Vísir - 10.09.1917, Blaðsíða 2

Vísir - 10.09.1917, Blaðsíða 2
VISl J* Skólahaldið í vetur. Bftixfarandi ávarp heflr skólanefnd bæjaratjórnar Reykjaviksr sent Aiþingi: Út af „Frnmvarpi til laga nm frer-tan á akólahaldi skólaárió 1917—1918“, sem fram er komið á þingskjali 846 i háttvirtri efri deild Alþingis, Ieyflr nndirritnð skóknefnd Keykjaviknr sér: að mótmœla því, að frumvarp þetta verði gert að lögum á þann hátt, að það nái til Barnaskóla Beykjavíkur eða Barnaskólans i Bergstaðastrœti 3, sem er styrktur af bœjarsjóði Beykjavíkur. Til stuðnings og skýringar mótmælum vorarn skal það tekið fram, er hér segir: Skólanefnd og bæjarstjðrn hafa þegar tekið til yfirvegunar og gert ályktun um, hvernig skólahaldi Barnaskólans skuli íyrir komið næsta vetur, með sérstöku tilliti til yfirstandandi og yfirvofandi dýr- tíðar og eldsneytiseklu. Hefir skólanefndin ákveðið og bæjarstjórnin einróma fallist. á, að h&Ida uppi kansiu 2 stundir á dag fyrir börnin í yngri belskjum skólans, en 3 stundir í eldri bekkjunum, og verður þá skólinn haldiun kl. 10—3 daglega, en áður hefir hann verið hald- inn kl. 8—5. Auk þess verði hsldið uppi matreiðslakenslu fyrir stúlkubörn á öðrum tímum dags í skólaeldhnsinn. Með þessari stytt- ingu skólatimans sparast Ijósmeti að mestu leyti og eldsneyti til npp- hitunar að miklum mun. Oss er ekki fullkunnugt *m áatsiður fyrir hinu framkomna frum- varpi, en vér getum helst ímyndað oss, að það sé eldsneytissparnaður, sem á að fást í aðra hösd gegn þvi afarmikla tjóni, sem frumv. ókjá- kvæmilega hefir í för með sér, «f það verður að lögum. Viljum vér því gera grein fyrir horfum B»rn&akólans að þvi er eldaneyti og Ijósmeti snertir. Bldsneytiseyðsla skóUns hefir verið tvo aíðnstu veturna: 1915— 1916 72 tonn. 1916— 1917 um 60 toan. Gas til ljós um 2400 teningsm. (samsvarar ca. 6 tonnum af kolum). Það er nú áætlnð, að fyrir styttingu hins daglega skólatíma fær- ist kolaeyðsla skólaársins til hitunar niður i . . . . c». 50. tonn Þ>ar upp í á skólinn íyrirliggjundi kolaleyfar .... um 20 — Þarf því að leggja skólanum til.........................cs. 30 — Ljósmeti sparavt nær alveg með því að hafa akólann kl. 10—3 Að því er snertir útgjöldin til útvegunar á þessum 30 tonnum af kolum, þá er óeytt at fjárveitingu skókne árið 1917 til eldsneytis og Ijósa ca. 7000 kr. Vantar því um 2000 kr. til þess að kaupa nefed 30 tonn með núverándi kolaverði, og getur það ekki talist stór upphæð i sámanburði við allan kostnað við skóUhaldið, sem er áætl- aður 56200 kr. Þar af er kenslukaup um 40000 kr., og væri þeirri upphæð alveg á giæ kastað ef skólahaldi væri frestað. Að því er snertir möguleikann til þess að fá nefnd 30 tonn af kolum handa skólanum, skulum vér skýr» frá þvi, að fyrir utan kola- leyfar barnaskól»ns á bæjarsjóðar Rsykjavíkur um 60 tonn af kolum sem hann hefir fengið í Binn hlut endurgjaldslauet af kolum, sam björg- • unarskiplð Geir náði úr sokknu kolaskipi hér á höfninni í vor. Ank þess eru hér t»lsverð»r kolabirgðir tii sölu, eugar hömlur lagðar