Vísir - 01.02.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 01.02.1915, Blaðsíða 2
Sonur spámannsins. Okkur er sagt úr syni spámannsins Sörguðu lífið menn hans lands og kyns — Áður en þó að gröfin hans varð græn Geogu þeir til og lögðust þar á bæn. Gryfjuna hans þeir gerðu að helgum stað — Göngumann nokkurn bar þar seinna að, „Hví“, mælti hann, er moldum sté hann hjá, „Myrtuð þið þann, er trúðuð svona á?“ Höndina lögðu hjartað flestir á, Hrópaði svarið hver sem betur má: „það gerðum við, að stytta tíma töf Til þess við mættum dýrka hann í gröf“. — þó aö eg rifji upp þessi gömlu svör þannig, og sýni kýmnisbros á vör, HeP eg þó auga á öðrum nýjum reit, Innan við garð, í minni heimasveit. Lögberg, Stephan O. Stephansson. 13. desember 1914. Lifandi grafinn. Einu saga sem sögö er úr Belgíu er sú, að ein fylking Þjóöverja vir á hergöngu og fór um þorpið Bouchot, og framhjá fagurri höll, ki\ umhverfis hana var hinn fegursti olomagarður. Fáni Austurrfkis blakti yflr höllinni og tvær gyltar kórón- 'i voru á stólpunum, sitt hvoru •gin við hliðið. Sa sem réði fyrir liði Þjóðverja, vissi ekki hvað hanri átti um þetta PÖ hngsa, og einkum þótti hunum k\nlegt, aö sjá fána Austurríkis á fce! 'skri lóð, hugsaði helst, að ein- < i augmaður meðal Belga hcföi tck þetta bragö, til þess aö kom- ast hjá að verða rændur af Þjóð- verjum. Hann hringdi dyrabjöllu og kom þá út þjónn í rauðum búningi úr silki. Fyrirspurn herforingjans svar- j að. hann svo: »Þetta er aðsetur hennar keisaralegu hátignar, drotn- ingarinnar frá Mexico*. Hinn þýski herforingi var ekki sterkur í sögufróðleik og hugsaði að hér væri grunsamlegt gabb á ferðum, og kveddi þjóninn í háði til þess að vísa sér til »hennar há- tignar«. Þetta vildi þjónniun ekk i gera, með því að drotningin væn heilsulaus og fengi enginn að koma til hennar nema hirðstjóri. og þern- ur hennar. Foringjanum fór nú að þykja að bæð* skomm og gaman, og heimt- aði að fá að sjá »hirðstjórann«. Sá herra kom nú fram, þegar kall- að var á hann og segir þá herfor- ^ inginn við hann, stuttlega og höst- ugt: »Veistu pað, að með því að vinda upp austurrí.ka fánnann, yfir þessari belgisku höll. hefir þú sýnt hinum þýska her óvirðing? Þú skalt fa maklega refsing fyrir þá ósví ni«. H.iðsiða stjóiinn svaraði snúð- uglega, að hann gæti ekki að því gert, og stæði alveg á sama, þó að þý.kir foringjar væru illa aö sér í sögunni, en höllin væri aðsetur fyr- verandi keisaradrotningar í Mexico, er gift heföi verið erkihertoga Muximilian, bróður núverandi Aust- ríkiskeisara, og fyrir því væri þeim fyllilega leyfilegt, að nota hinn aust- urríska fána. Hirðsiða forsprakkinn kunni sig svo vel og stóð svo fast á sínu, að herforinginn lét sig, rámaði líka í að hann hefði eitthvað heyrt þessu líkt, í ungdæmi sfnu; hann bað af- sökunar á framferði sínu og var nú leiddur gegn um hinn fagra hallar- garð. Þar sá hann tilsýndar gamla konu, hvíta fyrir hærum, í skraut- lausum, svörtum búningi; hún gekk hægt, og leiddi hana gömul þerna, en önnur gekk á eftir. Það var keisara ekkjan. Herforinginn baðst þess, að hann mætti ná fundi hennar, en því var neitaö, og sagði þá hirðsiðastjóri honum upp alla sögu. Bóndi henn ar, erkihertoginn Maximilian, gerð- ist keisari í Mexico, árið 1864, er Napoleon keisari á Frakklandi skarst þar í málin. Eftir iítinn tíma kom þar til uppreisnar að vanda. prakk- ar kölluðu heim sitt lið, en keisar- inn þóttist ekki mega yfirgefa sína fylgismenn, en þeir sviku hann að lokum í hendur uppreisnarmanna, er drápu hann. Kona hans hin unga lagði fram alla orku sína til að bjarga lífi hans, og fór grátandi milli stórhöfðingja Norðurálfunnar að biðja þá að skerast í leikinn, en fékk enga áheyrn, — bóndi henn- ar var skotinn í broddi lífsins. Hún var þá stödd í Rómaborg, að fá páfann til að gera hvað hann gæti. Næst þegar hún gekk fyrir Pius IX., og hann