Vísir - 19.02.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 19.02.1918, Blaðsíða 2
V S.fi Auglýsing. Samkværat ráðstöfun stjórnarráðsins má ekki frá 1. n. m. selja kornvöru og sykur öðruvísi en gegn seðlum. Þessir seðlar gilba fyrst um sinn til tveggja mánaða, og verða afhentir í hegningarhúsinu neðannefnda daga kl. 10 — 5 og þannig: Til íbúa í Aðalstræti til Frakkastígs, að honum meðtöldum, miðvikudaginn 20 febrúar Til íbúa á framnesvegi til Hverfisgötu, að þeirri gótn meðtaldri, fimtndaginn 21. febrúar Til ibúa í Ingólfsstræti að Laugavegi, að honum meðtöldum, föstndaginn 22. febrúar Til íhúa í Lindargötu að Sauðagerði, að þvi meðtöldu, langardaginn 23. febrúar Til íbúa á Sellandsstíg til Þingholtsstrætis, mánndaginn 25. febrúar Borgarstjórinn í Reykjavík, 18. febrúar 1918. K. Zimsen. Drengur getur fengið atvinnu við verslun hér í bænum, sem sendisveinn og til aðstoðar við afgreiðslu. Verður að vera góður í reikningi, lipur og ábyggilegur. Nánari upplýsmgar hjá afgreiðslunni. • Át-súkkuíað margar tegundir í tóbaksverslun R. P. Leví. Til minnis. Baðhúsið: Mvd. og ld. kl. 9—9. Bainalesstofan: Md., mvd., föd. kl. 4—6. Borgarstjóraskrifst.: kl. 10—1S og 1—3. Bæjarfógetaskrifstofan: kL 10—12og 1—6 Bæjargjaldkeraskrifet. kl 10—12 og 1—6 Húsaleignnefnd: þriðjnd., föstnd. kl 6 sd. Islandsbanki kl. 10—4. K. F. U. M. Alm. samk. snnnnd. 8 sd. K. F. K. R. Útl. md„ mvd., fstd. klj 6—8. Landakotsspít. Heimsóknart. kL 11—1. Landsbankinn kl. 10—3. Landsbókasafn Útl. 1—3. LándBsjóður, 10—2 og 4—5. Landssíminn, v. d. 8—9, helgid. 10—8. Náttúrugripasafn annnnd. I1/,—21/*- Pósthúsið 10—6, helgid. 10—11. Bamábyrgðin 1—6. Stjórnarráðsskrifstofnrnar 10—4. Vífilsstaðahælið: Heimsóknir 12—1. Þjóðmenjasafnið, sunnnd. 121/,—l1/,. Kolanáman á Tjörnesi. Af því að mér er vel við þig, Vísir minn, þykir mér leitt, þeg- ar eg sé að þú ferð með ósann- girni, og ávítur að lítt rannsök- uðu máli, t. d. eins og í dag, út úr kolanámunni á Tjörnesi. Eg hefi altaf búist við því, að það hlyti að verða mikill tekju- halli af námurekstrinum, en svo mikill, sem þú gefur í skyn, býst eg þó varla við að hann geti verið orðinn. Þú ásakar stjórnina um það að hafa flanað til framkvæmda undirbúningslaust, og að hún hafi vanrækt þá skyldu sína að láta rannsaka kolanámur lands- ins áður en byrjað yrði á verk- inu. — Fyrst og fremst finst mér sennilegast að komið hefði verið nokkuð fram á vor 1917, áður en fenginn hefði verið námu- fróður útlendingur og hann kom- inn hingað upp, og því næst mundi að öllum líkindum alt sumarið hafa gengið til þess fyrir honum að rannsaka allan þann fjölda af námum, sem kvað vera fundinn hér á landi. Ef allar framkvæmdir með kolanám hefðu átt að bíða þangað til rannsóknunum hefði verið lokið’ þá væri að öllum líkindum ekki byrjað á verkinu enn í dag, því það hefði að sjálfsögðu verið ógerningur að byrja á því undir veturinn. í fyrravor voru menn, sem von var, mjög kviðnir í'yrir eldsneyt- isskorti. Yar þá óspart rekið eftir stjórninni, að byrja þegar á kolanámi, og man eg ekki bet- ur en að einmitt þú, vinur Vísir^ gengir duglega fram í því að eggja stjórnina til framkvæmda’ og teldir þá Tjörnesnámuna nægilega rannsakaða til þess að ekki væri áhorfsmál að. hefjas^ þegar handa. Allar þessar áegg j" anir býst eg við að hafi ýtt undir stjórnina, og er það varla ámælisvert. Það þurfti engum að koma á