Vísir - 15.04.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 15.04.1918, Blaðsíða 3
V i S i R Q. auðvitað að nefna. Hafi það verið fyrir 1906, eða áður en lág markslaun áttu sér stað, þá „kemur það þessu máli ekki lifandi vitund við“. Hvort þilskipaútgerð er mikil eða lítil, verður að dæma eftir fjölda þeirra manna, sem atvinnu hafa á . skipunum. Eg þekki engan mælikvarða réttari. Til þess að taka af öll tvímæli set eg hér skrá yfir tölu þilskipa, aem gengu á þorskveiðar frá Reykjavík 1906—1916 og tölu akipverja á þeim. skip skipv. 1906 41 740 1907 35 605 1908 32 606 1909 33 639 1910 32 701 1911 30 686 1912 25 534 1913 21 526 1914 14 353 1915 14 362 1916 17 370 Af þessu sést að útgerðin hefir verið minst 1914, en þó ekki nema liðlega helmingi minui en 1906 þegar hún var allra mest. Og þessa lágu tölu fæ eg aðeins með því, að telja ekki vélskipin sem hafa sama hint- verk og seglskip. í>etta „eitt skeiðu sem Gr. talar um ætti þá að vera 1917. En það mun sann- ast á sínum títna að svo erekki heldur. Eg tek það fram enn, að verka- mannafélögin undanskilja ónytj- unga frá lágmarkslaunaákvæðinu. T. d. mundi verkamaður í „Dags- ■brún“, sem væri álíka verki farinn og G. er í þessum rit- smíðum sinum vafalaust fá full- komna undanþágu. Georg, Fiskverknn i Ameríku. í skýrslu um ferð sína til Ameríku segir Matthías Olafsson erindreki Fiskifélagsins, að mjög lítið sé selt í Bandaríkjunum af fiski, verkuðum á sama hátt og hér gerist. Sá fiskur sé þar til, en só allur sendur til Cuba og allur mjög illa verkaður, svo að hann myndi ekki komast í 3. fiokk hér. Aðalfiskverkunar- aðferðinni í Bandaríkjunum lýsir hann þannig: Sé fiskurinn veiddur á báta, sem koma að landi daglega, er hann keyptur með höfði og hala og flattur á sama hátt og vér gerum og sömuleiðis saltaður á sama hátt. Eigi blóðga fiski- menn fiskinn þegar hann kemur úr sjónum, og er það eigi af því að slíkt þyki betra, heldur er þetta gömui venja, sem ekki hef- ir tekist að afnema. Þó viður- kendu menn að slíkt spilti útliti fisksins. Þegar fiskurinn hefir legið í salti um eða yfir 14 daga, er hann pækilsaltaður, og þegar hann hefir legið nokkra daga í saltpækli er hann tekinn upp og einhvermálamyndar þvottur hafð- ur á honum. Hefði mér ekki verið sagt að hann væri þveginn, þá hefði eg af útliti hans álitið að hann hefði alls ekki verið þveg- inn. Síðan er fiskurinn þurkað- ur í einn dag, eða sem því svar- ar. Þá er hann fleginn og dálk- urinn rifinn úr og uggar allir teknir burtu. Þetta gera karl- menn, en svo taka stúlkurnar við og reita smábeinin úr með dálítið einkennilegum töngum. Yoru stúlkurnar ærið handhrað- ar að þessu verki. Nú byrjar innpökkunin á fiskinum og or hún afar margbreytileg, eftir því hvaða tegund (Brana) að fiskur- inn á að verða. Sú allra ein- faldasta er það, að þegar búið er að llá fiskinn og taka burtu dálk | 0g ugga, þá er skorin burtu þrí- hyrna úr kviðnum þar sem hann kemur saman við hnakkann. Er það stykki, eins og menn vita, mjög smábeinótt. Að þvi búnu er fiskinum „rúllað“ saman og hann fergður í kössum, sem inni- halda frá 20—50 lbs. Kasinn er fóðraður að innan með smjör- pappír, og er svo ávalt, hverjar sem umbúðimar eru, að smjör- pappír er ávalt næst fiskinum. Kttssar þessir eru að eins brenni- merktir með firmanafni og teg- undarheiti (Brand). Líta þeir eigi ósvipað út og smjörlíkis- kassar. Bitar þeir, sem skornir eru úr þunnildunum, svo sem að fram- an segir, eru ásamt smábitum af fiski, sem ávalt verða talsverðir við fláttinn og þegar dálkurinn er rifinn burtu, látnir í mölunar- vélina og koma úr henni sem fiskmjöl. Eru þá beinin orðin möluð með fiskinum og sór þeirra engan stað. Þetta mjöl er látið í litla pakka úr stinnum pappa og er ákveðin vikt í hverjum pakka, c. 225 gr. Síðan eru limdar „etikettur“ á þessa pakka og þá eru þeir tilbúnir til sölu. Þetta fiskmjöl er haft í fiskisnúða og ýmsan þann mat, sem vér höfum „fiskifars" 1. Mun inni- hald hvers pakka nægja til fisk- réttai handa 4—5 mönnum og er fljótt til þess að taka, og þyk- ir slíkt mikill kostur. Þess skal getið í eitt skifti fyrir öll, að yfir flestar fiskiteg- undirnar (Brands) er sáð hvítu dufti, sem er mestmegnis borð- salt, er það meðal annars gert til þess að fiskurinn verði hvít- ari að útliti, en einnig til þess að verja hann skemdum. Kváðu