Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						þv'í að sparka í mark, hvernig
sem vindurinn blæs, og þessvegna
tókst þeim að koma knettinum
fjórum sinnum í mark í siðari
hálfleiknum, þrátt íyrir drengi-
lega vörn Stefáns, sem hendi
hann ótal sinnum á lofti.
Kappleiknum lauk því þannig,
að Yíkingur vann glæsilegan sig-
ur með 5 : 0 í báðum leikjum.
Valur hefir altaf verið duglegri
að verjast en að sækja á. Hann
þarf að æfa sig betur í þvi að
„spila á mark". Hann verður
altaf sto „nervös" þegar hann
fer að nálgast markið.
Eiginlega var óverandi úti á
íþróttavelli í gæT, ofsarok og
kuldi. Jafnvel þaulæfðir íþrótta-
menn töldu veðrið ófært. En
það má þó hafa það til marks
um það, hvað áhugi bæjarmanna
& knattspyrnuiþróttinni hefir auk-
ist stórkostlega síðustu árin, að
áhorfendur voru í þetta sinn svo
xnargir, að eg man ekki eftir
því að eg hafi verið þar i mikið
xneira fjölmenni.
Áhorfandi.
Bannið í Ameríku.
•_____________Xí§lR__________________
Hérmeö tillaLymaList heiðruðum ai-
menningi að eg heh nú flutt vinnustofu mína í JPöstlHxsstr.
11, norðurendann, og hefi þar á boðstólum ýmsar vörur, svosem:
Manicure-etui, hárbursta, hárnet, turbana, andlitspúður .margar teg.,
andlitscreme, handa-áburð, ilmvötn frá kr. 2.30—25.00, ýms nagla-
áhöld svo sem: þjalir, sköfur o. s. frv. Hið alþekta hærumeðal
Juventine de Junon, Guldhaarvand, Kamilla-extrakt, Brilliantine
og margskonar önnur hármeðul. Mikið úrval af hári við íslenskan
og útlendan búning.
Vinnustofan er opin á miðvikudögum og laugardögum frá kl.
10—9.  Aðra virka daga frá kl. 10—6..
Simi 23.       Kristólína Kragh.       Simi 23.
SALTKJ0T!
af úrvalsdilkum frá Norðurlandi
Áreiðanlega frá síðasiiiðuu hansti.
Fæst i heilum tunnum og smærri kaupum.
Miklar birgöir eru komnar aftur!
Matarverslnn Tómasar Jónssonar,
Sími 212. — Laugaveg 2.
Jarðarfór Bjarna Þórðar-
sonar frá Beykhólum fer
fram þriðjudaginn 11. þ. m.
og hefst með húskveðju kl.
12 á hádegi, frá heimíli
hins látna, Vonarstræti 12.
Þórey Pálsdóttir.
Stjórnlagabreytingin, sem sam-
bandsþiugið í Bandaríkjunum
samþykti í vetur er leið um
vínbannið, hljóðar svo:
1) Einu ári eftir ríkjasamþykt
þessara laga, skal tilbúningur,
sala og fiutningur áfengisvökva
til dry"kkjar í Bandaríkjunum,
innflutningur þeirra þangað og
Titflutningur  þeirra  þaðan, sem
I og í öllum landssvæðum í lög-
sagnarumdæmi þeirra, vera bann-
aður.
2) Allsherjarþingið og hin sér-
stöku riki skulu hafa sameigin-
legt vald til þess að framfylgja
þessum lögum með viðeigandi
lagaákvæðum,
3) Þessi lög ganga ekki í gildi
nema þau innan 7 ára frá sam-
þykt þeirra í allsherjarþinginu
(17. desember 1917) hafi öðlast
samþykki hinna ýmsu ríkja, sem
hluti af grundvallarlögunum, á
þann hátt sem þau lög gera ráð
fyrir.
Auk þeirra ríkja, sem áður er
kunnugt um, hafa eftirnefnd
ríki samþykt allsherjarbannið:
Maryland 13. febr. þ.á,; efri
noálstofan með 20 atkvæðum
gegn 7 og neðri málstofan með
58 gegn 36. Montana 19. f'ebr.,
«fri málstofan með 37 atkv.
gegn 2 og neðri málstofan með
«6 gegn 7. Texas 18. mars;
ofri málstofan með 16 atkv.
gegn 8 og neðri málstofan með
€8 atkv.gegn29. Suður-Dakota
'20. mars o g Massachusetts 2.
april. Atkvæðatalan í tveim
Æiðustu ríkjunum er ekki kunn.
Maryland,  Texas  ög Massachu-
setts eru vinsöluríki.
Ekkert ríki hefur enn þá felt
stjórnlagabreytinguna, og telja
bannmenn sér sigurinn vísan í
Bandarikjunum, því B vínríki af
11 hafa þegar lýst samþykki
sínu.
í Kananda hefir verið komið
á algerðu vínbanni til bráða-
birgða.
