Vísir - 19.03.1917, Blaðsíða 3

Vísir - 19.03.1917, Blaðsíða 3
VI3IR Var Þolinmæði, ains og á stóð, er fjarlægðin yar ákveðin, þ. e. í björta veðri. íla það er ekki það, hvort þessi „mæling“ hafi verið „full- nægjandi“, sem um er deilt. E>ið verður sem sé að teljast fyllilega sannað, að hún hafi ekki vsrið fullnægjandi, úr þvi að skipið atrandaði. — Ea þó að mælingin hafi verið röng, þá hefði það eitt væntanlega ekki komið að sök, ef veður hefði haldist bjart. Hr. Svb. E. vitnar í „Den is- landske Lods" um reglur þær, er ©igi að fara eftir, er siglt sé fyr- ir Rit og Straumnes. En hann veit sjálfsagt eins vel og eg, að reglur og venja fara ekki ætíð saman hvorki á sjó né Iandi. — Hvað svo seia reglurnar í „D. i. L.“ segja, þá hefir stjórn skips- ins verið fullforsvaraaleg, ef hún hefir verið samkvæm algengri siglingavenju. Ef hr. Svb. E. ætlar að sanna sekt skipstjóra, þá verðar hann að sanna, að það sé algerlega gagnstætt venju að setja stefnuna fyrir Straumnes í ágiskaðri fjarlægð af Rít, þó að í björtu veðri sé, eins og gert var í þetta skifti. En um þetta vill hr. Syb. E. aýnilega ekkert tala, hvernig sem á þvi stendur. — Eg verð því, þó honum íalli það illa, enn einu sinni að vitna í sjóprófin. Hr. Páll Halldórsson skólastjó/i, einn af þeim sem sæti áttu í sjó- réttinum, lét leggja þá spurningu fyrir Júlíus skipstjóra, „hvort hann teldi það gætilega „navige- rað“, að vera ekki viss um affar arst&ð sinn, þegar lagt va út í dimmviðri". Svars aldrei krafist við þessari spurn- ingu af skipstjóranum, vegna þass að það var talið upplýst, að veð- ur hafði verið b j a r t meðan h a n n var á þilfari og setti stefnuna. Og P. H. lét spurning- una falla niður að því sinni. Hon- *m hefði þó verið ianan handar að leggja spurninguna fyrir skip- j stjóra þanaig: Teljið þér það ■ gætilega navigerað, að vera ekki viss um affararetað sinn, þegar stefna er sett fyrir Straumnes frá Rit, þó að i björtu veðri sé? — En haun gerði það ekki. — Hvers vegna? Eg finn ekki aðra ástæðu en þá, að hann telji það ekki ógæti- lega navigerað í björtu veðri. — Eg er að vísu ekki lærður „navi- gatör“, hr. Svb. E. segir að eg hafi ekki hugmynd nm hvað eg sé að f&ra með, en jeg verð að segja það, að um þetta er eg al- gerlega á sama máli og P. H.— Ef veðrið hefði haldist bjart, þá g a t þetta ekki komið að sök. og eg verð að draga þá ályktun af þessu, að skipstjóri hafl farið forsvaranlega &ð, og samkvæmt venju. Framh. Erleiad mynt. Kbh. »/. Bank. Póath. Sterl. pd. 16,73 16.95 17,00 Fr«. 60,50 61,00 61,00 DolL 3,54 3,65 8,75 ísiiiogmilionii eftir gharlcs |§arvice. 108 ' Frh. eitthvað miklu merkilegra væri á döfinni eítir því að dæma, hvað allir gestirnir sýnast vera á nál- nm. Hefirðu ekki tekið eftir því hve fjármálamennirnir okkar hafa virst vera milli vonar og ótta þessa seinustu daga? —r Nei, svaraði Stafloid og hristi höfuðið. — Eg hefi ekki veitt þeim neina sérstaka eftir tekt, og s&tt að segja umgengst þá mjög lítið — rétt varpa á þá kveðjn ef eg rekst á þá. Mér sýnist þeir annar# vera ofboðlík- ir sjálfum ser. — Sá sem er ungur og ham- iúgjusamur og laus við allar á- hyggjur, hann er um leið blind- *ður, sagði Howard brosandi. — ^il dæmis eru hvolparnir blindir ®ius og þú veist. Stafford glotti. — Það á vÍ9t að minsta bosti að vera meint mér til sæmdar, sagði hann. — en hvað heldurðu helst að sé í aðsígi? — Eg hugsa að sir Stefán ætli nú að binda endahnútinn á fyr- irætlnn sína, sagði Howard. — Heldnrðn annars að svartfiekk- óttur rottuhundur prýði nokkuð kjólinn þinn með þvi að flatmaga ofan á honum? / Mjóni hafði hrÍDgað sig ofan á veisluföt Staffords. sem þjónn hans hafði lagt þar á stól, og lá þar í mestu makindum og horfði á húsbönda sinn. — Þetta er óþektarangi, sagði Stafford, — og treður sér alstað- ar þar sem hann á ekki að vera, Hana! Farðu ofan af fötunum, seppi! Haun tók hundlnn upp og lagði hann á rúmið, en Mjóni stökk jafnharðan ofan úr því og lagðist við fætnr Stafiords á loðskinn, sem þar var á gólfinn. — Hann sýnist vera hændur að þér, hundsmáninn, sagði