óvart, að námureksturinn bæri sig ekki fyrstu árin. Undirbún- ingskostnaðurinn hlaut að verða mikill, og svo var líka sú skoð- un ríkjandi, að sjálfsagt væri að kolin yrðu seld svo ódýrt sem framast væri unt, jafnvel þótt fyrirsjáanlegt væri, að lands- sjóður biði 8tórtjón. Mun það hafa átt að vera dýrtíðaruppbót, en sú dýrtíðaruppbót býst eg við að hafi komið fáum að notum. Annað mál er það, að kostnað- urinn hefði getað orðið allmikið mínni, hefði nægilega verið gætt sparnaðar; en að svo var ekki, er stjórnipni tæplega einni um að kenna. Hún mun hafa leitast við að útvega þá hæfustu menn sem völ var á til verkstjómar, en verkstjórar og framkvæmdar- stjórar þessarar námu urðu óþarf- lega margir og dýrir. Og eins og vant er, þegar eitthvað á að gera fyrir landsfé, þá er eins og fjandinn fari í alla, sem þar koma nálægt, að bruðla og eyða sem mestu að yfir verður komist og stendur stjórnin þar varnar- lítil, þó vel vildi. Ef þú, Vísir minn, gætir gefið einhver ráð við þessum ófagnaði, NB ráð sem dygðu, þá ættir þú skilið að vera settur á rífleg laun úr landssjóði alla þína æíi, þótt þú lifðir um alla eilífð, sem eg vona að þú gerir. Ef tekjuhallinn er svo gífur- legur, sem þú segir, getur varla hjá því farið að mjög ósparlega hafi verið farið með peningana, og nægir því til sönnunar að vísa til þess, að tekjuhalli af V ÍSIR. A fgrsiðsla bloðsÍBs i 'Aðaiitræti 14, opin (r4 b!. 8—8 4 hverjma dogju Skrifsioía & sama stað. Sími 400. P. O. Box 867. Rítstjórinn til viðia e h& k). 2—3. Prentsmiðjan k Langaveg 4, sini: 133. Anglýsittgnm vaitt móttaka i Landi- stjömnnai sftir kl. 8 4 hvöldin. Anglýsingaverð: 40 anr. hver <m d&lbg i itærri angL 4 anra orðið i smfi,t nglýaingoM með öbreyttn letri. námurekstri JÞorsteins kaupm. Jónssonar mun ekki vera meiri en það, að góð von sé um að hann verði uppborinn á næsta sumri. Eg vona, að þú, Vísir minn, ljáir þessum línum rúm, þó að þær séu ritaðar til að andæfa þínum orðum. Mátt þú reiði- laust af mér gera þær athuga- semdir við þær, sem þór kann að sýnast þörf. Eg býst ekki við að eg muni finna ástæðu til að segja meira um þetta mál. B. Gr. Aths. Vísi er ánægja aö því aö birta framanritaöa grein, þó aö hún í fljótu bragöi viröist eiga aö hnekkja því sem sagt hefír ver- iö um þetta mál hér i blað- inu. En þessi „gífurlegi“ tekjuhalli, sem Vísir gat um, og böf. segir aö beri vott um að „mjög ósparlega hafi verið fariö með“ fé landsins, en „komiö fáum að notum“, hann mun reynast ekki mjög fjarri því rétta, þegar reikningarnir veröa lagðir fram. Fyrir þvi hefir Vísir ábyggilegar heimildir, þó aö háttv* greinarhöfundur vilji sýnilega ve- fengja þaö, og má gera ráð fyrir því, að framanrituð grein heföí oröið nokkuð á annan veg, ef höf. b.eföi trúaö þótt hann ekki sæi, ekki sist af því aö hann er kunn- ugur námurekstri Þorst. kaupm. Jónssonar. Það er rétt, aö Vísir hefir veriS þess mjög hvetjandi, að ísl. kola- námur yröu rannsakaðar í tima. En hann lagði fátt til málanna í fyrra. En vissulega heföi mátt viöhafa meiri fyrirhyggju þá en gert var, þó að tími væri naumur, og ekki var endilega nauðsynlegt aö byrja aö rannsaka allar aðrar kolanámur á landinu og enda á Tjörnesi. Og verkstjóra, vanan kolanámi, var lafhægt aö fá.án þess að það þyrfti að tefja framkvæmdir. Mundi vafalaust mikið fé hafa sparast viö þaö. . 'f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.