Vísir - 18.08.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 18.08.1918, Blaðsíða 3
Kiata ' Ofát. Steingríimir Matthíasson lækn- ir segir í „íslendingi“: 3?ótt kaffi, tóbak og áfengi sé alt saman ilt manni, og ætti kaffi helst að bannfærast (nema máske á sunnudögum, t. d. eftir inessu), þá er þó eitt, sem flestir gera síg seka í, sem margir læknar telja að muni leggja fleiri í gröf- ina en hitt alt samanlagt — og það er ofát. Ofát er ein af höfuðsyndun- um. — Menn eta yfirleitt langt um meira en þeir hafa gott af og langt um meira en líffærin þola til lengdar. Fyrst veiklast maginn og meltingarfærin, en því næst hvert líffærið á fætur öðru. Og þótt sagt só að þessi «ða hinn hafi dáið úr nýrnaveiki eða hjartaveiki eða lifrarveiki o. s. frv., þá er oft sama ástæð- an, ofát. Þetta er alt of lítið kunnugt almenningi og þess vegna drotnar enn sá misskiln- ingur, að það séu góðgerðir að troða í menn kaffi með brauði eða súkkulaði með brauði og ýmsu öðru svo nefndu góðgæti, rétt eftir að þeir hafa — mér liggur við að segja — etið sig i spreng. Nei, það eru sannar- iega ekki góðgerðir — en það verður að fyrirgefast meðan „mennirnir vita ekki hvað þeir gera“ (reyndar væri réttara að segja konurnar, því að þær eru í þessu efni yfirleitt syndugri en mennirnir, og ekki síður nú í dýrtíðinni en áður). Margir venja sig á ofát með því að tyggja illa og flýta sér að snæða. Ef vandlega er tugg- ið, þurfa menn margfalt minna til saðnings en annars. Fæðan meltist þá margfalt betur, þvi um meltinguna gildir setningin : hálfnað er verk þá hafið er. Hálf melting fer fram í munn- inum. Danski læknirinn Hind- hede, sem í Danmörku hefir mest og best frætt fólk um þessa hluti, er nú orðinn víðfrægur fjTÍr rit sín og rannsóknir. Eink- um hafa Þjóðverjar kunnað að notfæra sór kenningar hans nú á styrjaldartímunum. Maurice Maeterlinck um íramtíð Belgíu. I ensku blaði einu birtist ný- lega grein um „framtíð Belgíu" eftir Maurice Maeterlinck. Er greinin einkum eftirtektarverð fyrir það, sem þar er sagt um hlutleysi Belgíu og verslun henn- ar í framtíðinni í sambandi við heimsviðskiftin. Þeir kaflar sem þar að lúta, fara hér á eftir: „Yiðreisn vor verður að vera þannig, að þjóð vor só í virki- leika óháð og frjáls — það er að segja, að hún sjálf hafi rótt til að gera þá samninga við aðr- ar þjóðir, er hún skoðar nauð- synlega og gerir sig ánægða með. Sár skóli reynslunnar hefir nú kent henni hvers virði samning- ar þeir séu, er aðrar þjóðir hafa fyrir hana gert. Hlutleysi Belgíu- þjóðarinnar var aðal orsök ó- fara hennar. Samkvæmt íbúatölu hennar hefði hún átt að eiga að minsta kosti 800,C00 manna her, (ef svo hefði verið, þá hefðu Þjóðverja síður ráðist á hana), en hún treysti á hlutleysi sitt og lét sér nægja her, sem aldrei var stærri en 160,000 til 200,000 menn. Þing- ið neitaði hvað eftir annað að samþykkja fjárveitmgar til efl- ingar her vorum. Yirki vor voru þar af leiðandi varin af liðsafla, sem var í alla staði ónógur. Af- leiðingarnar urðu þær, að á þeim tíma, þangað til orustan við Ys er hófst, höfðum vér mist um áttatíu þúsundir manna — helm- ing hers vors — í drengilegri en árangurslausri vörn móti of- urefli því, sem að oss sótti. Hvað viðkemur fjárhagslegri framtíð Belgíu, þá er hún háð vissum. skilyrðum. Ef algert verslunarfrelsi á að ríkja að nýju, þá þýðir það óumflýjanlega éyði- leggingu Belgíu. Þjóðverjar hafa af ásettu ráði lagt til rústa all- an vorn iðnað og þess vegna verðum vér, til þess að byggja upp iðnað vorn aftur, að kom- ast að hagkvæmlegum verslunar- samningum við bandaþjóðirnar. Þjóðir þessar verða að taka oss í umsjá sína og kenna oss — mega ekki gleyma því, að Belgíu- þjóðin var viljug að fórna öllu sínu þeirra vegna. Hennar vegna verða þær að koma á vemdar- tollasambandi gegn Þýzkalandi °g tryggja þannig framtíð henn- ar, annars hremmir Þýskaland allan iðnað vorn í klær sínar og útilokar oss með öllu frá verald- armörkuðunum “. .