Vísir - 18.02.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 18.02.1918, Blaðsíða 2
V iSiR Verslun sem er í gangi, óskast keypt. Má vera hluti i verslun. Tilboð merkt „V e r s 1 u n“ leggist inn á afgr. Visis fyrir 25. þ, m. leildvGFslun Sarðars Síslasonar 9 fær eftirtaldar vörur með e/s Islandi frá New York: EúgmjöS, Sagogrjún, Kartöflumjöl, Búsíaur og hina mikið eftirspurðu O I i uoína. é Tekið á móti pöntunum í WÍTMa, 681. f sm eíga að slrtast í ¥ÍSI, verðar að afheuáa í aíðasfa Ut! kl. 8 f. h. útkonm ðaglÐiL Til minnis. Baðhúsið: Mvd. og Id. kl. 9—9. Barnalesstofan: Md., mvd., föd. kl. 4—6. Borgarstjðraskrifat.: kl. 10—12 og 1—3. Bæjarfógetaskrifstofan: kl. 10—12ogl—5 Bæjargjaldkeraakrifat. kl 10—12 og 1—6 Húsaleigunefnd: þriðjud., föstnd. kl 6 ad. lalandsbanki kl. 10—4. K. F. U. M. Alm. aamk. snnnnd. 8 sd. K. F. K. R. Útl. md„ mvd., fstd. kl{ 6—8. Landakotsspít. Heimsðknart. kl. 11—1. Landsbankinn kl. 10—3. Landsbókasafn Útl. 1—3. Lándssjóður, 10—2 og 4—5. Landssíminn, v. d. 8—9, helgid. 10—8. Náttúrugripasafn snnnnd. I1/,—21/,. Pósthúsið 10—6, helgid. 10—11. Samábyrgðin 1—5. Stjórnarráðsskrifstofnrnar 10—4. Vífilsstaðahælið: Heimsóknir 12—1. Þjóðmenjasafnið, snnnnd. 12l/,—l1/,. Óstjórnin og bændurnir. I3að er líklegt, að núverandi stjórn vor haldi sig hafa :stuðn- ing bændanna alment, því ann- ars mundi hún varla svo þaul- sætin. Það er því ekki ófróð- legt að lesa eftirfarandi kafla úr bréfi frá einum af hinum merk- ustu bændum í Skagafirði, því hann sýnir hvernig hinir gætn- ari bændur líta á fjármálastjórn þremenninganna og skakkaialla afsakanirnar: „Eg held þeir sóu margir, sem líta með dökkum augum fram á það stjórnárfár, sem nú er hér á landi. Þing og stjórn sýnist vera búin að sökkva landinu í botnlausa skuldasúpu. Þið í stórbæjunum, sem eruð svo marg- ir og nánir og eigiðjþví gott til samfundn að ræða ýms áhugamál, þið ættuð að taka höndum sam- an ef [þið sæuð nokkur ráð að hrinda í lag fjárreiðum landsins i framtíðinni og yfir höfuð þess- ari óstjórn. Þið megið eigavís- an flokk bænda, sem mundi vilja styðja sanngjarna viðleitni í því efni, því altaf erum við kallað- ir íhaldssamir, í það minsta heima í hóraði, en það er eins og annað verði upp á teningn- um þegar til Eeykjavíkur kem- ur“. Eitirmæli. Blaöiö „íslendingur“ flytur eins- konar eftirmæli landsverslunarinn- ar í höndum landsstjórarinnar sjálfrar á árinu sem leiö, og segir þar aö afturförin í stjórn verslun- armálanna, síöan þessi stjórn tók viö völdum, hafi orðiö sem hér segir: x. Alt of mikiö reglugeröahringl aftur og fram, sem að sumu leyti átti aö takmarka verslunarfrelsi einstaklinganna meir en góöu hófi gegndi. 2. Óvanir menn fengnir til þess að standa fyrir vörukaupum í Am- eríku, sem gert hafa hlutfallslega lakari innkaup en Johnson gerði áöur. 3. Skipiö „Borg“ keypt fyrir af- arverð að nauðsynjalausu og án ráða framkvæmdarstjóra Nielsens, sem þó var ráðanautur stjórnarinn- ar í skipakaupum. 4. Leigt alveg ófært skip (sakir feröleysis og kolaeyðslu) til olíu- flutninga frá Ameríku, sem geröi olíuna miklu dýrari en hægt er að selja hana hjer. 5. Óviðfeldin tilraun til aö hleypa upp veröi á hátollaðri nauö- synjavöru, þótt með harðfylgi yröi bæld niður. 6. Þjónn við landsverslunina lát- inn gefa ósanna skýrslu um verö- lag á landsjóösvörum út um land. 7. Óhæfir menn settir fyrir landssjóösverslunina hér á landi, en eini æföi maðurinn flæmdur frá henni. 8. Stjórnarráðið sjálft vasast í margbrotinni eimskipaútgerð, rneiri hluta ársins, landinu til skaða en sjálfri sér til lítils heiðurs, i staö þess að fá stjórn Eimskipa- félagsins til þess að annast útgerð- ina frá ársbyrjun. 