Vísir - 17.07.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 17.07.1918, Blaðsíða 2
V í S1 R YlSIR. A í g ru i S t I s Maigías i Áfiftistusí* 14, opin ir.iu ki. 8—8 á hverjtun átsgi, Skriísíoíi á sams. st«4. Sími 400. P. 0. Bos 387. Rltstj6?3n» til vidtftii lr& ki. 2—8. Prsntsmiðj&E í. LangnTeg « eimi 188. Angíýsia^aia vsitt móttaks i Lmséí- stjönnuMd *ftir kl. C & kvbiðin. Angiýsingaverl: 50 anr. hver eia dáiks i stæiri angl. 5 anra orS. í ssa&vngiýsingcs »eð fihreytU letri. SamBÍBgarnir. Það má heita að menn tali ekki um annað í bænum nú orðið en samningana. Menn þykjast vita, að þeim muni nú senn vera lokið og leikur mikil forvitni á því að vita hvernig þeir eru. Ýmislegt hefir kvisast og dóm- arnir eru misjafnir um það sem menn hafa heyrt, enda er þegar farið að bóla á því, að menn leggi misjafnan skilning í það sem þeir hafa heyrt. í>að er nú sagt, að niðurstaða sú, sem nefndirnar væntanlega komast að, ef ekki slitnar upp úr öllu á síðustu stundu, muni verða birt þegar í stað og að sjálfsögðu lögð fyrir þingið, þó að það verði ekki til fullnaðar- samþyktar. Er þá vonandi að svo verði frá öllu geugið, að ekkert ákvæði sreti orltaið tvímælis, því að ef góðu samkomulagi er nokkur hætta búin í framtíðinni, þá er það ekki hvað síst af slíkum vafaatríðum, sem annar máls- aðili kann að vilja Ieggja annan skilning í en hinn, I annan stað má vænta þes3, að það eitt, eE þannig verður gengið frá ein- hverjum verulegum atriðum, að almennigur hér á landi muni snúast ver við samningunum en ella. Það er enginn vafi á því, að binar gífurlegu óvinsældir, sem „uppkastið“ frá 1908 átti að mæta hér, voru ekki að litlu leyti sprottnar einmitt af þvi, hve hált orðalagið á því var í ýmsum atriðum, sem, menn svo greindi á um hvernig bæri að skilja. Af því epruttu svo ásak- anirnar um blekkingar og fals- anir, rangar þýðingar o. s, frv. Til þess eru vítin að varast þau. Ef það er satt, sem sagt er, að ágreiningur sé lítiil eða enginn um aðalatriðið, þá væri það verra en ílt, ef svo færi, að slíkur ágreiningur urn skilning á smávægilegri atriöum yrði til þess að vekja deilur og jafnvel verða málinu algerlega að falli. — E'n við því mætti búast. Það er því vonandi að engum slíkum ásteytingarsteinum verði til að dreifa, enda þykist Yísir þess fullviss, að nefndarmenn, bæði danskír og íslenshir, geri sér fnlia greiu fyrir því hver hætta geti af þeim stafað. Hálshöfðun. Út af ummælum, sem forsætis- ráðherrann viðhafði í ræðu í neðri deild Alþingis 28. júní s. I. og drepið hefir verið á í Vísi áður, sendi ritsíjóri Vísis deild- inni eftirfarandi erindi, dags. 9. þ. m.: „í ræðu, sem 2. þm. Reykv., forsætisráðherra ,!ón Magnús- son fiutti i neðri deild Alþing- is föstudaginn 28. júní s. 1., sem svar við fyrirspurn út af greinum, er birst höfðu í dag- blaðinu Vfin, komst nefndur ráðherra svo að orði: En eg get ekki' neitað þvi, að mér hefir sárnað þessi árás, af því að mér sárnar það, að íslenskt blað, jafnvel á hve lágu siðíerðis- og menningar- stigi sem það annars stendur, skuli leyfa auðvirðilegustu Leitis-Gróu rúm til þess, að svívirða erlend stórmenni o. s. frv. Með því að þessi ummæli erti mjög móðgandi íyrir mig, sem ritstjóra nefnds blaðs, leyfi eg mér hérmeð virðingar- fylst að fara þess á leit, að háttvirt þingdeild veiti sam- þykki sitt til þess, að eg megi höfða mál gegn ráðherranum út af téðum ummælum, til þess að fá þau dæmd dauð og ómerk, þar sem ekki verður heldur séð,. að ráðherrann hafi viðhaft þessi orð í neinu öðru skyni en að svala geði sínu og þau gát.p enga þýðmgu haft til upplýsingar í máli þvi, sem um var að ræða, en ,.