Vísir - 04.09.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 04.09.1915, Blaðsíða 2
V 1 S I R VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá a 5-6. Sími 400.— P. O. Box 367. Sendiherra Bandaríkjanna bjargar saklausum mönnum, í vor sendu Tyrkir enska og franska menn suður á Gallipoliskaga og ætluöu að láta þá verða fyrir skotum frá skipum Breta og Frakka. En er þetta varð uppvíst, lýsti Sir Edward Grey yfir því, að ef Tyrkir gerðu þetta, mundu þeir, sem því hefðu ráðið, verða látnir sæta per- sónulegri ábyrgð síðar meir. Blaðamaður frá Bandaríkjunum, Henry Wood að nafni, sem nú dvelur í Miklagarði hefir komist að raun um, að það var sendiherra Bandaríkjamanna, sem spornaði við því, að Tyrkir frömdu þetta grimd- arverk. Ráðherrar Tyrkja höfðu á laun tekið ákvörðun um að senda 2000 manns enskra og franskra suður á Gallipoliskaga. Höfðu þeir gert ráðstafanir um að senda fólkið á stað að mánudagsmorgni, Morg- enthau sendiherra Bandaríkjamanna komst eð þessari fyrirætlan kvöldiö áöur en leggja átti af stað. Náði hann þegar tali af Enver pasha í síma, og fékk hann til að lofa því, að konur og börn skyldu ekki send suður eftir. Síðan bað hann Enver að Iáta ekki skipið fara fyrr en á þriðjudag. Var Enver tregur til þess lengi vel, en lét þó til leiðast að lokum. Sagði Morgenthau að það væri hið mesta glapræöi að senda mennina suður eftir án þess að gera óvinunum viðvart. Þegar sendiherrann hafði fengið þennan fresf, símaði hann þegar til Washington ogbað Bandaríkjastjórn- ina að tilkynna Frökkum og Bret- um hvað á seiði væri. Fresturinn var svo stuttur að ekkert svar var komið þegar hann var útrunninn. Beiddist Morgenthau þá þess að ná tali af Enver pasha. Enver þóttist fyrst ekki hafa tíma til þess, því hann þyrfti að fara á ráðherrafund. Morgenthau kvaðst þá mundi koma á fundinn og krefjast viðtals þar ella mundi hann krefjast vegabréfs og halda heim. Veitti Enver hon- um þá viðtal. Játaði Enven þá að það hefði verið glappaskot aö ætla að senda fólkið suður eftir, en úr því að hann hefði gefið skipunum það, yrði hann að láta framkvæma Barnaskólinn. Þeir, sem vilja koma börnum, yngri en 10 ára, í barnaskóla Reykjavíkur á komandi vetri, sendi umsóknir til skólanefndar fyrir 10. september.gg^J:Xl.'■ Skólagjaldið er kr. 20,oo fyrir hvert barn, en þeir sem óska að fá ókeypis kenslu fyrir börn sín, taki það fram í umsóknum sínum. Eyðublöð undir umsóknir fást á skrifstofu borgarstjóra og hjá skólastjóra. Reykjavík, 30. ágúst 1915. F. h. skólanefndar 9L\mseti. Tll. MINNIS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv til 11 Borgarst.skrifit. í brunasíöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skriíst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 cg 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki oplnn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk.srnnd.8V2 siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Banfa stjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-3. Útlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið IVj-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunrid. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vífilsstaðahæliö. Hcimsókuart'mi 12-1 Þjóðnrenjasafnið opiö sd. þd. fmd. 12-2 HAFNARGERÐ Reykjavíkur. Einn vélstjóra og einn kyndara vant- ar nú þegar, Einnig geta steinsmiðir og verkamenn fengið atvinnu. Upplýsingar á skrifstofu hafnargerð- arinnar í Tjarnar „ kh 11-3 hana ella mundi hann fyrirgera áliti | sínu hjá landsmönnum. »Þér þuríið ekki að senda alla ] mennina suður«, sagði Morgenthau »það er nóg að senda svo sem 25«. Varð þaö að samningum milli þeirra aö 24 Frakkar og 26 Eng- lendingar skyldu sendir, og voru þeir valdir úr hópnum. Vissu þess- ir menn ekki betur en að Tyrkir ætluðu að ofa þeim fram undir