Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						vtsisr
V f S1R.
Algnilila blttaÍBi i Afelitnt
14, opin frá kl. 8—8 6. hverjum d«gi,
Skrifstofa & sans* sUfl.
Simi 400  P. 0. Box 887.
RitstjóílHa til viitali frá ki 2—8.
Pnntsmiíjan  a  Laugeteg  4
limi 188.
Angfyiiagum vtitt mðttaka i LuuH>
atjörnnat! if'tir kl. 8 á kvöldin.
Auglýsing*Terl: 50 anr. hyer ea.
dálki i itnrri angl. 5 anra orð. i
máanglýsingnm mei öbnyttn letri.
Njörður
nm sambandsmáliö.
Þann 1. ágúst birti ísafjarðar-
blaðið „Njörður" sambandslaga-
frumvarpið nýja, og ffutti þá
um leið athugasemdir eftir rit-
stjórann, sira Gfuðmund Guð-
mundsson, frá Gufudal, við hverja
einstaka grein þess. Leyfir Vís-
ir sér að birta þær athugasemd-
ir  og  fara þær  hér  á eftir.
Um 1. grein frumvarpsins seg-
ir svo:
Greinin góð. Gengur þó.hvergi
feti framar en skýlaus róttur ís-
lands stendur til, bæði að Iög-
um guðs og landsins eigin sögu,
Um 2., 3., 4. og 5. gr. er sagt,
að út á þær sá ekkert að setja
og fyrsti kafli frumvarpsins í
heild sinni góður, höfundunum til
aóma og íslandi til blessunar ef
ekki væri síðar um spilt.
En úr því fer nú heldur að
„kastast í kokki".
Um 6. gr. frumvarpsins (jafn-
rétti islenskra og danskra borg-
ara í báðum löndum) segir svo:
Endemisgrein. Eftir henni eig-
um vér sjálfír að Ijá Dönum
frumburðarrétt vorn til láðs og
lagar, þann hinn sama, er þeir
tóku ofbeldishendi, hafa haldið
að oss þvernauðugum og marg-
víslega saurgað og svívirt.
Gæði lands og gnótt sjávar
eiga að heimilast þeim, sem rænt
hafa hér og ruplað, svikið, kúg-
að, sogið og pínt.
Nei, að eilífu nei. —
Burt með 6. gr. Oss erekkert
gagn að borgararétti í Dan-
mörku.
Um 7. gr. (utanríkismálin):
Hana er takandi í mál að
samþykkju,, svo framarlega sem
uppsögn á samningnum er oss
auðveld gerð á sínum tíma. Samt
getnr hún orðið oss til stórtjóns
og slær vissulega Ijótum skugga
á frelsi það og fullveldi sem 1.
grein eígnar íslandi.
í henni felast mörg misklíðar-
efni milli landanna; hamlar hún
þannig fullum sáttum, en við-
heldur gömlum væringum og
bætir nýjum við.
Sé  mönnum alvara með sam-
bandið,  er óviturlegt  að kasta
sliku þrætuepli inn í lögin.
Heilar sættir
sæma höldum snotrum
stórt þó til saka sé;
fáist þær eigi, fullhugum
betr' er ófriði að una.
Um 8. gr. (fiskiveiðagæsluna):
Tvieggjað sverð likt og 7. gr.
Stendur og fellur með henni.
(Athugasemdin er Vísi alveg
óskiljanleg, enda ekkert sam-
band milli 7. og 8. gr).
Um 9., 10. og 11. gr. (mynt-
skipun, hæstarétt og hlutdeild í
kostnaði við meðferð þeirra mála,
sem um ræðir í 3. kafla) segir
blaðið, að þær megi vel vera út
af fyrir sig, en (III.) „kaflinn í
heild sinni viðsjárgripur; öllu
liklegri til böls en bóta fyrir
oss".
12. gr. (um önnur mál er
varða bæði löndin):
„Má vel vera",
og 13. gr. (um árgjaldið til
íslands):
„Sömuleiðis, ef eitthvert vit
væri í 14. grein".
