Vísir - 13.09.1917, Blaðsíða 3

Vísir - 13.09.1917, Blaðsíða 3
VIF IB Skóhlífar — Clausensbræður. Dýrtíðm og bændur á Alþingi. Eitt af þeim málum, sem vek- ir hvað mesta eftirtekt á þinginu, «r meðferðin á dýitiðsrmálumim. Aukaþingið í vetur vaitti nokkra dýrtiðanppbót þeim starfsmönn- sm þjóðarinnar, s®m fengu laun sín í peningum. Varð dýrtiðar- uppbót þessi að visu álitleg fúiga i heild sinni, en vitanlega ekki nema litilfjörleg nppbót á verð- falli peainga til hvers einstaks manns, hvergi nærri nóg til þess að vega upp dýrtíðina sjálfa. Til slíks er nú í rauninni ekk- 8rt að segja. Ófriðurion og það sem af honsm leiðir, er þjóðarböl, hér á l*ndi eins og annarataðar í heiminum. En hin stefnan, að þykjait veita dýrtíðaruppbót í gustukaskyci við þá sem hennar njóta, eða vilja neita um alla dýr- tíðaruppbót, það er blátt áfram þjófnaðarstefna, sem ekki má vera óátalin. Og sUt af öllu má svo ærulans stefna vera kend við bændastéttina i heild sinni, þótt svo iillir bændur þingsins fylgi henni. Vér bændur viijum fá hækkað verð fyrir allar afurðir: vér heimtum fyrir hverja einetaka Vörutegund &ð minsta kosti helm- ingi hærra verð og þaðan at meira, eu tíðkaðist fyrir stríðið. Og vér þykjumst eiga full&n rétt til þessa, þar sem allur framleiðslukostnað- ur hefir hækkað evo mjög í verði, að hann ekki atendur í neinu hlut falli við það sem áður v&r. Út- lenda varan hefir þó hækkað enn meira, og er óþarfi að gera nán- ari grein fyrir því-sem allir vita. En af þessu leiðir aftur, að þeir starfsmenn þjóðarinnar, sem taka laun bíe í peningum, eiga blátt áfram heimtingu á uppbót, sem alls ekki má minna vera m í vetur sem leið, og þessi uppbót gerir þó ekki meira en vega á móti litlu einu af þeim halla, sem dýrtíðin skapar. Vel má ver«, að sumir þing- menn hafi I vetur, er þeir komu heim af þingi, verið sneyptir af kjósendum sinum fyrir dýrtíðar- uppbótina. Við öllu verður ekki séð. En þó svo hafi verið, ætti þó hverjum þingmanni að vera gefiu svo mikil æru- og sjálfstæð istilfinning, að hann ekki hikaði við að fara eftir sinnfæringu ainni, leggja þá heldnr sætið í sölnrnar, ef á þyrfti að halda. Er ekkl svo miklu slept, að það ætti að rera vorkunarlaust. Þingmenn, og einkum þó bænd- ur, ættu að vera allra manna víð- sýnastlr og frjálslyndastir. Þeir ættu að get* myndað sér heil- brigða sannfætingu, sem þeir geta staðið við, því að eina getur bændastéttin vænst þess að verða öndvegisstéttin i landlnu. En hitt er meira en hörmnng, þegar þing- menn, og þairra fyrstir bændurn- ir, gera siálfa sig að bur>dnþúfum til afnota fyrir auðvirðilee»í.ta skrílinn af sínnm „háttvirtu kjó - endum“. Því að það mega þessir þing- menn vita, að frjálsir bændur landsins óska þess alla ekki að gera sjálfa sig að þjófum, þóþeir geti fengið tækifæri til þes8. — Samvinnufélög bænda hafa hik- laust veitt starfsmönnum sinum dýrtiðaruppbót. og sama hafa al- þýðumenn gert annarstaðar, þar sem líkt hefir staðið á, svo sem í Sparisjóði Árnessýsln. Er það því auðsætt, að þessir sömu menn hljóta að ætlast til þess, að full- trúar þeirra sýni ekki ærulausa framkomu við starfsmenn þjóðar- innar. Og jafn auðsætt er hltt, að hér er að eins um sjálfsagða uppbót að ræða, en ekki nm neina gustukahjálp, sem þingmenn auð- vitað hafa enga heimild til aS veita. Það er annars nndarlégt, hvað frjálslyndi almennings er lítt þrosk- að. Sést þetta ekki hvað síst að því er til embættismann^nna kem- ur. í gamla dagá sátu embættis- mennirnir eins og goð á Btalii, dýrkaðir af lýðnum, sem þeir oft beittu við „föðurlegri“ býðingutil þess að balda öllu í skefjum og kefja niður allan útbrjót. Nú er lýðurinn komirm til valda, og vill þá umfram alt taka vöndinx I sínar hendur til þess að láta hanc riða á embættismönnunom. Er slíkt ekkert annað en afturkast frá embættismannadýrkuninni gömlu, og gefur henni ekkert eftir að heim«ku og þýlyndi. Frjálsir ménn eru laasir við hvorttveggja þetta, þeir skoða embættismennina eins og hverja aðra starfsmenn þjóð- arinnar, sem verða að »jóta launa fyrir þá vinnu sem þeir eru ráðn- ir til, að sömu itölu eins og þeir menn bera úr býtum, sem leggja fram úlika kraft og undirbúning eins og embættismennirnir. En því miður virðist svo, sem bændur á þingi séu [ekki vaxnir til slika