Vísir - 25.09.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 25.09.1916, Blaðsíða 2
VlSIR VISIR A f g r e 1 ð s 1 a blaöains á Hótel Island er opin frá kl. S—7 i hverj- um degi, Inngangur frá Vailarstræti, Skrifstofa á sama stað, tnng. Irá Aðalstr. — Ritstjórínn tii vlötall Irá td. 3—4. Siml 400.- P. O. Bo* 3Ö7. Brúkaöir innansiokk&munir til söiu á Hótel ísland, nr. 28. á Hótel ísland ræöur fólk til alls konar vinnu — hefir altaf fólk á boöstólum. Öráðvendni. Já, það má segja að óráðvendni kemur fram í mörgum myndum. það er t. d. óráðvendni að taka frá öðrum það sem þeir eiga, að taka það með leynd, er kallaður þjófnaður, en hitt orðið er vægara. Að draga sér fé annara heitir víst minna eða vægara nafninu, en er þá ekki líka ennþávægara að taka eitthvað með valdi? Úr þessu verða lögfróðu mennirnir að skera. Svo er enn ein tegund óráð- vendninnar sem heitir lýgi, það er að segja ósatt um náunga sinn og rægja hann. það er sú teg- undin, sem eg vildi ekki gera mig sekanh í með línum þessum. Fuglafræðingar okkar voru hérna um árið að deila um hvort þrösturinn (þ.e. skógarþrösturinn) væri farfugl, veit eg ógerla hver varð niðurstaðan, en um hittveit eg með vissu, að tuörgum þykir vænt um skógarþröstinn og aðra smáfugla. En hver leyfir honum að hoppa grein af grein í trjá- görðum manna, og kannske taka eitt og eitt ripsber. það hlýtur að vera af illu uppeldi á skógar- þrestinum að hann tekur þetta í leyfislysi; hann ætti þó að vita landslögin garmurinn sá arna þó hann hafi ekki stúderað. Og það í þessari dýrtíð. Ekki er borg- unin mikil þó hann syngi eða hvíni nokkur smálög í borgunar- skyni. það er nú líka söngur!! Berin eru meira virði en sá söng- ur rétt við gluggann, eða þá tím- Drekkið LYS CARLSBERG Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar Aðalumboð fyrir ísland Nathan 8* Olsen. ^pelpukápur og1 JJrengjaírakka stóru úrvali ^UUYIS V eYZÍIUYY Reykjavík. inn fyrir húsbændur og hjú til að reka þenna ófögnuð af hönd- um sér eins og kaupgjaldið er hátt núna. Nú er bráðum komið að þing- kosningum. þá eina ætti að kjósa á þing, sem vilja sem fyrst gera skógarþröstinn að farfugli áður en ripsberin eru fullvaxin á haust- in, svo ekki steli hann þeim oft ar af trjánum. þið dýra- og fuglavinir hættið nú alveg að halda þessum kvim- leiðu fuglum á lofti með lofræð- um, það borgar sig illa, nefið á þeim er til ónæðis á nóttum og tjóns um daga. Legg eg svo það málefni und- ir dóm almennings, hvað gera eigi við skógarþröstinn, ef hann heldur áfram uppteknum hætti að hoppa grein af grein í trjánum, syngja og grípa ber og ber með fimleika og snarræði. þrastareigandi. Fyrirspurn. Sláturverðið. Kjötverðið er ákveðið hér í bænum af Sláturfélaginu 48—55 aurar pd., og þykist fél. auðvitað fara eftir því, hvaða verð sé hægt að fá fyrir kjöt erlendis, og við því er ekkert að segja, ef það er þá satt, að svo hátt verð sé fáanlegt fyrir alt íslenzkt kjöt. — En hvað er um sláturverðið? Eg hefi heyrt að félagið hafi ákveðið að láta bæjarbúa greiða kr. 2,50 fyrir „mörlaus" sauðaslátur og verður slátrið þá með nægilegum mör kr. 3.00—3.50! —Ernokk- urt vit í þessu? Vill Vísir ekki gera mér og öðrum þann greiða, að komast eftir því, á hverju þetta verð er bygt, eða hvort hér er bara um hreint okur að ræða? Getur verðlagsnefndin fræga ekki látið þetta mál til sín taka? Bœjarbúi. Visir getur ekkert svar gefið annað en það, að félagið niun halda því fram, að veröhækkun sú, sem orðin er á slátri, sé ekki meiri en svo, að hún svari til veröhækkunar á nauðsynjum þeim, sem bændur verði að kaupa að. — En hvort svo sé, það heyrir undir úrskurð verðlagsnefndar- innar. Og væri því reynandi að kæra það fyrir henni. Hvar eiga börnin að vera? --o — Eitt af því sem fylgir hinu illa ástandi sem nú er í Reykjavík er það, aö börnunum er alstaðar of- aukið; að minsta kosti börnum hinna fátækari, sem eru svo illa staddir aö eiga ekki hús yfir sig. Hinir fuliorðnu eru að vísu útskúf- aðir líka, en börnin — — ja, hvað á að gera við þau ? Ef einhver fleygir peningum til að auglýsa eftir húsnæöi, þá eru það þeir einir, sem geta lofaö því, aö hafa ekki börn með sér. Ef þaö fyrirbrigði á sér stað, að húsnæði er boðið — sem kemur raunar ekki fyrir í haust, þá eru það aöeins btrnlausar fjölskyldur, sem þar geta komið til greina. — Eitt t. d. sem sýnir barnahatrið, er það, sem minst var á nýlega á bæjarstjórnarfundi, og getiö var um í Vísi. íbúðir þær sem fólk veröur að gera sér gott af og þakka Guði fyrir að fá, eru þó sannast að segja ekki of goöar fyrir börnin — þvert á móti — því, ef í önnur hús væri að venda, þá væri þaö gustuka- verk að bægja börnunum frá þess- um grenjum. Ei. ætli að þá myndi ekki kveða við annan tón, ef eins mikili skortur væri á íbúum i hús- in, eins og hann er nú mikill á húsum handa íbúunum ? Annars er þessi húsnæðisekla í Reykjavík orðin svo gífurleg, að mig furðar á að bæjarstjórnin skuli ekki taka betur í taumana. T. d. á þann hátt, að hefta algerlega inn- flutning í bæinn, — leyfa engum að setjast að í bænum, sem ekki byggir yfir sig. Þó menn kaupi hér hús, bætir það ekki úr skák. Það er að vísu ekki hægt aö banna mönnum að kaupa, en innfiutn- ing er hægt að banna, og þá myndu sveitamenn, eða þeir sem hafa í hyggju aö flytja sig til bæj- arins, ails ekki sækjast eftir því að eiga hér hús. Hvaða heilbrigð hugsun er í því að leyfa Pétri og Páli, einhvers- siaðar að, að kaupa hér húsin ofan af fátæklingunum og fleygja þeim svo út á götuna, og það jafnvel á hvaða tíma árs sem er, ef nokkur glufa er á samningnum, sem pen- ingavaldið getur notað sér, Nei( mannúð fyrirfinst engin. þ- Aths. Þaö munu engin lög vera til þess að banna mönnum þannig vist í bænum, og því síður til að banna mönnum að selja mönnum hús sín hverjum sera vera skal. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.