Vísir - 16.06.1918, Blaðsíða 1

Vísir - 16.06.1918, Blaðsíða 1
8. árg. VISIS Simnudaginn 16. júní 1918. Tbl.: 162 A. Bréfaskifti milli Olafs Broch próf. í Kristjaníu Og Hermann’s Gnnkel próf. í Giesscn. [Niðuvl.] Og nú fáein orð um hina aSalspurninguna: hvað er leyfilegt í stríði — eða ef til vill held- ur: hvað er ogVerður, hvernig sem á stendur, óleyfilegt fyrir almanna réttar- og siðgæðis- tilfinningu? f liósi þeirra glæpa, sem drýgðir eru gegn hlutleysingjum, er auðvelt að finna svar iþýska „kerfisins": alt er leyfilegt, sem hentar oss, sein hagkvæmt er til að berjast fyrir „das Vaterland";' þáð er í stuttu máli — ait. En reynið nú einu sinni að setja yður í okkar spor. Og látum oss aftur taka upp það efnið, sem áþreifanlegt er hérna lijá okkur, hinn ægi- lega neðansjávarhernað. Þér, eins og líkl.ega flestir Þjóðverjar, reynið að réttlæta hann með sveltukví andstæðing- anna. Eg þarf ekki að skifta mér af þessu. Nokkur stutt orð um það frá einum heista lögfræðingi vorum, Bredal málafærslumanni og fyrrum rikisráði, finnið þér í einu fylgi- skjalinu (af tilefni liins sorglega rnáls frá 17. októbcr). Eg læt alt þetta liggja milli hluta, og vildi gjarnan ieita Þjóðverjum noikkurrar afsökunar 'þar sem hafnbannið er. En þar sem þýska kerfið liefir reynt að setja eins- konar lagagrundvöll undir hinn ótakmarkaða kafbátahernað sinn, þá mun yður ekld ókunn- ugt um, að þar stendur kerfið gegn sameigin- legum mótmælum allra hlutleysingja, einnig þeirra, sem eru Þýskalandi sérstaklega vin- veittir. Þessi mótmæli hafa frá öndverðu með bestu lögfræðiskröftum visað 'aftur liverskonar tilraunum til jesúíta-lögkróka. Hér >er og verð- ur ekki um annað en ofbeldi að ræða, sem látið er mæta öðru ofbeldi — og af bréfi yðar ræð eg líka, að þetta sé í raun og sannleika yð- ar skoðun, og heitsa eg því með einlægri gleði. En þar sem Þjóðverjar hafa með yfirlýs- ingu sinni lagt sérstakar isiglingaleiðir (og þær ekki fáar) undir ótakmarkaðan kafbáta- hernað og bannað þær einnig sikipum hlut- leysingja, þá er það, út af fyrir sig, slíkt of- beldisverk gegn hlutlausum siglingum, að á- 4 gangur andstæðinganna er sem ekkert i sam- anburði við það. Þér verðið að fyrirgefa, að slík istjórnarbrögö frá hendi þess rikisi er þykist berjast fyrir frjálsræði á hafinu, neyða manni ósjálfrátt brosi á varir. En brosið stendur cld;i lengi. Aðferðin, sem þýska kerfið beitir til að fylgja ofbeldi sinu fram, er hryllilegri en svo. Hvað munduð þér sjálfur scgja, herra pró- fessor, ef annar maður reyndi til að bægja yður frá skýlausum rétti yðar, er gilt hefði óvefengdur frá alda öðli? Hugrakkur maður — og það eru isjómenn vorir — lætur elcki svona umsvifalaust hrelcja sig frá rétti sinum; og >enn síður, ef þessi réttur er óhjákvæmileg lífsnauðsyn fyrir liann og ástvini hans, og meira að segja fyrir föðurland hans. Orð yðar um þetta atriði eru mér vottur þess, hve ákaflega barnalega annars vegar hrottalega hins vegar þýska þjóðin dæmir einmitt urn t. d. þjáningar liins litla Noregs vegna kafbátahernaðarins, og er augsýnilegt að -leiðtogar hennar skýra henni illa eða jafn- vel rangt frá: Það er sagt, að útgerðarmenn vorir og sjómenn hafi verið varaðir við í tæka tið; þar isem þeir en.gu að siður haldi áfram siglingum, og það til Englands og Frakklands, — ja, þá sé það af tórnri fégræðgi, og jafnvel miakleg liegning, að skipi og mönnum sé sökt; það því ifremur sem skipin reki beinlinis er- indi andstæðinga Þýskalands. í þessari trú virðist raunar meiri liluti þýsku þjóðarinnar sofa rólega, sumir jafnvel gleðjast af grimdar- verkunum. En, mikilsvirti herra prófessor, svo einfalt cr málið ekki — það liljótið þér að minsta kosti að vita; og það út af fyrir sig er stór- glæpur, að leiðtogarnir — einnig andlegu leið- togarnir — láta þjóðina ganga i slíkri