Vísir - 24.05.1914, Qupperneq 4
V I S IR
en sú tegund veikinnar sem drap
sjúklingana á löngum tíma. Var
nauðalítið eftir af manninum nema
augun, full skelfingar og kvalar;
bar mest á nefinu og kjálkunum
þvi alstaðar þar, sem hold hafði
verið, var það með öllu tálgað
burtu. Maðurinn hafði verið
krúnurakaður kennimaður, en
hárið var nú farið að vaxa upp
úr skallanum. Frh.
Orðsending
frá ölgerðarhúsinu Reykjavík.
Öigerðin Egill Skallagrímtson hef-
ur í »Morgunblaðinu< láfið birta
efnarannsókn á öli frá sjer og Öl-
gerðarhúsi Reykjavíkur. Vjer höfum
ekki talið ómaksins vert að skifta
oss af þessati auglýsingu frá nefndri
ölgérð, en eftir sterkum tilmæluni
hátlvirtra viðskiftavina vorra leyfum
vjer oss nú að fara um hana fám
orðum.
Tilgangurinn með auglýstngu öl-
gerðarinnar E. Skallagrímsson var
bersýnilega sá, að eyðileggja Öl-
gerðarhúsið Reykjavík, koma inn
ótrú á öli voru og spilla áliii þess.
En það hefur, sem bctur fer, ennþá
ekki tekist og tekst vonandi ekki,
því sala vor vex daglega, umsetn-
ing vor er allt af að verða meiri
og meiri, einmitt af því að fólk er
sannfært um það af reynslunni, að
ölið frá Ölgerðarhúsi Reykjavíkur
er hreint, sterkt og bragðgott og
stendur fyllilega á sporði öli frá
erlendum ölgerðarhúsum. Það er
hvorki búið til úr saft eða sírópi,
heldur úr hreinasta og besta malti
og humal, — sætubragð þess staf-
ar frá hreinu maltsykri og hefur
engan sfrópskeim. Þar á ofan hafa
viðskiftavinir vorir sjeð með eigin
augum hvernig umhorfs er i öl-
gerðarhúsi voru; öll ílát, öll áhöld
og allt, er efnið í öl vort og ölið
sjálft snertir, er hreint og þokka-
legt. Ölgerðarfæri vor eru þannig
úr garði gerð, aö enginn þarf að
óttast að sóttkveikjur sjeu i ölinu,
— það er rækilega »pasteuriserað«
og ekki aðeins það, heldur hver
einasta flaska, sem ölið er látiö í.
Ölgerðarhús vort er allt af opið
hverjum þeim, er óskar að kynna
sjer aðferð vora og sjá vilja með
eigin augum, hvort hjer er ekki
rjett frá skýrt. Um þrifín á flöskum
vorum og flöskum frá Ölgeröinni
Egill Skallagrímsson skjótum vjer
máli voru undir dóm háttvirts al-
mennings, á hvorum staðnum þær
sjeu þrifalegri og hreinni.
Við nánari efnarannsókn á öli
frá þessum tveim ölgerðarhúsum,
hefur komið í Ijós, að auglýsing
Ölgerðarinnar Egiil Skallagrímsson
um styrkleik eða næringargildi öls-
ins er gersamlega röng. Vjer höf-
ur sannanir fyrir þvf á reiðum hönd-
um að svo sje, ef á þarf að halda
og sem ekki verða vjefengdar.
Vjer höfðum ekki ætlað oss að
skifta oss af því, þótt á oss væri
ráðiö með atvinnurógi, eins og ein-
att er gripið til af þeim, er ekki
treysta sjer fil samkeppniá annan hátt.
Þörfin virtist oss ekki heldur knýj-
andi, þar sem salan gengur svo vel
a\xxa
postulíns bollapörin fallegu eru nú komin aftur.
Sömuleiðis eru nýkomnar ýmsur stærðir af jurta-
pottunum eftirspurðu og margt fleira af leirvöru og
búsáhöldum. Hvergi betra nje ódýrara en í
Verslun Jóns Þórðarsonar.
Peningar í boði.
2 eða 3 góðir reiðhestar
óskast leigðir frá 30 júni til 10 júlí. Flestarnir verða aðeins notaðir
í 3 eða 4 daga. Tilboð, merkt XNX, sendist afgr. Vísis.
Augiýsing
FLUTTIR
Vinnustofa
Friðriks P. Weldings
er flutt á Vestuigötu 24.
(Sama stað og áður.)
Þorkeil Þorláksson gjaldkeri
Holdsveikra spítalans er fluttur í
Þingholtsstræti 25 niðri (syðstu dyr
til hægri á ganginum).
Skósmíðavinnusiofa
mín er flutt í Bröttugötu 5 gamla
luísið Mattíasar.
Guðjón Jónsson
skósmiður.
um
baðejni W
Hjermeð er skorað á alla þá,sem vilja selja í sumar baðlyf til hinna
fyrirskipuðu sauðljárbaðana, sbr. lög nr. 46 10. nóv. 1913, ersenda
stjórnarráði íslands tilboð um það fyrir 20. júní næstkomandl.
