Vísir - 02.07.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 02.07.1914, Blaðsíða 2
V 1 S 1 R VISI R. Stœrsta blað á íslenska tutigu. Argangurinn (400—5(0 blöð) kostar erlenöis V;. 0,00 eða 2x/2 dollars, innan- lands l.r.7 00. Ársfj.kr. 1,75, mán kr. 0,60. Skrifstofa og afgreiðsiustofa í Austur- s'ræti 14 opin kl. 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritstjóri Einar Gunnarsson venjuiega til viðtals kl. 5—7. GrERLA- Eá¥FöOKME- STOFA Gísla Guðmundssonar, Lækjargötu 14B (uppi á lofti), er venjulega opin 11-3 virka daga. Fánamáíið. Herra ritstjóri! Mig langar til að biðja yður fyrir eftirfarandi línur í heiðruðu blaö' yðar, viðvíkjandi hinum vænfaniega fána okkar. Jeg sný mjer eingöngu að þeirri hliðinni, er rnertir gerð hans, því um annað finnst mjer ekki að menn, eins og nú stendur, greini verulega á um. — Þó að svo sje, að menn greini á um gerðina, þá er ekki rjett að brigsla þeim mönnum, sem ekki vilja aðhyllasl blá-rauð-hvíta fánann nefndarinnar, um, að þeír vilji eyði- leggja málið sjálft, meðan Alþingi, sem nú er komið saman, hcfur ekki tekið neina ákvörðun um gerðina. Það er alveg eins rjettmætt að segja, og rjettmætara frá sjónarmiði þeirra manna. er vilja halda gömlu gerð- inni — sjerstaklega af því að AI- þingi hefur tvisvar samþykkt þá gerð — að uppástunga nefndarinn- ar sje til að eyðileggja málið. Það er að heyra á »ísafo!d<> og fl., að þingið sje bundiö við, ann- aðhvort að taka aðrahvora tillögu nefndarinnar, og þá helst blá-rauð- hvíta fánann, eða þá að halda gömlu gerðinni, og það sje til að eyöi- Ieggja málið. Þetta er herfilegur misskilningur, Það var ekki þings- ins verk, að nefnd þessi var skipuð og þarf það ekkert tillit til hennar að taka og því síður bundið við tillögur hennar. Þingið getur vei og ætti að fara einhverja millileið, og jeg treysti því betur til að vera óhlutdrægt í þessu »viðkvæma máli« heldur en nefndinni. Það veit fjöldi manna, að blá-rauð-hvíti fáninn er gömul hugmynd eins nefndarmanns- ins, (hefur þá líklega ekki vitað af breska merkinu, sem er eins). Og ef það er satt, að hinn fáninn (hvíti fáninn) sje gömul hugmynd annars manns í nefndinni, þá er ekki að furða þó kapp hafi verið lagt á að koma þessum tveim tillögum að. Jeg lít svo á — og svo munu fleiri gera, þegar þeir kynna sjer málið, — að flagg þetta eða merki sje eign Breta eingöngu og mjög óviðfeldið og jafnvel óhæfa af okk- ur að taka það upp sem okkar þjóðfána, sem við alls ekki þurfum aö gera. Ef svo er að konungur- inn hefur heitið að úrskurða okk- ur þennan fána, ef þingiö legði það til, þá er mjer næst að halda VASABIBLIAK er nú komin og tæst hjá bóksölunum í Reykjavík. