Vísir - 12.02.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 12.02.1918, Blaðsíða 2
VI SIR Munið eftir uppboðinu í Goodtemplarahúsinu kl. 4 í dag. Reform-Malt-Extrakt fæst hjá Frakkastíg 14. Sími 727. Nofið tækifærið. Sími 727. A ðalfundur i Dýravernduuarfélagi felaitds verður haldixm i Bárubúð (uppi) miðvikudaginn 13. þ. m. kl. 8 sd. Fundarefni samkvæmt 6. og 7. gr. félagslaganna. Keykjavík 4. febr. 1918. Jón íaórarinsson p. t. formaður. Til minnis. Baðhfisið: Mvd. og ld. kl. 9—9. Barnalesstofan: Md., mvd., föd. kL4—6. Borgarstjöraskrifst.: kl. 10—12 og 1—B. Bæjarfógetaskrifstofan: kl. 10—12og 1—5 Bæjargjaldkeraskrifst. kl 10—12 og 1—6 Húsaieigunofnd: þriðjud., föstnd. klösd. íslandsbanki kl. 10—4. K. P. U. M. Alm. samk. snnnud. 8 sd. K. P. K. K. Útl. md„ mvd., fstd. KljJ 6—8. Landakotsspít. Heimsóknart. kl. 11—1. Landsbankinn kl. 10—3. Landsbókasafn Útl. 1—3. Lfindssjóður, 10—2 og 4—5. Landssíminn, v. d. 8—9, helgid. 10—8. Náttúrugripasafn sunnnd. I1/*—21/*. Pósthúsið 10—6, helgid. 10—11. Samábyrgðin 1—6. Stjórnarráðsskrifstofnrnar 10—4. Vífilsstaðahælið: Heimsöknir 12—1. Þjóðmenjasafnið, sunnnd. 12*/,—!*/*• Úr landi. „Hégómi einn!“ í stjórnarblaðinu „Frón“, sem út kom á laugardaginn, stendur þessi klausa: „Eftir samtali við ræðismann Breta hér, Mr. Cable, er sá orðasveimur með öllu tilhæfu- laus, að hálft þriðja hundrað manns héðan úr bænum og grendinni séu búnir að ráða sig í vinnu hjá ensku stjórn- inni, og að skip muni koma einhvern næstu dagana og sækja þá. Eru því fregn- ir þær, er ýms blöð nm þetta flytja, hégómi einn“. Leturbreytingarnar í lok klaus- unnar hefir Vísir gert, og stafar það af því, að þau orð blaðsins eru einkennilegur vottur um ábyrgðartilfinningustjórnarinnar, sem nú situr að völdum í þessu landi, eða þess hluta hennar sem að því blaði stendur. En það blað virðist ekki hafa neina sérstöðu í þessu máli inn- an stjórnarflokksins, því að „Tím- inn“ syngur við sama tón og vítir það mjög, að blöðin skuli vera að birta svo staðlausar fregnir, sem hér sé um að ræða. Vildu nú ekki blöð þessi, og ráðherrar þeirsem að þeimstanda, athuga dálítið betur hvað það er som upplýst er í þessu máli? Það er upplýst, að margir menn, vafalaust svo hundruðum skiftir, hafa farið þess á leit, að fá að fara til Bretlands í þvi skyni að fá atvinnu þar. Og breski ræðismaðurinn telur ekki alveg ólíklegt að það megi tak- ast. — Ef þetta er „hégómi einn“, eins og „Frón“ segir, þá væri það líka hégómi einn, þó að mennirnir væru þegar ráðnir og farnir af landi burt. Hin al- varlegasta hlið þessa máls fyrir okkur íslendinga er sú, að svo og svo margir verkamenn sjá sig knúða til þess að flýja land ef þeir með nokkru móti geta. Hitt, hvort Breta vantar verka- menn og vilja fá þá hér eða annarstaðar, það skíftir okkur miklu miuua. Það er upplýst með yfirlýsing breska ræðismannsins, að því fari svo fjarri, að hann hafi gert nokkuð til þess að f á menn til að ráða sig til Englands, að hann ein- mitt hafi fremur látið það á sér skilja við þá sem hafa leitað máls á þessu við hann, að tals- verðir örðugleikar mundu verða á þvi. — En, þrátt fyrir það, koma fleiri og fleiri, eftir að tveir fyrstu mennirnir höfðu tal af honum, og æskja aðstoðar hans. Og ræðismaðurinn lót það í ljósi við Vísi, að hann kviði