En 14. gr. (um sjóðina) er:
„Hreint ófær.
Vór eigum offjár hjá Dönum.
Þótt þeim sé um megn að borga
það alt og viljan vanti einnig
eru slíkar hundsbætur ekki tak-
andi.
Sist af öllu sæmir oss að verja
fé til að styrkja háskólann <
Höfn, sem ónýtt hefir eða stór-
skemt fjölda góðra mannsefna
fyrir oss, vanhirt íslensk lög og
íslenskan rétt, eða fyrirlitið hvor
tveggja".
15. gr. (um það hvernig hvort
land gæti hagsmuna sinna ihinu):
„Má vera".
Um 16. gr. (um 6 -manna lög-
gæslu nefndina) segir svo:
„Lögfræðingumeinum ætla eg
vel fært að fást við þessa skepnu,
en „ekki líst mér á yglibrun þa".
Greinin má vist missa sig úr
frv., þó meira vit kunni að vera
í henni heldur en út lítur fyrir.
Vilji menn búa út svona kú-
gildisnefnd, er það víst hægtut-
an sambandslaganna.
Með þvi yrði skrattanum minna
skemt og til meiri nytsemdar
efnt.
17. gr, (Um það, hvernig skor-
ið verði úr ágreiningi um skiln-
ing á lögunum):
„Virðist ekki fjarri iagi".
Um 18. gr. (uppsagnarákvæðin)
segir:
Hér er heimtaður svo mikill
og margþættur meirihluti fyrir
samningsslitum, að þau virðast
nærri óframkvæmanleg.
Danir munu ætlað sig hér hafa
fléttað þá hnappheldu er oss
haldi. Ef vér íslendingar látum
ginnast í hana, freistum vér
drottins guðs vors.
Er mikið til þess að vita, að
nokkur þingmaður, islenskur,skuli
ljá bæði þessari grein og 6. grein
samþykki sitt.
„Án er ils gengis nema heim-
an haft".
19. gr.  (tilkynning  um  full-
veldi og hlutleysi):
„Má vera".
Um 20. gr. segir blaðið loks:
Hér er gert rað fyrir að lög-
unum  verði  flaustrað  gegnum
hendur  þings  og  þ j ó ð a r  á
tveggja mánaða tíma.
Þetta er svo fjarri öllu viti og
velsæmi, einnig svo þarflaust, að
orsökin virðist vera sú, að mikið
liggi cmdskotunum á.
Oss íslendingum sæmir með
engu móti, að hrapa að slikum
sambandslögum.
Skylt er þar á móti að minn-
ast forna heilræðisins:
„Gáttir allar,
áður gangi fram,
of skygnask skyli:
Óvist es
hvar óvinir sitja
& fleti fyrir".
Undir ákæru.
(Hólmfríður Gisladóttir, ráðs-
kona hjá Júliusi Guðbrandssyni,
dyraverði í barnaskólahusinu,
hefir beðið Visi að birta eftir-
farandi sögu þjófnaðarmáls nokk-
urs, sem lögreglan hér í bænum
flækti hana í í vor, og er malið
þannig vaxið, að Vísir vildi ekki
neita að  birta ekýrslu hennar).
í vor leigði Hjörtur Þorsteins-
son verkfræðÍDgur herbergi í
barnaskólanum, og bjó hann í
þvi ásamt konu sinni og ungu
barni. Konan var eitthvað veik
fyrst eftír að þau komu og varð
að liggja í rúminu. Þurfti hún
því að fá kvenmann til hjálpar,
til að þvo af barninu og þvo
gólf í stofunni sem þau leigðu.
Var eg beðinn að gera þetta,
en færðist undan þvi í fyrstu,
af því að eg þóttist hafa nóg að
gera, og fékk Hjörtur svo til
þess konu einhverja á Hverfis-
götu, En það varð nú stutt í
því, og hún fór eins og arkar-
hrafninn. Fór þá svo, að eg lof-
aði að reyna að gera þessi verk
og var það þegið, og gerði óg
það svo vel sem eg gat, og ekk-
ert var að þvi íundið.
