Vísir - 10.01.1919, Blaðsíða 2

Vísir - 10.01.1919, Blaðsíða 2
lyjlSSR Læknablaðið am sóttvarnirnar gegn íntlú- ensnnni. { síftasta tbl. Læknablaðsirts, sem nú er nýkomiö út, er grein eftir Stefán lækni Jónsson sem heitir: „Hugleiðingar um inflúensuna". *Fyrst fer hann nokkrum orðum um það, hvort tiltækilegt hefði verið a'ft reyna að verja veikinni land- göngu. Um þaö segir hann að bíað- i'ð geti ekki dæmt (St. J. er einn af 3 ritnefndarmönnum þess), þaö sé „óvíst, hvort unt heföi verið a'ð hindra landgöngu hennar." „Annað mál er þaö,“ segir hann, „hvort ekki heföi átt sarnt sem áö- ur, að reyna að sternma stigu veik- innar, þótt jrað Ir'efði mishepnast. F.f tii vill hefði hún þá ekki farið eíns óðfluga.“ Niðurlag greinarinnar leyfir Vís- ir sér að birta orðrétt. Það er þannig: ,,En nú, þegar veikin var komin á' land, var þá ekki hægt að tefja fyrir henni? Við það hefði mikið verið unniö. Loka t. d. öllum skól- um, kvikmyndahúsum. kirkjum o. s. frv. — Alþýða manna kvartar yfir því, að ekkert hafi verið reynt til þess að sporna við útbreiðslu veikinnar, og er það síst furða, þvi margur á um sárt að binda. Það hefði verið nokkur huggun i þvt. að vita, að reynt væri að verjast veikinni eftir mætti. Og sjálfsagt hefði átt að reyna þaö. Kvik- myndahúsum mátti t. d. loka. En hvaða áhrif varnirnar hefðu haft, er óvíst. Með nemendum af vél- stjóráskólanum breiddist veikm strax í alla hluta bæjarins. Um gagn skólalokunar eru læknar ó- sáttir. Heilbrigðisfulltrúinn í Lon- don efaðist mjög um það, og er- íendis hefir víða s k ó 1 u m ekki v e r i ð 1 o k a ð: En um þetta verður ekkert sagt, frekar en íyrra atriðið. Að hægt er að verjast veik- ínm og tefia hana í ýmsum l.ér-> uðum úti um land, sannar ekki, hvernig það hefði tekist hér í Reykjavíki, jiar sem fólkinu er hrúgað saman. En þótt ]>að sé efamál, hvort sóttvarnir hefðu hepnast, jiá er þó annað atriöi í jiessu máli, sem hægra er að vera sammála um. All- ir vissu, að veikin vofði yfir oss og j>ví eðlilegt, að einhverjar ráð- stafanir hefðu verið gerðar til jress að taka á móti vieikinni, t. d. eiga vist líús og hjúkrun handa sjúklingum, o. fl., og eðlilegast, að R^ÐsHloziu vantar til Sandgerðis. — Hátt kanp i boöi. Upplýsingar gefixr Ágúst G uðjónseon, fisksali Laugaveg 18 C. Heima kl. 6—6 æðsta heilbrigðisráð landsins geng- ist fyrir þvi. Og hér var nægur tími til undirbúnings. Það verður að telja það sjálfsagt, að land- læknir hafi vitað hvað veikin var skæð. Vegna stöðu hans má vænta jress, að hann afli sér nákvæmra fregna um næma sjúkdóma, sem hingaö geta borist, en einkum þeg ar ]>eim er hleypt viljandi á lant. En landlæknir lét ekkert gera, og það er erfitt að skilja, að hann gat setið auðum höndum, þegar svo mannskæð veiki vofði yfir land- inu.* Eða var landlækni ekki ljóst, hve hættuleg veikin væri? Það er ekki líklegt, J>ví að J>egar veikin kom hingað, voru komnar fregnir um atferli hennar i Höfn, og land- læknir átti að útvega sér nánari upplýsingar um hana, áður en hún kom hingað. Það verður því ekki betur séð, en að landlæknir hafi tekið á sig þunga ábyrgð og látið undir höfuð leggjast að gera það, sem læknar og landsbúar gátu vænst af hon- um.* Enn þá eitt atriði verður að minnast á í þessu sambandi og þaö eru heilbrigðismálin hér í bæ. og vöntun sjúkrahúsa. Ástandið, eins og það er nú, bæði hneyksli og háski fyrir bæinn og landið. Það eru sterk orð, en annað nær því ekki. Fólkinu er hér hrúgað saman í Iitlum og vondum herbergjttm, svo vondum, að víðast múndi í sið- uðum löndum bannáð að nota ]>au til íbúðar. t öllum bænum eru telj- andi ]>ær íbúðir, sem eru sæmilega góðar og vel úr garöi gerðar. f rökum og köldum kjöllurum og þakherbergjúm er fólki kássað saman, oftast fjölskyldum með mörgum börnum. Af jiessu staíar hætta, ]>egar landfarssóttir ganga. Hér er bæði skarlatssótt og barna- veiki landlægar og enginn getur vitað, nema þær alt í einu magnist og breiðist út í svo fjölmennuin bæ. Sjúkrahús handa sjúklingum með næma