Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MiSvikudagur 21. ágúst 1957.
Alþýgublaðið
'"i'ffig?"'
9

JÞRdTTÍfO Qþróttír J (iþróttírj Qþrottír) ( íþróttír,
Öra Eiðsson skrifar um meistaramótið
ú oreinn einn a
Pétur  Rögnvaidsson  setti  bæði  met
í 110 m. grindahlaupi og fimmtarþraut
31. MEISTARAMÓT ÍSLANDS í frjálsíþróttum fór fram
íim síðustu helgi í allgóðu keppnisveðri. Góður árangur náðist í
íiokkrum greinum, m. a. voru sett þrjú íslenzk met og Norður-
landamet jafnað. Hilmar Þorbjörnsson hljóp 100 m. á 10,3 sek.,
sem er íslenzkt mef og Norðurlandamet og Pétur Rögnvaldsson
seti met í 110 m. grindahlaupi á 14,6 sek. Einnig setti Pétur
öýtt met í fimmtarþraut hlaut 3010 stig, hann átti sjálfur gamla
toetið 2919 stig. Daníel Halldórssön náði einiíig betri árangri
en gamla metið eða 2999 stig.
of slæmur, því að hann var
ekki mikið meira en 6 m. á eft-
ir Hilmari.
Pétur Rögnvaldsson er vax-
andi íþróttamaður, sérstaklega
er hann í mikilli framför í
grindahlaupi, tækni hans yfir
grindunum er mjög góð, hlaup
hans á sunnudaginn var glæsi-
legt, vonandi gefst Pétri tæki-
færi til að keppa við beztu
grindahlaupara Svía í utanför
KR, semi stendur fyrir dyrum.
Afrek Péturs í fimmtarþraut-
inni er einnig gott, árangur í
einstökum greinum er: lang-
stökk 6,72, spjótkast: 52,06, 200
m. hlaup: 23,5 sek., krínglukast:
38,09 m„ 1500 m.: 4:31,8 mín.
Afrek Daníels eru: langstökk:
6,77, spjótkast: 44,30, 200 m.:
22,7 sek., kringlukast: 34,06 m.,
1500 m.: 4:22,6. Valbjörn hætti
eftir kringlukastið, en hans af-
rek eru: langstökk: 6,30, spjót-
kast: 54,11, 200 m.: 22,8, kringlu
kast: 28,72. Vilhjálmur hætti
eftir spjótkastið, en hann stökk
6,87 í langstökki og kastaði
spjótinu 49,40 m. Trúlegt er að
met Péturs í fimmtarþrautinni
verði ekki langlíft, þó að gott
; ÁÐUR en mótið hófst ávarp-
aði Brynjólfur Ingólfsson, for-
Baaður FRÍ áhorfendur, en með-
al þeirra var menntamálaráð-
Sierra Gylfi Þ. Gíslason. Bryn-
jólfur sagði meðal annars að
jþetta meístaramót væri eigin-
lega 10 ára afmælismót FRÍ, en
sambandið varð 10 ára 16.
ágúst. Hann þakkaði frjálsí-
þróttamönnum  sigurinn  yfir
Fríma
iSOIt
fimmtugur

:<\
Hilmar,
Dönum. Benedikt G. Waage af-
Jienti síðan FRÍ oddfána ÍSÍ í
íilefni afmælisins.
MET HILMARS OG
:  PÉTURS.
Hilmar Þorbjörnsson sannaði
f>að áþreifanlega með 100 m.
Bilaupi sínu á sunnudaginn, að
liann er einn af beztu sprett-
ihlaupurum Evrópu, aðeins Þjóð
verjinn Manfred Germar og
Nörðmaðurinn Björn Nilsen
eru nú á undan honum í Af-
Brekaskrá Evrópu í sumar í 100
m. Bæði viðbragðið, hlaupið
Sjálft og síðast en ekki sízt síð-
Ustu 10 m. er mjög gott hjá
Hilmari. Trúlegt er, að tími
Höskuldar Karlssonar 11,1 sé
se.
ÖNNUR AFREK-
• Vinsælasti meistarinn á laug-
ardaginn var tvímælalaust
Gunnar Huseby, sem sigraði í
kúluvarpi, eftir harða keppni
við Guðmund Hermannsson og
Skúla Thorarensen, Gunnar
varpaði kúlunni 15,55 m. og hef
ur ekki orðið meistari síðan
1951.
Vilhjálmur sigraði í lang-
stökki og þrístökki og náði góð-
um árangri, 7,25 og 15.28 m.
Helgi Björnsson stökk nú í ann-
að sinn 6,99 m. Hann var mjög
öruggur, voru öll hans stökk
yfir 6,90 m. Ingólfur varð meist
ari í hástökki, en er ekki eins
góður og fyrr í sumar.
::íSSS':;:vi
Pétur.
