Vísir - 23.05.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 23.05.1918, Blaðsíða 3
])að, áður en á fundinn kom, hvort nauðsynlegt hafi verið að hækka verðið, og er því sannarlega ekki of djúpt tekið í árinni að segja að stjórnin (þ. e. ráðherrarnir) iiafi sagt ósatt. Það er sem sé gerður töluverður greinarmunur á því, hvort sagt er ósatt óaf- vitandi eða vísvitandi. Frónið segir t. d. vísvitandi ósatt, þegar það staðhæfir að ráðherramir hafi ekki minst á sykurhækkunina. Kynlegt er það, að Frónið ásakar Yísi þó eiginlega ekki fyrir annað en það, að hann hafi staðhæft að stjórnin hafi sagt ósattum verðhækkunina „út um iand“. En sannleikurinn er sá, að á fundinum voru engar brigð- ur bornar á skýrslu þá sem gef- in var um það af stjórnarinnar hálfu. Jakob Möller lagði það því ekki á minnið, hvort ráð- herrarnir sögðu nokkuð um það sjálfir, en þeir hlustuðu á skýrslu Hóðins Yaldemarssonar ogheyrðu hann staðhæfa að sykurverðið út um land hefði verið hækkað. — Þeim (ráðherrunum) hlaut að vera kunnugt um hvort svo var eða ekki, og verður því að líta svo á, að þeir hafi staðfest þá skýrslu með þögninni. Og síðan hafa þeir staðfest hana í verk- inu. En Vísir hefir ekki að eins ásakað stjórnina fyrir að hafa sagt ósatt um verðhækkunina út um land, heldur einnig (oftsinn- is) um að hafa sagt ósatt um það, hver nauðsyn hafi verið á því að hækka verðið og einnig um það hvers vegna verðið hafi verið lækkað aftur. Baldurskagi, hið alþekta greiðasöluhús við Rauðavatn, er til leigu frá þess- um tíma. Um sölu gæti einnig verið að ræða, ef óskað er. Nánari upplýsingar fást á skrifstoíu Garðars Glíslasonar næstu daga kl. 10—12 og 2—4. Sími 281. 3 góða fiskimenn vantar á kútter „Fugloy“ nú þegari Helgi Zoega. 24 síldarreknet til sölu í verslun 6. Zoéga. Umbúðapappír Dálítið af hreinum og góðum blöðum selst sem umbúðapappír. Clementz c&j Co. Simi 27. X2Ö 127 Hvers vegna finst Fróninu miklu minna til um þær ásak- anir? Er það af því, að það viti að þeim stoðar ekkert að neita? Austan úr sveitum — Eftir miðjan vetur fór tíð- in batnandi: úr því urðu gadda- köstin ekki eins svæsin og áður og ekki nema 2—3 daga í senn og hrakviðri og ofsarok ekki svo teljandi væri. Ekki hefir í mörg ár vorað jafn vel ognú, engin vorköst komið. Og svff kom sumar með sumri, sem okk- ur þykir svo mikill hátíðabragur að. Oftast er blíðviðri á hverjum degi og döggfall um nætxu’. Samt er lítið farið að grænka ennþá hér um slóðir. En austur undir Eyjafjöllum og í Mýrdal var farið að beita út kúm skömmu * eftir sumarmál. Svona eru þessar aveitir alt af fljótar til á vorin, þó gróðurinn sé hægfara hér ytra. Þar skýlir Eyjafjallajökull svo vel ungum vorgróðri. Yertíð hér austanfjalls með rýrara móti. Hæðstir hlutir voru i Herdísarvik, um hálft fimmta hundrað. Þar gengu 5 skip £ vetur, 7 í Selvogi, eu 24 í Þor- lákshöfn. Þar voru hæðstir hlut- ir, eitthvað á fjórða hundrað, en lægst rúmlega hundrað, Ó. I. '128 ) „Jú, en mér skildist nú svo, aö hann vildi finna niig klukkan hálf-ellefu, og mig aö eins, viðvíkjandi því, Sem okkur færi á milli,“ sagöi eg. „Já, hann kernur nú víst undir eins,“ svai-- aöi hann stuttlega. Ekki sagöi neinn þessara þriggja manna nokkurt orö. Báöir yngri mennirnir stóöu hjá mér fyrir framan eldstóna, en