frjálslyndis. Álit meiri hluta bjarg- ráðanefndar í neðri deild nmdýr- tiðaruppbótina kemur upp um þá; þar fær maður ekki að horfast í augu við frjálslynda menn, heldur sjást þar að eins malirnar á niðj- um marghýddra forfeðra, sem kipr- ast sam&n undan væntanlegum hirtlngarvendi skrilsins. Slíkum þingmönnum verða frjáls- ir bændur að votta óþökk sína og fullkomna fyrirlitningu. Það er bvo ógeðslegt að fremja vísvitandi ranglæti og óheiðarlégt athæfi i vissunni um, að menn ekki bak. sér neina hegningu með því. Þá ern þeir miklu skemtilegri þjóf- arnir upp á gamla móðinn. Þeir stela þó svo, að þeir vita, að þeir eiga eitthvaö i hættunni. En andstygð og fyrirlitning allra góðra manna er lika kanp út af fyrir sig, og slíkt kaup geta skríls^ spekúlantar þingsins átt von áað fá, og það ekki við neglur numið En dýr verða sætin á þingi þeim . - 84 - dag, ef þeir hefðu ekki snúið við. Ef við hefðum haldið áfram einni klukkustund lengur, hefðum við náð norðvesturströnd- inni. Þeir eru einstakir ræflar!“ „Það eru þeir“, sagði Shorty. Hann horf ði í eldinn stundarkorn og þagði. „Sjáðu nú til Kitti! Það eru mörg hundruð mílur til Dawson. Ef við eigum ekki að verða strandaglópar hér, þá verðum við að láta hendur standa fram úr ermum". Kitti horfði á hann og beið þess að hann segði meira. „Við höfum í öllum höndum við þess- um ræflum og getum f'arið með þá eins og okkur sýnist“, sagði Shorty ennfremur. „]?eir geta skipað og ausið út peningum, en þeir eru ræfiar, eins og þú segir. Ef við ætlum að komast til Dawson, þá verð- um við að taka að okkur stjórnina á skút- unni“. 3?oir horfðust f augu. „Gott og vel!“ sagði Kitti og rótti fram hendina til merkis um að þetta skyldi fastmælum bundið. Morguninn eftir, löngu fyrir birtu, blés Shorty til brottferðar! „Hana nú!“ grenjaði hann. „Skammist þið nú á lappir, svefnpurkurnar ykkar! Harna er kafið! Hvolfið þið því í ykkur, og svo leggjum við af s,tað!“ Stanley og Smith báru sig hörmulega, Jack London: Gull-æðið. - 85 - en það stoðaði þá ekkert og þeir urðu að sætta sig við að vera reknir af stað tveim tímum fyr en vant var. I?að var miklu hvassara en nokkru sinni áður, og brátt voru andlit þeirra huliu af klaka og ár- arnar eins og klumbur. Þeir þræluðu í þrjá tíma og þeir þræluðu í fjóra, einn stýrði, annar hjó klaka, eu tveir reru, til skiftis. Nær og nær komust þeir norð- vesturströndinni. En það hvesti meira og meira og loksins lagði Smith inn árina til merkis um að hann væri uppgefinn. Shorty hljöp þegar og tók við af honum, þó ekki væri nema augnablik síðan hann slepti ár- inni. „Höggvið þér þá!“ sagði hann og rétti Smith öxina. „Já, en hvað stoðar það“, emjaði hinn. „Við komumst aldrei yfir um. Við verðum að snúa við!“ „Við höldum áfram!“ sagði Shorty. „Höggvið þér nú ísinn, og þegar yður fer að skána, þá getið þér tekið við af mór“. Eftir atskaplegt strit kornust þeir loks yfir að ströndinni, en lítil hughreysting var íjjþvi, því svo langt sem augað eygði var húii] eintómir klettar og klungur og hvergi lendandi. „Þetta sagði eg ykkur!“ sagði Smith í eymdarróm. - 86 - „Hafið þér komið þar áður?“ sagði Shorty. „Nú suúum við við!“ Eugiun svavaði, en Kitti hélt bátnum upp í vindinn, og þeir hóldu áfram róðrin- um. Þeim miðaði sama sem ekkert, með köffum gerðu þeir ekki betur en að halda við. Kitti gerði sér alt far um að tala kjark í þá Smith og Stanley. Hann benti á, að enginn báturinn, sem komist hefði að ströndinni hefði snúið við, það hlyti þvi að vera einhverja lendingu að finna. Þeir streyttust við árarnar í klukkiustund eftir klukkustund. „Ef þið hefðuð drukkið ögn minna af kaffinn i bælunum ykkar, og í þess stað reynt að komast upp á að eta „bjarndýra- buff“, þá hefðum við það þó ef til vill af“, sagði Shorty. „En þið berið ekki við að taka neitt á áruuum". Skömmu siðar lagði Smith árina inn. „Nú get eg ekki meira“, sagði hann og það var grjáthljóð í röddinni. „Það getum við ekki beldur“, sagði Kitti, sem sjálfur var orðinn svo örmagna, að honum lá við gráti og hefði þó helst kosið að kirkja hann í greip sinni. „En við höldum nú samt áfram“. „Við snúum við. Snúðu bátnum undan!® „Shorty, ef hann vill ekki róa, þá verður þú að taka við árinni!“ sagði Litti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.