Vísir - 17.09.1913, Blaðsíða 4

Vísir - 17.09.1913, Blaðsíða 4
V í S 1 R OymMína Mn fagra. ----- ^ Frh. Godfrey sá þau og eitt einasta orð skrapp út úr hoiiiim: »CymbeIína!« Hún heyrði það ekki, en Marion heyrði það. Og málrómurinn hans, raddblærinn á þessu eina orði, var svo skýr, að ekki var um að víllast. Þar las hún hug hans allan, þótt hann segði ekki meira. Orðið var henni sem hnífstunga í hjartastað, og þó var það ekki annað en hún bjóst við. Gleyma-henni? Hættaaðelska Cymbelínu? Nei um það var ekki að ræða. Brennandi, ódauðleg ást lýsti sjer ljóslega í hljómfallinu, er hann nefndi hana á nafn, kallaði ósjálfrátt á hana. Marion fannst hjarta sitt vera að hætta að slá, — hún tök öndina á lofti, rjetti honuni höndina, stóð upp og studdi sig við bekkinn með hinni hendinni. Hún lagði hönd- ina á öxl honum, en hann leit við henni, strauk hendi um enni sjer, náfölur og utan við sig. »Marion! Sáuð þjer þau? Það var hann og — Cymbelína. Guð minn góður! Haldið þjer að þau sjeu gift? ó, guð minn góður!« Hún stóð frammi fyrir honum auðmjúk og undirgefin, blíð á svip sem myndir helgra meya, — allur þóttasvipurinn var horfinn og hún tók í hönd hans. »Verið þjer rólegur, Godfrey! rólegur, kæri vinur! Þau geta ekki verið gift. Það getur ekki verið of seint. Flýtið yður á eftir þeim, farið til þeirra og fáið að vita sannleik- ann! Og komið svo til mín á eftir! Hann horfði á hana og liikaði. »Farið þjer!« sagði hún og brosi reyndi hún að bregða á náhvítar varirnar. »Farið þjer, áður en þau eru horfin úr augsýn! Það getur ekki verið of seint!« Hann vissi varla hvað liann fór eða gerði, — hann var eins og í leiðslu, en hann hljóp frá henni í áttina á eftir þeim. En þau voru horfin milli trjánna, og týnd í mann- þrönginni, sem allt af er jafn þjett dag og nótt í Strandgötunni. Hann nam staðar og vissi ekki hvað hann átti að taka til bragðs. En svo datt honum ungfrú Marion í hug, bón- orð sitt og ástarheit. Hann blóð- roðnaði og sneri við. En er hann kom þangað er þau höfðu setið saman, var Marion öll á bak og burt. Frh. Stúlka getur fengið ágseta atvinnu nú þegar við frammistöðu á kaffihúsi. Upplýsingar á Hverfisgötu 2. D, kl. 12—1 í dag. Skófatnaður mjög ódýr marsrar tegnndir. Sturla lór Góðtemplarar halda tombóiu í næsta mánuði til ágóða fyrir útbreiðslusjóð Reglunnar. Allir bindindisvinir eru beðnir að styrkja tombóiuna tneð gjöf- um og meðal annara, veifa undirrilaðir þeim móttöku. Þorvaldur Guðmundsson, Bankastræti 7. Páll Jónsson, Lauagveg 11. Sigurbj. Ástvaldur Gísiason, Ási. Jón Hafiiðason, Hverfisgötu 4. Borgþór Jósefsson, Laufásveg 5. Guðm. Gamalíelsson, Lækjargötu 6. Pjetur Halldórsson, Lækjargötu 2. Pjetur Zóphóníasson, Grettisgötu 19 C. Vínber Perur Bananar Laukur j| nýkomið í versl. w H(fP.J.Thorsteinsson&Go. (Godthaab). Stúlka, vön húsverkum óskast um tíma í Þingholtsstæti 33. Hús Þorst. Erlingssonar. Gott