Vísir - 25.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 25.07.1916, Blaðsíða 2
VlSIR VISIR A f g r e: ð s 1 a blaðsins á Hótel ísland er opin írá kl. 8—8 á hverj- uœ degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stafl, inng. irá Aðalstr. — Ritstjórinn til vifltals fri kl. 3-4. Símf 400,— P. O. Box 367. Best að versla i FATABÚÐINNI! Þar fást Begnkápur, Rykfrakkar tyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en í FATABUÐINNI, Hafnarstr. 18. Simi 269 Þýzkir kafbátar til Amerfku. Herskip eða verzlunarskip ? «Deuíschland« heitir kafbáturinn þýzki; sem nýlega var skýrt frá í símskeyti til Vísis, að sendur hefði verið til Ameriku í verzlunarerind- um. — Láta þýzk blöð mikið af því, hve þýðingarmikil þessi för sé, og segja að hún sýni að þjóðsagan um hafnbanniö brezka sé nú búin að lifa sitt fegursta. »Vossische Zeitung* segir svo frá; í fyrrahaust gekst Alfred Lohmann, forseti verzlunarráðsins í Bremen, fyrir stofnun útgeröarfélags með því markmiöi, að reka utan landssiglingar með flutningakafbát- um. Það var innritað í firmaskrá Bremens 8. nóvember 1915 undir nafnin: »Deutsche Ozean-Reederei G. M. B. K. og stofnað af Nord- deutsche Lloyd, Deutsche Bank og Alfred Lohmann. Segir blaðið að félagið sé að láta byggja marga kafbáta. Tveir, «DeutschIand« og »Bremen« eru þegar komnir í sigl- ingar. Þeir eru allstór skip, um 200 smál. og bygöir í Kiel. Bretar og Frakkar mótmæla. Bretar láta lítið yfir afreksverki þýzka kafbátsins, sem sigldi til Ameríku. Segja þeir að förin sé ekkert einsdæmi hvaö vegalengd snerti, því aö brezkir kafbátar hafi farið alla leið frá Ástralíu til Norð- urálfu í einum áfanga. Og 10 kaf- bátar hafi farið frá Kanada til Eng- lands í fyrrasumar. Bretar og Frakkar neita því enn- fremur harðlega að þessi þýzki kaf- bátur sé verzlunarskip. Hann sé aö öllu leyti af sömu gerð og aðrir kafbátar, hafi aðeins verið afvopn- aðnr. Hér sé því ekki um neinn nýjan útveg að ræða, er bætt geti úr hafnbanni Breta. Því að þó að Þjóðverjar geti siglt á milli landa neðansjávar á smáskipum, muni þeim veita erfitt að reka þær siglingar í svo slórum stíi, að þær verði þeim að nokkru verulegu gagni. Verður >DeutschIan« kyrsett í Bandaríkjum ? Stjórn Bandaríkjanna á að skera úr því, hvort »Deutschland« sé her- skip eða verzlunarskip. Sagt er að utanríkisráöherra Bandaríkjanna hall- ist að þeirri skoðun, að skip, sem eru þannig gerð, aö þau geta skot- ið sér undan rannsókn, ef þeim býður svo við að horfa, geti ekki notiö sömu verndar og verzlunar- skip. Og yfirleitt eru Ameríku- menn lítt hrifnir af þessu tiltæki Þjóðverja. Þykir þeim sem þýzk- um kafbátum muni verða auðvelt aö njósna um neðansjávarvarnir Bandaríkjanna o. fl., ef þeim verð- ur leyft að fara fram og aftur um hafnir þeirra, þó óvopnaðir séu. Er þess beðið með talsverðri eftirvæntingu hvernig úrskurður Bandaríkjastjórnar verður, — En ef hann verður á þá leið, að skipið verði taliö verzlunarskip, ætla Bretar og Frakkar að mótmæla því, og er þá búist við að endanlegum úr- skurði verði frestað og skipið kyr- sett til ófriðarloka. Aðallega byggja Bretar og Frakk- ar kröfu sína um aö skipið verði talið herskip á því, að þó að það sé óvopnaö, þá sé sá eiginleiki þess, að geta siglt í kafi, í sjálfu sér vopn. Gula dýrið. Ley ni lögregl usaga. ---- Frh. Prinsinn reykti þegjandin nokk- ur augnablik og hélt svo áfram; »Þekkið þér hinn nýja her- gagnaráðherra Breta?« »Eg þekki hann að eins frá öðrum«, svaraði Bóremong. Wu Ling lyfti annari sinnigulu þunnu hendi. »Sá maður er einn af stórmenn- um þessarar aldar. Hann er lík- lega elskaður mest og hatuður mest af öllum núlifandi mönn- um. Þegar menn tala um hann þá er það ekki með neinni hálf- velgju. Annað hvort er talað um hann með einlægri aðdáun eða logandi hatri. Um engan mann hefir verið setið eins og hann af óvinum Bretaveldis. Það er líka óneitanlegt, að þessir bresku gríslr eiga honum mikið að þakka. »Það er hann sem hefir hald- ið stjórnartaumunum og það eru hans arnaraugu, sem hafa séð gegnum alt moldviðrið sem blás- ið hefir verið upp til þess að villa