Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 260. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						260
VISIR
Kemur venjulegaút kl.2 síðdegis sunnud-
Þriðjud., miðvikud.Jimtud. og föstud.
25 blöð frá 21.mars kosta:Áskrifst.50a.
Send út um landóO au.— Einst. blöð 3 a.
Afgr. ísuðurendaáHotelIsland l-3og5-7
Oskað að fá augl. sem tímanlegast.
Þriðjud. 26. mars 1912.
Einmánuður 1.
Sól í hádegisstað kl. 12,33'
Háflóð kl. 11-6' árd. og 11,59' síðd.
Háfjara um 6 t, 12'mín. eftir háflóð.
Afmœli:
Frú M. T. Bjarnadcttir.
Erlendur Erlendsson, kaupmaður.
Á morgun:
Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer.
Álftanespóstur kemur og fer.
Ur bænum
Heiðurspening (la medaille
d'honneur des Epidemies) hefur
sjómannaráðuneytið frakkneska veitt
ungfrú Marguerite Loiseau, hjúkr-
unarkonu hjer, fyrir góða frammi-
stöðu í slarfi sínu.
Fiskiskútur þessar eru nú inni
og hafa aflað alls:
Keflavík          um  8000
Sigríður           -  14000
Ester             -   4000
B. Ólafsson        •   18000
Botnvörpungar hafa konið inn:
Freyr (sunnud.)      með  17000
Bragi (í gær)      -   -   30000
Snorri Sturluson (í morgun) 20000
Vesta kom hingað í gær um kl.
2 síðdegis. Meðal farþega voru
þessir: Olgeir Friðgeirsson faktor
á Vopnafirði, Aðalsteinn Kristjáns-
son kaupmaður í Húsavík, Sigurð-
ur Sigfússon sölustjóri sama staðar
(þeir tveir halda áfram á skipinu
til útlanda), sjera Helgi Pjetur Hjálm-
arsson á Grenjaðarslöðum, Þórður
Thoroddsen læknir frá Akureyri,
Guðjón Guðlaugsson alþingism.
Strandamanna, Sigurjón Markússon
er settur hefur verið sýslumaður í
Suður-Múlasýslu, Sighvatur Bjarna-
son bankastjóri úr skoðunarferð á
útbúum bankans. — Ennfremur
hafði komið þingmaður Bolvíkinga.
— Vesta fer áleiðis til útlanda í
kveldkl. 6.
Um námurjett í Vatnsmýr-
inni hafa tveir menn sótt til bæar-
stjórnarinnar, þeir Páll Magnússon
járnsmiður og Kristján Sigurðsson
^fvá uW'ón&um.
Nýtt skipalag.
Louis Zölner eínn af
einkarjettarhöfum.
Verkfræðingur í Newcastle, er
A. H. Haver heitir, hefur fuudið
upp nýa gerð á skipum og keypt
einkarjett á með fjelögum sínum á
Englandi. Mr. Haver var staddur
í Kristjaníu fyrir skömmu og skýrði
frá nývirki sínu á fundi í fjelagi
norskra verkfræðinga og vjelfræð-
inga 8. þ. m. Leiðsögumaður hans
var Louis Zölnef, danskur konsúll
í Newcastle, alþektur hjerlendis af
skiftum sínum við Kaupfjelögin o.
fl. og er hann einn af eigendum
einkarjettarins, sem að ofan getur.
Á fundinum voru margir útgerð-
armenn flutningsskipa, kaupmenn
og aðrir, er Ijetu sig skifta nýung
þessa.
Skip Haver's eru meðMonitor-
lagi, (kent við vígskipið Monitor,
er Jón Eiríksson sænski ljet gera,
best dugði Norðanmönnum í þræla-
styrjöldinni). Skipið er beitt og
flatbotnað, en utan á súðunum ganga
tveir ávalir bálkar alt framan frá
söxum og aftur undir skut. Bálkar
þessir valda því að skipið verður
miklu stöðugra í sjó en ella, veltur
minna og heggur minna, sjórinn
kemur heilli og óbrotnari aftur með
súðinni svo að skrúfuspaðarnir hafa
betra átak. Af því leiðir, að hrað-
inn verður meiri og kolaeyðsla
hlutfallslega minni. Nemur það
nærfelt 16 af hundraði sem spar-
ast af kolum, móts við þá kola-
eyðslu sem hingað til hefur hag-
kvæmust verið í hlutfalli við hraða
skipsins. — Bálkarnir eru skipinu
mjög til styrktar svo að mun lengra
bil má vera milli banda innan í
skipinu. Það hefur meira burðar-
magn en önnur skip jafn stór, farm-
ur rúmast betur, einkum timbur, og
eru skip af þessari gerð helst ætl-
uð til vörutlutninga. Þau eru og
sterkari en flutningaskip gerast.
Hingað til hafa verið bygð 23
skip með »Monitor«-lagi. Nú hefur
fjelag eitt í Kristjaníu lagt drög
fyrir að fá sjer tvö ný skip af þess-
ari gerð, er skipstjóri þess einn hef-
ur ferðast á slíkum skipum og sann-
færst um kosti þeirra. — »Monitor«-
skip eru ekki dýrari en önnur skip
jafnstór.
Eftir  »Verdens Gang«.
Stærsta mótorskip
heimsins.
Dísil-gangvjel.
Aust-Indíafjelagið danska hefur
fyrir skömmu hleypt af stokkunum
nýu stórskipi með dísil-gangvjel og
hefur verið drepið á það hjer í
blaðinu.
Skipið heitir »Selandia« og hóf
fyrstu ferð sína í lok fyrra mánað-
ar. Það kom við í Lundúnum og
vakti mjög mikla eftirtekt. Kom
sægur skipasmiða, farmanna og
vjelameistara að athuga þetta ný-
virki. Meðal þeirra, er skoðuðu
skipið var Churchill flotamálaráð-
gjafi.
Skipið hrepti storma á leiðinni
til Englands en farnaðist einkar vel.
Hafnsögumaður sá, er stýrði því
upp Temsá, kvaðst aldrei hafa far-
ið með skip, er svo nákvæmt og
auðveldlega hefði Iátið að stjórn.
»Selandia« er 7000 smálestaskip
og lang stærst allra skipa, er knú-
in eru mótorvjelum. Gangvjelarnar
eru tvær »dísil«-vjelar; hefur hvor
1200 hesta afl. Auk þess eru í
skipinu 10 litlar dísilvjelar til ferm-
ingar og með samskonar vjel er
framleitt rafmagn til ljósa. Engir
venjulegir reykháfar eru á skipinu,
heldur eru siglurnar holar innan
og upp um þær fer reykurinn. Þær
eru þrjár, allar úr stáli og gnæfa
nær 48 fet yfir þiljur. Með þess-
ari tilhögun verður mun rýmra á
þilfari en ella.
Lengd skipsins er 370 fet ensk.
Maðalhraði 12 vikur á vöku. Á
tæpum 20 sekúndum má hverfa
vjelunum frá fullri ferð áfram til
fulls hraða afturábak. Vjelarúmið
er örlitlu stærra en á jafnstórum
eimskipum, en allmikið rúm spar-
ast við það, að gufukatlar eru engir.
Svo sparast tneð öllu kolarúmið,
en súð skipsins er tvöföld, úrjárni,
og þar er olían geymd í súðhol-
inu, sú sem notuð  er til  brenslu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16