gamli maöur- inn sat á stól við boröiö og haföi ekki fariö úr yfirhöfn sinni. Eg skal játa það, að mér þótti þessir þrír höfðingjar talsvert grun- samlegir, þó aö ekki væri annaö á þeirn aö sjá, en að þeir væru allra heiðarlegustu menn, og anriars var þetta alt nokkuö einkennilegt. Mér þótti vænt um í sjálfu sér, að eg hafði kynst þessum manni, þessum bróöur Janeskó kapteins, eöa vissi aö minsta kosti lxvar hann átti heima, því aö þaö leyndi sér ekki, aö eitthvaö vissi hann urn þetta óskiljanleg'a morö í húsinn hinu megin viö götuna. En þá var nú eitt, senx eg haföi líka rekiö augun '• — Þessi þýski þjónn, sem'til dyra haföi komiö, var svo nauöalíkur myrta manninum, aö þeir heföu ekki getaö veriö líkari þótt þeir heföu veriö tvíburar. Þaö voru sömu augun, sama háriö, sömu andlitsdrættirnir og líkingin hin sarna, hvar sem á var Jitiö. Þaö var að mér komiö aö fara aö spyrjá þennan bróöur Janeskó kapteins um þessa William lc Queux: Leynifélagið. atburöi og tildrögin til þeirra, en eg sá, aö þaö var best aö látast ekkert um þetta vita og til þess hafði Xenía líka ráöiö mér. Viö vorum ekki farnir aö kveikja í vindl- unutn. Janeskó gekk aö borðinu til að ná sér í eldspítur, en vélc sér þá snögglega aö mér, gaut til mín jxessum smáræöis augum og sagði: „Eg held aö það sé annars ráölegast, aö við tölum hreinskilnislega hvor viö annan, herrá Sebright, og er þá best að viö hefjum talið aftur þar sem því sleit, þegar þessir vinir okkar komu. Þeim koma líka þessir Kensing- ton-atburöir við og þér segist kannast viö mig og lxafa séð mig áöur.“ Hvað var nú áð tarna? Hann var þá eftir alt saman rniklu slóttugri en eg og haföi séð, aö eg kannaöist við sig. „Ójá, satt er nú það,“ sagöi eg og var nú ekki sem borginmannlegastur. „Þaö er stutt síöan aö við mættumst urn kvöld í Argyll- götu — sama kvoldiö og vissir atburöir, senx við þurfum kannske ekki aö lýsa nánar — eöa hvaö ?“ Hann kinkaði kolli og brosti til félaga sinná. ,.Eg sé nú ekkert broslegt viö þetta," sagöi eg. „Sama kvöldið heimsótti mig óvæntnr gestui stúlka, sem var að biðja niig aö vernda sig fyrir yöur! Eöa kannsek þér ætliö að neita því, aö þér hafið veriö staddur í þessu húsi, sem morSiö var framiö í ?“ spuröi eg og hvesti augun á hann. „Eg neita engu, Sebright rninn góöur,“ svaraöi úteygöi maðurinn þurlega. „Eg heiti ekki Sebright og hefi aldrei heit- iö því nafni,“ svaraöi eg. „Eg heiti Vesej' — doktor Vesey.“ „Já, einmitt!“ sagöi gráskeggjaöi maöurinn „Þér eruö þá væntanlega Vesey lækuir?“ „Já, það er eg. Eg heiti Hubert Vesey og er læknir. Eg á heinxa í Argyllgötunni í Ken- sington, ggnt búsinu þar sem hinir undar- legu atburðir uröu fyrir skemstu," sagöi eg meö þjósti. „Auövitað, auövitaö." ságöi drykkjurútur- inn meö brennivínsnefiö, sem meö honurn var „Og þjer voruð sóttur til aö rannsaka líkið, minnir mig?“ v' - „Já, svo var víst. Og eg var leiddur sem vitni í málinu „Já, viö lásum þetta alt í blööunum," sagöi einn af þrenxenningunum. „En þiö lxafið ekki lesiö þaö i blööununi, aö tveim stundum áöur en uppvíst varö uni glæpinn, mætti eg þessurn manni, sem þarna stendur,“ sagði eg og benti á Janeskó; „hatxn kom frá morðstaðnum!“ Þeir litu hver á annan, aökomumennirnir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.