á þá eölu, en t verðið svo hátt, að almenningur hér í Keykjavik getur alla ekki Keypt þau, og mun því nota annað eldsneyti i vetnr. Er ekkert því til fyrkstöðu «ð vér kaupum nú þegar umrædd 30 tonn handa barnaskólanum, ef bæjaratjórnin óskar þess heidar en að leggja skói- *num til af sínum eigin kolum. Og þar sem oas ennfremur er skýrt svo ffá af kunnugum mönnum, að horfurnar um aðflatninga til l»nds- ins næstu manuðina séu þær, að fiutniogaskip þau, sem nú eru í för- um fyrir laDds»tjórn og landsmenn, muni gekk'i get# fengið nóga farma hiugað með öðru móti, en að einhver þeirra séu tekin tii þess #ð flytja kol, þá getum vér ekki séð neina Bauðsyn til þess, að hindra skólanefnd og bæjarstjórn frá því »ð leggjs skólannm til annaðhvort þan kol eingöngu, sem eru eign bæjarins, eð* þá þau kol að nokkru leyti, en aðkeypt kol til viðbótar — og það því síður, sem lokun skól- ans mundi lítinn eða engan raunverulegsn kolaepsrnað bafa í för mefl sér, sem siðar mun vikið að. Hinsvegar viijum vér gara nokkra grein fyrir nauðsyn skólfthaldsins. í Barnaskólanum má væata að verði um 1200 börn. Fjöldi þeirra er írá mjög fátækum heimilum, sem .búa við afarþröngt og oft Iélegt, jafnvel miður heilnæmt húsnæði. Kol, sem kosta 300 kr. tonnið, getnr allur fjöldi heimilauna alls ekki keypt, heldar munu þsu bjargast við innlent eldaneyti, og má búasí við »ð upphitunin varði ófn]in.omin. Vegn* dýrtíðar og fyrirsjáanlegs atvinnubrosts munu mörg heimili lika neyðast til að spara fæði til hins ýtrasta. Viíanlega er börnnnum miklu meiri hætta búin en fnllorðna fólkinu af iélegu húsnæði, ónógri upphitun og önógrl fæðu, en úr öllu þessu er bætt að nokkru leyti, eða svo sem unt er, með skókhaldinu í Barnaskólanum. í fyrsta bgi er fastur læknir við skólann, sem er daglega nokkra stuad i skólanum og skoðar börnln. í öðru lagi er séð fýrir því, að þær atnndir, sem börniu frá fátæku heimilunum eru í skólenum, hafa þ»u nægifegan hita og gott andmmsloft. í þriðja lagi mun bæjar- stjórn og skólanefnd nú, eins og sð undftnförnu, gefa öllumþeim börn~ um eina máltíð daglega í skólanum, sem þess þurfa með. Hafa börn- nnum í skólanum undsnfarna vetur verið gefnar samtftls 1300 til 1400 máltíðir á vetri. Því meir sem neyðin kann að kreppa að bæj- arbúum, því meiri nanðsyn er á þvi, að fá börnin i skólann, til þesa feð þan eén undir stöðugn iækniseftirliti, og til þsss að unt sé að sjá þeim fyrir fæði og öðrum lifsnaaðsynjum, að svó miklu leyti sem læknisakoðftnir og eftirlit kennaranna sýnir »ð heimilin geta það ekki. Vegna þröngra hússkynna og lélegs aðbúnaðar má ganga að því viea, að börnin frá fátæku heimilunnm hafist að miklu leyti við á götnnnm við algert agaleysi á daginn, ef skólahaldinu og aga þeim, sem því fylgir, er kipt burtu. Á þessum beimilum getur alls ekki verið um neina heimafræðsla að ræða fyrir börnin, og mundu þau. því fara alveg á mis við alla fræðslu ef skólanum verður lokað. Að sjálfsögðu mundu hinir efnaðri borgarar reyna að sjá börnnm sínum fyrir kenslu, þótt skólahaldi