Vísir - 01.08.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 01.08.1914, Blaðsíða 2
V í S 1 R V í S I R. Stœrsta blað á íslenska tungu. Argangurinn (400—5CO blöð) kostar erlendis kr. 9,00 eða 21/, dollars, innan- lands kr.7 00. Ársfj.kr. 1,75, mán.kr. 0,60. Skrifstofa og afgreiðslustofa í Austur- s»ræti 14 opin kl. 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritstjóri Einar Gunnarsson vemulega tit viðtals kl. 5—7. &EELA- EAM SÓMA- STOFA Gísla Guðmundssonar Lækjargötu 14B (uppi á lofti) er venjulega opin 11-3 virka daga. YASABIBLIAN er nú komin og fæst hiá bóksölunum í Reykjavík. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonai. Kenslubækur, fræðibækur, sögubækur, barnabækur og söngbækur fást í bókaverslun Guðm. Gamalíelssonar. Þingsályktun um lögskipaða skóðun á útfluttri ull, Neðri deild Alþingis ályktar að skora á stjórnina, að taka til at- hugunar málið um lögskipaða skoð- un á útfluttri ull, og leggja fyrir næsta Alþingi frumvarp til laga tím þetta efni. Þingsályktun um stofnun útibús frá Landsbank- anum á Austurlandi. Efri deild Alþingis ályktar að skora á landsstjórnina að hlutast til um, að samkvæmt fyrirmælum laga um stofnun Landsbanka, 18. sept. 1885, og laga um breytingu á nefndum lögum nr. 28, 22. okt. 1912, verði ekki lengur dregið að koma á fót útibúi frá Lands- bankanum á Austurlandi. (Samþ. í báðum deildum). þingsályktun um ráðstafanir gegþi útlendingum út af notum þeirra á íslenskri land- helgi og höfnum hjer á lándi við ýms verkunarstörf á fiskifangi (síld). Neðri deild Alþingis 'ályktar að skora á landstjórnina, að rannsaka með hverju móti verði girt fyrir það, að úflendingar vinni að ýms- um verkunarstöríum á fiskfangi (síld) á útlendum skipum á íslenskum höfnum og í íslenskri landhelgi, án leyfis og án þess, að þeir greiði önnur opinber gjöld, af atvinnu sinni en útflutningsgjald af því er þeir taka á höfnum úr öðrum skip- um. Heimili gildandi lög að kippa þessu í lag, skorar deildiu á stjórn- ina að hlutast til um, að það verði gjört. En þurfi nýja lagaheimild til þess er skorað á stjórnina, að undirbúa hana og leggja fyrir næsta Alþingi lagafrumvarp í þá átt. Þingsályktun um hlutafjelög og endurskoðun á 26. kafla hinna almennu hegn- ingarlaga. Neðri deild Alþingis ályktar að skora á landstjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta Alþingi frumvarp til laga um hlutafjelög og jafnframt að taka til endur- skoðunar 26. kafla hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869 og leggja fyrir sama Alþingi frum- varp til laga um breytingar á ákvæðum í þessum kafla hegn- ingarlaganna sem telja má nauð- synlegar, með sjerstöku tilliti til hluíafjelaga. p. Siórt úrval af allskonar niðursoðnum svo sem: Jarðarber, Kirseber, Plómur (grænar og rauðar), Fruit Saiat o. m. m. fl. í stórum og smáum dósum nýkomið í verslun Sími 49. í dósum, fjölbreyttast og best úrval JABSARBEKItl FRÆGU, perur, ananas, o. s. frv. r NÝHÖFN HEYBINDINGAVJEL af bestu gerð er til sölu hjá G. Gíslason & Hay Þingsályktun um breyting á lögum nr. 28, 16. nóv. 1907 um veitingu presta- kalla. Efri deild Alþingis ályktar að að skora á landsstjórnina að und- irbúa og leggja fyrir næsta Al- þingi þá breytingu á lögum nr. 28, 16. nóv. 19o7 um veitingu prestakalla, að prestskosningin fari fram í hverri sókn. Paradís reykingarmanna. það er sannnefni á M e x í k ó. þar reykja allir, ungir og gamlir, karlar, og konur, ríkir og fátæk- ir. Mæður stinga jafnvel vindl- um upp í hvítvoðunga sína til að hugga þá efþeir gráta. Og í skól- anum fá þeir sem standa sig vel að reykja í kennslustundunum. Mexíkómönnum virðist það með- fætt að vera sólgnir í tóbak, og allir í skólanum keppast við að ná í þetta leyfi, svo ei«*tt fer svo að allir standa sig svo vel, að allir í bekknum reykja, en kennarinn situr í hásæti með vindilinn sinn og svælir með, ánægður yfir framförunum. Gild- ir þetta jafnt um barnaskóla sem æðri skóla. í kirkjunni reykja menn líka, en það er víðar gert en í Mexíkó, — það er alsiða ná- lega allstaðar í Suður-Ameríku. Presturinn fær sjer í pípu milli pistils og guðspjalls. I Mexíkó er Jíka reykt í rjettarsölunum. Ekki að eins dómarinn reykir, heldur verjendur og sækjendur, rjettarþjónar, vitnin og kviðdóms- menn. Jafnvel sökudólgurinn og lögregluþjónn sá, er gætir hans, gefa hvor öðrum eld með mikilli kurteysi, t. d. ef deyr í vindlingi sakbornings meðan á yfirheyrslu stendur, telur lögregluþjónninn skyldu sína að gefa honum eld- spýtu. Ekki eru blöðin þar að gera veður út af því, þótt þing- menn kveykji sjer í pípu, —þaræru allir reykjandi í þingbekkjunum svo oft er hálfrökkur umhverfis í salnum af svælu, — ganga þing- sveinarnir þar um og bjóða vindl- inga á fimm mínútna fresti. H.C. Andersens Digte sjerútgáfa óskast keypt eða lánuð. Gruðm. (juðmundssoii Bergstaðastræti 52. Pappír, ritföng, briefsjpöld fást í bókaverslun Gruðm. Gramalíelssonar SKBIFSTOFA Umsjónarmanns áfengiskaupa Grundarstíg 7, opin kl. 11—1. Sími 287.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.