgarana, og stundum hefði verið á það minnzt, að á timum nægrar atvinnu, væru verkefni hennar ekki ýkja mikil. Væri því einsýnt að nýta starfslið það, sem þar er fyrir, með aukinni þjónustu við borgarana. Framkvæmdinni mætti t.d. haga á þann veg, að ráðning- arstofan auglýsti eftir fólki, sem vildi taka að sé barnagæzlu á kvöldin eða einhver viss kvöld vikunnar. Umsækjendur, sem í flestum tilfellum mundu verða skólafólk og aldraðar konur, i þyrftu að láta fylgja umsókn sinni] bæði meðmæli og heilbrigðisvott-j orð. Án efa mundu margir gefa sig fram, og ætti ráðningarstofan því að geta haft fólk tiltækt og annazt milligöngu um þetta milli foreldra og fólksins, sem vill taka þetta að sér. Ég hef heyrt, bætti Kristján við að lokum, að Oslóborg annist starfsemi sem þá, er hér er gert ráð fyrir, og sé þessi þjón- usta mikið notuð Frú Auður Auðuns taldi varla þörf á því, að ráðningarstofan annaðist þessa þjónustu, þar sem j Fóstruskólirin og fóstrufélagið hér í borg hefði auglýst hana og ann- azt hana og getað fullnægt eftir- spurnum Hins vegar mætti vera, að ekki vissu nægilega margir um þetta né hvernig ná mætti sam- bandi við þetta gæzlufólk. Meðan fóstrurnar önnuðu þessu, væri þó j varla ástæða til að gera sérstakarj ráðstafanir, hins vegar gæti þó j verið æskilegt að athuga, hvernig þessum málum væri fyrir komið í nágrannaborgum. Tillögunni var vísað til raðn ingarstofunnar til umsagnar. aðstoð þurfa að halda við útveg- un húsnæðis. Næsta verkefni borg arinnar ætti að vera bygging lítilla íbúða, sem eíngöngu yrðu leigð- ar ungu fólki, sem væri að stofna heimili. Hámarksleigutími á þessum íbúð um ætti að vera 3—4 ár. Ef borgin ætti t. d. 150 slíkar íbúðir, gætu 50 ung hjón árlega fengið þar húsnæði og þar með bjarg- azt yfir örðugasta hjalla hús- næðismála sinna, sem eru fyrstu búskaparárin hjá flestum. Með því að binda leigu íbúðanna ein- vörðungu við unga heimilisstofn- endur og hafa leigutímann ekki lengri en 3—4 ár gætu slíkar íbúðir, þótt ekki skiptu mörgum hundruðum, komið mörgum að haldi á tiltölulega stuttum tíma. Ungum, efnalitlum hjónum með lítið innbú hentar vel lítil íbúð fyrstu búskaparárin. En sam- kvæmt algildum lögmálum þarf íbúðin að stækka síðar. Þrjú eða fjögur ár ættu að nægja flestum til þess að eignast íbúð eða verða sér úti um húsnæði, svo framar- lega sem ástandið í þessum mál- um versni ekki stórlega frá því, sem nú er. Þótt borgin færi inn á þá braut, sem ég hef hér minnzt á, sagði Kristján, er að sjálfsögðu jafnauðsynlegt og sjálfsagt, að hún beiti aðstöðu sinni og áhrif um á allan tiltækan hátt til þess að létta undir með ungu fólki, sem er að stofna heimili og á í erfiðleikum með húsnæði, með- al annars með því að beita sér fyrir bættum lánakjörum hins opinbera því til handa. Ég Iegg því áherzlu á, að at- hugun sú, sem felst í ályktun borgarstjórnar frá 10. maí 1964, verði framkvæmd þegar í stað, svo að gera mætti sér grein fyrir því, hvernig ástatt er. Kristján kvaðst mundi flytja síðar tillögu um það efni, sem hann hefði rætt í sambandi við fyrirspurnina. Þarf að !