Vísir - 19.12.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 19.12.1914, Blaðsíða 2
V 1 <51 K Samgöngur vorar á sjó. Hvers vegna er ekkert eftirlit meö þeim? Björgvinjarfélagið hefir haldið uppi ferðum milli Noregs og ís- Iands um nokkur undanfarin ár og einnig farið með ströndum fram. Félag þetta var hér mjög vet þokk- að, skip þess voru hlutfallslega fljót í förum og fylgdu oftast áætlun- um, þangað til að það árið sem lelð komst á fjárlögin rneð fastan styrlc (64,000 kr.). Síðan hafa skip- in verið meira og minna á eftir á- ætlun. Raunar voru ekki eins mikil brögð að þessu í sumar, en síðan í haust hefir »PoIlux« altaf verið á eftir áætlun, t. d. átti skipið að fara frá Björgvin 2. des., en fór þess í stað í gær (18. des.). Það er því ekki von á því fyr en eftir jól. Halda menn nú, að slíkt reiðuleysi geti ekki komið óþægilega niður á einstökum mönnum ? — Mundi þetta ekki vera til vafasams hagn- aðar fyrir landið í heild sinni ? Mundi vera ástæða fyrir landssjóð, að verðlauna svona áreiðanlegleik með tugum þúsunda króna ? Skyldu kaupmenn hér vera ánægðir með, að fá jólavörur sínar eftir jól- in ? Þó standa þeir ólíkt betur að vígi en kaupmenn á Vestur- og Austurlandi, því Reykjavíkurkaup- menn hafa fengið meiri hlutann af sínum jólavarningi frá Kaupmanna- höfn og Englandi með skipum sam- einaða fjelagsins, en »Pollux«, sem átti að fara héðan 11. des. vestur um land og þaðan til Austurlands, átti að taka allan jólavarning kaup- manna á Vestur- og Austurlandi. Þetta má ekki svo til ganga. Landsstjórnin verður aö taka í taum- ana. Samningur stjórnarinnar við félagið er vitanlega sömu skilyrð- um bundinn og aðrir samningar, að henni ber ekki að uppfylla hann, ef verulegar vanefndir verða á hon- um af félagsins hálfu. Það getur ekki verið tilgangur stjórnarinnar að styrkja einstaka menn eða félög. Hún á ekki að koma fram sem fulltrúi skipafélaganna, heldur sem fulltrúi þjóðarinnar. Virðing og sómi stjórnarinnar, og með því auð- vitað líka þjóðarinnar, er í veði, ef hún lætur erlendum gróðafyrirtækj- um haldast það uppi, að virða gerða samninga að vettugi, en hirða engu að síður styrkinn, sem þau hafa fyrir að uppfylla samninginn, f stað þess að félögin ættu að borga skaðabætur fyrir það, að uppfylla ekki samninginn. Nú á Björgvinjarfélagið að senda skip hingað 2. jan. næstkomandi, en þar sem það hefir nú að eins »Pollux« í förum hér við land, þá mun honum ætlað að fara för þessa eftir að hann kemur úr förinni, sem hann er nú að leggja í. Eftir því aö dæma, hve langt hann hefir orðið á eftir áætlun í síðustu ferð- inni, ætti hann að komast á stað frá Björgvin um miðjan febrúar- mánuð. Ef stjórnin gætti nú skyldu sinn- ar, ætti hún að heimta, að félagið sendi annað skip frá Björgvin 2. jax Það væri sú minsta krafa, sem hægt væri að gera til félagsins, því nóg er aðgert, þar sem »Pollux« er nú orðinn 3 vikum á eftir á- ætlun. Væntaniega verður það hvöt fyrir ráðherra til að taka hér í taumana, að hann verður fyrir óáreiðanleg- leik skipsins, að vera að hrekjast í Atiantshafinu um jólin, Vildi nú félagið ekki sinna kröfu