trú, til þess að hylma þannig yfir ofboðsleg ógnarverk. Án aðflutninga verður Noregur að svelta í Iiel — það vitið þér þó. Aðflulningarnir verða að koma með skipum vorum, það vitið þér lika Að nokkru leyti er þá ekki annarsstaðar að fá en hjá hernaðarþjóðunum — það vitið þér. Og þér vitið lika, að til þess að fá þær vörur, sem þjóð vorri eru ómisSandi, og kolin til skips- vélanna (bunkers), sem lika eru ómissandi, þá eru sjómenn vorir af bandamönnum neydd- ir til skylduferða til landa þeirra og frá. Eigi Noregur ekki að deyja úr hungri, ]ý\ verður þvi norski flotinn að vera i förum til þeirra landa, sem eru féndur yðar. Norsku sjómenn- irnir berjast með ráðnum hug, vopnlausir og varnarlausir, drengilegri baráttu fyrir iífi lands síns og þjóðar. Er þeir, eftir þýsku yfir- lýsinguna, voru spurðir, hvernig þeir mundu haiga sér, mæltu hinir hispurslausu sjómenn, fyrir munn fulltrúa síns, hin veglegu, einföldu orð: norskir sjómenn ætla að gera skyldu sína. Og þér sjáið:engar ógnir skelfa þá, þeir kunna að deyja fyrir land sitt. En hvernig hagar nú Þýskaland hernaðin- um gegn þessum varnarlausu mönnum, sem rinna fyrir lífi hlutlausrar þjóðar sinnar. Þér íaldið, ef til vill, að þeim sé ekki sökt og þeir kvaidir, nema þegar þeir sigla með bannvöru til óvinalanda og því koma inn á bönnuðu svæðin? Væri svo, mundu menn þola með þögn og — skilja. En nei, kæri prófessor, þar liefir aldrei verið staðar numið. Skipum með nauðsynlegasta farmi þaðan til lands vors er jafn vægðarlauist sökt, án þess að liirða um mannslífið. Það hefir verið oss óskiljanlegt, hvernig þýska þjóðin hygst að hafa sjálf nokk- urn hernaðarhag af þesisu. En sleppum þvi — ef til vill liggur einhver tilgangur bak við, er vegið gæti á móti hinni inegnu óbeit er þetta vekur. á þýskum skoðunarhætti. En livernig viljið þér verja og finna vit i því, að kallbátar yðar aftur og aftur sökkva skipum vorum, þó enginn farmur isé i þeim, eða þau flytji hlutlausan farm lil lilutlauss lands eða frá því, og ekki aðeins innan, heldur og utan bannsvæðanna; enn fremur skipum fyrir Belgi- an Relief, er sigldu i trauisti til gefinna þýskra griða; að þeir jafnvel niðast á farmi, er heyrir riki voru til, i landhelgi sjálfra vor, á leiðinni til hins þjáða Norðlands (,,Torunn“). Þér haldið ef til villl, að slíkt sé „lygi“, Eg vísa til hinnar opinberu ríkisútgáfu, þar sem finna má liinar einföldu skýrslur skipshafn- anna af þeim iskipum vorum, er sökt hefir verið (til 1. júli þ. á.), gefnar fyrr rétti og lagður eiður við. Það má nefna mannúðar- dæmi, sem eru þýsku sjóhermönnunum til sóma, en því rniður einnig svo mörg dæmi kaldrar og óþarfrar grimdar, sem svíður i hjarta hvers heiðvirðs manns, og situr mn allan aldur sem smánarblettur á þýska nafn- inu. Eg er einn þeirra, sem óska, að hægt væri að leggja úrval þessara staðreynda fram fyrir þýsku þjóðina; má vera, að margir þá skömm- uðust sin, 'sem hingað til, ef dæma skal eftir þýskum blöðum, hafa ekki getað annað en fagnað yfir slíkuin smánarverkum, hafa að minsta kosti verið alt of fjarri .sannri mann- legri meðaumkun. Og að öllu þessu er enn fremur stutt af þýsk- um njósnurum, sem engin tæki eru of saurug. Vináttu, vísindalegan kunningsskap (Filch- ner), alt má nota vægðarlaust að fórn handa skurðgoði föðurlandsins; það er eins og sóma- tilfinning, trúnaður, velmenning eigi ekki að gilda lengur. Þér megið ekki ætla, að þetta sé ímyndun ein — vér höfum þess háttar mannfýlur i fangelsum vorum. Er það sorg- legur grundvöllur þeirrar skoðunar, er oft má heyra, aö Þjóðverja geti enginn treyst framar. Og væri nú þetta ekki annað en „öfgar ein- stakra manna", eins og þér virðist ætla. Kæri prófessor, vér höfmn heyrt hérna orð sliikra ólánsmanna, er sjálfir hafa harmað, að þeir skyldu ljá liönd til slíkra skarnverka i