Vísir - 02.12.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 02.12.1926, Blaðsíða 3
VlSIR M AN CHETTSK YRTUR ENSKAR HUFUR FJÖLBREYTT úrval af sokkum. FYRIRLIGGJANDI sérlega stórt Tilbúnir vetrarfrakkar, stöðugt í úrvali, ódýrastar hjá stórt úrval, ódýrast hjá Verð frá 75 aurum. Ódýr- úrval af flibbum, linum og fyrirliggjandi hjá Vikar. V I K A R. V I K A R. ast hjá VIKAR. hörðum, ódýrast hjá Vikar. <unum rá'Sa? Vér erum nú í kreppu á ör'öug- um tímum. Margir eiga um sárt atS binda. Hinn svarti skuggi fá- • tæktarinnar guöar nú á margan gluggann í skammdeginu. Og þó veit eg að vér stöndum allir sam- an um þaö aS segja me‘5 skáldinur „Þú ert mó'Sir vor kær —» en þó fegurst og stærst og aö eilífu kærst, ert’ i ást og í framtíöar vor- draumum barnanna þinna.“ Ó, gu'5 vors lands — ó, lands vors gu'ö, blessa þú ættjöröu vora. VeÖrið í morgun. Hiti í Reykjavík i st., Vest- mannaeyjum i, ísafiröi I, Akur- eyri o, Stykkishólmi I, Grímsstöö- um -f- 3, Raufarhöfn I, (engin skeyti úr Hornafiröi eÖa Angmag- salik), Færeyjum 5, Kaupmanna- höfn o, Utsira 4, Tynemouth 3, Hjaltlandi 6, Jan Mayen 1 st. — Mestur hiti* hér í gær 1 st., mins- ur -f- 2 st. Úrkoma 7.1 mm. — Loftvægislægö yfir suövestur- landi á austurleið. Allhvass suö- vestan í Noröursjónum. — Horfur: Suðvesturland: í dag allhvass vestan. í nótt sennilega hvass norð- an. — Faxaflói og Breiöafjöröur: I dag vaxandi norðlæg átt, í nótt allhvass norðan. — Vestfirðir: í dag allhvass norðaustan. í nótt sennilega hvass norðan. Hríöar- veður. — Norðurland og norð- austurland: í dag noröaustlæg átt. £ nótt allhvass norðaustan. Snjó- koma. — Austfirðir: í dag hæg- viðri. í nótt austlæg átt. Nokkur úrkoma. — Suðausturland: í dag . og nótt breytileg átt. Nokkur úr- koma. Hátíðahöld fóru hér fram í gær og gengust stúdentar fyrir þeim. — KI. IJ4 gengn stúdentar í skrúðgöngu frá Mensa til Alþingishússins og var leikið á lúðra, en Sig. Eggerz bankastjóri flutti ræðu þá, sem prentuð er á öðrum staö í blaðinu. - Kl. 4 var skemtun haldin í Nýja Bíó. Þar lék Þórarinn .Guðmunds- son á fiðlu, en E. Thoroddsen lék undir. Síðan flutti prófessor Sig- urður Nordal ræðu um Eggert Ólafsson, Óskar Borg las upp tvö kvæði eftir Einar Benediktsson, þeir Árni Jónsson og Símon Þórð- arson sungu nokkur lög en frú Arnalds lék undir, og siðast lék Emil Thoroddsen á píanó. Árangurslaus leit hefir því miður orðið að vélbát- inum Baldri, og er mjög hætt við að hann hafi farist. Þessir fjórir menn voru á bátnum : Formaður : Helgi Helgason, Klapparstíg 16, kvæntur maður og átti 3 börn, há- setar: Brynjólfur Stefánsson, Hverfisgötu 59, ókvæntur, Páll Sigurðsson, Þingholtsstræti 8, ókvæntur, Sigurbjarni Bjarnason, Óðinsgötu 16 B, kvæntur. Rávarður ísfirðingur er nú á leið til Englands með is- fislc, sem keyptur var af róðrar- bátúm við Djúp. Leikhúsið. Tengdamamma eftir Kristínu Sigfúsdóttur verður leikin í kveld í Iðnó. Safnaðarfundur verður haldinn i dómkirkjunni n.k. sunnudag kl. 5 síðd. Umræðu- efni: 1. Um bygging nýrrar kirkju í Reykjavík og 2. um heimilisguð- rækni. Mme Germaine Le Senne, hin fræga söngkona frá óper- unni í París, heldur hljómleika í Nýja 'Bíó næstk. föstudagskveld. M. a. er frúin ætlar að syngja, eru lög úr hlutverkum hennar viö Parísar óperuna, ásamt þrem ísl. lögum „Draumalandið“ (Sigf. Ein.), „Nótt“ (Á. Th.) og „Bíum, bíum, bamba“ (Kaldalóns). - Eins og sjá má, eru þetta úrvals-við- fangsefni. — Frúin hefir geti'ð sér hér sem annarsstaðar mikinn orðs- tír fyrir rödd sína, og meðferð alla á hlutverkunum, enda mun vart hafa heyrst hér þróttmeiri eöa hljómfegri kvenrödd. Þór kom snemma í morgun frá ísa- firði. Suðurland fór til Borgarness í morgun. Lyra fer héðan kl. 6 í kveld áleiðis til Noregs. Málverkasýning Júlíönu