Vísir - 26.04.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 26.04.1915, Blaðsíða 1
Útgefandi: HLUTAFÉLAG. Ritstj. ANDRES BJÖRNSSON SÍMI 400. Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel Island. SÍMI 400. 5. á rg Mánudaginn 26. aprí! 1SÍ5. 136. tbl. GAMLA BIO &© SVÖRTU I Ágætur leynilögreglusjónleikur í 3 þáttum, um hin dularfuhu afrek leynilögreglumannsins Brown . og hinnar fögru mil- jóna ekkju, Elínar Sandow. Leikinn af hinum fögru Ieik- urum Vitaseope’s í Berlín. Jafn spennandi og skemti- leg mynd, bæði fyrir börn og fullorðna, hefir ekki sést hér lengi. — Frá brunanum. Viðiöl við nokkra þeirra, sem mest eru við 4> málið riðnir. Fyrst áttum vér tal við Bæjarfógeta Jón Magnússon. íHvað vitið þér um upptök elds- ins ?« spurðum vér. *Það er ekkert ákveðið unt að segja ennþá«, svaraði hann, »en próf hefjast þegar á morgun, og má ef til vill búast við, að þau standi yfir í nokkra daga. Hér ganga ýmsar missagnir, sem ekki er vert að henda reiöur á, fyrr en prófin leiða atburðina í ljós. Mönn- um kemur ekki einu sinni saman um það, hvar í húsinu eldurinn hafi komið upp. E. Briem frá Við- ey gerði fyrst vart við eldinn írá gölunni, og þá var húsfrú Margrét Zoega að fylgja Helga Zoega og konu hans niður stigann. Hún ætl- aði að ná sér sjali, en þá var það þegar ofseint. Ekki viðlit að kom- ast upp í húsið. Geta mætti þess, að slökkviliðið í Hafnarfirði bauð þegar hjálp sína. Þá var að finna slökkviliðsstj., Guðm. kaupm. Ólsen. Hann skýrði hér urn bil á þessa leið frá: »Eg kom á vettvang þegar klukk- una vantaði 1Ö mín. í hálf 4, og var þá Hótel Reykjavík alelda og fátt fóik komið, nema veislufólkið sumt*. ■»Hvernig gekk nú að ná saman brunaliðinu ?« | »Ekki veit eg annað, en að þræð- irnir hafi verið í lagi, að minsta kosti var eg vakinn eðlilega fljótt. Get ekki fullyrt, að allir hafi verið vaktir frá stöðinni, sem vekja átti, en nokkuð þóttu okkur sumir koma seint, og var því gripið til gamla ráðsins, að blása í lúður«. »Og hvernig dugðu slökkviíólin?« »Eftír öllum vonum. Það var kraftaverk, að takast skyldi að bjarga bæði »ísafold«, Edinborgar-pakk- húsi og húsi Ólafs Sveinssonar«. »Er nokkuð sérlega sögulegt úr viðureigninni við eldinn?« »Ek!;i annað en það, að hver maður, sem eg varð var við, vildi og reyndi að gera alt, sem hann gat«. »Var ekki eitthvað byrjað á því, að dæla vatni á þau húsin, sem mestur var eldurinn í ?« »Jú, en það var ekki viðlit, að reyna að bjarga þeim, eldurinn var orðinn svo magnaður«. Þá hittum vér að máli Borkenhagen gasstöðvarstjóra. • »Eg get lítið um þeíta sagt«, kvað hann. »Eg var vakinn laust fyrir kl. 4 með boðum frá bæjar- fógeta, og þegar er eg varð þess var, að hér var um stórbruna að ræða, en vissi hins vegar ekki með vissu á hvaða svæði hann var, þá lét eg loka fyrir allar gasæðar bæj- arins, til þess að vera viss um, að það hrifi«. »Það er mikið talað um gasið í sambandi við upptök eldsins og út- breiðslu«, segjum vér. »Já, um upptökin er mér ekki kunnugt, en ef alt er í lagi, getur gasið ekki haft áhrif á eldinn, tyrr en lampinn er farinn, og það nær að streyma út óhindrað.« »Og hvernig gengur nú aðkoma gasveitunni í bænum í lag aftur?« »Þegar búið var að einangra gas- æðar brunasvæðisins, var gasinu auðvitaö hieypt út um bæinn aftur. Það var kl. 2 í dag (sunnud.), en auðvitað er víða loft í pípunum, og má búast við að nokkuð líði um, áður alt kemst í samt lag aflur.