frið- sömu landi, með þeirri beru játningu, að eina afsökun þeirra væri sú, að þeir hefðu verið tilneyddir af þýskum hervöldum, — eg hermi það sem beinlinis hefir verið sagt frá i blöð- unum. Þarna er þá aftur þýska „kerfið“, sem situr að völdum. En sú þjóð, er iskilyrðislaust gefur sig slíku kerfi á vald og felst jafnvel lireinskilnislega á glæpi þess — þeirrar þjóðar siðgæði er eitrað. Hve sjaldan bólar á þvi, að menn lireinskilnislega telji þetta leitt, eins og þó kemur fram, með alls konar fyrirvörum, í bréfi yðar. Og tala þeirra sjómanna, sem hernaður Þjóð- verja gegn hinum varnarlausu Norðmönnum ýmist liefir drepið með „slysi“, eða þá líka myrt með grimd, miskunnarlaust? Hún nem- ur, að þvi er eg best veit, hér um bil sjö hundr- uðum. Þér brosið, ef til vill — livað er það svo sem í samanburði við hinar ægilegu fórnir þýsku þjóðarinnar? En athugið nú töluna í samanburði við stærð þjóðanna. Hvað mundi Þýskaland segja, ef nieira en 20.000 af sjó- mönnum þess væru drepnir í svo kölluðum friði, gegn öllum rétti, og sumir með grimrni- legum hætti? Mér þætti gaman að vita, hvort tap Þýskalands í öllum sjóhernaðinum núna er svo mikið. Og i minni tölu eru ekki þeir taldir með, sem „gjörsökt“ hefir verið með vitisvélum, tundur-duflum, fallbyssum eður á annan hált, það er að segja myrtir af laun- morðingjum þýska kerfisins, og eru þeir þvi miður ekki fáir, ef dæma skal eftir þvi ljósi, sem brugðið hefir -verið yfir þetta upp á síð- kastið. Það er vist, að fyrir slik stjórnarbrögð mundi ÞýskaJand sjálft oftar en einu isinni hafa sagt strið á hendur. Noregur er litill og verður að þola — en píslarvættið hefir ef til vill einnig sitt hlutverk, og ekki einungis fyrir oss, heldur fyrir mannkynið; vorir hugrökku sjómenn deyja ekki árangurslaust. En ekki mega menn furða sig yfir þvi, þótt sjómenn vorir og vér með þeim biðjum guð að varð- . veita oss frá pax germanica* á hafinu. Þá viljum vér hundrað sinnum heldur pax bri- tannica** — hann mundi aldrei leika oss þann veg. Þar sem um slíka ruddalega grimd er að ræða, þá er leyfilegt að spyrja: hvaða gagn hefir nú Þýskaland af kafbátaihernaðinum? Iíæri prófessor, mér sýnist, að fyrirætlanir þeirra, sem hleyptu kafbátahernaðinum af stað, hafi fyrir löngu strandað. Já, allur kaf- bátahernaðurinn hefir, að því er mér virðist, nú lengi ekki verið til annars en augljóss tjóns fyrir Þýskaland. Íiann hefir ekki einungis dregið Ameríku inn í óvina hópinn; hann hleður ekki einungis dag eftir dag meira hatri og fyrirlitnigu á þýskan hugsunarhátt, þýska kerfið, og því miður einnig hina þýsku þjóð, heldur sökkvir hann hlutlausu flotunum, sem eftir striðið hefðu einmitt sérstaldega getað orðið til þess að flytja Þýskalandi liráefni. Eg fyrir mitt leyti er lika sannfærður um,að leiðtogum þýsku þjóðarinnar er þetta í raun og veru ljóst. En hreinskilin játning og afvik frá liinni lúalegu óþörfu griind yrði ef til vill dauðadómur yfir því kerfi, sem Þýskaland nú hefir? Ilvernig á að öðrum kosti að skýra það, að enn þá að minsta kosti heyrist ekki til þess spámanns, eða þeirra spámánna, er alténd mn þetta atriði þori að segja „Sál“ hinn bera, hinn beiska, en lireinsandi sannleik. Af þessum atriðum ættuð þér þó að minsta kosli að geta rent grun i,hvernig reynsla sjálfra \ror leiðir oss til að kveða upp harðan dóm um þýska kerfið,sem þýska þjóðin fylgir enn athugalaust. Þér munuð liafa veitt þvi cftirtekt, að bestu sjómenn vorir, víðkunnir heimskauta- farar, isenda þýsku heiðursmerkin sin aftur. Beina tilefnið þekkið þér, og úrklippur þær úr blöðum, er eg sendi hér með, sýna yður, hvað vítavert þykir í þessu máli og livaða tilfinningar það vekur, er vopnlausir mcnn, og jafnvel konur, eru þannig skotin niður, * Þýskum friði. ** Enskan frið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.