Sir Robert Borden, forsætis-
ráðherrann þar, lýsti þvi yfir,
23. desember 1917, að stjórnin
hefði úrskurðað: að allirvökvar,
sem i væri meira en 2l/a°/0 á-
fengi, skyldi teljast áfengur
drykkur, að innflutningsbann
skuli vera á áfengum drykkjum
frá og með 24. des. 1917, að
allur umflutningur innanlands
sé bannaður eftir 1. apríl 1918,
að áfengistilbúningur verði síðar
bannaður með sérstökum úr-
skurði, að urskurður þessi skuli
vera í gildi meðan á ófriðnum
stendur og eitt ár eftir að frið-
ur er saminn.
Afmæli.
Þann 30. apríl þ á, varð herra
verslunarstjóri Axel Olausen á
Sandi 30 ára. í tilefni af af-
mælisdeginum bárust honum
margar heillaóskir í skeytum, og
þar á meðal eftirfarandi skeyti:
"Hugheilar hamingjuóskir í til-
efn i af deginum. Þökk fyrir
góða samvinnu", ósamt tóbaks-
dósum haglega útskornum. Skeyt-
ið og dósirnar voru honum af-
hentar af hr, skipstjóra Guð-
mundi Guðbjörnssyni og stöðvar-
stjóra  Benedikt  Bachmann,  er
Maðkur
er til söln í Slökkvistöðinni.
Sími 423.
færðu honum dósirnar að gjöf
fyrir hönd viðskiftamanna versl-
unar þeirrar, er hr. Clausen veit-
ir forstöðu. Dósirnar eru skorn-
ar af hr. Jóhannesi Helgasyni í
Gíslabæ við Hellna. Eru þær
sannarlegt œeistarasmíði, eins og
alt er hann sker, enda er hann
álitinn með skurðhagari mönnum
þessa lands. Efni dósanna er:
. bárhvalstönn í loki, vinstri gafl
ór rostungstönn, hægri gafl úr
háhyrnutönn og hólkurinn úr
hjartarhorni.
Enda þótt Clausen sé ekki
gamall maður, né búinn að vera
hér lengi, hefir hann hlotið hér
almenningshylli, ekki hvað síst
þeirra er bágt eiga, enda er hann
maður örlátur og ráðfús.
Þau ár, er hann hefir verið hér
sem verslunarstjóri, hefir verslun
hér breitst töluvert til batnaðar,
og þökkum við það aðallega
verslun Sæm. Halldórssonar, er
hann veitir forstöðu. Fyrir tveim-
ur árum siðan var hr. Ciausen
kosinn hér sýslunefndarmaður,
og hafa fáir jafnungir menn hlot-
ið þá kosningu hér á landi.
Annars ætla eg mér ekki að
fara að hrúga hér saman neinni
lofgrein um hr. Clauesen, enda
kærir hann sig lítið um það;
hann er maður sem lítið berstá.
En margra er getið sem síður
skyldi.
Sandi 4 júní 1918,
Atvinnu
vantar
nngan verslnnarmann,
sem er  vanur öllum verslunar-
og skrifstofustörfum.
Ritstj. gefur upplýsingar.
ABflyiU í físl
Réltarfar
þeirra „ranðn".
Frá mörgum hryðjuverkum
þeirra „rauðu" í Pinnlandi hefir
verið sagt í útlendum blöðum.
En eftirfarandi dæmi á að sýna,
að þeir vilji þó lika sýna rétt-
læti á sína vísu.
Greifi einn frá Sviss, semjvar
á leið frá Petrograd heimleiðis,
lenti í klóm þeirra. Þeirkröfðu
hann sagna um það, hvað mikið
fé hann hefði á sér og kvaðst
hann hafa meðferðis 2000 rublur.
Þetta reyndist rétt og sem laun
fyrir sannsöglina var honum
gefið líf. Peníngarnir voru vit-
anlega frá honum teknir og þeim
skift bróðurlega milli hermann-
anna, en hann fekk þó sinn hlut
og varð hann 20 rúblur.
Skömmu síðar handsömuðu
hermennirnir gamlan Eússa,
kaupmann af gyðingaætt. Hann
var líka spurður um hve mikið "
fé hann hafði í förum sinum og
kvaðst hann aðeins eiga 35 ko-
beka. En þegar leitað var á
honum, kom það í ljós, að hann
hafði meðferðis auð mikinn í
verðbrófum og peningum, og
segir sagan að það hafi numið
300 þáe. rúbla. Maðurinn var
vægðarlaust skotinn þegar í stað
og án frekari rannsóknar. —
Eignwm hans var því næst skift
milli' allra þeirra sem viðstaddir
voru og meðal 'þeirra var greif-
inn frá Sviss. flann fékk í sinn
hlut 3000 rúblur og græddi þann-
ig 1020 rúblur á viðskiftunura
við þá rauðu og var síðan látinn
fara ferða sinna óáreittur.
Sagan á auðvitað að vera sönn.
/r
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4