En svo kemur að því, að stol-
ið er fra hjónunum ýmsum mun-
um, að því er Hjörtur sagði, um
100 króna virði. Þegar fram liðu
stundir var það orðið hátt á
annað hundrað króna, en ekki
er mér kunnugt um, hvort vald-
ið hefir áframhaldandi þjófnaður
eða verðhækkun eins og gerist
nú á tímum. Talaði Hjörtur um
þennan þjófnað við mig og hvort
cJ nokkurs mundi að leita að
stoðar lögreglunnar. Sagði eg
honum að mér iyudist það rétt,
þvi að þetta væri leiðinlegt fyrir
okkur öll, sem í skólanum byggj-
um, án þess að mér kæmi til
hugar, að maðurinn væri þann-
ig innrættur að fella grun á mig,
þó að eg hefði orðið til að bjálpa
þeim hjónunum í vandræðum
þeirra. En svo mun þó hafa ver-
ið,  eftir síðari framkomu þeiira
ivennhatiap
i|j         ur strál
Sseljast með
E      nú nokkra daga.
Eoriii Jacobsen.
að dæma. Bað hann svo, að mig
minnir, Ólaf lögregluþjón Jóns-
son að rannsaka þetta fyrir sig,
en honum varð ekkert ágengt.
Þá leitaði Hjörtur til Páls Árna-
sonar; sagði að Ólafur væri ó-
nýtur, en Páll mundi miklu dug-
legri. Eg hélt þó við hann að ,
Páll væri verri en ónýtur.
Jæja, svo var eg ein heima
einn morguninn, ásamt 8 ára
gömlum dreng, er inn kemur
maður nokkur og heilsar mér.
Segir hann að eg þekki sig nú
kannske ekki. Eg sagði að mér
fyndist eg kannast við hann, og
spurði hvort hann hefði ekki
einhverntíma verið lögregluþjónn.
Hann kvað svo vera, og væri
hann það enn, en hafa verið veik-
ur um hríð. Virtist hann Iíka
vera talsvert gugginn og ekki
hefir hann treyst sér til að bera
embættisbúnihginn, því að ekki
var hann i honum. Má Hjörtur
vel virða það við Pál, að hann
skyldi vilja leggja það á sig, svo
lasburða, að fara að vasast í
þessu máli, og þarf ekki að efa
að hann hafí heitið honum æfin-
legri vináttu sinni að minsta
kosti, og konu sinnar, danskrar
heiðursfrúar.  En sleppum því.
Páll segir nú við mig, að mér
muni vera kunnugt um þjófnað-
inn. Eg kvað }á við því, og að
Hjörtur hafi sagt mér frá því að
einhverju bafi verið stolið frá
sér. —
Já, Páll heldur þá að mér muni
vera vel kunnugt um þetta, því
að eg muni sjálf hafa framið
þjófnaðinn og só mér fyi-ir bestu
að meðganga strax fyrir sér, svo
að það þurfi ekki að fara lengra.
Sagðist hann ekki mundi hafa
mikið orð á þessu, ef eg sparaði
sér nú fyrirhöfn, svo að hann
þyrfti ekki að vera að argast
meira í þessu, eða eitthvað á þá
loið. Sagði eg honum þá, að það
mætti fara svo langt sem vera
skyldi, en ekkert kæmi mér til
að fara að játa það á mig, sem
eg væri alsaklaus af, og spurði
hann hvað hann mundi hafa gert
í mfnum sporum. En það var á
honum að heyra, að hér væri nú
um eitthvað annað en sakleysi
að ræða, og mundi jafnvel geta
farið svo, að eitthvað fleira bætt-
ist við og sagð' hann að eg yrði
nú strax að koma með sér upp
á kontór. Eg sagðist nú þurfa
að koma matnum til hásbóndans
fyrst, en hann þvertók fyrir það
að eg mætti vera að þvi, enda
gæti drengurinn gert það.  Ekki
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4