sjúkdóma vantar líka alveg. Þetta eina hús (ef hús skyldi kalla. það líkist mest hjalli), sem bærinn hefir til sóttkvíunar, er leigt út handa f jölskyldum, og eng- in tök á að einangra menn, ef út- lenda drepsótt ber að landi, og það getur viljað til, þegar minst varir. Bærinn hefir sjálfur ekkcrt skýli fyrir sjúka íbúa sína. Það er al- veg óskiljanlegt, að landið og eins stór bær og Reykjavík er, sktili, hafa'látið það dragast svona lengi að reisa hér spítala. Þess háttar ' „laisser aller“ getur hepnast nokk- urn tíma, en heínir sín.fyr eöa síð- ar, og það sýndi sig best nú í in- flúensúnni. Ef til hefði verið gott sjúkrahús með æfðum hjúkrunar- konum, þá heföi verið hægt að * Léturbréyting hér. - Ritstj. Stúlka óskast strax, Spítalaat'g 3 Bjðrn Þórðarson frá 6—7. Sími 473. gera meira fyrir sjúklingana og hægara að koma skipulagi á hjúkr- unina. Meðferð sjúklinga lærist ekki á svipstundu. Margt annað væri ástæða til að minnast á, j>ó ekki væri nema sjúkraflutningur hér í bænum. hann er vægast sagt hörmulegur, en það verður að bíða þangað til; seinna. Menn væntu þess, að læknastétr- in léti eitthvað frá sér heyra um afskifti eða öllu heldur afskifta- leysi landlæknis af veikinni. Það veröur ekki sagt, að dómurinn sé þyngri en við var búist. En svo jiungur er hann, að ólíklegt er, að hann hafi engin áhrif. Sýkiagarhætta íaikeasa. Af þvi að menn virðást vera í nokkrum vafa um sýkingarhættu inflúensunnar, sem gengið hefir, vil eg benda á eitt tilfelli, sem upp- lýsir málið greinilega, að ]>ví leýtf, sem eitt tilíelli getur gert það. Fyrir nokkrum dögum talaði eg við landpóstinn, sem gengur frá Galtarholti tii Staðar í Hrútafirði. Hann bar sóttina til Húnavatns- sýslu i síðustu póstferð J>angað, eins og kunnugt er. Kom á norð- urleið.að Fornahvannni og Grænu- mýrartungu sama . daginn sem hánn kom að Stáð. Kom inn á báðum bæjunum. Nóttina naéstu eftir, var hann orðinn altekinn at hítasótt. En maöurinn s ý k t i e n g a n á hvorugum bænum. Pósturinn lá á Stað eins stuttan tírna og honum var unt. Segist hafa farið á fætur með hitasótt, og lagt þegar af stað suður. Kom að nýju við á nokkram bæjum í Norðurár- dal, en sýkti engan frtmur en áður, enda hefir veikin ekki enn þá komið upp í Norðurárdal, ofan hraunsins. Eg man ekki fyrir víst, hversu lengi pósturinn lá á Stað, en minnir að það væru 7 eða 8 dagar, en hitt fullyrti hann, að hann lTefði verið mjög lasinn, ]>egar hann fór á fætur og hefði ekki verið orðinn hitalaus, Rvík, 8. jan. 1919. J. Jóhannesson, læknir. Sriiainirc: ef þið kaupið í VörahúsinH í>akkarorö. Hjartans þakkir færi eg heið- urshjónunum Benedikt Waage og frú bans Elísabet Einarsd., Skólavst. 26, fyrir alla þá ágætu meðferð og aðhlynningu við syst- nr mína, Sigríði Oiafsdótturiveik- indum hennar og dauða nú í nóvember, Allan þeirra tilkostn- að og velvild bið eg guð að launa þeim þegar þeim Hggur mest á. Möðruvöllmn í Kjós. 1. jan. 191í> Krisfcin Ólafsdóttir. Saltkjöt og BúÚnpylsnr í verslun GiiEiiars Þórðarsonar Laugaveg 64. Sölatnrmnn opinn 8—11. Sími 628- Annast sendiferöir o. fl. Símskeyti Irá iréttaritara Vísis. Khöfn, 7. jan. Danska stjórnin er viðbúin að Iögleiöa 8 stunda vinnudág og einn helgidag i„viku íyrir alla opinbera- starfsmenn. Er b’úist við, að aukm' útgjöld, sem af þessu leiöa, muni nema ro rrwljóri.um, og aö lögin nái ti! 10,000 sta/.'fsmanna. Bretar leyfa Mktaiag. Bretar hafa nú upphafið ut- flutningsbann á ýmsum vörum tií allra landa annara en þeirra, sem hafnbann er á. Af vörutn þeim„ sem þannig eru leystar úr.banni, tná nefna: __ ■ Aluminiumvörur, asbest, „manu- factur“-vörur, hjólhesta, skófatn- að, nema barnaskófatnað, allskon- ar bursta, ýmsar koparvörur, þak- járn, ýmsar járn- og .stálvömr, skrúfur, nagla, hnoðnágla, glóðai- lampa(?), línóleum, . fjaðramad- ressur, bifreiðar mtnni en 30 hest- afla, ljósmyndavörur, togleðurvör- ur, smíðatól, olíur, femis, vagna og kerrur og ýmsar ullarvörur. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.