mönnum sjónir. Og þegar þjóðin að síðustu vaknaði og sá að hún gat ekki gert skyldu sína nema að leggja eitthvað í söl- urnar, þá valdi hún hann til þess að ráða fram úr vandræðunum. »Með sínu vanalega snarræði og dugnaði hefir hann gengið að þessu verki, sém honum var fengið í hendur, og það er ekki ofsagt þótt eg segi að hann sé versti óvinur Þýskalands. Þér munuð þess vegna ekki undrast þótt Þjóðverjar hafi hug á að víkja honum úr vegi. »í stað hans mundi koma ein- hver liðléttingur. Það er annað sporið sem Þjóðverjar stíga í átt- ina til þess að sjá um að Eng- lendingar verði ekki búnir að hugsa sig um hvað þeir eigi að að gera þegar Þjóðverjar eru farn- ir að hefja atlöguna. — Skiljið þér ?« »Fullkomlega«, svaraði barón- inn. Gerið svo vel og haldið áfram«. Eg hefi leitað aðstoðar yðar til þess að koma þessum manni úr sögunni«, hélt Wu Ling á- fram. »Þessi eyja er mjög heppi- leg til þess arna. Eg hefi feng- ið upplýsingar um, að ráðherr- an fari frá Lundúnum annað kveld í bifreið til North Doven. Laug- ardag og sunnudag mun hann leika »golf«. Það er eina skemt- unin hans núna þegar hann hef- ir svo margt að gera að hann naumast sér fram úr því«. »Eg hefi hugsað mér að nema ráðherrann á braut þegar hann er að leika »golf« í Westward Ho! Með yðar hjálp og fólks- flutningaflugvél yðar er eg'viss um að ráð þetta hepnast. Þetta er þrautin, barón, eruð þér óhik- andi?« Bóremong svaraði ekki strax og reykti þegjandi nokkrar mín- útur. Að síðustu stóð hann upp. »Það er hættuspil sem þér ætlið að leggja út í«, sagði hann með hægð. »Hepnist þetta, þá verður það eitt af mestu fífldirsku- tækjum sem getið hefir verið um, að stela breskum ráðherra! Það mundi heldur ekki þar við lenda. ÖII skörpustu augun í landinu mundu fara í leit eftir honum og það yrði áreiðanlega að vera góður felustaður, sem hann væri geymdur í, til þess að hann yrði ekki þefaður uppi«. »En við mundum ekki geyma hann lengi«, muldraði Wu Ling »en nokkrir dagar mundu nægja, að þeim liðnum myndi hann vera kominn undir græna torfu«. T I L MINNIS; Baðhúsið opifl v. d. 8-8, !d,kv. iil II Borgarst.skrifit. í brunastðö opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Isiandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. snmk, sunnd. 87, siöd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasnfn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimlnn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Nátiúrugripasafnið opið P/,-21/, siðd. Póstluisið opið v. d. 9-7, siinnd, 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. [ Stjörnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahæiið. Hcimsóknartimi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Ktrkjustrætl 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. ki. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslæknlngar á föstud. kl. 2-3. Tannlæknirigar á þriðjud. kl. 2—3. \ Augnlæknlngar i Lækjargötu 2 á mið- vikud, kl. 2—3. audsféhirðii kl. 10—2 og 5—6. Skemtivagnar með ágætishestum til Ieigu í lengri og skemri ferðir. Sími 341. »Nú, svo þetta er ætlun ykk- ar«, ansaði baróninn. »Ef satt skal segja þá er mér illa við að eiga nokkuð við þetta. En eins og eg hefi þegar sagt þá geng eg að tiiboði yðar. Eg sný ekki aftur með það, þótt hér sé í eld- inn að ganga, því að það get eg sagt yður að ráðherra þessi er enginn glópur. »Hann er hundur og hann mun drepinn verða eins og rakki«, sagði Wu Ling. »Jæja fyrst þér hafið nú orð- ið mér samhuga um mál þetta, þá er best við göngum inn til hinna og ræðum málið við þá«. Boremong stóð upp og gekk að dyrunum sem vissu inn í her- bergið sem hinir tveir menn voru í og sagði nokkur orð við þá. Annar þeirra, stór og krafta- legur Kínverji, stóð strax upp, hneigði sig kurteislega og beið þangað til hinn var staðinn upp. Hefði það verið mögulegt fyr- ir Sexton Bleik, frœgasta ieyni- lögreglumanninn á öllu Englandi, að komast inn í herbergið á þessu augnabliki, þá mundi hann hafa kannast við Kínverjann, sem hét San og var önnur hönd Wu Ling. Framh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.