Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 13. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Þriðjudagur  18.  janúar  1955
ALÞÝÐUBLAÐEÐ
SKÖMMU eftir áramótin til
kynnti  stjórnin  í Costa Rica,
að yfir landlnu vofoi árás æv-
intýramanna, sem hefðu verið
vopnaðir í grannrikinu Nicara
gua,  og  fór  þess  á leit  við.
'bandalag Ameríkuríkj anna,. að'.
bað  léti  mállð  til  sín  táka.'
Nokkrum dögum síðar var á-;
xásin hafin, en eins og vænta
mátti neitaðj stjórnin í Nica-
ragua   því,   að  hún  bæri
ijokkra ábyrgð á henni, heldúr
væri hér um að ræða uppreisn
gegn. stjórninni í Costa Rica.
um. Cosía Rica heíur aftur á
móti engan flugher í'remur en
Guatemala, sem beið lægri
hlut fyrir amerísku flugyélun-
um, er árásarherinn hafði orð-
ið sér út um.
Fyrir nokkrum vikum varð
faeyrinkunnugt, að; Nicaragua
hefðl keypt 25 orurtuílugvélar
í Sviþjóð — af fyrirtæki í
Stokkhólmi, sem hafði fest
kaup á ftugvélum þessum af
sænska lofthernum. Þessi flug
vélakaup urðu tilefni þess, að
amerísk stórbiöð sins og New
York Times og Christian Sci-
ence Monitor gerðust áhyggju
full. Bentu bæði blöðin á þá
staðreynd, að sambúð Costa
Rica og Niearague væri svo ó-
friðvænleg, að Bandaríkin
gætu naumast lát.ð þessi flug-
vélakaup afskiptalaus, en
stjórnin í Washington sinnti
þeim aðvörunum engu.
Önnur íilraun.
Lýðræðissfjórn.
Þetta er uppreisn í þeim
skilningf að hér er reynt að
steypa af stóli einu ríkisstjórn
inni í Mið-Ameríku, sem kom
izt hefur til valda með lýðræð
islegum hætti. Jafnframt er
augljóst, að uppreisnin er gerð
með fulltingi einræðisstjórnar
ínnar í Nicaragua. Bandalag
Ameríkuríkjanna hefur ekki
ihafizt handa um neinar ráð-
stafanir gegn Nicaragua, þó að
tilgangur þess sé að verja þátt-
tökuríkin gegn áráoum. Hins
vegar Htur út fyrir, að innrás-
arhernum gangi ætlunarverk
sitt erfiðlega, þó oð honum
yrði allmiklð ágengt í byrjun.
Ójafn leikur.

Samt sem áður er hér ærin
faætta á ferðum, þar eð Costa
Rica hefur aðeins íámennum
lögregluher á að sklpa, en inn
rásarherinn tefl'r rneðal ann-
ars fram flugvélum eins og |
skvrt hefur verið frá í frétt-1
¦'¦'.. '.'v.'-'v:;'..;;
Jose Figuerez,
Aðilarnir; sem nú ráðast á
Costa Rica frá Nicaragua, hafa
reynt slikt hið sama einu sinni
áður, en sú tilraun átfi sér stað
1948. Þá atburði bar þannig
að, að þáverandi stjórnarflokk
ur dæmdi forsetakosningar ó-
gildar og ætlaði að efna til
nýrra kosninga eftir að fram-
bjóðandi hans, Garcia, hafði
beðið ósigur fyrir frambjóð-
anda andstöðuflokksins, Ulate.
Núverandi forseti í Costa Rica,
Figueres ofursti, sem barðist í
stjórnarhernum í borgarastyrj
öldinni á Spáni, hleypti þá af
stokkunum uppreisn - gegn
stjórninni. Hersveitir Figueres
höfðu gervallt landið á valdi
sínu að fáum vikum liðnum,
og Garcia flýði til Nicaragua
ásarnt helztu stuðningsmönn-
um sínum. Þaðan gerðu þeir
svo innrás í Costa Rica í des-
ember sama ár, en urðu brátt
að láta undan síga fyrir her
Flgueres.
Goð alþýðumennfun,
Costa Rica er eitt hinna fáu
lýðvelda   í   Suður-Ameríku.
Stéttaskipting  er  lítil í land-
(Frh. á 7. síðu.)
ÞESS hefur áður verið get-
ið hér í blaðinu, að verlð væri
að byggja dráttarbraut (slipp)
á Eyrarbakka. Mannvirki
þéssú er þegar það langt á veg
'komið, að farið er að taka upp
foáta. Fyrsti báturinn, Faxi,
var tekinn upp 6. desember.
