Vísir - 03.08.1918, Blaðsíða 4
yi§i&
ngleikana, faðir minn, ef Jaú hef-
ir áformað eitthvað mælti
Helena.
„Þess háttar fyrirtæki er ekki
hættulaust“, sagði faðir hennar,
en þeirri mótbáru var hrundið
með hér um bil sama svari og
áður, og það kom sér vel nú, að
hinn tinnuharði peningamaður
var æfður í því að láta ekki sjást
á útliti sínu hverjar tilfinningar
voru ríkastar í huga hans þá eða
þá stundina, því annars mundi
dóttir hans hafa séð, að hann
væri að nokkru leyti yfirunninn,
en með því að bera fyrir ann-
ríki, gat hann þó fengið vopna-
hlé um stund.
Það væri ekki ófróðlegt fyrir
lesarann að kynnast ungfrú Helena
nákvæmar, áður en meira segir
af viðureign hennar við föður
sinn.
Helena Frick átti bróður, en
frá því hún var barn hafði hún
sýnt svo óræk merki um sterkan
viljakraft og fram úr skarandi
starfsþrek, að hún hlaut að njóta
sérstaks eftirlætis hjá föður sin-
um.
Einu sinni spurði hann dóttur
sína, hvers hán æskti sér í af-
mælisgjöf. Hún var þá svo vaxin
og vitkuð, að hann taldi víst
að hún mundi biðja um eitt eða
annað kvenskarti tilheyrandi,
sjálfsagt eitthvað, sem hún hefði
gott af sjálf.
„Kauptu mér stóran iystigarð",
sagði hún, og faðir hennar sagði
að^hún gæti kosið|sér hverja þá
landeign, sem henni sýndist.
„En það er ekki handa mér
sjálfri, að eg bið um þetta“ sagði
hún. „Það á að vera leikvöllur
fyrir fátæku börnin í Pittsburg“.
Það fjaraði heilmikið í pen-
ingabuddunni hans Fricks, en
500 ekrur voru keyptar í útjaðri
Pittsborgar,' og þar hefir Helena
síðan gert þúsundir af börnum
— og jafnvel fullorðnum — far-
sæl.
Framh.
Afmæli í dag.
porsteinn Bjarnason umb.sali
Guðlaug pórólfsdóttír húsfr.
Hróbjartur Pétursson skósm.
Sveinsína Magnúsdóttir húsfr.
Jón Pálssoil bankagjaldkeri.
Sigurgeir Sigurðsson prestur.
Jafet Sigurðsson skipstjóri.
Pétur porsteinsson prestur.
Agætur
L a uku r
fæst í verslun
Jóns Zoéga.
Lá við slysi.
Maður nokkur var á mótor-
hjóli á Aðalstræti í gær, en
barn varð á vegi hans, svo að
hann varð að stýra hjólinu upji
á gangstéttina fyrir framan
húsið nr. 6 í Aðalstræti og þar
hentist hann af því og fór inn
mn gluggann á hattabúðinni.
Maðurinn slapp þó alveg ó-
meiddur og hafði ekki einu
sinni rifið föt sín á rúðubrot-
unum.
Ur Yatnaskógsförinni
komu verslunarmenn aftur
í gærkveldi á 12. tímanum.
Fyrst kom gufuskipið Skjöldur
og var fólkið „eins og síld í
tunnu“ á þilfarinu og stjórn-
pallinum, en skipið ruggaði svo
i logninu, að við lá að þeir yrðu
sjóveikir sem í landi voru. En
ferðafólkið var hið hressasta og
söng ættjarðarsöngva og hróp-
aði húrra á milli fyrir öllu milli
himins og jarðar, en Harpa sló
hörpuna þegar hún komst að.
Skömmu síðar komu vélskipin
tvö, en af þeim höfðu farþeg-
arnir hlaupið og yfir á Skjöld
er lagt var af stað úr Hvalfirði,
því að á Skildi vildu allir vera.
Létu menn hið besta yfir för-
inni, en stutt var viðstaðan í
Vatnaskógi , því að 7—8 tímar
fóru í ferðiraar fram og' aftur
á sjó og landi.
E.s. „Borg“
er komin til Bergen fyrir
nokkrum dögum á leið héðan
til Englands.
„Sterling“
kemur til Seyðisf jarðar í dag.
„Botnia“
kom til Kaupmannahafnar
þriðjudag um kl. 6 síðd.
Messað
i dómkirkjunni á morgun kl.
11, séra Bjarni Jónsson.
Gullfoss
mun hafa farið frá New-
York þ. 31. f. m., en skeytið um
brottförina barst Eimskipafé-
laginu í gær.
1 stoía
og ‘2 — 3 samliggjandi herbergi
með aðgang að eldhúsi, óska eg
eftir að fá sem allra fyrst.
Jón Heiðdal
Hverfisgötu 4. Sími 719.
Kaupakoan
vantar að Kárastöðum í Þing-
vallasveit nú þegar. Upplýsing-
ar gefur Kristín Jónasdóttir,
Laugaveg 60, sími 696, eða
Magnús Skaftfjeld bifreiðarstjóri.
Teiknibólur
Tatnslitir (artists)
Oliulitir
Penslar
nýkomið.
Dór. B. UorlákssoH.
A. y. T u 1 i n i u s.
Brunatryggingar,
sæ- og stríösvátryggingar.
Sœtjónserindrekstur.
Bókhlööustíg 8. — Talsími 254.
Skrifstofutími kl. 10-11 og 12-2.
Snaps
Og
vatns-glös.
Clansensbræðnr
Hótel ísland. Sími 39.
Nýkomiö
íiðnr
í
K. V. R.
selur
bollapðr
[230
Maðkur til sölu á Skóíavst. 9
[30
Hestvagn og aktýgi til sölu á
Bókhlöðustíg 6. [28
2 kaupakonur vantar til hey-
vinnu upp í Borgarfjörð. Uppl.
hjá Yilhjálmi Stefánssyni Tungu.
[402
í Pósthússtræti 15 er tekið að
sér tauvask, hreingerning og
hvað sem fyrir kemur. [15
Telpa óskast og þvottakona.
Alice Sigurðsson Þingholtsstrætí
12. [16
Prímusviðgerðir bestar á Lauga-
veg 24 B. (Bilskúrnum). [26S
2 kaupakonur og kaupamaður
óskast strax. Hátt kaup í boði.
A. v á. [29
Filmur fást fijótt framkallaðar
hjá Þorl. Þorleifssyni ljósmynd-
ara, Pósthússtræti 14. [25
Stúlka tekur að sér að þvo og
taka til í húsum. A.V.á. [26*
TAPAÐ-FDNDIÐ
Tapast hefir svipa með þrem-
ur hólkum, merkt B. S. 1916 og
Björn Sveinsson. A. v. á. [1
Svipa fundin, merkt. A.v.á.
[24
Nikbeleruð skæri merkt „Ny-
rop“ töpuðust í fyrradag frá Hverf-
isgötu til Grettisgötu 46. Góð
fundarlaun. Skilist á afgr. [27
2—3 herbergi og eldhús ósk-
ast. Uppl. hjá Ólafi Grímssyni
Banbastræti 14 A. [14
Tveggja til þriggja manna
tjald óskast tii leigu mánaðar
tíma. Há borgun, Uppl. síma
194. [22
fi W lOTa
jFélagsprentemitSjan,