Vísir - 02.02.1931, Blaðsíða 4
VlSIR
Skjaldarglfma írmanns.
Siguröur Thorarensen vinnur
skjöldinn til eignar.
Hún fór fram í gær, eins og til
stóíS, fyrir fullu húsi áhorfenda.
Fór svo, sem margan ugöi, aö
skjöldurinn var unninn til fullrar
eignar, og var þaS glímukóngur-
inn Siguröur Thorarensen, svo
sem flestir væntu, sem skjöldinn
bar af hólmi, en skartSan þó, því
a!5 hann féll einu sinni. Sá amiar
af keppendum, sem skjöldinn gat
unnið til fullrar eignar, Jörgen
Þorbergsson, var í essinu sínu, og
stóðst enginn fyrir glímni hans og
bragðkyngi, nema SigurSur einn.
Var og mjótt á mununum, atS
einnig hami bi'ði lægra hlut, því
aíí þeir Sigurður urðu að glíma
þrjár glímur áður yfir lauk. Fyrstu
glímuna vann Sigurður, og stóðu
þeir þá báðir jafnir, með 9 unnar
og x tapaða glimu. Önnur var
dæmd ógild, og þriðju glímuna
vann Sigurður einnig hreinlega —
og þar með skjöldinn.
Vinningar í glímunni féllu svo:
Sigurður Thorarensen og Jörgen
Þorbergsson 9 vinninga hvor,
Ágúst Kristjánsson 7 vinn., Georg
Þorsteinsson, Tómas Guðmunds-
son og Þorsteinn Einarsson 6
hver, Lárus Salómonsson 5, Stef-
án Bjamarson 3, Hallgrímur
Oddsson 2 og Axel Oddsson og
Jóhann Ingvarsson 1 vinning
hvor.
Tveir keppendur, sem ekki voru
á skrá, bættust við, þeir Lárus
Salómonsson, og Tómas Guð-
mundsson, sem kom í stað annars
glímumanns frá K. R., er skráður
vaf.
Glíman var yfirleitt falleg og
vel glímd, og enginn keppanda
glímdi illa eða ódrengilega, þó að
6 ú m m í s t i m p 1 a r eru búnir til í FélagsprentsmiðjuimL Yandaðir og ódýrir.
kapp væri mikið og móður í sum-
um keppöndum. Keppendur þeir,
er K. R. sendi, voru allir sérlega
liprir og harðskeyttir glímumenn,
en helst til léttir og þróttlitlir, —
nema Tómas, sem lagði glímu-
kóngimi og tvo aðra beljaka,
miklu stærri og þyngri en hann
sjálfur, en lá svo fyrir hinum
smærri, eins og Guðni kóngabani
hérna um árið.
j Verðlaunin fyrir glimusnild
* fékk Georg Þorsteinsson, að ein-
! róma áliti dómnefndar.
Áður en gliman byrjaði — með-
an beðið var eftir glímulækninum
— las Sigurjón Pétursson upp
ákvæði í. S. í. um íslenska glímu,
og var gerður góður rómur að. Er
það góður siður, og ætti að takast
upp við öll stærri glimumót, að
• kynna áhorfendum þessi ákvæði í
i fáum orðum áður en leikur hefst.
Að leikslokum útbýtti forseti
í. S. í. verðlaununum með stuttri
ræðu og tilkynti, að Glimufélagið
Armann tnundi gefa nýjan skjöld,
sem kept yrði um á sama tíma að
ári, og bað menn að síðustu að
hrópa húrra fyrir glímunni, og
var það gert af heilum huga og
fullum bálsi.
Gliman fór hið besta frant, og
engin slys lcomu fyrir. Er það nú,
sem betur fer, orðið miklu fátið-
ara, að liðhlaup eða beinbrot
hljótist af kappglimum en áður
fyrr, og sýnir það að þjálfun
glimumanna hefir tekið miklum
framförum á seinni árum.
i fttsðlnnni t d.
til viðbótar áður auglýstu:
Kaffistell 6 rnanna 10,00
Pottar alum. stórir 4,00
Hitaflöskur 1,20
Sleifasett 7 st. 2,00
Skolpfötur emaille 1,80
Skaftpottar emaille 0,50
Náttpottar emaille 1,20
Þvottabalar emaille 6,00
Saltílát emaille 2,60
Hrákadallar emaille 2,00
Gasbökunarform 5,00
Kökuform 0,75
Diskar emaille 0,50
Bollabakkar 2,00
Skrautpottar 2,80
Myndai’ammar 0,50
Barnatöskur 0,80
Bamakerti 30 st. 0,50
Teskeiðar 2ja tuma 6 i
kassa aðeins 2,50
Dúkku-
kaffi-, matar-, þvotta-
stell 0,50
Myndastyttur litlar 0,25
Smáleikföng ýmiskonar 0,35
og ótal margt fleira afar ódýrt,
minst 20% afsláttur af öllu.
Aðeins einu sinni á ári útsala
hjá okkur.
X EiHmtx l irn.
Bankastræti 11.