Af því tilefni sneri blaðið
sér til oddyita Eyrarbakka-
íhrepps, Vigfúsar Jónssonar, og
foað hann að lýsa þessu mann-
virki og hvers vegna í það var
ráðizt-
GAMALT ÁHUGAMÁL
— Hver er aðdragandinn að
því að þið fóruð að reisa þessa
dráttarbraut hér?
„AUt frá því að hér hófst
vélbátaútvegur og til þessa
tíma hafa bátár'verið dregnir
á land til eftirlits og viðgerðar
með mjög frumstæðum tækj-
,um. En eftir að bátarnir stækk
uðu, hefur þetta reynzt æ örð-
ugra, og svo var komið, að
iíara varð árlega með stærstu
foátana í burtu til uppsetning
ar, þar sem tæki til þeirra
foluta voru fyrir hendi, eink-
jim til Reykjavíkur og Vest-
mannaeyja. — Sömu sögu er
að segja frá vélbátum í nær-
liggjandi verstöðvum, Stokks-
eyri og Þorlákshöfn. Þetta var
foæði kostnaðarsamt og erfitt,
foar sem kaupa varð mikið af
þeirri vinnu, . sem eigendur
'hefðu sjálfir getað fram-
fevæmt, ef bátarnir hefðu ver-
ið á staðnum.
Það hefur því verið áhuga-
mál okkar hérna í mörg ár, að
koma upp dráttarbraut nægi-
lega stórri til að geta tekið
upp báta af þeirri stærð, sem
hér eru gerðir út og jafnvel þó
þelr yrðu í framtíðinni nokkru
stærri en nú er."
VAGN OG GARÐAK
— Hvar og hvernig e'gnuð-
ust þið þessi tæki?
,,Fyrir nokkrum árum
komst ég að því, að Slippfélag-
ið í Reykjavík átti dráttar-
braut, sem þeir höfðu í hyggju
að taka upp vegna annarra fyr
irhugaðra framkvæmda. Ég
lagði þá drög að því. að við
yrðum látnir vita, þegar þeir
hefðu í hyggju að fjarlægja
tækin, ef við kynnum þá að
geta orðið eigendur þeirra. Og
nú í haust keyptum við drátt-
arbrautina á staðnum. þar sem
hún var. og réðumst í að taka
hana upp og flytja hana aust-
ur."
— Þú afsakar, þó ég sé dá-
lít'.ð illa að mér í því. sem við
kemur skipabyggi.ngum og
drætti þeirra á þurrt land, —
hver eru eiginlega þessi tæki,
sem þið haflð flutt hingað?
,,Það er nú fyrst og fremst
sporbraut, í þessu tilfelli 160
m. löng. Eftir henni gengur
mikill vagn, 20 m. langur og
um 6 m. breiður Undir honum
eru 50 hjól. Þessum vagni er
síðan rennt niður í sjó og bátn-
um siglt upp í hann. Þá er gríð
armikið toppspil, sem gengur
fyrir rafmótor, Játið draga
vagninn með bátnum í upp á
land og síðan er hann dreginn
til . hliðar út á steinsteypta
garða; sem báturinn stendur
svo á meðan hann er uppi. 18
slíkir garðar verða í slippnum,
þegar hann er fullgerður, 13—
15 m. langur hver garður."
TÍU BÁTAR
— Hvað geta þá margir bát-
ar staðið uppi samtímis?
„Það er ætlazt til að þeir
geti orðið 10 af þeim stærðum,
sem hér eru til nú, frá 12—30
tonn. En möguleikar eru til
stækkunar bátastæðanna, þar
sem ekki þarf annað en lengja
garðana."
— Er nú alveg sama h^arnig
stendur á sjó, þegar bátar er'u
dregnir upp?
„Nei, það verður að vera um
flæði. en nú nægir smástraums
flæði, í stað þess að áður varð
alltaf að setja báta í stór-
straum."
SKEMMDIR OG TÖF
— Hér hefur nýlega orðið
talsvert sjávarflæði, — er ekki
hætta á að sjór berji inn um
sjógarðshliðið og upp í báta-
stæðin og eyðileggi eitthvað?
„Eins og þú hefur kannski
(Frh. á 7. síðu.)
¦.¦..*..-'¦
ttabono^
Kort þetta sýnir vel Mið-Araeríkuríkin Nicaragua og Costa
Rica, en það fyrrnefnda gerði innrás í það síðarnefnda fyrir
nokkrum dösum. ¦
Hækkun sjúkrasamlagsgjaldannc
ALÞYÐUBLABINU hef-
ur borizt eftirfarandi at-
hugfásemd frá Sjúkrasam-
lagi Reykjavíkur vegna
skrifa um hækkun sjúkra-
samlagsgjaldanna. Mál þetta
mun síðar verða raett nánar
hér í blaðinu.
