Vísir - 12.12.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 12.12.1918, Blaðsíða 3
V í S I R Islenskur æviulýramaðnr. Memoirer og Breve heitir danskt ritsafn, sem Gyldendal gefur út, en ritstjórar [eru Julius Clausen og P. Fr. Rist. Eitt til tvö bindi koma i\t á áir og er livert bindi sjálfstætt. Nr. 28 í þessu safni kom út á septembermánuði í haust og fiytur endurminningar Árna Magnússonar, æviniýramanns mikils, er uppi var á átjándu öld. Á dönsku er rit þetta kallað: En Islandsk Eventyrer, Árni MagnÚBSons Optegnelser, en Árni samdi það á íslensku og er eig- inhandarfrumrit lians af þ?í hér á landsbókasafninu. Aldrei hafa endurminningar þessar verið prentaóar áður, og má undarlegt heita, með því að þær eru svo merkiiegar, að vert hefir þótt að þýða þær á aðra tungu. Cand. juris Páll Eggert Óla- son hefir þýtt ritið og gert við það athugasemdir til skýring&r. Er vel frá öllu geugið, sem vænta má, því að Páll er bæði margfróður og vandvirkur og hefir þegar unnið sér traust og ’lof þeirra vísindamanna, sem stunda íslensk fræði. Því er ver, að bók þesei er ókomin til bóksala hér og má vera, að iilar.. samgöngur valdi nokkru þar um. En það er von mín að hún verði hér hið bráð- asta á boðstólum, því að hún er hvorttveggja í senn: fróðleg eins og sagnant og skemtileg sem skáldsaga. Höfundurinn, Árni Magnússon, ber nafn með rentu, þar sem hann er kallaður ævintýramaður. Hann fór ung- ur utan árið 17BB, óvíst af hvaða ástæðum. Fyrstu þrjú árin var hann í þjónustu Dana á Græn- landi og lýsir vist sinni þar agæt- lega. Síðan gerðist hann sjó- maður og fór víða um heim, m. a. til Kína og Trankebar. Þvi næst gekk hann í sjólier Dana og siðar í herþjónustu hjá Rússum og var með þeim í hern- aði gegn Tvrkjum um 1770 og lýsir því vel. Hann var fall- byssustjóri á herskipi í Miðjarð- arhafi og fékk áfall allmikið við það verk og beið þess aldei full- ar bætur. Úr því hafði hann ofan af fyrir sér á ýmsan hátt, jafnvel með flakki, og er ferð hans um Noreg mjög merkiíega lýst. Síðast varð hann barna- kennari á Jótlandi um mörg ár, en brá sér til Islands laust fyr- ir aldamótin 1800. Ritaöi hann þessar æviminningar sínar handa frændum sinum, og geymdust þær i þeirra vörslun uns þær kornust á landsbókasafnið. Árni mun hafa horfið til Jót- lands að lokum, því að þar undi liann sér best, og er líklegt að hanu hafi látist þar um 1800. Eg hefi séð ummæli danskra og norskra blaða um rit þetta og þykir það í alla staði merki- legt. ftj Óskandi væri að bóksalar vor- ir fengi ritið með næstu skips- ferð. Það yrði mörgum manni kærkomið. . . Makrókeiros. Fyrirspnrn. Vill Vísir gera svo vel, að upp- lýsa mig og aðra um neðanrituð atriði: Hve lengi gildir samningur og vöruverð það á íslenskum afurð- um, sem bandamenn fengu ís- lensku fstjórninni i hendur síð- astliðið vor? Samkvæmt auglýsingu útflutn- iugsneíndar í haust, er bannað að selja, semja um sölu eða gera aðrar ráðstafanir til sölu á ís- lenskum afurðum til útlanda, sem framleiddar verða á komandi ári. Síðan þttta var auglýst, hefir verið samið vopnahlé og friður er í nánd, og livað verður þá? Eiga framleiðendur að geyma af- urðir sínar, sem framleiddar verða eftir nýár, þangað til friður er saminn? Eða ætla stjórnir banda- manna að þvinga íslensku stjórn- ina til að selja sér afurðirnarog skamta verðið eftir eigin geðþótta eins og áður ? Eða er þetta alt á huldu ennþá? Ætlar íslenska stjórnin að draga þetta mál á langinn og „humma það fram af sér“ eins lengi og í fyrra og koma einstaklingunum og þjóð- inni allri í fjárhagslega glötun? Ó. Svar. Samningarnir við bandamenn teljast að vera i gildi að ein- liverju leyti uns ófriðnum er lokið eða liafubannið á Þýska- landi upphafið. Þó mun íslenska stjórnin ekki hafa skuldbundið sig til að selja bandamönnum nema þessa árs afurðir, eða það af þeim, sem bandamenn áskildu sér, og verðákvæðin ná aðeins til þessa árs framleiðslu. Sala á islenskum afurðum ætti þannig að verða algerlega frjáls frá næstu áramótum. Auglýsing útflutn- ingsnefndar mun hafa verið gef- in út af varúð, en ekki af því að neitt væri samið um næsta árs framleiðslu. En