kaup. V ! A fataefni afar odýr. Sturla Jónsson. LIVERPOOL hefur fengið feiknin öll af nýum vör- um, þar kaupir hver hyggin húsmóðir fil síns heimilis. Sími 43. Ibúðarhús lítið, vandað, mjög hentugt fyrir tvær fjölskyldur fæst keypt. — Laust til íbúðar fyrir kaupanda 1. okt. Sigurður Björnsson Grettisgötu 38. Chocolade Víkingur Consum er nú komið á Laugaveg 5. Nokkrír menn verða nú þegar teknir í þjónustu og herbergi ein- hleypra manna ræstuð. Afgr. v. á. m ___ Vvfe Stúlka óskast í vist nú þegar Uppl í Þinglioltsstræti 11 (norðui- enda). Stúlka óskast í vist nú þegar. Uppl. Lindargötn 27. Stúlka óskast tii innanhússstarfa á goít heimili rjett við Reykjavík. Getur fengið nokkra tínia á viku ti! að læra, ef um semur. Afgr. v. á. Stúlka óskast í vist. Upp'. á Óðínsgöfu 8B (niðri), Stúlka óskast í vist frá 1. okt. Uppl. á Laugaveg 46n. Stúlka óskar efíir vist í góðu húsi hálfan daginn. Afgr. v. á. Ung stúlka óskast í vist 1. okt. Uppl. á Njálsgötu 26 (versl. Hermes). Stúlka óskast í vist. Uppl. Hverf- isgötu 10B. Góð stúlka óskast á barnlaust heimili helst nú þegar. Afgr. v. á. Stúlka — helstúrsveit — óskast í vist nú þegar til Páls Halídórssonar skólastjóra. — Sími 97. L E I G A j Gott rúmstæði írjerúin óskast til ieigu nú þegar til nýárs. Afgr. í v. á. Piano óskast til leigu frá l.okt. Afgr. v. á. Eg H U S N Æ D I I Herbergi er til Ieigu frá l.okt. Uppl. á Kárastig 3 (uppi). Stúlka óskar eftir litlu herbergi. Afgr. v. á. Húsnæði, fæði og þjónusta fæst nú þegar, Uppl. í Þingholtsstræti 7 (niðri). 2 stofur samliggjandi með hús- gögnum fást til leigu 1. okt. mjög hengtugar fyrir námspilta á Stýri- mannask. eða maskínuskóla. Uppl. á Bræðraborgarstíg 33. Piltur óskast í herbergi með öðrum. Uppl. á Styrimannstíg 14 kl. 3-4. 2—3 herbergi og eldhús eða aðgangur að eldhúsi óskast til leigu helst nú þegar. Afgr. v. á. 1 herbergi er til leigu fyrirein- hleypa í Miðbænum ogu þjðnsta ef óskað er. Afgr. v. á. I herbergi er fil ieigu fyrirein- hleypan kvenmann. Afgr. v. á. Herbergi er til leigu frá 1. okt. með eða án húsgagna. Henlugt fyrir kennaraskólanemendur. Þjónustugeta nokkrir menn fengið á sama stað. Afgr. v. á. ____________________ Gott fæði fæst á Ránargötu 29 (uppi). Fæði og þjónusta fæst á Spítala- stíg 10. KAUPSKAPUR Q Barnavagn er til sölu á Bræðra- borgarstíg 7. Ferðakista Iítið brúkuð óskast til kaups. Afgr. v. á. Tugdeilivog óskast til kaups. Afgr. v. á. Góð tímabær kýr er til sölu. Semja má við Kristján Magnússon Frakkastíg 19 (heima eftir kl. 8 síðd.) Geit er til sölu í Hofi (kl. 3—4 í dag); Guitar og kommóða fæst fyrir hálfvirði á Laugaveg 72. ITAPAÐ-FUNDIO • Svipa fundin. Vitja má á Klappar- slíg 11 (uppj). Budda fundin á veginum frá Lágafelli upp í Mosfelisdal. Afgr. v. á. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. pb !. Östlundsprentms.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.