stjórnarinnar, hefir hún fylsta réít til að neita útborgun á styrknum, því það getur ekki hafa verið mein- ing þingsins, að styrkja skipaferðir, sem engri áætiun fylgja, og því verða landsmönnum fremur til ó- gagns en gagns. Jóla-Hveiti. Jóla-Rúsínur. Jóla-Ger- og Eggjapúlver. Jóla-H rísgrjón í jólagrautinn. Jóla-Kaffi Jóla-Export Jóla-Sykur. Jóla-Chocolade. Jóla-Cacao. jóla-Te. Jóla-Smjör. Jóia-Sveskjur. Jóla-Kex og Kaffil:rauð. Jóla- Epli. Jóla-Vínber. Jóla-Vindlar'og Vmdlingar. Jóla-Brjóstsykur. Jóla-Kerti. Jóla-Kort. Alt best og ódýrast í verslun ::::::: .HERMES’ Njálsgötu 26. Jótavmdlar og Söwt&wsUJw með piðursettu veröi fást bestjr í verslun Guðm. Egilssonar á Laugaveg 42. ,Vulcos’ er nú alveg á förum og æ 11 i því hver og einn sem s p a r a vill kol sín í vetur, að kaupa sem fyrst 1 pakka af »Vulcos« sem kostar að eins 50 aura, og nægir í 600 kgr. af kolum. »Vulcos« sparar 25 °/o eldsnyti, og þar af leiðandi sparið þér ca. 5 krónur með því að kaupa 1 pakka af »VuIcos«. Fæst aðeins hjá Þorsteini Þorgilssyni, Hverfiisgötu 56. HYtTA- 8YKTJR í toppum, högginn og steyttur — síórar birgð- ir koma nú með »Es- bjerg« til JES ZIMSEN. M M M Lesið vel Yöruskrána frá Liverpool (sem boiin hefir verið í hvert hús). ®oo» Hún segir ykkur hvað og hvar þér eigið að kaupa tii jólanna. ERBM SCHOCOLADE o. fl. sælgæti, gott og ódýrt, fæst í «H Lí ¥<', (Orettisg. 26). NÝJA VERSLUNIN — Hverfisgötu 34, áður 4 D — Flestalt (yst og inst) til kven- fatnaðar og barna og margt fleira. DAR VÖRUR. ÓDYK VÖRUR. Kjólasaura stofa. 3stet\sfca twá&útvxn (STENOORAFI) — .H H.T, Sloan-Duployau- kennir Helgi Tómasson, Hverfis- götu46. Talsími 177, heima 6-7e.m Bæði kend „Konlor“- & „De- bat“ Stenografi. (jerlarannsóknarstofa Gísla Guðmundssonar Lækjargötu 14 B (uppi á loftl) ei Venjulega opin 11 — 3 virka daga Funflurí verkamannaféi. DáeSBRÚIÍ sunnudaginn 20. þ. m. kl. 7, á venjulegum stað. Fyrirlestur og mörg stór félagsmál liggja fyrir fundinum. Stjórnin. falleg og mjög ódýr hjá LILJU KRISTJÁNSDÓTTUR, Laugav. 37. » Undirritaður kenn- j\»et\S\a. jr stærðfræði, eðlis- fræði og dönsku. Ennfremur teikn- ingu og ef til vill fleira. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON. Til viðtals kl. 4-5 í Þingh.str. 27. SKrlfstofa Eímskipafjelags íslands, í Landsbankanum, uppi Opin kl. 5—7. Talsími 409. R e y k t kjöt til jólanna er best að kaupa hjá Jóni frá Vaðnesi. N ý 11 íslenskt smjör fæst hjá Jóni frá Vaðnesi. F 1 ý t i ð ykkur að kaupa jóla- kertin hjá Jóni frá Vaðnesi. áður en þau seljast upp. N ý j a r rúsínur og nýjar sveskj- ur fást hjá Jóni frá Vaðnesi. Á g æ 11 margaríni fæst hjá Jóni frá Vaðnesi. M a í s m j ö I er ódýrast í sekkj- um hjá Jóni frá Vaðnesi. Á v e x t i r hjá Jóni frá Vaðnesi. ! D. M. C. rjóminn fæst hjá Jóni frá Vaðnesi. Á g æ t u r saltfiskur fæst hjá Jóni frá Vaðnesi. A ð líkindum kemur kemur bæði kandís og melís með aukaskipinn tit Jóns frá Vaðnesi. 25 aura mjólkurdósir eru komn- ar til Jóns frá Vaðnesi. O s t a r eru komnir til Jóns frá vaðnesi. Best að kaupa syltetau hjá Jóni frá Vaðnesi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.