Útlendíogahættan ‘ í Bretlandi. Mikið er um það rætt í ensk- um blöðum, hve mikil bætta stafl af þeim mönnum þar í landi, sem ættaðir eru frá óvinalöndum, þó að þeir hafi verið búsettir í Englandi í mörg ár og öðlast þar borgararóttindi. Og komist hefir það upp, að þeir hafa sum- ir setið á svikráðum við Breta, t. d. maður einn, sem hafði ver- ið þar borgarstjóri og hlótið að- alstign. Hann hafði, frá því nokkrum árum áður en ófriður- 354 illræðismenn gengu í sína eigin eigin snöru. Þaö viröist svo sem Gallíni liaíi tvisvar sinn- um látist vera Gregory og þegið fé fyrir, en nú er hann dæmdur til tiu ára fangelsisvistar ú Salzburg. Þar á móti hefir frú Kynaston veriö slept og hefst hún nú viö í París. Menn vita uni nöfn allra þeirra manná \ Bosníu, sem eitthvað voru riönir viö þetta samsæri, en Mordacq hefir afráðio aö láta þá afskifta- lausa til þess að koma þessu ekki í hámæli. Ef þiö hafið lesið einkafréttirnar í blöðun- xim, þá hafið þið sjálfsagt íurðað ykkur á jþví, aö eg, óþektur læknir i Kensington, skuli vera orðinn austurrikskur barón og nýbúinn að eignast fagran og mikinn herragarð á hin- um frjósömu bökkum Dónár í grend við Eng- elzell. En sjálfsagt grunar engan hvernig í þessu iiggur. og er þá best að eg segi eins og er, og játi það hreinskilnislega, að þessi upphefð mín var nauösynlegt skilyrði fyrir þvi, að eg gæti gengið að eiga Xeniu. hina indælu dóttur Leópolds stórhertoga. William le Queux: Leynifélagið. Hefir okkur síðan liðið hverjum deginum betur og vonum aö svo megi alt af verða, en ekki veit neinn maður í Kensington með vissu, hvað við bar i Argyllgötu þetta marg- umrædda dimmviðriskvöld og jafnvel leyni- lögreglan i Scotland Yard telur það eina af hinum ótal mörgu ráðgátum, sem fyrír koma í Lundúnum og enginn kann úr að leysa, enda gerir Mordacq alt sitt til, aö sannar sögur um „leynifélagið“ komi aldrei fyrir almennings augu. ENDIR. IH ÍYGnnhattar úr strál seljast með | ao°/0 afslættl Sð nú nokkra daga. I I 1 Egill Jacobsen. | inn hófst, verið njósnari Þjóð- verja. Það telst svo til, að nu séu á öllu Stórabretlandi 12600 karl- menn, ættaðir úr óvinalöndum, sem algerlega hafa verið látnir fara frjálsir ferða sinna, 6000 Þjóðverjar, 5500 Austurrikismenn og 1100 Tyrkir, og hafa skoð- anir verið skiptar um það, hvern- ig farið skuli með þá. Nefnd, sem skipuð hefir verið til að íhuga þetta mál í þinginu, hefir lagt til, að allir karlmenn- irnir verði settir í varðhald, nema sérstakar ástæður séu til þess að veita einstökum mönnum undanþágur, og fullorðnar konur fluttar úr landi, ef þær eru ekki giftar mönnum, sem fengið hafa slíka undanþágu. Ennfremur vili nefndin láta rannsaka öll borg- arabróf sem veitt hafa verið ó- vinaþjóðamönnum og svifta þá borgararéttindum, ef ekki eru sórstakar ástæður til undanþágu, Einnig vill nefndin láta rann- saka borgarabréf, sem gefin hafa verið mönnum hlutlausra þjóða eftir 1. ágúst 1914. Alla óvina- þjóðamenn, sem vinna á skrif- stofum stjórnarinnar á að reka úr vistinni undantekningarlaust. Eftirlit með hlutlausum skipum, sem koma til breskra hafna, viU nefndin láta skerpa og ýmsar varúðarráðstafanir aðrar. Fjöldi þessara manna, sem hér er um að ræða, hefir unnið í skotfæraverksmiðjum Breta, Og sagt er t. d, frá því í sama enska blaðinu, sem þetta er tekið úr, að Þjóðveri einn, Frederic Plutte að nafni, só forstjóri skotfæra- verksmiðju einnar í Enfield. Margir eru þeir í miklum mét- um og hafa unnið Bretum mikið gagn á ýmsum svæðum. Og vafalaust verða margar undan- þágur veittar. Eriead myat. Kh. 78 Bank. Pósth. Sterhpd. 15,03 15,40 15,70 Doll. 3,16 3,30 3,60 Sv. kr. 11^,40 116,00 116,00 N. kr. 103,00 103,00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.