viidi hughreysta hana, tók hún kökudisk og braut hann á hinu krúnurakaða höfði æðsta prestsins í katólsku kirkjunni og var brjáluð upp frá því. Hún var flutt til einn- ar hallar bróður síns, Leopolds Belgíukonungs, en er hún kveykti í gluggatjöldum svefnsalar síns, var hún þaðan færð og send til Bou- chot, og þar hefir hún dvalið síð- an og hefir enginn ókunnugur feng- ið að sjá hana í meir en manns- aldur, nema konungurinn, bróðir hennar; hann lét það vera sitt fyrsta verk á hverjum degi, að ganga til hennar og vera hjá henni»hálfa klukkustund og brá aldrei þeirri venju, hversu annríkt sem hann átti. Að öðru leyti var sem hin ófar- sæla kona væri grafin lifandi. Hún veit ekkert hvað gerst hefir í heim- inum hiun síðasta mannsaldur og vill aldrei trúa því, að maður henn- ar, hinn göfugi og glæsilegi Maxi- milian, er hún elskaði af öllu hjarta, sé dauður. Brjálæði hennar, ef nokkurntíma hefir hamslaust verió, j er það alls ekki nú, hcliur er hún róleg og háttprúö. Þær fylkingar Þjóðverja,' sem á eftir komu, þurftu ekki að furða sig lengur á fáná Austurríkis eryf- ír höllinni blakti, því að fyrir hall- arhliði var svo látandi tilkynning upp fest: »Þessi höll er eign Belgíu kon- uuga. Hennar hátign, drotningin í Mexico, mágkona Frans Jósefs keis- ara, vors háfræga bandamanns, býr í henni. Eg bið þýska hermenn, sem fara hér hjá, að hringja ekki dyrabjöllu og láta alt kyrt á þess- um stað«. Lb. Ritsmíðar « Eg kom heim í vondu skapi, Stelpa hafði svikið mig, og þá er nú ekki að spyrja að því. Eg nlaut að skrifa. Helst stóra »trag- ediu«. Eg settist mður. Þaö ólg- aði og sauð i hausnum á mér, en ekkert vildi taka á sig fast form. Eg nagaöi pennaskaftið og beið. Andinn hlaut að koma. Alt í einu konia upp úr kafinu þeir, Ibsen og Eyjóltur rakart. Fyrir, mikla virðingu þó öilu meiri fyrir Eyjólfi, því að honum skulda eg rakstur, en Ibsen skulda eg ekki neitt, nema nokkrar hugsjónir. Báð- ir hafa þessir menn skrifað. Ibsen þó öl u ineira. Hja Ibsen er drjúg- ur skilningur á liftnu, en hjá; Eyj- ólfi er skilnmgurinn í hárinu og gæti þeita valdið misskilningi hjá ókunnugum. Hvað um það. Eg var svik.nn af stelpu og þáð var það, sem eg ætlaði að skrifa um. En — mig vantar spíritus, Spíri- tuslaus get eg ekki skrifað, frekar ; en Ibsen og Eyjó!fur, þótt þeir brúki reyndar spír tusinn, hver á sinn hatt. Hvaö verður nú um okkar andans flug? Það sést best núna. Eg brenn mni með eina stóra »tragediu«. O jæja. Fúrðu stelpa! tílix. Aths. Af hendingu komst eg í þessa grein og var mér lofaö að svara þessum gárunga, sem auð- sjáanlega heldur að hann sé bæði fyndinn og skemtilegur og dregur dár að Ibsen og að mér skilst Ey- ólfi rakara, liklega af því, að hann (Eyjólfur) hefir í tómstundum sín- um samið eitt leikrit: »Hreppstjór- inn«, sem leikinn hefir verið meða- al annars á Eyrarbakka og hlotið 1 mikið lof og þaö að maklegleikum. | Replikskiftin« eru stutt og laggóð víða, og efnið svo magnað, að það næstum sprengdi þann »kunstner- iska« ramma, sem hr. Eyjólfur hefir hreppstjórann í.. Þessi sami gárungi virðist álíta það liggja fjarri, að Eyjólfur nái sama þroska oglbsen; en menn verða að gæta þess, að Eyjól'ur er ungur ennþá og á fram- t;ðina ryrir sér, og — Ibsen var alls ekki þektari, þegar hann byrjaði, en Eyjólfur er nú. Eg veit líka, að hann er með nýtt leikrit á döfinni, sem alls ekki gefur hreppstjóranum eftir. Þvert á móti. Það er því óþarfi fyrir svona gárunga, að vera að skæla sig. Sýni þeir, að þeir geri betur, Strix. báð m þe->su'!) mön um ber eg \ \ e\uu f\oa§\ slá menn með því, að kaupa sér eina af hinum ágætu UllarWaterproofskápum mínum, þvt að þær eru alt f senn: Regnfrakkar, haustfrakk- ar, vetrarfrakkar og vorfr;.kkar. Hver sparsamur maður eða kona kaupir aðeins mínar ullar-water- proofskápur. Nýkomnar í miklu úrvali. Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.