þeir þetta lítinn kostnaðarauka. Hinn fiskurinn, sem öll smábein- in eru reitt úr er pakkaður í smákassa á stærð við griffla- stokka með renniloki eins og þeir. Á þessa stokka eru límdir miðar með firmanafni og teg- undarheiti. Þá er enn sú að- ferð að pakka fiskinn í pakka (böggla) með misjafnri vigt, naumast ytír 2 lbs, einna tíðast 1 lb. Er þá bundið með bóm- ullargarni um báða enda pakk- ans, þá kemux smjörpappírinn og svo yst skrautlegir miðar með firmanafni og tegundarheitL Lita þessir pakkar mjög likt út og sjókólaðipakkar, sem eru í fall- egum umbúðum, enda er þetta dýrasi og vandaðasti fiskurinn. Þessir pakkar og sömuleiðis smá- kassarnir eru svo látnir í stóra kassa, og þá er fiskurinn tilbú- inn til að sendast með lestunum 3° ni'öur til aö taka upp langan pappírshnif úr fílaheini, sem lá þar rétt hjá. En lögreglustjórinn varnaöi mér þess og mælti: „Eg biö yöur aö snerta hér ekki á nokkr- um hlut, herra læknir. Þaö geta veriö á þeint fingraför, sem lögregluþjónarnir vilja rann- saka.“ „Nú-já! Eg athugaöi þaS nú ekki,“ sagöi eg. „En það er enginn efi á því, að hér er um morð að ræða.“ „Undarlegast af öllu er þó það, a'ð enginn ber nokkur kensl á manninn,“ sagði lögreglu- ■stjórinn. Vék hann sér því næst að görnlu ikonunni og sagði við hana: „Eða er það ekki áreiðanlegt? Hafið þér nokkurn tíma séð hann áður ?“ „Nei, aldrei nokkurn tíma það eg veit,“ svaraði hún. „Frú Kynston, húsmóðir m;n) er nú stödd á Indlandi og húsið hefir verig lok- að nú í fulla þrjá mánuði eða lengur. Hún fór burtu fyrstu vikuna í september." „Og bað yður fyrir húsið — eða hvað?“ spurði lögreglustjórinn. „Hún bað mig ekki að vera i því. Það var lagt svo fyrir mig, að eg skyldi koma hingað einu sinni á viku og þrífa til í húsinu og viðra það, en nú hefir veðrið verið svo slæmt sein- ustu þrjár vikurnar, að eg hefi ekki kært mi°- William le Queux: Leynifélagið. 3IA um að koma! Eg á nefnilega heirna í Notting, skal eg segja yður.“ „Og hvaS gerðist þá núna í kvöld?“ spurði eg áfergjulega. ,,Já, það var nú svona, herra góður,“ svaraði gamla konan nötrandi af hræðslu og geðs- hræringu, „að eg var eldakona hérna áður en frú Kynston fór og hélt til hérna í húsinu. Eg varð ósátt við manninn minn og réði mig þess vegna aftur í vinnumensku, en rétt áður en frúin fór, lagaðist þetta á milli okkar hjón- anna, svo að við erum nú flutt saman aftur. En seinni partinn í dag ætlaði eg að sníða mér dagtreyju og mundi þá eftir, að eg átti efni í hana geymt i kistunni minni hérna, og skrapp því hingað til að sækja það, en þér getið nærri hvað mér brá við, þegar eg sá. að kveikt var á rafljósunum bæði í forstof- unni og borðstofunni. Mér datt auðvitað í hug, að frú Kynston væri komin heim aftur, en þótti þó kynlegt, að hún skyldi ekki hafa gert mér aðvart, til þess að eg gæti í-æst húsið áður. Opnaði eg svo útidyrnar með lyklinum, sem eg geymi og gekk inn í borð- stofuna og sá þá undir eins, að þetta var eitt- hvað bogið. Hljóp eg svo ofan á Hástræti, náði þar í lögregluþjón og sagði honum frá öllu saman. Eg hélt, að hér væri um inn- brotsþjófa ag ræða og kallaði hástöfum: Þjófar, þjófar! en þá þusti undir eins að 32 múgur og margmenni og fóru nokkrir þeirra inn í húsið með mér, til að leita og fundum við þá þennan vesalings unga mann. Meira veit eg svo ekki.“ „Urðuð þið ekki vör við neinn annan?“ spurði lögreglustjórinn. „Nei, ekki nokkurn lifandi mann, og þennan unga mann hefi eg aldrei nokkurn tíma séS áður.“ „Þetta er mjög undarlegt,“' sagði eg, og datt í hug, hvort að hér væri ekki ráðningin á gátu þeirri, sem eg hafði fengið til við- fangs áður um kvöldið. Virtist það óneitan- lega benda til þess, að Xenía hafði beðið mig svo innilega að láta ekkert af því berast út, sem eg hafði orðið var við. „Við höfum þegar skoðað útidyrnar,“ sagðí lögreglustjórinn, „og þær hafa ekki verið brotnar upp. Hverjir svo sem þessir óboðnu gestir kunna að hafa verið, þá hafa þeir sjálfir haft lykil að húsinu.“ „En vegna hvers? Hvaða erindi hafa þeir getað átt hingað?“ spurði eg. „Ja, það getum við nú ekki sagt yður a5 svo komnu, herra læknir,“ svaraði hann og horfði á líkið. Eg laut niður að því aftur og skoðaði þajð nánar. Þetta var auðsjáanlega lieldri maður, og eftir höndunum að dæma, hvítum og smágerð- i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.