Vísir - 29.08.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 29.08.1916, Blaðsíða 4
V I S 1 R Kanada. Land æskunnar. Fyrir 50 árum var mestur hluti Kanada óþekt land og óbygt af Norðurálfumönnum. Pá var Kan- ada eiginlega að eins héruðin umhverfis Montreal og Quebec. Annars var landið óbygt nema af lndíánum og allur vesturhluti landsins var áiiíinn óbyggilegur hvítum mönnum og þeir komu þar ekki nema á dýraveiðar. En síðan hafa Norðurálfmenn lagt undir sig alt landið alla leið vestur að Kyrrahafi, lagt ^ar tvær járnbrautir sem ná vestur a Kyrra- hafsströnd og endar önnur í borginni Vancouver á Kyrrahafs- ströndinni, en hin í Prins Rupert, lengra norður írá; sú borg er að eins 6 ára gömul. Öllu þessu landficemi heíir verið skift í 6 fylki og er t. d. eitt þeirra, Bri- tish Columbia helmingi stærra en alt Pýskaland. — En fólks- fjöldinn er ekki eftir því. í British Col. gætu hæglega búið 80 milj. nianna, landrýmisins vegna, en íbúatalan nær ekki einni miljón. Og í austurríkjunum gætu búið mörgum miljónum fleiri íbúar en nú eru þar. Landið er ungt og íbúarnir eru ungir. Gamlir menn geta ekki numið land og ræktað. -I Vestur- ríkjunum eiu iíka heilar borgir þar sem varla sést gamall rnað- ur. í Aiberta, nœsta fylki fyrir austan Br. Col., er t. d. ein smá- borg með 5000 íbúum og af þeini er enginn, hvorki karl né kona, eldri en 45 ára. — Jú, einn mað- ur er þar áttræður, hann reisti þar bygð fyrstur nvítra manna. I æsku sinni var hann veiðiinað- ur og keypti og seldi loðfeldi. Hann kvæntist Indíánakonu og á um 72 börn og barnabörn, sem búa hér og þar í vestur- fylkjunum. — En hann þykist ekki vera gamail og samborgar- ar hans felja hann ekki gamlan. Hann ríður út fyrir borgina á hverjum degi til að gæta að hjörð sinni og augu hans eru eins fjörug og í 20 ára gömlum ung- lingi. Hann er ímynd landsins sem er gamalt en þó ungt og varðveitir æsku íbúanna af því að íbúarnir verða að vera ungir. Frh. Önákvæmni eða livaðP Eins og kunnugt er, gaus sá kvittur upp hér í bænum á dög- unum, að stjórnarráöiö liefði feng- iö eitthvert dularfuit símskeyti frá útlöndum, um efni þess vissi eng- inn, en mál manna var aö það væri mjög aivarlegt. Nú hefir vöröur ráðvendninnar í landinu, stjórnmálablaöiö »Landið« ráöið gáluna með aðstoð«Þjóð- stefnu.* Á föstudaginn var flutfi það eina af þessum hjartnæmu hugvekjum út af »brezku samningunum«, og segir þar meðal annars: »Og eftir því sem ráöa má af ,Þjóðstefnu‘ í vikunni sem leið, þá hefir stjórn- arráöiö fengið alvarlegt skeyti frá dönsku stjórninni út af þessu máli (þ. e. »brezku samn.«) og er sagt hér f bænum, aö ráðherra hafi ver- iö kvaddur heim úr ferðalagi sínu tíl þess aö sjá sjálfur í hvcrl óefni var komiö.* — Þykir blaöinn sem iiú séu aö sannast fullyröingar þess um að Iandstjórnin hafi framið hlutleysisbrot með brezku samning- tmum, og gefur í skyn að Svíar og Þjóðverjar muni hafa haft í hótunum viö Danastjórn útafþeim. Af því aö Vísir er ekki eins trú- aður á »innblástur« Þjóðstefnunn- ar og »Landið« virðist nú vera orðið, spurðist hann fyrir um þetta hjá stjórnarráöinu og fékk þaö svar, að stjórninni heföi ekkert borist um slík mótmæli, gegn brezka samkomulaginu, hvorki frá Svíum, Þjóðverjuin eöa neinni annari þjóö (fyrir munn Danastjórnar). Fullyrðing Landsins um »að ráð- herra hafi verið kvaddur heim til þess aö sjá sjálfur í hvert óefni væri komið«, er því einnig alger- lega tilhæfulaus. Þá ganga ýmsar sögur um leigu- skip landssjóðs, Bisp, sem ekki eru santrleikanum vel samkvæmar. »Landið« segir að skipinu hafi verið lialdið í Englandi í rúman bálfan mánuð af ensku stjórninni, en sannleikurinn er, að sú töf var 8-10, dagar. »Landiö« segir að skipið hafi !eg- ið iiér dögum saman á höfninni aðgerðailaust á landssjóðs koslnaö áður en það fór íil Ameríku. — Sannleikurinn er að það lá hér í tvo daga til að hieinsa ketil sinn, en á eigandans kostnað. Fleiti sögur hefir »Landið« ekki lálið prenta entr, og hefði auðvitað hæglega getað sloppið viö að gera sig sekt um þessa »ónákvæmni«, eða hvaö nú á að kalla þaö, ef það heföi viljað spyrjast fyrir í stjórn- arráöinu. En fleiri eru sögurnar og vafa- laust úr sömu smiðju, þó að vöru- merkið hafi ekki