skot flotans. Kvöddu þeir vini sína og ættingja hryggir í huga og bjuggust ékki við að sér yrði undan- komu auðið. Stigu síðan á skip. Morgenthau fékk því til leiðar komið, að Hoffman Phillip, aðstoð- armaður hans, var látinn fara með skipmu til þess að gæía þess, að mennirnir fengju að eta og hefðu sæmilegan aðbúnaö. Þegar til Gallipoli kom, voru þeir settir í tvö auð hús og þeim sagt, að floti bandamanna mundi hefja skothríð á ný innan skamms. Ekki létu Tyrkir þá fá mat eða sængurföt, en fyrir milligöngu Phillips fékst þó þetta hvorutveggja að lokum næstu daga. Biðu mennirnir þarna í fjóra daga, en þá kom skipun frá Miklagarði um, að þeir skyldu fluttir heim att- ur og sleþt. öíu n (uppi) frá *}(\ v tu .Úrskurður hjartans’. Þeim til hægðarauka, sem ekki hafa lesið söguna, sem nú er að koma neðanmáls hér í blaðinu, skulu rakin úr henni aðalatriðin. Þau eru sem nú skal greina: Inni í frumskógi einum í Ástralíu sœndur ungur maður við banabeð móður sinnar. Áður en hún deyr, vil) hún skýra honuin frá leyndar- niáli viðvíkjandi ætt hans. Hún segir honum, aö faðir hans sé ensk- ur og af góðum æftum og bendir honum á skjöl, sem séu niður í dragkistuskúffu í næsta herbergi. Hann ætlar að sækja þau, en finnur þau ekki, því að maður, sem stóð fyrir utan gluggann og heyrði sam- talið, haföi læðst inn og stolið þeim. Þegar móðir hans heyrir að skjöl- in eru horfin, verður henni mikið um. Hún ætlar að segja syni sín- um alt, — en dauðinn verður fyrri til. Eftir dauða móður sinnar fer ungi maðurinn, Ralph Farrington, til Eng- Iands. Þar bjargar hann litlum hvolpl, sem Miss Veronika Denby, æitingi og erfingi Lynboroughs lá- varðar, var rétt að segja búin að ríða ofan á. Henni finst mikið til um snarræði hans og útvegar hon- urn skógarvarðarstöðu hjá jarlinum. Eftir það ber fundum þeirra oft saman og sýnir Veronika honum ýmist alúð eða kulda og fyrirlitn- ingu, því að hún er stolt kona. Eitt sinn fælist hestur hennar með hana og hún dettur af baki og fer úr liði. Ralph finnur hana og bér hana heim í kofa sinn. Meöan þau bíða þar eftir vagni, segir hún hon- urn frá sinni fyrri æfi, þegar hún var umkomulaus og fátæk stúlka í London. Hann segir henni aftur á móti frá móður sinni og sínu fyrra lífi. Þegar hún kemur heim til sín, sér hún eftir því, hve opinská og vingjarnleg hún var við hann. Lynborough Iávarður á frænda, sem Talbot Denby heitir. Hann er mikill stjórnmálamaöur og í áliti, en sækir þó spilavíti á kvöldin og er því í fjárþröng. Því hyggur hann gott til glóðarinnar að ná í frænku sína, Veroniku, og fjávmuni jarls- ins. Venur hann því komur sínar aö Lynne Court, og í einni slíkri ferð lendir þeim Raiph satnan og þíður Talbot lægra hlut í þeirri viðureign. Ralph býr hjá gamla Burchett, yfirskógarverðinum, og verða þeir brátt góðir vinir. Eitt kvöld segir Burchett honum sögu af ungri stúlku, sem var þjónustuinær hjá móður jarlsins, en hvarf burt með einhverjum aðalsmanni, sem hafði verið í sumardvöl á Lynne Court, bústað jarlsins. Unnusti hennar, Whetstone, og Burchett, sem var bróðir hennar, leita hennar harm- þrungnir, en finna hana hvergi. Bur- chett segir Ralph þessa sögu, og varar hann við að verða ástfanginn af Miss Veroniku. Ralph tekur því fremur illa, því aö hann var farinn að elska Veroniku. Henn gengur út í kvöldsvalann til þess að kæla sig og rekst þá á mann, sem hann heldur vera veiðiþjóf. Hann leitar á honum, en finnur engin vopn. En þegar Ralph hnnor vasabók í brjóstvasa bans, verður maðurinn æðisgenginn og ræðsí á Ralph. Lýk- ur svo þeirra viðskiftuni, að Ralph skellir honurn flötum. Heitast þá maðurinn við hann og fer síðan leiðar sinnar, en hafði þá fengið aftur bókina. Hingað er sögunní konúð, þeg- ar 13. kap. byrjar. Jj&est al a v V\s\.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.