Vísir - 31.03.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 31.03.1915, Blaðsíða 2
V 1S1 R Reykingar kvenna. Kvenfólkið nýr okkur karlmönn- ! unum því tíðum um ,nasir, að við ] viljum hafa einkarétt á óhollum, sið- j spillandi nautnum. »Þið eruð fúsir á að fyrirgefa ykkur sjílfum*, segja þær, »en þið takið hart á, ef við gerum okkur sekar í því sama*. En hvað er við þetta að athuga? Eg sé ekki annað, en þetta sé þakk- lætisverð taug hjá okkur til kvenna. Við viljum vernda þær, þeirra fína og næma kveneðli frá því, að verða þrælar spillandi nautna, og það því íremur, sem við eigum sjálfir um sárara að binda eftir hjörva nautn- anna. Það hefir iíka til skamms tíma veriö svo á landi hér, að konur hafa algerlega haldið sig frá þeim nautnum, sem hér hafa verið land- lægastar og almennastar, vínnautn og tóbaksnautn. Þær hafa af þessum orsökum maklega verið taldar friðar-og vernd- arenglar á heimilnm óreglumanna. Fáir óreglumenn munu hafa verið þau ómenni, að kunna ekki að meta það, þegar góðar konur þeirra tóku þeim dauðadruknum með opnum örmum og hjúkruðu þeim. Nú eru tímarnir breyttir. Kven- frelsisöldin er runnin upp, sú öld, er kvenfólk vill að engú vera eftirbátar karlmanna, hvorki að einu né neinu leyti. Kvenfrelsisaldan hefir þó ekki risið eins hátt hér úti á Fróni, og í ná- læguin menningarlöndum, að minsta kosti ekki á öllum sviðum. »Suffra- gettur* eigum við, harningjunni sé lof, engar. Ekki hefir heldur bólaö á afburða stjórnmálagörpum úr hóp kvenna. Því hefir heldur ekki verið að heilsa, að þaðan hafi komið brautryðjendur á sviði vísinda, lista eða annara menta. Nei, mér virðist kvenfrelsisaldan einna helst hafa lýst sér í því hér á landi, aö kvenfólk hefir alls ekki viljað vera aðrir eins eftirbátar karlmanna í skaðvænum nautnum og áður. Vínnautnin er nú talin að vera útlagi á landi hér, um stund að minsta kosti, en fullvíst er það, að á síðustu árum var kvenfólk, að minsta kosti í kaupstöðunum, farið að sýna prýðilega Iit á því, að það gæti verið með á þeim nótum, rétt eins og karlmenn. Hin tegund nautna, sem áður er minst, tóbaksnautnin, hefir þó verið hálfu algengari og er alt af að fara í vöxt. Það má t d. telja það, aö hér í bænum sé það alls ekki falin fín stúlka, sem ekki reykir vindling við og við. Og þær munu ekki allfáar, sem er vindlingurinn jafn- mikið þarfaþing, og gön.lum reyk- ingamanni er pípan. Það má lengi deila um það, hvort nautnir, sem ekkert eða hverfandi lítiö tjón gera, eigi rétt á sér, en það mun vera óhætt að staðhæfa, að tóbaksnautn baki þeim að minsta kosti meira en hverfandi lítið tjón, sem eru orðnir þrælar nautnarinn- ar, geta með öðrum oröum alls ekki án tóbaks verið, en út á þessa braut Ieggja allir, sem byrja að neyta þess. Drekkið Carlsberg Lys og Mörk. Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar. Aðalumboð fyrir fsland: Nathan & Olsen. Þar að auki kemur einnig hag- fræðislega hliðin til greina, sérstak- lega foér á bmhí þar sem tollarnir eru jafn gífurlega háir á tóbakl. Svo eg snúi mér nú aftur að að- alumtalsefninu, reykingum kvenna, þá ber þess að gæta, að sökum þess, að kvenfóik hefir veikari og viökvæmari líkamsbyggingu en karl- menn og þolir þar af leiðandi tó- baksnautnina ver. Það bætist og ofan á, að það tóbak, sem kvenfólk neytir mest, vindlingarnir, er ein hin skaðvænasta tóbaksnautn. Þaö væri því í rauninni heppi- legra og óskaðvænna fyrir þær, að reykja hreinlega vindla og pípur. En þó er það nú einhvern veginn svona samt, að menn mundu kunna illa við þetta, að minsta kosti fyrsta kastið. Svo sem t. d. að sjá konu með barn á brjósti og pípu í munn- inum. Máske venjast menn þessu. Ef til vill lifum viö það, sem nú erum unglingar, að langar pípur verði kærkomnustu tækifærisgjafir handa konum. Ef til vill lifum við það, að geta fengið eid úr vindl- um dætra okkar, þegar við förum skemtigöngur meö þeim. Það er langt frá því, að fjarri sanni sé aö hugsa svona. Þaö er orðið allvenjulegt, að sjá konur reykja á kaffihúsum og öðrum op- inberum stöðum. Hvað er annað líkara, en aö það komi bráðlega út á gðturnar ? Mér virðist stutt leiö þar á milli. Eg er nú ekki