Seljandi baðlyfjanna annist flutning þeirra á viðkomustaði strand-
ferðaskipa og flóabáta, skal því í einingarverðinu vera innifalið um-
búðir, flutningsgjald, vátryggingargjald og annar flutningskostnaður til
nefndra viðkomustaða.
Ekkert baðlyfjatilboð verður tekið til greina, nema því fylgi
yfirlýsing fratnleiðendanna eða efnarannsóknarstofunnar í Reykjavik
um það, hver efni sjeu í baðlyfinu og hve mikið af hverju um sig,
svo og fyrirsögn um biöndun lyfsins til böðunar. Skýrslunni um
efnasamsetning lyfjanna verður, ef óskað er, haldið leyndri.
í ráði er að fyrst um sinn verði lögskipuð fleiri baðlyf en eitt,
og sauðfjáreigendum verði gefínn kostur á að velja úr.
Stjórnarráðið, 20. maí 1914.
Plöntu-
margarine
ágætistegund, fæst nú í
NÝHÖFN.
Duglegan
bakara
vaníar til Sigtufjarðar um þriggja
mánaða tíma i sumar.
Lysthafendur gefi sigfram hjá
G. Gíslason &
Hay Ltd.
og atvinnurógurinn virðist alls engin
áhrif hafa baft, hvorki hjer í bæ
nje annarsstaðar, auk þess sem flest
eriend skip kaupa einmitt öl af oss.
En vjer höfum látið tilleiðast að
svara ósvífni þessari að lokum, eins
og vjer gátuni um í upphafi, til
þess, að rjettlætistilfinningu háttvirtra
viðskiftavina vorra, er vet kunna að
dæma um vörugæði vor, sje ekki
misboöið með því, að vjer þolum
þegjandi árásir og niðrun á vöru
vorri af hálfu keppinautanna.
Leiðrjetting.
Jeg hef sjeð tvær prentvillur
í töflunni um bámark í íþróttum;
sem var í föstudagsblaðinu: þar
er þetta: íslenskt hámark stend-
ur 40,2 7s stika á 61 sek. — á
að vera 4027t stika á 61 sek.;
einnig í Olimpiskt hámark.
Maraþonhlaup — á 2 kl. 36 m.
54 8/i« sek. á að vera 2 kl. 36 m.
54,8. B.
VINNA
Strauning og þjónusta fæst t
Pósthússtræti 14 A. (austurenda,
uppi).
Stúlka óskast til morgunverka.
Gott kaup. Uppl. á Frakkastíg 4.
Stúlka eða kona óskast til morg
unverka í Doktorshúsinu við Vest-
urgötu.
Telpa, 14—15 ára, óskast til
snúninga í sumar. Uppl. á Stýri-
mannastíg 9.
Ráðskona óskast. Afgr. v. á.
Stúlka óskast f sumarvinnu ti
Vestmanneyja. Uppl. á Klapparstíg
14.
3
HÚSNÆÐI
Á Laugaveg 30 A er ‘ekið á
móti gestum, sem dvelja hjer um
lengri eða skemmri tíma.
Herbergi til leigu fyrir einn
eða tvo menn. Túngötu 48, Jón
Ófeigsson.
2 herbergi til leigu Laugav. 17.
Herbergl fyrir einhleypan, eða
fámcnna fjölskyldu er til leigu á
Vitastíg 8 (niðri).
Eitt herbergi til leiga fyrir ein-
íleypan á Vatnsstíg 10 A.
Sólríkt herbergi fyrir einhleypa
er til leigu á Njálsgötu 27.
Stofa með forstofuinngangi er
til leigu á Hverfisgötu 56. Á sama
stað fást telpukápur.
KAUPSKAPUR
Gimsteinakassi með 40 stein-
um til sölu með næstum hálf-
virði. Sýndur á afgr. Vísis.
Rakvjelin »Zenith« með 12
hnífum til sölu með tækifæris-
verði. Atgr. v. á.
Skrifmappa fyrir kvenmann tii
sölu með tækifærisverði. Afgr.
v. á.
Hefilbekkur og ýms smíðatól
eru til sölu með gjafverði á
Frakkastíg 13.
Ung kýr snemmbær til sölu.
Uppl. á Vitastíg 8.
Lítið kofort og stór ferðakista
til sölu. Tjarnargötu 8 (kjallarainn.)
Jarpur hestur til sölu og 100
—200 pd. af heyi með hestinum.
Uppl. hjá Jóni Einarssyni Hlíð.
(Leynimýri).
Til sðlu eldavjel fríttstandandi,
lítið brúkuð, mjög ódýr. Þorsteinn
Jónsson Smiðjuhúsi viö Bræðra-
borgarstíg.
Saumavjel stígin, brúkuð, til
sölu með miklum afslætti. Uppl.
Ingólfsstræti 4 (niðri).
Góður kvenhjólhestur til sölu
mcö tækifærisverði. Upp'. gefur
María Maack Laugarnesspítala.
Q TAPAЗFUNDIÐ
Svört kápa (upplituð) hefur taP
ast. Skilist á afgr. Vísis.
13. mai tapaðar hjólbörur
nieð
2 smákössum frá Lindargöto
Afgr. vísar á eigandann.
0stlundsprentsmíðja.