« Næst lá þá fyrir að reyna að ná ejnhverju bráðabirgða-yfirliú yfir tjónið. Fyrst eru þá liúsin sjálf. Landsbankinn var vátrygður fyrir 88 þús. kr. og Ingólfshvoll fyrir 78 þús. Bæði þessi steinhús eru að vísu stórskemd, en þó mikils virÓi eins og þau eru, hve mikils, veit enginn ennþá. — Hin i úsin, sein úr timbri voru og albrunnin eru, voru öll til samans vátrygð fyrir 256 bús., alt í hinu alm. brunab. fél. kaupst. í Danm., sem Reykja- vík skiftir við samkvæmt lögum nr. 32, 13. des. 1905. Það er félag með gagnkvæmri ábyrgð, og ber því eigendum hinna vátrygðu húsa, jafnt og öðrum hluttakendum í brunabóíafélaginu að takast á hend- ur einn fyrir alla og allir fyrir einn skuldbindingar þær, sem hvíla á fél., að tiltölu við upphæðir þær, sem ábyrgð er fengin fyrir hjá því. Húsaskaðann verður þannig að áætla eittfivað á 4. hundrað þús- unda, en mikið af því fæst auð- vitað endurgoidið inn í landið. Erinþá er verra að áætla nokkuð af viti um tjón á vörum og öðru iausafé. Fyrst um sinn er auðvit- að ekki í annað hús að venda, en til umboðsmanna vátryggingarfélag- anna, og hittum vér þá af þeim, er vér náðum til. Sighv. Bjarnason, bankastjóri % er umboðsmaður fyrir »Den nye danske Brandforskringsselskab«. Tel- ur hann að fullar 150 þús. kr. muni algerlega tapaðar félaginu í brunanurn, en alls nániu vátrygg- ingarnar, er félagið hafði tekið að sér á þessu svæði ca. 180 þús. kr. Þar höfðu þessir vátrygt: Th. Thor- steinsson verzl. í Austurstræti., Sigr. | Zoega (Ijósmyndastofa), Euinborg- arverslun, Guðm. Oddgeirsson (hús gögn) og Ejmskipafél, ísl. — Að svo stöddu kvað bankastjórinn alis eigi hægt að ákveða alt tjónið, fyrr en farið væri að virða teifarnar. Þorl. jónsson póstafgreiðlsum. befir umboð fyrir vátr. fél. »Norge«, og námu vátryggingar þar samtals 106 þús. kr. Eru þar af algerlega tapaðar 56 þús. kr. í húsmunum í Austurstræti 9 og Edinborgarversl- un, þannig, að Nathan og Olsen umboðssalar höfðu vátrygt fyrir 11,000, vörur og húsmunir, Valde- mar Thaulow í Kaupmannahöfn vör- ur fyrir 2,000 og Edinborg vörur fyrir 40 þús. og aðra muni fyrir 3,000. Samtals 56,000 kr. Aulc þess námu vátryggingar í Ingólfshvoti 50,000 kr. Guðjón Sig- urðsson vörur og húsmunir 48 þús. kr., og Eiríkur Briem prófessor hús- gögn fyrir 2,000 kr., en talið er að mest af þessu hafi bjargast. Þá kom’a vörur þær, er vátrygð- ar voru hjá Johnson og Kaaber umboðsm. og brunnið hafa: Hjá Gunnari Gunnarss. kaupm. fyrir 27 þús. kr., Agli Jacobsen 50 þús., kjötbúðinni 5 þús., Hjálmari kaupm. Guðmundss. 3 þús. og E. Briem 7 þús. — Geta má þess, að þarna hafði Miljóna- ' félagið vátrygt fyrir 30 þús., en það hafði þegar selt allar vörurnar, eða því sem næst, og mun því engar kröfur gera. Einhver sagði, að ekki hefði brunnið annað inni í Godthaab, en peningakassi einn, alldýr þó. — Þarna haföi og Ól. WYJA BiO Spæjarinn Sjónleikur í 3 þáttum, leikinn af þýskum leikurum. Aðalhlut- verkið leikur hin stórfræga og fagra leikkona Susanne Grandais. Þetta er ein af allra bestu njósnarmyndum sem sést hafa. IIIILE GrT þakklæti færum við öllum þeim, sem sýndu hluttekningu við fráfall og jarðar- för Lofts sál Ólafssonar. Sérstak- lega viljum við þakka hr. fram- kvæmdarstjóra Magnúsi Th. S. Blöndahl og fiskveiðafélaginu „Ægir“. Reykjavík 24. apr. 1915 Aðstandendur hins látna. vst. heldur fund í kveld. Konur komið og fjölmennið! Björnsson ritstj. vátrygt, og skemd- ist þar eitthvað. Aðrir umboðsmerin vátr.félaga, er vér höfum náð til, segja félög sín hafa beðið lítið tjón, fáein þús. kr. í mesta lagi, t. d. Axel Tulinius, Carl Finsen o. fl. # Tjón á lausafé því, sem vátrygt hefir verið, ætti þá einnig að verða eitthvað á 4. hundrað þús. kr., og þegar þess er gætt, hve mikið hefir brunnið óvátrygt, sem enn mun ger frá sagt, þá virðist enginn vafi á því, að alls hafi glatast verðinæti, sem nemur yfir s/4 miljón. Margir giska þegar á eina miljón, eða þar yfir. Það verður nú að upplýs- ast smátt og smátt. Enn höfum vér hitt að máli nokkra þá menn sjálfa, er fyrir sköð- um hafa orðið, og þó fæsta enn þá. M. a. héimsóttum vér Olsen umboðssala, félaga Nathans, sem nú er erlendis. f forstofunni rákum vér oss þegar á tvo þvottabala, og voru þar í brunnar leifar af skjölum. Herra Olsen sagði m. a.: »Eg kom þegar Hotel Reykja- vík var nær albrunnið, og var þá ekki að tala um að komast inn til okkar til að bjarga neinu. Auð- vitað er ekki hægt að hafa öll skjöl inni í skápum, og um það, sem í Framh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.