Vísir - 05.07.1923, Blaðsíða 2

Vísir - 05.07.1923, Blaðsíða 2
vfsnc Hðfam íyrirllggjnadi: STNDETIKON lím höfum við fyrirliggjandi- Umbúöapappír í rúllum 57 cm. do. — — 40 — do. — — 20 - do, í ö r k um. Psppírspo&i. Seglgiri. Skógiri. .Xöh, OlaÍBSon & Co. Helgi Teitsson hafnsögumaður anda'ðist í morgun, cftir örstutta legu í lungnabólgu. Hann var hniginn á efra aldur og hafði lengi verið hafnsögumaSur í Reykjavík. Brunatjönið á Grundarstíg n. •—o—< Lögreglan liefir lokiS ranns'ókn iit af brunanum, sem varð 28. f. m. í húsinu'nr. n við Grundar- stig. Þáð hefir sannast, að eldurinn hefir orsakast af gassprengingu, sem varö í eldhúsi á annari hæð hússins, og þaðan læstist eldurinn bæði upp og niður. Húsið er alt meira og minna skemt, ýmist af eldi eða vatni eða hvorutveggja. Allir sem i húsinu bjuggu urðu fyrir meiri og minni sköðum. Jafn- vel í kjallaranum skemdust vörur af vatni og reyk. en aldrei komst eldurinn þangað. Ragnar Petersen, kaupmaður, átti vörumar, en þær voru vátrygðar. Magnús Sigurðsson bankastjóri, bjó á neðstu hæð hússins, en hafði að auki á leígu nokkur herbergi á þriðju hæð. Miklar skemdir urðu á eigum hans, og alt sem hann átti á þriðju hæð, brann eða ónýtt- ist með öllu. Hann liafði vátrygt, en lágt, og bíður mikinn skaða. — Þrjár þjónustustúlkur voru þar, og gættu heimilisins í fjarveru hjón- anna (sem eru erlendis). Þær mistu alt sitt, nema fötin, sem þær stóðu í. Eigandi hússins, Kristján Ein- srsson kaupmaður, bjó á annari hæð; hann var fjarverandi, þegar brann. Allir innanstokksmunir hans vom óvátrygðir. Sumt af þeim brann, en sumt skemdist mik- ið af vatni og reyk. Magnús Guðmundsson kaupm. bjó og á annari hæð og ónýttust allar eignir hans. Þær voru óvá- trygðar. Varð hann fyrir stórtjóni. Ágúst Elíasson kaupmaður og Jón Björn Elíasson bjuggu sam- an á 3. hæð. Ágúst átti mikið af verðmætum húsgögnum og dýrum gripum. Brann það alt og var ó- vátrygt. Af eigum Jóns, sem voru ekki miklar, bjargaðist ein sæng. í þakherbergi á efstu hæð bjó Björg Sigmundsdóttir, ásamt ann- ari - stúlku og tveim börnum. Björguðust börnin með naumind- um, en það litla, sem Björg átti, brann alt, og var ekki vátrygt. Þorbjörg Þórarinsdóttir, ekkja, bjó með tveirfi börnum sínum á efsta lofti. Hún misti allar eigur sínar óvátrygðar, þar á meðal saumavél og prjónavél, og er henni það mjög tilfinnanlegur skaði. Á efstu hæð bjuggu ennfremur: Karl Ásgeirsson, málari, og Kari Kristjánsson, verkamaður. Þeir áttu ekki mikið innan stokks, en það sem var, þá brann það alt. Svo sem sjá má af framan- skráðu, er það mjög tilfinnanlegt tjón, sem íbúar hússins hafa orðið fyrir, og óvíða verið vátrygt. — Fólkið er misjafnlega stætt til að bera þenna skaða og víst væri brýn nauðsyn að rétta sumu af þvi hjálparhönd. I. O. O. F. 105768^4. Miss Evelyn Heepe les upp í Bárubúð í siðasta sinni í kveld, kl. 8)4, kafla úr Hamlet, einhverju frægasta skáldriti heims- ins. — I gærkveldi las hún kvæði og óbundið mál eftir ýmsa fræga höfunda. Aðsókn var meiri en fyrsta kveldið og mikið klappað, einkum síðast, þegar Miss Heepe hafði lesið kvæðið „Bjöllurnar“, eftir E. A. Poe. Ríkarður Jónsson myndhöggvari er nýlega kominn hingað til bæjarins. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 12 st., Vest- mannaeyjum 10, Isafirði 9, Akur- eyri 10, Seyðisfirði 6, Grindavík 15. Stykkshólmi 11, Grimsstöðum 5, Raufarhöfn 2, Hólum í Horna- firði 12, Þórshöfn í Færeyjum 10, Kaupmannahöfn 14, Jan Mayen 3, Mývogi 3 st. Loftvog lægst fyrir sutínan land. Norðan á suðaustur- Kvenna. Sumarskór, gráir, brúnir, svartir og hvítir. Do. Hússkór tir leðri frá kr. 7,50 parið. Do. Götuskór, reimaðir, frá kr. 10,00 parið. Karlmanna. Strigaskór, brúnir, með leðursólum. Do. Strigaskór, hvítir, með gúmmísólum. Sandalar. Mjög góðir, allar stærðir frá 27—41. Telpuskór, brúnir, með ristarbandi. Do. úr lákkskinni mjög góðir og fallegir. Barnastígvél, brún og svört, allar stærðir og margt fleira. Póstkröfur sendar um alt land. ' Virðingarfyllst B. Stefánsson & Bjarnar. Laugaveg 22 A. — Síini 628. f ‘ landi. Austan annars staðar; hæg- ur. Horfur: Kyrt veður. Templarar fara í stórum hóp til Þingvalla á sunnudaginn 8. júlí. Útlit er fyr- ir, að þeir fái gott veður og förin verði ánægjuleg. Blaðið hefir verið beðið að geta þess, að þeir, sem ætla að vera með, verða að hafa ákveðið sig á fimtudagskvöld, svo bifreiðastöðvar geti á. föstudags- morgun fengið að vita um þátttök- una og útvegað næga bila. Síra E. Hoff og frú hans flytja erindi í húsi K. F. U. M., uppi og niðri, annað kvöld kl. 8)4, og segja þá frá ýmsum kristnum Indverjum og kristnu safnaðar- starfi á Indlandi, þar sem þau eru kunnugust. Frú Hoff talar með túlk, en presturinn án túlks; allir Danir hér í bæ, Og aðrir sem skilja dönsku, eru sérstaklega velkomnir að hlusta á hann. Þetta verða síð- ustu erindin,' sem þau hjónin flytja hér í bænum. — Laugardaginn fara þau austur í sveitir og á þriðjudaginn til útlanda. Dularfull fyrirbrigði. („Á þröskuldi ósýnilegs heims“ heitir stór-merkileg bók eftir Sir William F. Barrett, og hefir hún undirtitilinn: „Yfirlit yfir fyrir- brigði spiritismans og sannanirn- ar fyrir framhaldslifi eftir dauð- ann.“ Einu sinni langaði mig til, að sú bók yrði þýdd á íslenska, en ekkert hefir úr því orðið. Dálítla hugmynd um andann í bókinfii geta rhenn fengið 'með því, að lesa formálann, og hefi eg snar- Botnmélniiig á j árnskip frá International Com- position & Farvefabrik Bergen, er besta tegnnd sam kægt er a& fá. Birgðir fyrírliggjaudi. i ÞÚEÐUfi SYTBINSSOlT& COr rð honum á íslensku, og fer hann hér á eftir, ef einhver kynni að hafa gaman af að lesa. Jakob Jóh. Smári.) F O R M Á L I. '„Þungvægustu sannanir vor- ar munu aldrei geta haft áhrif á hugi þeirra manna, sem vilja als ekki trúa, eða hirða jafn- vel ekki um að fræðast. Þeir munu taka sannanirnar fyrir í smápörtum og haína þeim lið fyrir lið. Sá maður, sem lýsir yfir því, að hann ætli sér að' biða, uns einhver einstök, ger- samlega fullnæg, sönnun komi •fram, vill í raun réttri ekki láta sannfærast, og ef hann er rök- fróður, þá veit hann sjálfur, að svo er. Því að hin nýja rökfræði hefir gert það ljóst, að aldrei er unt að „sanna“ einstakar staðreyndir með öðru, en sam- hengi þeirra við aðrar staðreynd- ir i kerfi. En þar sem hver stað- reynd kemur einstök fram á sjónarsviðið, er málum svo hátt- að, að hver sá, er vísar á bug >

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.