þingholgin“ væntanlega ekki til þess ætluð, að gefa ein- stökum þingmönnum, sem þannig vilja nota hana, jafn- vel þó i ráðnerrasess hafi kom- ist, tækifæri til þess .að geta B.s. Varanger fer norður til Reykjarfjarðar íiintudagiim 18. þ, m. kl- 9 árdegis. Áminnist því fólk það, sem ráðið er fijá h.f, „Eggert Ólafsson“ að koma til skips. Reykjavík 17. júlí 1918. H.í. „Eggert Ólafsson“. Nýr L A X íniLtlax- t>irg-ðir í Matarverslnn Tómasar Jónssonar Laugaveg 2. Nokkrar stúlkur ••r SÍ& ræð eg til síldarverkunar á Dvergasteini í Alftafirði. Semjið við Emil Rokstad Sími 392. Mb. Drekinn fer vestur á Isafjörð eftir einn eða tvo daga. Tektxir ílutning. Nic Bjarnason. óyirt utanþingsmenn opinber- lega í orðum að ósekju i skjóli • hennar“. Samkvæmt tilmælum forsætis- ráðherrans sjálfs, var erindi þetta tekið til meðferðar á fundi Nd. í gær. Sagði ráðherrann, að ekki mundi að vísu hafa komið þess, að hann hefði notað rétt sinn til þess, að neita að svara til sak- ar fyrir umrædd ummæli, þó að samþykkis deildarinnar hefði ekki verið leitað, en álitamál væri, hvort það hefði nægt, og kvaðst hann því óska þess, ,að deildin gæfi leyfi sitt til þess, að málshöfðunin mætti fram fara, því að engin ástæða væri til, að hindra málshöfðun, þegar sá þingmaður, sem í hlut ætti, ósk- aði þess ekki. Forseti úrskurðaði, að erindið skyldi borið undir atkvæði um- ræðulaust, og var það samþykt með 15 atkvæðum gegn 5, að viðhöfðu nafnakalli, að veita hið umbeðna leyfi. Já sögðu: Ólafur Briem, Björn Stefánsson, Gísli Sveinsson, Há- kon Kristófersson, Jón Jónsson, Jörundur Brynjólsson, Magnús Guðmundsson, Pétur Ottesen, Pétur Þórðarson, Sig. Sigurðs- son, Sig. Stefánsson, Stefán Stef- ánsson, Þorleifur Jónsson, Þor- steinn Jónsson og Þórarinn Jóns- 'son. Nei sögðu: Bjarni Jónsson, Einar Arnason, Magnús Péturs- son, Pétur .iónsson og Sveinn Ólafsson. Vísir verður að láta velþókn- un sína í ljósi yfir þessum úr- slitum málsins. Ekki að eins vegna þess að hann á sjálfur hlut að máli, því að önnur úr- ræði hafði hann til þess að fá umrædd ummæli metin af dóm- stólunum. En með þessu er gef- ið gott fordæmi, sem vonandi er að fylgt verði í framtíðinni. Ekki svo að skilja, að Vísir só forsætisráðherranum eammála um það, að fara eigi eftir því í hvert sinn, hvort þingmaður sá, sem í hlut á, vill láta leyfa málshöfð- unina, eða að málshöfðunarheim- ild eigi alt af að veita. Þá væri vernd stjórnarskrárinnar einskis nýt. Enda gerir Vísir alls ekkí ráð fyrir ,því, að það haíi eitt ráðið atkvæðum þingmanna í þetta sinn, að forsætisráðherr- ann kvaðst óska þess að leyfið yrði veitt, heldur hitt, að þeir hafi litið á málið líkt og Vísir, og álitið að umrædd ummæli forsætisráðherrans hafi á engan hátt getað talist upplýsandi i máli því, sem um var rætt, en eingöngu töluð af persónulegum hvötum. Vert er að geta þess, &8 það mun ekki baía komið fyrir fyr, að þingið hafi leyft málshöfðun gegri þingmauni út af meiðyrð- um i þingræðu. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.