Það var minni munu'r á Val-
birni og Heiðari í stangarstökk-
inu en búizt var við, en það
er rangt ihjá Valbirni að láta
hækka úr 4,20 í 4,42, fyrsta tií-
raun hans við 4,42 var allgóð.
Hallgiímur Jónsson náði
mjög góðum árangri í kringlu-
kasti, 51,35 m., er þetta bezta
kast Hallgríms í sumar, .Þor-
steinn Löve, sem nú varð ann-
ar með 48,84, eftir góða ser-
íu, á bezta árangur sumars-
ins 51,57 m. Þórður B. Sigurðs-
son varð meistari í sleggjukasti
með 51,58 m., sem er hans bezti
árangur í sumar, en met Þórðar
er 52,16 m.
Daníel Halldórsson varð
meistari í 400 m. grindahlaupi
og 400 m. hlaupi, hann er í mjög
mikilli framför í grindahlaup-
inu og það virðist aðeins tíma-
spursmál, hvenær hann bætir
met Arnar Clausen, sem er 54,7
sek.
óffamenn úr K.R. fara
víþjóðar og Danmerkur á fösíiid.
! FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN úr KR. halda til Svíþjóðar og
Danmerkur í keppnisför næstkomandi föstudag. Alls verða í
fförinni 10 íþróttamenn, en keppt verður á þrem stöðum.
!!  ÞÁTTTAKENDUR í förinni
verða þessir: Þórður B. Sigurðs-
son, Svavar Markússon, Krist-
ieífur Guðbjörnsson, Gunnar
Huseby, Guðmundur Her-
mannsson, Pétur Rögnvalds-
son, Guðjón Guðmundsson og
Jón Pétursson frá Héraðssam-
föandi Snæfells- og Hnappadals-
sýslu, fararstjóri verður Bene-
dikt Jakofosson íþróttakennari.
KEPPNISSTAÐIR-
Ákveðið er að keppa a. m. k.
á þrem stöðum og er fyrsta
keppnin í Halsingborg 25. ágúst,
í Kaupmannahöfn 2. september
og í Malmö 3. og 4. september.
Til greina getur komið, að
keppt verði á fleiri stöðum.
Ákveðið er að förin standi í ca.
tvær vikur.
Daníel.
Kristján sigraði í 5 km.
hlaupi með yfirburðum á góð-
uni tíma, Þórir varð meistari
í 800 m. og Svavar í 1500 m.,
en timinn var ekki góður, enda
keppni engin. Tími Ármanns-
sveitarinnar í boðhlaupunum
er góður, sérstaklega í 4X100.
FRAMKVÆMD MÓTSINS.
Það er leiðinlegt til þess að
vita,  hvað erfitt er  að halda
frjálsíþróttamót hér á íslandi,
Framhald á 11. síðu.
ÍÞRÓTTAHREYFINGIN hef-
ir, frá því hún hófst með þjóð-
inni, átt því láni að fagna, að
eiga jafnan margt, hinna ágæt-
ustu félaga. Menn og konur,
sem af miklum dugnaði, fórn-
fýsi og trúmennsku, hafa unn-
ið að frama hennar og vel-
gengni, ekki aðeins í drengi-
legri keppni, jafnt á innlendum
sem erlendum vettvangi, er þeg
ar hefir skapað meir ljóma um
nafn íslands en flest annað,
heldur og í hinni daglegu önn
félagsmálastritsins.
I dag hyllir íþróttahreyfing-
in, einn slíkan félaga sinn, sem
með áratuga þátttöku, á íþrótta
vellinum, gerði garðinn fræg-
ann, en reyndist ekki síður sling
ur og starfsamur forystumaður
á sviði hinna almennu félags-
mála, þegar hann var til þess
kvaddur.
Þessi félagi er Frímann Helga
son, sem í dag fyllir fimmta
tug æviára sinna.
Frímann Helgason er Skaft-
fellingur að ætt. Fæddur að
Litlu Heiði í Mýrdal, 21. ágúst
1907, sonur hjónanna, Helga
Dagbjartssonar og konu hans
Ágústu Guðmundsdóttur, en
þau bjuggu lengst af í Vík í
Mýrdal, og þar sleit Frímann
barnsskónum. Eins og flestir
alþýðudrengir, hóf hann
snemma að vinna og létta und-
ir með foreldrum sínum, og er
hann hafði aldur til réðist hann
til sjós, og stundaði hann sjó
um árabil, var m. a. í Vest-
mannaeyjum um skeið. Þar
kynntist hann' fyrst þeirri
íþrótt, sem síðar átti eftir að
taka hug hann fanginn, það
var knattspyrnan. Með Vest-
mannaeyingum kom hann á
íslandsmótið árið 1929, sem
varamaður í liði þeirra. Þar
bar fundi hans og þeim er þess-
ar línur ritar, fyrst saman.
