Vísir - 17.03.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 17.03.1918, Blaðsíða 3
V íSIBT" Lágmarks-lann og ímyndaðar skaðsemdir sem afleiðingar þefrra. „Jöfnuður“ heitir grein, sem •einhver G. ritar í Vísi 10. þ. m. Mér þykir gæta nokkurrar óná- kvæmni í hugsun og frásögn þessarar greinar. En vegna þess hvað efnið er merkilegt, sem hán ræðir um, vil eg biðja Vísi um rúm fyrir nokkrar athuga- eemdir, ef verða mætti til stuðn- ings G. þessum eða öðrum, sem síðar kynnu að rita um sama ■efni. G. segir það vera tilgang sinn með greininni, „að benda á skað- legar verkanir jafnaðarstefnunn- ar hér á landi, sem þegar eru komnar í ljós“. Þó kennir hann ekki stefnunni þessar „skaðlegu verkanir", heldur þvi, hvernig hagað er framkvæmd hennar hér. Hann segir að jafnaðarstefnan hafi (hér á landi) „aðallega eða því nær eingöngu komið fram í samtökum verkamanna til að fá kaup sitt Jh.ækkað“ og bætir því við, að „slík saratök séu réttmæt og sjálfsögð.“ En jafnskjótt semhannsleppir þessum orðum, kemst hann að þeirri niðurstöðu, að afleiðing þessara samtaka „eins og þau eru hér“, hljóti vafalaust að verða sú, að ver verði unnið, og horfi til stór- ijóns fyrir þjóðfélagið, ef ekki verði að gert. En hvernig sam- tökin eru hér, fáum við að sjá rétt á eftir í þessari setningu: „Sam- tök verkamanna hér miða að því einu, að tryggja lágmarks- laun, sem allir eiga heimtingu á að fá, sem til algengrar vinnu ganga, hvort sem þeir eru góðir eða lólegir verkmenn“. Þetta álítur G. að verði til þess, að sú hugsun komist inn hjá verka- lýðnum: „að um það eitt beri að hugsa, að leggja sem minst á sig“. Síðan vill haDn láta verkamannafélögin og vranuveit- endur taka höndum saman um að reyna að ráða bót á þessari „stórhættu“. Takist það ekki, spáir hann að fyr eða síðar bíði atvinnureksturinn stórtjón við þetta, „eins og t. d. er þilskipa- útgerðin lagðist niður hér“. Að lokum bendir hann á það úr- ræði, að verkamannafólögin miði kaupgjaldsákvæði sín við dugn- að einstaklinganna. Hefi eg nú rakið efni greinar- innar og skal svo athuga það nokkuð nánar. Það er rangt að segja, að verk- mannasamtökin hér miði að því einu, að tryggja lágmarkslaun, þau hafa látið landsmál og héraðsmál til sín taka. Þau eiga fulltrúa á Alþingi ogmeira en þriðjung allra fulltrúa í bæjar- stjórn Reykjavíkur. En leiðin til að hækka kaupgjald, liggur ekki um gáttir þeirra stofnana. Yerkmannasamtökin hafa haldið úti blöðum, sem ræða almenn mál og flytja ýmsau fróðleik, en tiltölulega lítið af efni þeirra hefir lotið að kaupgjaldshækkun. Verkmannafélögin halda fjölda funda, en fæstir þeirra fjalla um kaupgjaldsákvæði. Iðulega eru þar haldnir fræðandi fyrir- lestrar, um önnur efni en verkmannasamtök eða kaupgjald. Samtökin hafa komið upp styrkt- ar- og sjúkrasjóðum, sem þegar hafa gert mikið gagn. Afþessu er ljóst að samtökin skifta sér af fleiru en kaupgjaldsákvæðum. En þó litið sé aðeins á afskifti þeirra af kaupgjaldi, þá er frá- sögn G. samt röng. Það eru að- eins nokkur af verkmannafólög- unum sem tryggja meðlimum sínum að eins lámarks- 1 a u n. Hin eru vissulega eins mörg, ef ekki fleiri, sem hafa einnig gert gildandi reglur um kaupgjald „eftir dugnaði,,, þ a r sem því verður komið viðogþarsem atvinnu- rekendur erufáanlegir til að hlýða slíkum r e g 1 u m. Á eg þar við svo- kallaða samningsvinnu eða á- kvæðisvínnu, þar sem kaupið er beinlínis miðað við það, hve miklu er afkastað. En það hefir sýnt sig, að þeirri aðferð er ekki unt að komaa við al- ment, og það hefir sýnt sig, að atvinnurekendur eru ófúsari til að fara eftir þeim reglum, en verka- menn. Enn má geta þess, að í sumum félögunum, t. d. „Dags- brún“ á þetta “lágmarksákvæði" aðeins við fullvinnandi menn. Um hina meðlimina, sem sannað er að ekki eru fullvinnandi, gilda önnur ákvæði, og hefir þeim oft verið beitt (lægra kaup). (Frh.) ^ o- u. -i. xL. sLt vL. il- ...lU .