sérstaklega tiltekta- samur né siðavandur, en þó vildi eg mega mælast til þess, að konur hefðu sem minst við að sitja reykj- andi á opinbeium stöðum, ekki að eins velsæmis vegna, heldur og þeirra sjálfra vegna. Eg hefi komist að því, að ýmsir, sérstaklega útlending- ar, líta þær þeim augum, sem er alt annað en heppiiegt fyrir þær. Og helst vildi eg, fyrir hönd okk- ar karlmannanna, gera frekari kröf- ur, sem sé þær, að viðfengjum að styðja þær í pví að afneita alveg eins og áður þessari nautn karl- manna, sem er þeim bæði til tjóns og vanviröu. Látið ekki blekkjast af þeim al- genga en flónslega misskilning, að sjálfsagt sé að fylgja hve skaðlegri og he'mskulegri tísku sem er, sé hún talin fín af almenningsálitinu. Verið vissar um, að þið við nánari athugun fallið í rauninni í áliti bæði hjá konum og körlum og í augum ykkar sjálfra, við þaö, að venja ykkur á tóbak. O. S. Vonir Bandamanna Áður hefir þess verið getið, hvert I kapp bandaþjóðirnar leggja á að- sókn sína að Hellusundsvirkjunum, og hvert viðskiftagagn þær myndu hafa af því, einkum þó Rússar, ef sú leið yrði opnuð og Mikligarður tekinn. En það er fieira en við- viðskiftahagurinn einn, sem banda- þjóðirnar búast við að háfa upp úr því, sem þær hafast nú að þar eystra. Ef Mikligarður yrði unninn, þá væri veldi Tyrkja í Norðurálfunni þar með undir lok liðið, og þá losnaði um mikið af liðsafla þeim, er bandamenn verða nú að beita gegn þeim, og yrði hann þá not- aður annarsstaðar. Nú segja banda- menn aö Rúmenar hafi lengi ólmir viljað veita sér vígsgengi, en ekki þorað, með því að Búlgarar hafi haldið þeim í skák. En ef Tyrkir væru úr sögunni, þá væru Búlgarar í kvínni innan um fjandþjóðir Þjóð- verja og gætu ekkert að hafst. Spara Bretar og eigi að halda því að þeim, að þeim muni vænst að vera hlutlausir, eða jafnveí leyfa bandamönnum umferð um landið, ef til kemur, ef þeir vilji ná sér nokkuö niðri eftir ófriðinn og fá uppbót þess, hve afskiftir þeir verða eftir Balkan-styrjaldirnar síðustu. Ekki eru gyllingarnar minni, sem hafðar eru frammi við Rúmena. Sá er einn hluti af keisaradæmi Franz Jósefs, er í búa 6 milj. manna og þar af 4 milj. af Rúmensku þjóð- erni. Þessum bita er nú hampað framan í Rúmena, ef þeir vilji duga vel, og ætti það ekki að vera lítil tálbeita. En þó er nú eftir það, sem mestu munar. Ef svona skifti um á Balk- anskaga, bandamönnum í hag, telja þeir þess vísa von, að Ítalía þykist ekki lengur mega sitjanda hlut í eiga. Hún sé þéttbygð en eigi að sama skapi frjó, og verðí því að hugsa sér fyiir landauka eins og aörir, og er henni bent í bróðerni á nokkra skika af Litlu-Asíu, sem til skifta myndu koma í þrotabúi Tyrkjans. Ef þetta lánaðist nú alt saman, og enn fremur væri bætt við leifum Serbahers, sem nú má lítt að hafast, þá yrði það hvorki til meira né minna en þess, að meira en 2 milj. nýrra hermanna réðust á Austurríki, og það mest úr þeirri átt, er þeir hafa hingað I0-40°|0 afsláttur er gefinn að Laugaveg 18 B Þar fást kjólar á eldri og yngri. Enníremur: kápur, dragtir, morgunkjólar, svuntur, milli- pils, kjólpils, kjóllíf. Fermingarkjólar og annað, er fermingarstúlkur viö þurfa. — Nýtísku-snið og saumur. — Þar er og ýmiskonar álnavara, leggingar o. fl. Munið Laugaveg 18 B. T«T~ Patti • Stóri Pa«l .Litli Pa«i og fleiri ágætis tegundir hjá Só^. Ö^m. &ddss. Laugaveg 63 Páskavörurnar ./. ^ ” Láíli eru besiar f NYHÖFN til eigi þurft að verjast, sem sé aö sunnan. Gera þá bandamenn ráð fyrir því, að lítið veröi úr þeim eftir það, og síðan einnig Þjóð- verjum, er alt ofureflið snúist gegn þeim. Velti því með öðrum orð- um alt á því, að ná Miklagarði, því að ef það takist, þá sé brátt séð fyrir endann á styrjöldinni. Það kann nú að orka tvímælis, hvort þessi útreikningur sé réttur, en áreiðanlega er margt sennilegt í honum. Nú fyrir skemstu bárust blöðum hér skeyti frá Khöfn, er á var að sjá að Ítalía væri þegar komin í leikinn, en engi önnur skeyti hafa staðfest þá fregn, enn sem komið er. Mætli það undar- legt heita, ef Bretár lægju á slíkum tíðindum, ef sönn væiu, svo mjög sem slíkt væri þeim í hag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.