Þetta sama ár fluttist Frímann
tilReykjavíkur, og hefir dvalið
hér síðan, varð starfsmaður,
síðar verkstjóri hiá h.f. ísaga,
og er það enn. Árið eftir að
Frímann fluttist hingað gerðist
hann félagi Vals og varð brátt
einn af helztu kempum Vals á
leikvelli, sem bakvörður. Um
20 ára skeið lék hann í þeirri
stöðu fyrir Val, og var í hinni
annáluðu Valsvörn, sem mjög
var fræg á þeim tíma, en auk
Frímanns var hún skipuð þeim,
Grímari Jónssyni Hermanni
Hermannssyni og Sigurði 01-
afssyni. Frímann var meðal
beirra, sem í tíu skipti tryggðu
Val sigurinn í íslandsmótinu.
Þessum glæsilega árangri á leik
velli náði Frímann með þrot-
lausu starfi, dugnaði og reglu-
semi og hefir í því sem öðru
.gefið hinum yngri fagurt for-
dæmi í leik og starfi fyrir íþrótt
irnar. Frímann var fyrst kos-
inn í stiórn Vals árið 1931, og
átti sæti í stjórninni um ára-
bil og fimm sinnum verið for-
maður Vals.
Þó knattspyrnan sé án efa
eftírlætisíþrótt Frímanns, hef-
ir hann verið áhugamaður um
fleiri íþróttagreinar, m. a. hand-
knattleik og orðið þrívegis ís-
landsmeistari í þeirri grein.
Auk margþættra félagsstarfa
nnan Vals hefir Frímann og
látið félagsmái íþróttahreyfing-
arinnar til sín taka á fleiri svið
um, m. a. átt sæti í stjórn
íþróttasambands íslands um 15
ára skeið og lagt þar fram ó-
i skipta krafta sína í þágu heild-
[ arsamtaka  íþróttanna.  Vegna
starfa sinna fyrir ÍSÍ var Frí-
mann sæmdur gullmerki sam-
bandsins, árið 1954.
Meðal þeirra mála sem Frí-
mann hefir haft sérstakan á-
huga á, er æskulýðsstarfið inn-
an     íþróttahreyfingarinnar.
Hann hefir og öðrum betur skil-
ið nauðsyn þeirrar starfsemi,
fyrir framtíðargengi knatt-
spyrnuíþróttarinnar og ann-
arra íþróttagreina. Því var það
næsta eðlilegt, að Knattspyrnu-
samband íslands, skipaði hann
formann unglinganefndar sinn-
ar, er sú nefnd var sett á lagg-
irnar, og þar hefur hann unnið
gott starf, sem. annarsstaðar, er
hann hefir lagt hönd á plóginn.
Þá hefir Frímann gegnt þjálf-
arastörfum um árabil, bæði hjá
Val og öðrum félögum., og jafn-
an átt góðu gengi að fagna í
því vandasama starfi, enda lag-
inn, þolinmóður og góðviljað-
ur, en jafnframt kröfuharður
um það að hugur fylgi máli við
æfingarstörfin, svo árangur ná-
ist.
Ekki verður svo skilist við
að nefna störf Frímanns í þágu
íþróttanna, að ekki sé minnst
Frímann Helgason.
á blaðamennsku hans. En um
18 ára skeið hefir hann veríð
íþróttaritstjóri og íþróttagagri-
rýnandi, og er án efa sá, sem
mest og almennast hefir ritað
um íþróttamálefni hérlendis.
Frímann Helgason er maðiir
kappsamur og óhlífinn sér, að
hvaða störfum sem hann geng-
ur. Hann er maður samvizku-
samur og vandvirkur. Öll störf,
sem hann tekur að sér bera þess
vott. Hann er og bardagamaður
og gezt lítt að undanlátsemi,
hann sækir jafnan mál sitt af
kappi, en fullum drengskap, og
ætlast til þess sama af öðrum.
Hann er bjartsýnn og trúir á
sigur hins góða málstaðar og
hikar aldrei að leggja honum
lið. Hér um getur sá, sem þetta
ritar, borið, eftir að hafa átt
með honum samstarf, að meira
eða minna leyti, í nær þrjátíu
ár, og bæta má því við að hann
er flestum betri samstarfmaður,
því þó skoðanaleyti b'eri á milli
er hann einnig heillyndur og
drenglegur í þeirri aðstöðu.
„Leiktu með kappi og fjöri,
en leiktu með drengskap og feg-
urð. Leiktu með atorku og ósér-
hlífni, en leiktu með fullkomnu
valdi á sjálfum þér, án eigin-
girni og yfirlætis".
í ræðu, sem séra Friðrik
Friðr'iksson flutti í skemmti-
för Vals, eftir að Valur
hafði unnið íslandsmótið í
fyrsta sinn. Sannarlega er.u
þessi orð einkennandi fyrir aE-
an leik og allt starf Frímanns
Framhald á 11. síðu;
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12