Ho- ward. — Já, eg ímynda mér að þetta áform sirStefáns sé nú til Barnakennari eínn er 'að byrja að kenna krökknnum frádrátt. — I Heyrðu Pétur minn, segir hann við röskan og greindarlegan strák- hnokka, ef þrjár plómur Iægi á horðinu heima hjá þér, og systir þín borðaði eina, hvað yrðu þá margar eftir? Pétur: Hvað margar systur, eigið þér við? Kennarinn: Nei, heyrðirðu ekki hvað eg sagði? Eg á við það, hvað margar plómur yrðu eftir. Pétur: Já en það er ómöglegt, því plómur eru ófáanlegar á þess- um tíma árs. Kennarinn: En setjum nú svo, að þær væru til. Hvað yrða þá margar eftir? Pétur: Þér eigið þá við niður- ■oðnar plómur? Kennarinn: Nei. Pétur: Þurkaðar? Kennarinn: Nei, nei, nei! Eg sagði að við settum sem svo, að þrjár plómurlægju á borðinu. Pétur: Einmitt. Yið setjum svo. Kennarinn: Já, og svo 'kemnr ■ystir þin, borðar eina og fer svo. Pétur: Nei, systir mín fer ekki fyr en hún er búin með þær aliar. Kennarinn.- Yertu nú ekki með neina vitleysu Pétur litli. Pétur: Þér þekkið ekki systir mina eins vel og eg. Kennarinn: Jæja, setjum svo að pabbi þinn sé við staddur og banni henni að borða fleiri en eina plómu. Pétur: Já, en pabbi er ekki Iykta leitt og mig skyldi ekki undra þóttfjármálamennirnirhéma skytu á fundi í kvöld og gerflu heyrinkunnugt að hlutafélagið væri komið á laggirnar. — Þú talar um þetta eins og það væri eitthvert lítilræði, sagði Howard brosandi. — En góði minn veistu þá ekki að hér er um huudruð þúsunda eða jafnvel mil- jónir að teffa — að það er hvorki meira né minna en járnbrautar- lagning frá------- Stafford kinkaði kollí. — Jú, eg veit það, sagði hann. Þú varst búinn að segja mér það áður. Það. er eflaust ákaflega stórfelt fyrirtæki, en þaðsemmér gengur erfiðast að skilja er það, hvers vegna faðir minn er &ð leggja þetta á sig. Hann er sann- arlega nógu rikur. — — — Enginn þykist nógu ríkur, sagði Howard alvarlega. — En við skulum nú ekki vera að fara út í þá sálma. Það er ekki til annars en að eySa tlma sínum að vera að rökræða slíka hluti við mann, sem ekki hugsar um ann- að en refaveiðar, fiskiróðra, fugla- veiðar og dansleiki. En meðal L. F. K. R. Fundur i dag kl. 9 í Iðnó. Fjölbreytt dagskrá. Heimilt að taka gesti með á fundinn. S t j ó r n: n. K. F. U. M. Söngæfing í kvöld kl. 7. Flokksmenn mæti stundvíslega. FataL>iiðin sími 269 Hafnarstr. 18 sími 26? er laadsins ódýrasta fataverslun. Regnfrakkar, Rykírakkar, Y#tr- arkápur, Alfatnaðir, Húfur, Sokk- ar, Hálstau, Nærfatnaðir o. fl. o. fl. Stórt óiwsl — Tandaðar vörmr. Best »ð kaupa í Fatabúðinni. heima og kemur ekki heim fyr en á mánndaginn. Kennarinn: (Þurkar af sér svit&n) ■ Heyrðn nú Pétnr! Eg ætla að endurtaka spurninguna einu sinni enn, og ef þú svarar ekkitafarlanst, skýrt og ákveðið,þá 8et eg þig í skammakrókinn. — Eí þrjár plómur liggja á borðinu og systir þín borðar eina, hvað verðt þá margar eftir? Pétur: (með innilegri sannfær- ingu): Engin! Kennarinn: Hvernig stendur á. því? Pétur: Auðvitað flýti eg mér að gleypa hinar í mig. Kennarinn lætur fallast niður é stólinn, staðuppgefinn. annara orða. Hvað marga dansa ætlarðu að dansa við griskn gyðj-r una? — Grísku-------? Við hvað áttuf spurði Stnfford. — Hana nngfrú Falconer, auð- vitað. Grískar gyðjur eru nú ekid svo algengar að raaður geti búist við fleiri en einni í ekki meira fjölmenni en hér er s&mankomið. — Hvað marga dansa? Það veit eg ekkert um, svaraði Staf- ford. — Hvernig í fjandanum dettur þér í hug að spyrja aé slíku ? Howard horfði á hann gletn- isiega. — Eg bið afsökunar hafi þér þótt þetta ósvinna, en hins vegar get eg sagt þér, að þessa spurn- ingn hefir alt kvenfólkið hérna í húsinu verið að leggja fyrir sig. Stafford blíndi á hann og vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið, — Stafford minn góður, hélt Ho - ward áfram. — Að ví«u veit eg það, að þú ert enginn fyrirtaks skopleikamaður, en sjálfssgt erts ekki [svo skyni skroppinn að þú sjáir ekki, að athygli sú sem þú veitir ungfrú Falconer, dylst engnm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.