ýsa Ár- túnsbrekku Á síðasta borgarst j órnarf undi bar Örlygur Hálfdanarson, vara- borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, fram eftirfarandi tillögu: „Sökum mikillar umferðar á veginum frá Elliðaám að vega- mótum Suðurlands- og Vesturlands vegar, felur borgarstjórn Raf- magnsveitu Reykjavíkur að raf- lýsa nú þegar þennan vegarkafla“. Örlygur benti á það í fram- söguræðu, að mjög mikil umferð( væri þarna um brekkuna, einnig af gangandi fólki, en hins vegar skiptist hún, þegar upp kæmi. Þarna væru hættur ýmsar, skurðir og tálmanir, og aðstaða gangandi fólks sérlega hættuleg, enda hefði bílaumferð þarna í apríl s.l. verið 6 þús bílar á dag. Nauð- synlegt væri að gera sérstaka ak- braut, sem þungfær ökutæki gætu notað upp brekkuna. Birgir ísleifui Gunnarsson kvað það vera á áætlun borgarinnar að raflýsa veginn frá Elliðaám upp að Rauðavatni á árunum 1964—65 og yrði þetta því væntanlega gert á næsta ári. Örlygur sagði, að það væri gott, að þetta væri á áætlun og gera ætti meira síðai, en í tillögunni Framhaid á bls. 13 Úlafur Friðriksson fyrrverandi rítsijóri Ólafur Friðriksson, hinn þjóð- kunni frumkvöðull íslenzkra verka lýðssamtaka og brautryðjandi jafnaðarstefnunnar á íslandi, er til moldar borinn í dag. Hann lézt í Reykjavík s.l. fimmtudag, 12. nóvember, rúmlega 78 ára að aldri. Ólafur var fæddur á Eskifirði 16. ágúst 1886, sonur hjónanna Ragn- heiðar Jónsdóttur og E. Möll- ers póstafgreiðslumanns á Eski- firði og síðar á Akureyri. Ólafur tók gagnfræðapróf á Akureyri 1903, en dvaldist síðan all- mörg ár í Danmörku við nám og ýmis störf. Kynntist hann þar starfsemi skipulegrar og fé- lagsbundinnar verkalýðsbaráttu og flokssamtökum jafnaðarmanna og las margt um þau fræði. Ólafur kom heim 1914 og dvald- ist fyrst eftir heimkomuna á Ak- ureyri. Efndi hann þar til sam- taka verkamanna er beittu sér m.a. í Dæjarstjórnarkosningum, og stofnaði þar fyrsta jafnaðarmanna félag á landinu. Var það upphaf að langri verkalýðs- og stjórnmála- baráttu hans hér á iandi. Árið eftir fluttist Ólafur til Reykjavíkur jg gerðist þegar all- gustmikill. Hefur hann átt heima í Reykjavík síðan Ólafur var all- óvæginn oft jg einatt, en þó dreng- ur góður og sparaði sig hvergi. Gekk hann þegar í Dagsbrún og var þar mikill baráttumaður, enda formaður þess félags árin 1928— 32. Hann hafði einnig forgöngu um stofnun Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins og var einn aðalhvatamaður að stofnun Sjó- mannafélags Reykjavíkur og í stjórn þess um skeið. Hann átti og lengi sæti i stjórn Alþýðusam- bands íslands Þá átti hann og verulegan þátt í stofnun Alþýðu- blaðsins og var ritstjóri þess árin 1919—22. í bæjarstjórn Reykja- víkur sat hann fyrir Alþýðuflokk- j inn um 20 ára skeið frá 1918— 1938 og var lengi endurskoðandi 1 bæjarreikninga Reykjavíkur. Ólafur hefur fyrr og síðar rit- að margt greina 1 blöð og tímarit um verkalýðsmál og stjórnmál, og á seinni árum ritaði hann tvær eða þrjár skáldsögur undir höfundar- I nafninu Ólafur við Faxafen. Ólafur l var kvæntur danskri konu Önnu, fæddri Christensen-Hejnæs en I þau skildu. Um 1920 varð mikill st.yr og uppþot hart út af rússneskum j dreng, sem Ólafur hafði tekið að sér en heilbrigðisyfirvöldin töldu ; ganga með hættulegan sjúkdó . Urðu af þessu ryskingar miklar og uppþot Ólafui varð tíðum fyrir hörðum árásum andstæðinga, enda lét hann oftast hart mæta hörðu, þar sem hann var mikill baráttumað- ur. Ætíð var Ólafur boðinn og búinn að verja rétt lítilmagnans og fylkja verkamönnum fram til baráttu og vann margan frægan sigur í þeirri orrahríð. Einmg tók hann mikinn þátt í almennu menn- ingarlífi bæjarins. Hann var og talsverður fræðimaður að eðlis- fari og sinnti þeim málum nokk- uð, er é ævina leið. Þá kom og fram sterkui manngæzkuþátt- ur í fari hans. Hann vai sér- stakur dýravinur, og mátti oft sjá hann gefa villtum fuglum a \rnar- hóli, þegar vetur herti að Hann beitti sér einnig fyrir gróðurtil- raunum, og nafði mikinn áhuga fyrir gróðurfari landsins og dýra- lífi. Ólafur var jráðgáfaður rnaður. Frjnibalf - • i:t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.