barnaskólans verði fre&tað. Þeir mundu flokka sig saman og reyna að fá kennarana við bftrnaskólann eða aðra kennslukrafta til kennslannar, og börn þessi mandu verða hópuð saman í kenslustofom á heimiium kennarsuna eða annarsstftðar í bænum, og vegna búsnæðiseklunnar í bænum mundi skól»nefedin ekki geta komi«t hjá því að lána skólastofur b«rnaskólans tíl þessar- ar kennslu. Aðstandecdur barnauna mundu verða að leggja til elds- neytið í kennslustofernar, bvort sem væri herbergi úti í bænum eða skólastoíurnar. Teljum vér fremur ólíklegt að minna en sem svaraði 30 tonnnm af kolnm eyddust í þeesu skyni, og væri þá aðengnorð- inn lá eldsneytissparnaður, sem tíl var stofnað með frestun skóla- haldsins. Bn þan af þessum efnaðri m»nna börnum, sem nytu kensl* úti í bæ (ekki í barnaskól&stofanum) mundu þó sitja í þrengri stofum, við óhentugri borð og sæti og við ófnllkomnari kensluáhöld heldur en Barnaakólinn hefir að bjóða. Þannig yrði úr þessu Iítlll eða engian sparnaðnr á kolum, en algerlega ósæmilegt misrétti á milli fátækra barna og efnaðra burna, þar sem bæjarstjórn og skólanefnd er bannað að nota jafnvel eín eig- in kol til skólahaldfl jafnt fyrir fátækra og efnaðra manna börn, en aðstftndendum efeafiri barnanna ekki neitað um kol til skólahnlds fyrir þau ein. Og auk þess, sem fátæku börnin færu á mis við alla kenslu og allan aga, þá er hætt við að óframkværaanlegt verði að hftfa eftirlit með því »ð þau haídi heilsa í neyð þeirri, sem nú vofir yfir, þegar regiubundið eftiriit skólalækmis og kennara i skólan- am er hindrað með lögum. Að því er snertir barnaskóknu í BergstraðRstræti 3, þá hefir fcann, að þvi er vór best vitum, þegar birgt sig að innlendu eldsneyti, og sjáum vér enga skynsamlega ástæðu fyrir þvi, að bæjarejóði Reykja- víkur aé með lögum óheimilað að leggja akóla þessum lítinn styrk eins og að undanförnu, ef eigandi skófens treystir sér til að starf- rækja hann. Þar sem vór þannig förum fram á, að ofannefnt frv. veiði ekkl gert að lögum þancig að það nái til barnaskólanna i Reykjavík, finn- nm vér ekki ástæðu ti' að miun»st á einstök atriði í frv., on viljum þó geta þess, að vér sjánm enga skynsamlega ástæðu geta verið til þess, að banna oss skólahald til 15. febr. 1918, en leyfa það eftir þann dag. í skólanefnd B-eykjavíkur, 9. sept. 1917. K. Zimsen Jón Þorláksson Bríet Bjarnbéðinsdóttir Þorvarðnr Þorvarðarson Ólafur Ólafsson. Samþykt bæjarstjóríiar. Á fundi 10. september 1917 samþykti baajarstjórnin avohljóðandi tillðgu: „Bæjarstjórn Reykjavíkur felst í einu og öllu á mótmæli þau, sem skóJanefnd Reykjavíkar hefir sent Alþingi gegn þvi, að frumvarp til laga nm frestun á skólahaldi skólaárið 1917—1918 verði gert að íögum á þann hátt, afl það nái til barnaskóla Reykjavíkur eða barna- skólans í Bergstaðastræti 3, sem er otyrktur af bæj&rsjóði. Bæjarstjórn Reykjavikar mæiiat því fsstlðga undan því, að lög- gjafarvaldið hindri ráðst&fanir þær, sem hún hefir gert ím fræðslumál á komandi vetri“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.