KaptöfluF.
Við höfum sérstaklega vand-
aðar og góðar kartöflur i stærri
og smærri kaupum og saltkjöt
á eina litla 50 au. pr. % kg.
Von.
Hjarta-ás smjörlíkið
er Tlnsælast.
ásgarður.
Vinxmföt,
góö og ódýr,
fást hjá
faid. Ponlsen,
Klapparstíg 29.
Sími 24.
p VINNA |
Stúlka óskast i létta árdegis-
vist. Verður að sofa heima
Freyjugötu 10, niðri. (20
Stúlka eða unglingur óskast
í vist. Guðríður Ottadóttir,
Öldugötu 26, uppi. (18
Dugleg og vön stúlka óskast
vikulega til að þvo þvott. Frú
Elly Eiríksson, Hafnarstræti 22.
____________________________06
Sendisveinn, 14—15 ára, get-
ur fengið atvinnu strax. Láms
G. Lúðvígsson, skóversl. (11
Stúlka vön húsverkum ósk-
ast í vist til 14. mai á Grettis-
götu 13 til Þorsteins Sigurðs-
sonar. (8
Stúlka óskast i vist, Frakka-
stíg 22, niðri. (26
Tek að mér uppsetningu' og
viðgerð á viðtækjum og loft-
netjum. Til viðtals Skólastræti
4, frá kl. 10—12 árd. Sími 999.
(1260
I LEIGA |
Kjallarann Þingholtsstræti 2
viljum vér leigja strax. Ágætt
geymslupláss. Sanngjöm leiga.
Lárus G. Lúðvígsson, skóversl.
(13
SKILTAVINNUSTOFAA
Túngötu 5. (481
4 hestar i óskilum i Tungu;
einn rauður, tveir brúnir, 1
jarpur. (15
Drengurinu, sem fann lykl-
ana fyrir framan húsið Lindar-
götu 38, er vinsamlega beðinn
að skila þeim til Guðjóns Guð-
mundssonar, Barónsstíg 24. (14
VIÐGERÐA sé vitjað tafar
laust ailnar seldar fyrir kostn
aði. Körfugerðin, Skólavörðu
stig 3. (12
Kommóður, nýjar og notað-
ar til sölu með tækifærisverðii-
Vörusalinn. (1Ö
Ódýr homskápur til sölu.
Vörusalinn, Klapparstig 27.
Sínii 2070. (9
Darieur, tulipanar rauðir og
bláir. Hyacinther, páskaliljur
daglega til sölu í Suðurgötu 12.
Joh. Schröder. (627
| HÚSNÆÐI
Lítil stofa með forstofuinn-
gangi óskast til leigu strax. Fyr-
irframgreiðsla ef óskað er.
Uppl. í sima 2101 frá kl. 6. (24
Forstofustofa með husgögn-
mn til leigu yfir lengri eða
skemri tíma, Yesturgötu 24.
(23
Herbergi til leigu á Ránar-
götu 34. * (22
Stofa með einhverju af liús-
gögnum til leigu. Fæði á sama
stað, helst fyrir þingmann.
Uppl. i sima 347. (2i
Stofa með ljósi, ræstingu og
hita til leigu. Aðgangur að
síma. Uppl. á Haðarstíg 2. (19
Lítið, sólríkt herbergi, er til
leigu á Ránargötu 24. Simi
1063. ' (17
Gott herbergi til leigu strax
með þægindum, á Grettisgötu
79. (25
íbúð óskast frá 14. maí. Ólí
Blöndal, Vesturgötu 19. Sími 718.
(5o£
Upphituð herbergi fást fyrír
ferðamenn ódýrast á Hverfis-
götu 32. (385
9 KENSLA
Kenni þýsku.
Desiderius Takács, kl. 10%—-
12 % og 5—7%. Skjaldbreiðf
herbergi 4. (708
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN
Hvert stefnir ?
Hvert er viðhorfið nú, að því er snertir framleiðslu
og bjargræðisvegu Islendinga?
Eítir síra Mar/mís Bl. Jónsson.
III.
ASalkostnaðarliðir útgerðanna eru:
Salt (ís), kol (olía), veiðarfæri, fæði, mannalaun á sjó
og landi, viðhald skips og vélar, vextir af stofnfé og rekst-
ursfé, afborganir stofnfjárskulda, opinber gjöld o. s. frv.
Skulu nú gjaldaliðir þessir athugaðir.
X. — Salt má elcki spara, enda er tæplega um ójjarfa-
eyðslu þar að ræða, umfram það, sem fiskurinn þarfnast.
2. — Öðru máli er að gegna um kolin. Þau mætti vafa-
laust fara betur með að ýrnsu leyti, eu nú tíðkast. Gæti
þar komið til greina:
Ríkara eftirlit með vélstjórum og kyndurum um hirð-
ingu vélanna og meðferð kola.