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonat. við að leika^á Harmoníum í Lágafellskirkju er laust. Umsækjendur sendi tilboð og semji við Guðjón í Laxnesi, fyrir lok júlímánaðar. NtHÖFN eru lang bestar f bænum,, (aðeins fyrir kaupmenn og kaupfjelög) meðal annars: Kaffi, Hveiti (margar teg.), Hrísgrjón, Rúgur, Rúgmjöl, Fikjur og Sveskjur, Sykur (Melís og Kandís), Margaríne, Vikingmjólk, Haframjöl, Ostur, Ullarballar Ritvjelar, Þakjárn, Þakgluggar, Saumur, Baðlyf, Sápur, Eldspítur, Vindlar, Vindlingar, »Caramellur«, »Hessian« og margt fleira. Stórt sýnishornasafn af allskonar útlendum Afereiðslan fliót oet viðskiftin viss. vörum að honum sje þetta merki ekk1 kunnugt og jeg efast um að hann fengist til að úrskurða okkur þenn- an fána ef hann vissi að merkið væri skráð í fánasögu og fánabæk- ur Breta, sem sjerstakt merki og þeirra hugmynd og eign, því svo greinilega hefur nefndin tekið það fram í skýrslu sinni að hann feng- ist ekki til að úrskurða okkur merki annarar þjóðar. Eins og áður er tekið fram, hlýt- ur þingið að fara einhvern meöal- veg miUi þeirra, sem halda vilja fram bláhvíta fánanum óbreyttum og þeirra, sem vilja halda fram blá- rauð-hvíta fána nefndarinnar-. Mjer finnst stífnin engu minni þcim tnegin, jafnvcl flokksstífni hjá suin- um. Nefndinni hefur nefnil. einmitt tekist að koma með þá breyting á gerðinni, er gömlu Heimastjórnar- mennirnir eða núverandi sambands- flokksmenn flestir æsktu eftir, ef við annars fengjum nokkurn fána. Þessari rauðkross-breyting var í vet- ur og hefur verið áður mikið hald- ið fram í »Lögrjetlu« og kalla sumír þennan fána »Sambandsflokks- fánann«. Nefndin hefur með þessu gert fánagerðaratriöið að flokka- máli, frekar en það var orðið upp á síðkastið, því að gamla fána- gerðin var allt af að vinna menn. Að óheppilegri niðurstöðu gat nefnd- in ekki komist. Og fyrir þetta á þjóðin að borga margar þúsundir króna. Þingiö verður að vera nokkurs- konar sáttasemjari í þessu máli. Mótstöðumenn bláhvít.i fánans hafa svo mikið notað þá mótbáru gegn honum, að hann væri grískt merki. Mjer finnst að þessari mótbáru hafi verið svo hátt á loft haldiö, að maður skyldi ætla að fánanefndin gerði sig ekki seka f samskonar glappaskoti. En það hefur hún ein- mitt gert með tillögu sinni um blá- rauð-hvíta fánann, eir.s og »Jónas« rjettilega gat um í »Vísi« 33. júní. Sá fáni er breskt mcrki (St. Georgs krossinn (rauður) á hvíiu í bláum feldi). Það er göir.ul uppástunga um að hafa þetta merki fyrir sam- bandsflagg Breta (Union Jack) sbr. »The Flags of the World their History Blazonry and Association, by Hulme,« og er mynd af þessuni fána í bókinni. Þó að merk þetta sje ekki nú löggiltur þjóðfáni eða sambandsflagg eins og það er eitt sjer — það er gríska merkið tkki hcldur — er þá algjör vissa fyrir því að það sje hvergi notað í Bretaveldi líkt og bláhvíta merkið er notað á Grikk- landi? Jeg hef talað við mann, er verið hefur á Englandi og þótt- ist hann hafa sjeð þetta merki þar og sagði að það mundi vera brúk- að þar og þó sjerstaklega í nýlend- um Breta sem sjerstakt rnerki ásarnt »Union Jack«, Jeg skal ekkert full- yrða um, hvað rjett er í þessu, en ástæða hefði verið til að leita sjer áreiðanlegra upplýsinga um þetta engu síður en um gríska merk’ð. Merki þetta er notað (eða hefur verið til skamms tíma) sem efsti reiturinn í krossfána New Seeiand. En þó að merki þetla sje ekki not- að sjerstakb sem engin fullnægjandi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.