veriö sett á þær, — T. d. er sagt að Bisp hafi tæp- lega verið í leigufæru standi er hann kom hingað og hafi landsstjórnin orðiö að kaupa i hann öll losunar- tæki (líklega vélar og allt tilheyr- andi!!) og nýjan reiða. — Sannleik- urinn í þessu er sá, að landstjórnin varð samkvænrt leigusamningnum að leggja til kaöal í taugar til þess að draga kolin í upp úr skipinu og er það ekki óþekt fyrirbrigði, því með því skilyrði var t. d. »Botnia« leigð ril landsjóösvöru- flutninganna í fyrra, Það kann nú einhver að segja, aö slíkar sögur sem þessar séu meinlausar og að mönnum sé ekki of gott að skemta sér við slíkan skáldskap. — En sæmir hann ekki illa þeim mönnunr, sem felja sig aðaiverði ráðvendninnar í landinu til orða og verka? Landvinningar ófriðarþjóðanna. Þ. 4. ágúst er skýrt frá því í enska blaöinu The Daily Mail, hve mikiö hertekið land ófriðarþjóðirnar höfðu þá á valdi sínu, miðveldin annars- vegar og bandamenn hinsvegar. Miðveldin höfðu á sínu valdi í Belgíu, Norður-Frakklandi, Póllandi, Eystrasaltslöndum Rússa, Serbíu og Montenegro samtals 167 þús. fer- mílur enskar. Bandamcnn höfðu á sínu valdi samtals 1071 þús. ferhyrningsmílur enskar af herteknu landi. Rússar höfðu þá tekið alla Armeníu og Bretar nokkurn hluta Mesopotamiu af Tyrkjum, Rússar Auslur-Galizíu og Bukovinu af Austurrikismönnum og Ioks hafa Bandamenn tekið allar nýlendur Þjóðverja, nema nokkurn hluta nýlendunnar í Austur-Afríku. Bandamenn hafa þannig tekiö 6 sinnum meira land af miðveldunuro og bandamönnum þeirra, en mið- veldin hafa tekið af beim. — En aðstaðan er ólík. í Hamburger Nachrichten er sagt svo frá aírekum þýzku hersveitanna í Austur Afríku: Landar vorir í Austur-Afríku hafa barist hraustlega í fleiru en orustum á vígvöllunum. Þeir hafa sýnt svo mikinn dugrrað í þvi að afla sér allra nauðsynja, innilokaðir eins og þeir eru frá öllum umheiminum, að það verður ekki nógsamlega lofaö. — í bréfi, sem skrifað er 30. nrarz segir nýiendubúi einn: »Enginn getur gert sér hugmynd uro þær Iramfarir sem hér hafa oröið á öll- um sviðum. Við framleiðum allar okkar nauðsynjar sjálfir, þó vér get- um engin efni dregiö að okkur utan frá. Viö spinnum og vefum, við frainleiöum hveiti, kartöflur, græn- meti, ávexti, vínföng og tóbak. Við höfum orðið aö leggja mikið á okk- ur; en okkur líður vel að ööru Ieyti en því, aö Malaríaveikin ásæk- ir okkur allmikið«. — Skolfæri verða þeir auðvitað einuig að búa til handa sér sjálfir. Þegar þýzk blöð skýröu frá því, að allar nýlendur Þjóðverja væru glataöar, þá bættu þau þvi við, að eina huggunin í því efni væri að hugsa til þess, hve aðdáanlega hinar hraustu hersveitir Þjóðverja hefðu variö réttindi ríkisins handan viö hafið. H Ö B N Æ » I Herbergi með húsgögnum til leigu í Bárunni. [14 1—2 herbergi og aðgangurað eldhúsi óskast til leigu frá l.okt. n. k. fyrir barnlaus hjón. A. v.á. Tvö herbergi á góðum stað í miðbænum til Ieigu fyrir ein- hleypa. A. v. á. [155 Hnakkur tapaðist í fyrrakveld fyrir innan bæinn. Skilist á Lvg. 8. Fundarlaun. [152 Morgunkjólar fást beztir í Garða- str. 4. [299 Langsjöl og þríhyrnur fást alt af í Garðarsstræti 4 (gengið upp frá Mjóstræti 4). [43 Saumaskapur á morgunkjólum, barnafötum o. fl. er íekinn á Vesturgötu 15 (vestur- endanum). [217 Bókabúðin á Laugavegi 4 selur btúkaöar bækur. Lágt verö. [3 Morgunlcjóiar fást og verða saum- aðir í Lækjargötu 12 A. [30 Tveir búðardjskar 5-6 álna langir óskast til kaups nú þegar. A. v. ájj ___ [150 Ágætur harðfiskur til sölu kl. 8 e. rrh í Gijótagötu 14 B. [143 Lítill ofn óskast til kaups. — Uppl. í Gutenberg uppi. [153 Rósir í pottum með knúppum og murta eru til sölu á Stýrim,- s% 14. [156 Fallegur upphlutur til sölu á Laufásv. 27 uppi. [157 Píanó.reglulega vandað til sölu. Orgel tekið í skiftum ef óskað er. A. v. á. [158 Stúlka sem getur tekið að sér að kenna 12 ára gamalli telpu dönsku, handavinnu og píanó- spil, getur fengið stöðu á ágæt- isheimili í kaupstað á Vestur- urlandi. — Háttkaup. — Nánari uppl. gefur Margrét Sveinsdóttir Bergstaðastr. 9 uppi. [159 Ungur maður óskar eftir at- vinnu við verslun sem innan- búðarmaður, frá 1. sept. næstk. A. v.á. [154

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.