Sveinsdóttur er opin kl. 10—5^2 og 8—10 á kveldin. Sal- urinn er svo vel raflýstur, að sýn- ingin nýtur sín ágætlega við raf- ljósin. Gamla Bíó sýnir nú mjög góða mynd, er lieitir ,,Brúðkaupsnóttin“. Það er skáldsaga eftir hinn góðkunna höfund Rex Beach. Rudolph Val- entino leikur þar aðalhlutverkið. Nýja Bíó sýnir mynd sem heitir „Heldra fólkið í New lYork“. Mynd þessi sýnir líf hins svokallaða heldra fólks í New York. Þar leika þau Milton Sills og Corinne Griffith. hélt í stríðið, 85 ára gamall. Þá var það einu sinni, að hann gleymdi að heilsa Tordenskjold, sem svaraði því með því að slá sverði sínu á herðar hönum. Dra- kenberg sneri þá sverðið úr hendi honum og þeytti því yfir næsra hús. Og fékk vitanlega nokkurra daga fangelsi fyrir. Þegar Drakenberg var 91 árs, hætti hann siglingum og settist þá að í Danmörku. Þegar hann var 111 ára gifti hann sig sextugri ekkju, sem dó fám árum síðar. Þegar hann var 132 ára, settist hann að i Árósum og bjó þar til æfi- loka. Honum var mjög umhugað um að giftast aftur og var sífelt í bónorðsförum, þangað til hann var 140 ára. Hann var þáennífullu fjöri, og fóru tröllasögur af kröft- um hans. Þegar hann var 138 ára ruddi hann veitingakrá, — milli tíu og tuttugu gestum hafði lent saman í áflogum, og Drakenberg lét þá alla út. Drakenberg var orð. inn frægur um öll Norðurlönd, og fóru menn í hópum til Árósa, til þess að sjá hann. Loksins sálaðist hann — 146 ára gamall. Miklar skuldir. — Lítil afborgun. Hitt OÉjetta. Metusalem Norðurlanda. Hinn 18. nóvember voru 300 ár liðin síðan sá maður fæddist, sem frægastur hefir orðið allra Norð- urlandabúa fyrir elli sína. Hann hét Kristján Drakenberg, og er fæddur í Bohúsléni i Sviþjóð. Þrettán ára fór hann fyrst í sigl- ingar, var liðsforingi i her þeim, sem háði ófrið við Svía á dögum Friðriks III., Kristjáns V. og Frið- riks IV., en þess á milli stýrimað- ur á kaupskipum. Iiann var hand- tekinn af Tyrkjanum þegar hann var 68 ára, og seldur í ánauð til Trípólis, og þræla'öi þar þangað til hann varð 83 ára, en þá flýði hann og komst labbandi alla lei'ð til Danmerkur. Þá var þar ófrið- ur í landi, sem fyr, og Drakenberg Fjögur ár eru liðin síðan Bretar sömdu við Bandarikjamenn um af- borgun á herlánum sínum, sem að mestu gengu — ekki til Breta 1 sjálfra — heldur til bandamanna þeirra i Evrópu, einkum Frakka. Síðan hafa Bretar greitt Banda- ríkjunum stórfé á ári hverju, en ekkert fengið i staðinn frá sínum skuldunautum, fyr en lítilsháttar nú í ár. Nýlega var gerð fyrir- spurn í þinginu til ensku stjórnar- innar um það, hve mikið skuldu- nautar Breta heíðu greitt þeim til þessa, og í svari sínu gaf Churchill fjármálaráðherra þessar upplýs- ingar: Frakkar hafa greitt 2 mil- jón pund af 797.400.000 sterl.punda skuld, ítalir 4 miljón pund af 270.750.000 punda skuld, og Rú- menar 50.000 pund af 31.200.000 sterl.punda skuld. Belgar og ýms- ir fleiri ekki neitt. W Esja er héðan annað kveld kl. 8, aust- ur og norður um land. Vindlap. mest og best úrval. Landstjarnan. Þingkosningar í BancLaríkjunum. Kosningar til öldungadeildar og neðri málstofu Bandaríkjanna fóru fram snennna í nóvember, og hali- aði þar á flokk Coolidge forseta, „republikana“. Mistu þeir sjö sæti í öldungadeildinni og 12 í neðri máistofunni, en hafa eigi að síður meiri hluta í báðum deildum. Eft- ir kosningarnar er flokkaskifting- in i þinginu þannig: í öldunga- deild 47, „demokratar", einn bændaflokksmaður og 48 „republi- kanar“, en í neðri málstofu hafa „republikanar" 41 atkvæðis meiri hluta. Eru þingmenn þar alls 435. Bannið var einna efst á dagskrá í kosningahríðinni og gengið er að því vísu, að forsetakosningarn. ar næsta ár*muni einkum snúast um það. I New York-fylki unnu andbanningar mikinn sigur í þess- um kosningum, og var máttar- stólpi þeirra, „Voti-Smith“ kos- inn með yfirgnæfandi meiri hluta. Er talið sennilegt að hann verði í forsetakjöri næsta ár. Fjórar konur náðu kosningu nú, þar af þrjár á móti banni. Af 35 nýkjörn- um öldungadeildarfulltrúum eru 26 bannmenn, og í neðri málstcfu er 300 bannmenn af 435 fulltrúum. 