þar sem ó- friðnum er nú lokið og tilefnið til hafnbannsins þar með úr sög- unni og fyrirsjáanlegt að friður verður endanlega saminn í vor, þá ætti raunar að afturkalla aug- lýsinguna þegar í stað. Dað ganga sögur um það manna á milli, að bandamenn ætli að krefjast nýrra samninga, En það hlýtur að vera með öllu ástæðulaust að óttast það, því að til þess hafa þeír ekkki nokkra átyllu eins og komið er. Og ekki kemur til nokkurra mála, að slík- ir samningar verði gerðir, þó að krafist yrði. En það mun vera rétt tilgetið hjá fyrirspyrjandanum, að mál þetta sé alt „á huldu“ íyrir stjórninni, þvi að öðrum kosti mundi hún vafalaust þegar hafa látið afturkalla sölubanneauglýs- inguna. f il lífilsiaSa fer bill alla sunnudaga kh 11. Sími 128. Halldór Einarsson. 252 „Hver fjandinn!1' sagði hann á rúss- nesku. „Hvað gcngur á?“ „Góðan daginn, herra Voss!“ sagði þá leikarinn frá Stríenau á ensku. „Nafn mitt er Dodd.“ „Hvað cr inaðurinn að segja?“ spurði Pétur forviða. „Eg skil hann ekki.“ „Komdu undir eins með okkur, bann- settur miljónaþjófurinn!“ öskraði annar lögreglumaðurinn og fékk tosað Pétri upp i vagn nieð aðstoð félaga síns. Síðan óku þeir burlu. „Frú Voss !“ sagði Dodd og hneigði sig fyrir Polly. „Viljið þér gera svo vel að fylgja mér eftir.“ „Svoiia standið þér við orð yðar!“ sagði hún hálreið. „það eruð þér, sem hafið gcngið á bak orbu yðar, en ekki eg,“ sagði Dodd. „Og nú get eg ekki endurnýjað loforð mitt, því eg' hefi nú náð því, sem eg ætlaði mér.“ „pér eruð nú reyndar ekki búinn að uá honum enn!“ lirópaði hún og horfði rólega á hann. „pessi maður er alls ekki Pétur Voss og eg skál sjá um það, að hánn verði látinn laus aftur, því að þér hafið tekið saklausan mann höndum."' Dodd beit á vörina og benti bilnum að kohia. Hjálpaði hann Polly upp i hann og 253 óku þau svo beina leið lil lögreglustöðvar- innar. f þar var þegar búið að yfirheyra Pélur Voss eðá íwan Basarów öðru nafni. Polly þrætti einbeittlega fyrir það, að þetta væri maðurinn sinn og lögreglustjórjhn ein- blíndi vandræðalega á vegabréfið. „Víst er það Pétur Voss og eg skal sanna það,“ lirópaði Dodd til að talca af skarið. „Vegahréfið er falsað." „pað er ekki maðurinn mjnn og eg þekki ekki þeníian mann!" sagði Polly. „Eg heiti íwan Basarów og er stúdent," sagði Pétur þrákelknislega og benti á vega- bréfið. „Eg liefi aldrei i Ameriku verið og get því ekki hafa stolið heinum miljómnh þar. Ekki kannast eg lieldur við þessa fögru konu og þykir leitt, að hún skuli ekki véra eigihkona min.“ Lögreglust jórinn virtist vera sömu skoð- unar. Hann sncri slceggið i ákafa og leit hýrum augum á Polly. pingbókin var þá látin til hliðar um sinn og Pétur flultur i gæsluvarðhald. Polly horfði kæruleysisléga á eftir honum, eins og hann væri íwah Básarów í raun og veru og sér alveg óviðkomandi. Dodd fylgdi henni til gistihússins aftur og yfirgaf hana þar. Sneri liann siðan aft- ur til lögreglustöðvarinnar og liafði með 254 sér ljósmynd af Pétri Voss og fingraför hans. En nú fékk hann að kenna á þvf, að hann var kominn lil Russlands. Lög- reglustjórinn var ekki sérlega skarpskygn og þótti lítill veigur i þessum fingraför- um. Dodd sá þá, að hann yrði að telja Polly hughvárf ef honum ætti nokkuð að verða ágengt, en hún var óbifanleg og harðneit- aði honum um alla liðveitslu. Pétur Voss var nú enn eimj sinnj kominn í ramgeran fangaklefa, en veskinu.hafði hann fengið að halda hjá séi*. Tók hann einn „fimmara" úr því og stakk homun þegjandi í lófann á varðmanninum páði hann þessa mútu feginsamlega og hét á rig að hafa sem best not af þessum gull- kálfi. Pétur gaf honum annan seðil í lilböt, en lokaði því næst yeskinu, er hann sá, að varðmaðun'nn gerði sig alls ckki líklcgan lil að hleypa honum út úr fangelsinu. Meðan þetta gerðíst hafði vcgahréf íwans Basarów verið aðgaett mjög ná- kvæmlega og reyndist það í allasfaðí gallalaust og ekkert út á það að setja. En sljórnmálalögreglan hafði líka gert at- hugasemd á vegabréfið, sem var engu sið- ur ómótmælanleg, og samkvæmt henni liafði íwan Basarów fyrir tæpum tveim ár-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.