*U » i I 11 Bæjarfréttir. i* Afmæli í dag. Marta Arnórsdóttir, ungfrú. Guörún Jónsdóttir, ungfrú. Anna Kr. Sigmundsdóttir, ekkja. GuSríður ÞórSardóttir, húsfrú. Arndís Björnsdóttir, verslm. Guðm. Hannesson, málafl.m., Einar Magnússon, stud. art. „Botnia“ '1 fór frá Færeyjum x gær á hingaö leið og er því væntanleg hingaö annað kvöld. Hún hefir um 300 srnál. af ýmsum vörurn meðferðis. Farþtgar eru sennilega fáir eða engir með skipinu. Þeir munu held- ur hafa kosið að fara með „Ster- ling“, sem átti að fara hingað beina. leið. Hjúskapur. Uungfrú Hólmfríður Óladóttir og H. E. Smith bankamaður voru gefin saman í hjónaband í dóm- kirkjunni í gær. Fiskiskipiu. Þrjú þilskip eru nýkomin inn af fiskiveiðum með dágóðan afla. Skip Duusverslunar, Valtýr, kom inn í gær með hálft níunda. þúsund og Hafnarfjarðarskipin tvö hafa fengið sjö og níu þús- und. Má þetta heita góður afli, þegar þess er gætt hve gæftir hafa verið fllar, en fiskur er nóg- ur á miðunum. Trúlofun. Ungfrú Guðríður Jónsdóttir (steinsmiðs heitins í Sauðagerði Þórarinssonar) og Kristjáu prent- ari Ágústsson (Jósefssonar, bæj- arfulltrúa) hafa birt trúlofun sina, Leikhúsið. Frænka Charleys var leikin t gærkveldi og fyrrakvöld fyrirtroð- fullu húsi og gerðu áhorfendur á- gætan róm að letknum. Samskot. 3 krónur fsærði J. J. Vísi i gær, handa manninum sem mistt fætuma. 368 verið birtur mér enn og sömuleiðis veit eg, ;að þeim dómi verðpr ekki áfrýjað, enda verð- ur máliö ekki tekið upp aftur, nema þvi að eins, að annar finnist sekur. En sá sem í raun og veru er sekur, mun ekki gefa sig fram, og hins vegar ætlaði eg mér ekki að gera þetta að umtalsefni mínu.“ „Ef nokkur minsta von væri---------“ sagði frúin. „Það er engin von — ekki nokkur vonar- neisti. Klukkan er nú orðin þrjú og klukk- an sjö fer að skyggja. Uni þaö leyti mun varðflokkur koma og færa mig til ríkisfang- elsisins og klukkan átta verö eg fenginn bööl- inurn í hendur.“ „Já, nú skil eg yöur. Þennan tíma veröum við að nota til þess að leita aðstoðar vina okkar------- Lagai-dere hristi höfuðiö og brosti mæðu- lega. „Nei, þér skiljið mig ekki,“ sagöi hann, „0g ■eg verö aö skýra þetta betur fryir yður, ])V; að þér getiö ekki giskað á hver hugsun mín er. Á leiöinni héðan til fangelsisins förum viö lxjá kii-kjugarðinum Saint-Magloire.“ „Kirkjugarðinum Saint-Magloire!“ tók frú- in upp aftur og titraði við. „Hvað annað! sagöi Hinrik. ,,Hinn sanni morðingi ætlar sér að leggja hæfilega fórn -á leiði Jxess, sem myrtur var.“ 369 „Og sú fórn eigið þér að verða, Hinrik! Þér, sem hafið verið vörður okkar og vernd- ari!“ „Sei-sei! Talið þér ekki svoxia hátt, kæra frú! Framan við leiði Nevers hefir verið lát- inn höggstokkur og öxi og þar á að höggva af mér hægri höndina Furstafrúin greip höndum fyrir andlit sér, en Áróra grét og baðst fyrir í hinum enda salsins. „Þá, þetta er himinhrópandi ranglæti, kæia frú, og eg vona að yður skiljst ]xað, að einna sárast fellur mér þó að þurfa að deyja með flekkað mannorð mitt.“ „En hvað á þessi grimd að þýða?“ spurði frúin. „Dómstjórinn hefir sagt, að ekki mætti líð- ast, og Yær> >lt til afspurnar, að fursti eða hertogi væri mýrtur, eins og hver annar ó- valinn maður og yrði mitt víti að verða öðruin til varnaðar.“ „En nú eruð þér saklaus og ríkisstjórinn mun aldrei — — „Rikisstjórinn hefði getað þetta eins og honum sýndist, áður en dómurinn féll, en nú getur hann engu umþokað, nema því aö eins að sá seki gefi sig fram. En það er nú ekki til neins að vera að hugsa um það. En nú kem eg að þessari seinustti bæn, sem eg ætlaði að biöja yður. Yður er hægt að bjarga mann- . 370 orði minu við, þegar eg er dauður, svo að al- menningur fái að vita það, að eg hefi orðíð að líða dauðann, þótt alsaklaus væri. Viljið þér verða við þessari bón minni?“ „Hvemig i dauðanum dettur yður í liug, að vera að spyrja slíks ? Eins og það sé ekki sjálfsagt, að eg vilji gera það, en þér verðið að segja mér hvernig eg á að fara að því.“ Lagardere lækkaði röddina og svaraöi í hálfum hljóðum: „Kirkjudyrnar eru rétt hjá leiði Nevers eða leiðið hjá þeim, réttara sagt. Ef ungfrú Nevers stæði nú í kirkjudyrunum búin brúð- arskarti, og þér og presturinn sitt við hvora hlið hennar — og ef eg gæti svo íúútað varð- mönnunum til þess að bíða nokkrar mínútuf __ íí „Já, það er sjálfsagt að gera ]xetta að vilja yðar,“ sagði furstafrúin. Augu Lagardere ljómuðu af fögnuði og- kysti haun á hönd frúarinnar og mælti enn- fremur: „Já, ef þessu væri komið svona fyrir — hver mundi þa dirfast að segja, að ekkja Nevers sem liefir harmað hann í full tuttugu ár, mundi gifta morðmgjanum dóttur sina?“ „Þetta er snjallræði, Hinrik, og þurfið þér nú ekki aö eyða fleiri orðum að þessu eða útlista það nánar, þvi að eg skil yður vel

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.