Aðhald að skipstjórum til vamar þrautkyncling (full
speed) að nauðsynjalausu eða þarflitlu, sem kostar óhemju
eyðslu á kolum. Jafn kolafrekt er og hitt, og ekki síður
óhæf aðferð, að halda skipunum úti við veiðar í hálf-
eða alófærum veðrum, við litiun afla, og enn fráleitara
er þetta, þegar fiskurinn er orðinn svo verðlaus, sem nú.
Slíkt ofurkapp veldur og útgerSunum eigi aðeins of mik-
illi kolaeyðslu, heldur ofreynir skip og vélar, sem kemur
fram í auknum viðhaldskostnaði og, það sem lakast er,
getur valdið líftjóni heillar skipshafnar, ef nokkuð ber
Út af.
Sennilega mætti spara útgerðunum álitlega fjárhæð, ef
þær legðu saman og keyptu í félagi þær tegundir þarfa
sinna, er mestan kostnað fela í sér, með samvinnusniöi,
eða á annan hagkvæman hátt. En sérstaklega liggur þetta
lieint við um salt og kol, þar sem flutningsgjaldið er til-
tölulega svo mikill hluti verðsins. En flutningsgjaldið má
færa til muna niöur, með þvi einu, að flytja það upp í
rniklu stærri og færri skipum, en verið hefir. Þetta ætti
útgerðunum, sem heild, að vera innan handar, með að-
stoð bankanna, sem ganga má út frá, að ekki mundu síð-
ur tryggja innkaup þessarar útgerðarvöru fyrir heildar-
félag útgerðanna, en fyrir marga einstaka milliliði, eins
og verið hefir undanfarið, og hlaut að vera, meðan engin
samstarfstilraun var gerð á þessu sviði.
3. -— Fæðiskostnað útgerðanna rná vafalaust færa mik-
ið niður, án þess að nokkur rnissi nokkurs í. Á þessum
kostnaðarlið gæti eg trúað, að mjög álitleg fjárhæð fari
í sjóinn frá útgerðunum árlega, aðeins fyrir öfugt fyrir-
komulag. Nú er það svo, að útgerðirnar fæða skipshafn-
irnar. Þetta veldur því, að matsveinar verða að reyna
aö synda milli skers og báru, þar sem annars vegar er
útgerðin, sem þarf og vill að vel sé á haldið, hins vegar
meira og minna heimtufrekir kostgangarar, sem engar á-
hýggjur hafa af hag útgerðarinnar. Surnir jafnvel þykj-
ast því meiri menn, sem þeir geta rneiru eytt og glatað
fyrir henni. Það er sannarlega ekki öfundsverð staða, fyr-
ir samviskusaman mann, að synda þarna á milli. Og svo
er þeim venjulega — oft ranglega — kent um, hve fæðis-
kostnaðurinn verður langt yfir hóf fram.
Þessu jjarf að gerhreyta. Engin útgerð á að hafa nein
afskifti af fæði skipshafnar, heldur á að vera matarfélag
á hverju skipi. Þá geta þær ráöið því sjálíar, hve miklu
þær vilja eyða umfram þurftarfæði. Og ólikt hægra er
fyrir þær, en útgerðarmenn í landi, að líta eftir, að veí
sé farið með alt af matsveinum, er þær réðu og rækju
sjálfar matarfélagið.
Þessi breyting er alveg sjálfsögð, og frá henni má ekkí
þoka hið minsta. Og vitanlega má ekki miða kauphækk-
un fyrir fæðinu við þá eyðslu, sem undanfarið hefir átt
sér stað, heklur viö hæfilegan fæðiskostnað.
Þetta fyrirkomulag er alls ekki óþekt hér, enda hefír
j>að gefist betur, að því er mér hefir sagt verið, j>ar sení
j>að hefir verið reynt.
4. — Veiðarfærakostnaðinn má að sjálfsögðu færa stór-
mikið niður, og hann verffnr að færast niður. Fyrst og
fremst á hiö sama við um veiðarfæraslit fyrir ofurkapps-
fulla sjósókn í ófærum veðrurn, sem tekið var fram utii
kolaeyðsluna, að þá fara veiðarfærin oft verst, er minst
aflast. En ekki iiggtir það þó eingöngu í þessu, að- íslensk-
ir togarar t. d. eyða 5—10 faldri upphæð i veiðarfæri
á við erlenda togara á sama tíma og á sömu miðum. Þetta
hlýtur að vera fólgið í sama galdrinum, sem j>að, að ís-
lenskar togaraútgerðir tapa fé á rekstrinum á sama tíma,-
sem samskonar erlendar útgerðir græða á rekstrinum
liér, með hálfu minni afla. Þess verður þó að geta héiv
að mjög er veiðarfæraeyðslan misjöfn á hinum ýmsu skip-
um, eins og annað, enda afkoma útgerðanna misjöfu.
Eitthvað svipað hefir heyrst um ótrúlega vei'Sarfæraeyðslu
á línuveiðurum vorum, j>ó að hún einnig þar sé svo mis-
jöfn, að eg hefi líka heyrt um ótrúlega litla eyðslu þat
á jæssuin lið. Svo er það misjafnt, hversu á er haldið
Framh,