9. Mjög hlutdræg og ójöfn skifting á nauðsynjavörum milli landsmanna, t. d. átti að skifta nokkru af kolum með niðursettu verði milli kaupstaða og sjávarút- vegsjjorpa, en svo hlutdrægnislega var skift, að Reykjavík fær um 100 kg. á mann en Akureyri tæp 22 kg. Hinna niðursettu kola, sem landsjóður borgar niðurfærslu á, njóta því Reykvíkingar langt um frarn Akureyrarbúa'. xo. Lán tekið með aumustu kjör- um til landsverslunarinnar og vext- ir af því borgaðir hæstum eins miklir eins og eignalitlir • bændur verða að borga út um land. Ennfremur segir blaðið: „Það sést nú af síðustu ráðstöf- unum stjórnarinnar og ummælum „Tímans“, að stjórnin er að verða sér þess meðvitandi, að verslunar- brask hennar umliðið ár, hefir ver- ið ærið óviturlegt á margan hátt og eigi laust við undirferli og mið- ur sæmilegan munnsöfnuð, bæði á fundum og í málgagni hennar, um verslunarstjett landsins. Þessi með- vitund eða sjálfsþekking, mun hafa leitt hana til þess, að fela stjórn Eimskipafélags íslands, útgerð landsjósskipanna, og að taka upp það ráð, að fá þrjá æfða verslunar- menn til þess að taka að sjer lands- verslunina að öllu leyti, stjórninni mun eigi hafa litist lengur á, að standa ein uppi með óæfðan ung- ling, sem forstjóra nefndrar versl- unar, þótt skrifstofurnar væru orðnar nógu margar. Auðvit- að mun mörgum þykja, að þrír hálaunaðir verslunarforstjór- ar vera óþarfir, þó alt sje að öllum líkindum betra en núverandi á- stand, en efasamt mun vera, hvaða hemild stjórnin hefir til slíkra em- bættisráðstafana, sem og til skip- unar ýmsra annara hálaunaðra aukastarfsmanna, sem engin laga- heimild virðist vera fyrir, en von- andi mun þingið taka slíkar ráð- stafanir til rækilegrar athugunar síðar.“ Þess ber að gæta, að blaðið, sem þessa grein flytur nú, var upp- haflega eindregið fylgjandi þessari stjórn, en hallmælti all-mjög fyr- verandi stjórn (Einars Arnórsson- ar), en um hana segir það í grein þessari, að óhlutdrægir menn, er það vildu rannsaka, myndu komast að raun um, að hun hafi skift bet- ur við landsmenn en núverandi stjórn. Kh Bwnii. Pó«tb Síé’i.pí. 15 52 15,70 16,00 Fre 58 00 59,00 60.00 Doii. 3.29 8,50 9,60 VÍSIR. Aígraiðila blaðsíBs i Aðalstrætí 14, opin fi& kl. 8—8 fi bverjtim áegi. SíXrifstofa & sama stað. Simi 400. P. 0. Box 367. Ritstjðrinn til viðtals írá, kl. 2—3. Prentsmiðjan & L&ngaveg «„ sírni 133, Anglýíiagnm veitt mðttaka í Landa* eíjömnHai oftir kl. 8 á kviildin. Anglýaingaverð: 40 anr. hver cm dfilkt i itserri angi, 4 anra orðið í saafitnglýsingnM með ðtweyttn letri. SUpakostar bandamanna. Bandaríkjamenn gera sér góð- ar vonir um að skipabyggingar þeirra geti enn aukist stórkosfc- kostlega. En, eins og áður hefir verið drepið á hér í blaðinu, þá hugsa þeir sér fleiri leiðir til þess að auka skipakost sinn svo að hann fullnægi flutningaþörf bandamanna, Stjórnir Breta og Bandaríkjanna hafa sem sé kom- ið sór saman um að vinna að þVí í sameiningu, að hlutlausar þjóðir verði neyddar til þess að leggja þeim til flutningaskip í stað þeirra, sem nú eru í flutn- ingum í þarfir hersins. Siglinganefnd Bandaríkjanna skýrði frá þvi nýlega, að samn- ingar stæði yfir við hlutlausar þjóðir um leigu á skipum. Það ætti að semja vinsamlega um þetta, ef hlntlausu þjóðirnar væru tilleiðanlegar til þess, en að öðr- um kosti yrði tekið til annara áhrifabetri ráða. Öll yfirráð á hafinu væru í höndum banda- manna, og fjárhagslegt vald þeirra svo mikið, að enginn gæti boðið því birginn. Og Banda- ríkin, sem nú eru farin að þreifa á alvöru ófriðarins, ætli ekki að láta lenda við orðin tóm. Hollendingar hafa alt til þessa neitað að ganga að nokkrum samningum við Bandaríkin og heldur kosið að láta um hundrað skip liggja aðgerðarlaus þar í höfnum en að ganga að kröfum þeirra. En nú segir nefndin að horfur séu fyrír að þeir muniaf fjárhagsástæðum neyðast til að láta nndan og setja þær trygg- ingar, sem krafist er, fyrir þvi, að skip þeirra verði Þjóðverjum að engum notum, beint eða óbeint.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.