1 ÁST OG ÖFRIÐUR. stödd, og í þessum hugsunum var hún, þegar Reutlingen kom inn lil hennar. „Jæja þá, náðuga ungfrú. Plafa yður liugsast nokkur ráð ?“ spurði hann. „Þessar uppástungur, §em við vorum með í gær, finnast mér öldungis ótækar i dag, og Herz- berg segist jafnvel hafa heyrt, að Trebenow kammerherra sé farinn til Varsjá. Sömuleiðis hefi eg minst á Traut- witz frænda yðar við Herzberg og Eickstedt, 0g við vor- um allir á sama máli um hann.“ „En hvað á þá að verða um mig?“ spurði Úlrika með titrandi röddu. „Hér get eg ekki verið, og eg get held- ur ekki farið héðan —.“ „Nei, þér hafið alveg rétt fyrir yður,“ sagði hann mjög álcveðið. Þér megið til að gera yður vel ljósar allar ástæður yðar enn einu sinni.“ „Eg þarf þess ekki,“ svaraði Úlrika með ákefð. „Mér liggur við að örvænta þrátt fyrir þessa einbeittni yöar og skorinyrði. Eg kæri mig ekki um meira af svo góðu.“ Hann ýtti hægindastól til hennar og settist andspænis henni. „Nú skal eg segja yður rnína uppástungu. Kannske ör- yæntingin neyði yður til að fallast á hana.“ Hann sótróðnaði og dró andann djúpt: „Giftist þér mér og farið svo^með okkur sem eigin- kona mín!“ „Herru von Reutlingen!“ hrópaði Úlrika. Henni hefði ekki orðið meira um, þótt hann hefði otað að henni sverð- inu, og ekki hljóðað liærra. Hún spratt á fætur og ætlaði að rjúka út úr stofunni. „Bíðið þér við,“ sagði hann og neyddi hana til að setj- ast aftur í hægindastólinn. „Þér verðið að hlusta á mig áður en þér farið.“ „Er það riddara samboðið að smána mig þannig i ein- stæðingsskap mínum?“ spurði hún hálfkjökrandi. „Eg er ekki að smána yður — eg bið yður eiginorðs eins og heiðarlegur maður í einlægni og alvöru.“ „Og hvað gengur yður til þess?“ spurði hún loksins. „Eg geri það til þess að bjarga yður og vernda yður — til þess að efna loforð mitt. Eg vil umfram alt standa við það.“ Henni fanst að hann hefði átt að bæta við : „Og eg elska yður.“ En hún vissi raunar vel, að honum kom það ekki til hugar. „Þetta er dæmalaust!“ sagði liún og rann henni í skap. „Hvernig í ósköpunum dettur yður slík fjarstæða í.hug? Það er hrein og bein móðgun.“ ',,Eg get ekki séð, að það sé neitt daémalaust við þessa uppástungu, hvað mig snertir," svaraði hann. „Það get- . \ ~t\L~:.'* ...' . ur alls ekki talist móðgun að heiðvirður maður biðji sér ungrar stúlku í heiðarlegum tilgangi." Úlrika þorði ekki að mótmæla þessari ofanígjöf. Eftir stundarþögn leit hún feimnislega á hann og sagði: „En eg hefi ekki kynst yður hætis hót og þér ekki heldur mér.“ „Eg hefi kynst yður nægilega," svaraði hann brosandi, „og eg mun aldrei óska mér indælli og ástúðlegri konu en þér munuð verða." Það fór hrollur um hana. „Heldur vil eg deyja,“ sagði hún með ósjálfráðri festu og alvöru. Þá fór hann að hlæja. „Það lái eg yður alls ekki, náðuga ungfrú,“ sagði hann. „En dauðinn er nú ekki það versta, sem getur hent bæði mig og yður. Ef eg skildi yður hér eftir í reiðuleysi, þá kynni eitthvað að bera yður aö höndum, sem væri þús- undfalt verra en dauðinn, og til þess að vernda yður frá slíku, þá býð eg yður hönd mina og ættarnafn, vernd ætt- ar minnar og stöðu rnína. Upp frá þeirri stundu þurfið þér ekkert að óttast. í prússneska hernum er enginn sá liðsforingi og yfirleitt enginn sá maður, sein mundi dirf- ast að sýna eiginkonu Reutlingens annað en tilhlýðilega lotningu og virðingu." Úlrika brá hönd fyrir augu sér. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.