í ALÞÝÐUBLAÐTNU þ. 12.
þ. m. er svo frá skýrt. að lækn
ar hafi með nýjum samningi
við Sjúkrasqlmlag Reykjavík-
ur fengið 1Q% kauphækkun,
svo og að þessl kauphækkun sé
aðalorsök þess að iðgjöld til
samlagsins hafi hækkað.
Hér er hallað réttu máli,
enda leitaði blaðið ekki upp-
lýslnga um þetta hjá samlag-
inu.
Það er rétt, að samkvæmt
bráðabirgðasamkomulagi við
Læknafélag      Reykjavíkur
hækka greiðslur sa.rnlagsins til
lækna frá s.l. áramótum um
milli 10% og 11%. Með því er
ekki sagt, að raunveruleg
kauphækkun sé svo mikil,
enda byggist hækkun greiðsln
anna að talsverðu leyti á aukn
um  reksturskostnaði  lækna.
Til þess að mæta þeirri
hækkun, sem læknarnlr hafa
fengið, hefði hins vegar verið
nóg að hækka iðgjöld samlags-
ins um eina krómi á mánuði í
stað þeirrar 3 kr. hækkunar,
sem ákveðin var. Það er því
fjarri lagi, að hækkun lækna-
kostnaðar sé aðalorsök ið-
gjaldahækkunarinnar.
Aðalorsök hennar má ófaik-
að telja þá hækkun, sem orðið
hefur á lyfjakostnaði. Árið
1953 varð lyfjakostn£.ður sam
lagsins tæpar 3 milljónir
króna, en árið 1954 hefur
hann, samkvæmt bráðabirgða
yfirliti, orðið kr. 4 254 000,00.
Hefur    lyfjakostnaður    því
Hjúkrunarkonu
og sfarfssfúlku
Vantar að Sjúkrahúsinu Sólva'ngi, Hafnarfirði.
Upplýsingar hjá yfirhjúkrunarkonunni, Sími 9281.
hækkað um ca. 1 275 000,00 kr.
á einu ári eða um tæpl. 43%.
Þessi gífurlega hækkun lyfja-
kostnaðarins stafar ekki nema
að litlu leyti af verohækkun á
lyfjum.  Nokkuð  af  henni er
vegna rýmkunar á reglum um
lyfjagreiðslur  samiaga,   sem
gekk í gildi fyrst á árinu 1954,
en  aðalorsök'.n  er  stóraukin
,notkun  ýmissa  dýrra  lyfja,
eins og auramycins og skyldra
.lyfja.  Má  geta þess hér,  að'"
jmargir  læknar  telja  notkun
jþessara lyfja svo úr hófi fram,
að stórlega varhugavert sé.
Fleiri eru orsakir iðgjalda-
hækkunar^nnar, o.g munar þar
mest um hækkun daggjalda á
sjúkrahúsum. Hefur daggjald
á Landsspítalanum hækkað úr
kr. 70,00 í kr. 75,00.
En nægir. þá þessi'3 kr. ið-
gjaldahækkun til að tryggja
hallalausan rekstur samlags-
ins?
Það verður að téíiast mjög
hæpið. Á. þessu ári tekur til
starfa sjúkradeild í heilsu-
verndarstöðinni nýju, með
rúml. 50 sjúkrarúmum. Er á-
ætlað, að greiðslur samlagsins
fyrir legur samlagssjúklinga
þar verði allt að 1 milljón
króna á ári, miðað við núver-
andi verðlag. Þegar deildin
tekur til starfa, vetður því ó-
h.iákvæmilegt að endurskoða
fjárhagsáætlun     samlagsins,
enda munu þá og iiggja fyrir
niðurstöðutölur um afkomuna
á árlnu 1954.
Vegna ummæla í þá átt að
iðgjöld til samlagsins séú orð-
in allt of há skal bent á eftir-
farandi staðreyndir:
Þegar samlagið 'tók til
starfa voru iðgjöldin kr. 4,00
á mánuði.. en eru kr. 30,00.
Þau hafa því 7y2-fa]dazt. Þá
var Dagsbrúnarkaup kr. 1,36 á
tímann, en er kr. 14.69. Tíma-
kaupið hefur því næstum 11-
faldazt. Þá var daggjald á
Landsspíalanum kr. 0,00, en er
nú kr. 75,00 á legudag. Dag-
ffiöldin hafa því 121^-faldazt.
í þessu sambandi þarf að taka
fram, að réttindi samlags-
manna skertust með lyfjaregl-
unum 1951 um ca. 7 % eða um
rúman 1/15 hluta, en nokkuð
af þeirri skerðingu faefur síðant
ver'.ð fellt niður.
í sambandi við framanritað
Framfaald á  7.  síðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8