því, að menn kæmu til sín tug- um saman á hverjum degi í þessum erindum, eftir að sagt hefði verið frá því í blöðunum. En i raun og veru gat þ a ð ekki haft nein áhríf, því að orða- sveimurinn, sem um bæinn gekk, var svo ákveðinn, að frásögn blaðanna hefir líklega fremur dregið úr aðsókninni. Það sem stjórnarblöðin telja „hógóma einn“, er þá það, að upplýst hefir verið að nokkur hundruð manna hata leitað til einnar af ófriðarþjóð- u n u m til þess að fá e i n- h v e r j a vinnu fyrir e i 11- h v e r t k a u p, og eru reiðu- búnir að fara hvenær sem sent verður eftir þeim, vitandi ekki hvort þeir komast heilu og höldnu í áfangastað, en vitandi að lif þeirra getur verið í stöð- ugri hættu þegar þangað er komið. í>að er hægt fyrir ráðherrana og ritstjóra stjórnarblaðanna að sicja á skrifstofum sínum og segja að þetta sé „hégómi einn“. — En mundu þeir lengi fá „hald- ið virðing sinni“ eða trausti þjóðarinnar, ef þeir taka slíkum fregnum með svo g 1 æ p s a m- 1 e g r i lóttúð ? Það er ekki „hégómi einn“ fyr- ir fátæka verkamenn að afla sér og sínum viðurværis. Það er ekki „hégómi einn“ fyrir þá menn, sem „vilja halda virðingu sinni“ að verða upp á aðra komn- ir eða sjá skyldulið sitt svelta. En það mega þau vita, þessi skammsýnu og ábyrgðartilfinn- ingarsnauðu lítilmenni, sem stjórn- arblöðunum ráða, að sú tilhugs- VÍSIR. Aígreiðsla blaísins i AðaUtrati 14, opin frá kl. 8—8 ó hverjum dagi. Skrifeiofa é sama stað. Sími 400. P. 0. Box 367. Ritstjðrlnn til viðtaia frft kl. 2—3. Prentsmiðjan á Laugaveg 4, sími 133. Anglýwngum veitt mðttaka í Lac&- stjömuaai eftir kl. 8 á kvöldin. AuglýsingBverð: 40 aur. hver on dðlks í stærri angh 4 aura orðið swás uglýsingui* með óbreyttu letri. un ein hefir knúð menn til að leita sér atvinnu í einu af ófrið- arlöndunum. „Tírninn" bregur Vísi um, að hann hafi ekki aflað sér ábyggi- legra upplýsmga um þetta mál. Eu þar til er því að svara, að Vísir hafði haft tal af mönnum, sem kváðust þegar vera ráðnir til Englands. En „Tíminn“ sjálf- ur er samnr við sig og skirrist ekbi við að skýra vísvitandi rangt frá málavöxtum, er hann segir að sögurnar séu gersamlega ó- sannar, því hann hlýtur þó að vita, að það er hæft í þeim, að fjöldi manna hefir farið þess á leit að fá atvinnu í Englandi. Tíminn segir, að Vísir hafi geíið það óbeinlínis í skyn „að menn væru að flýja land vegna þess hvernig landinuværi stjórnað". Þetta fully^rðiv Vísir alveg liiLclaust. Það er áþreifanlega sannað, að fjöldi manna muni flýja land ef þess verður nokkur kostur og ekki verður bætt úr atvinnuleys- inu hér. Stjórnin hefir ekkert gert til þess að bæta úr því. Hún liggur enn á tillögum út- gerðarnefndarinnar, sem henni voru sendar fyrir mánuði síð- an. Aðgerðaleysi liennar í því að draga ýmsar nauðsynjar að land- inu til útgerðar, meðan tími var til, valda því hvernig komið er. Og loks er enginn vafi á þvi, að það síðasta tiltæki hennar að þversballast við því að fram- kvæma lögin um almenna dýr- tíðarhjálp á sinn verulega þátt í því að fjöldi manna sér nú e n g i n ráð til þess að komast af yfir veturinn. En það er „hégómi einn“ — að dómi stjórnarblaðanna. Mundi þá þeim háttvirtum kjósendum", sem halda þeim blöðum uppi* einnig finnast það vera hégómi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.