Vísir - 16.02.1933, Blaðsíða 4

Vísir - 16.02.1933, Blaðsíða 4
V I S I R Japanskar eldspýtur góðar og ódýrar i heildsölu hjá Jóh. Ólafsson & Co. nje ,l2Jítalati0?fe^aoi(mr íiemtste fataiítcingtm og íihm l&anga9«g 34 ^ímii 1300 sKegUiaotk Við endurnýjum notaðan fatnað yðar og ýmsan húsbúnað, sem þess þarf með, fljótt, vel og ódýrt. Talið við okkur eða símið. Við sækjum og send- um aftur, ef óskað er. Hljómsveit Reykjavíkur. Um það eru ekki skiftar skoð- anir, að góð hljómsveit er mjög þýðingarmikil fyrir músik- menninguna og nauðsynlegt skilyrði þess, að mörg ágæt tón- verk fái notið sin að fullu. Það var því þarft spor stigið, er Hljómsveit Reykjavíkur var stofnuð fyrir nokkrum árum. í fyrstu var Hljómsveitin ófullkomin og varð að nota slaghörpu og harmonium til uppfyllingar. Það varð að tjalda því, sem til var. Menn fóru að tala um, að eiginlega væri þetta ekki „symphoniskt orkester“, heldur að eins „salon orkester“ og varla það, en stofnendurhir litu sjálfir svo á, að hljómsveit- in væri visir að stórri hljóm- sveit. Þessi visir hefir síðan dafnað undir handleiðslu dug- andi manna og eigum við nú sannarlega hljómsveit, sem er meira én nafnið tómt, að vísu litil enn þá, en þó í stöðughm vexti, og á nú það sæti í huga fjölda bæjarbúa, að þeir setja sig ekki úr færi að hlýða á liana, þegar hún lætur til sín heyra. Það sýndu best siðustu hljóm- leikar hennar síðastl. sunnudag. Þrátt fyrir aftakaveður, eitt- iivert mesta óveður, sem hér hefir komið árum saman, var húsfyllir. Af þvi má marka, að menn kunna að meta tónsmíð- arnar, sem hljómsveitin flytui', og meðferð hennar á þeim. Á hljómleikunuxn á sunnu- daginn lék hljómsveitin fyrst forleik að sorgarleiknum „Lo- doiska“ eftir Luigi Cherubini, undir stjórn stjórnanda síns, Dr. Franz Mixa. Hann tók hlut- verki sínu með þeirri alvöru, sem tónverkið krefur, og má þakka honum þann orkester- svip, sem á því var. Þannig „söng ekki hver með sinu nefi“, eins og þar stendur, lieldur fengu aðallínur og raddir notið sín, en hinar veigaminni höfðu lægra. Mjög ánægjulegt var að heyra fiðlukoncertinn í a-moll, eftir Vivaldi, sem Björn Ólafs- son, sonur Ólafs Björnssonar heitins ritstjóra, nemandi Tón- listaskólans, lék, með undii'leik Hljómsveitarinnar. Bæði var tónsmíðin fögur og fjörlega leikin og sýndi Bjöm ótvíræða hæfileika með spili sínu. Ungfrú Helga Laxness, einn- ig nemandi Tónlistaskólans, lék á slaghörpu d-moll Fantasíu eft- ir Mozart og „Alla Turca“, lék a-dúr sónötu eftir sama höfund. Var meðferð hennar næm og bar vitni um góðan smekk og hæfileika. Siðan lék Hljómsveitin „Lof- gjörð til islenskrar tungu“ eftir Max Raebel og íslensk rimna- danslög, op. 11, eftir Jón Leifs. Rímnadanslögin voru fjörlega leikin og féllu í ágætan jarðveg, enda rammíslensk. Búningur- inn er óbrotinn, en þau eneistra af lifgþrótti. Er það sjálfsögð ræktarsemi við islenska tónlist, að leika íslenskar tónsmiðar, sem þess virði eru, að almenn- ingur fái að kynnast þeim, enda hvöt fyrir tónskáldin okkar, að leggja sig fram. Dr. Franz Mixa á manna mest þakkir skildar fyrir þann góða árangur, sem nú hefir ver- ið náð, og get eg tekið undir orð Páls Isólfssonar um hann, í tilefni af fyrstu hljómleikum Hljómsveitar Reykjavíkur a þessum vetri, að hann sé manna best fallinn, þeirra sem liér á landi eru, til að efla og þroska hljómsveitina, sakir mannkosta, ósérplægni og mentunar. B. A. Aodlitsfegrnn. Gef andlitsnudd, sem læknar bólur og filapensa, eftir aðferð mrs. Gardner. — Tekist hefir að lækna bólur og filapensa, sem hafa reynst ólæknandi með öðrum aðferðum. Ath. Viðtalstími minn er frá 5—7, á Bókhlöðustíg 8. (Horn- inu á Miðstræti og Bókhlöðu- stíg). MARTHA KALMAN. Heimasími: 3888. | LEIGA | Sölubúð og vinnustofa ósk- ast til leigu, í eða við miðbæ- inn. A. v. á. (327 TAPAÐ-FUNDIÐ g Mógrár köttur (högni) i óskil- um, Grundarstíg 4. Vinsamleg tilmæli að hann ve'rði sóttur. (305 Budda með peningum tapað- ist í miðbænum i gær. Skilist á afgr. blaðsins. (325 Sjálfblekungur gleymdist á pósthúsinu 13. þ. m. Skilist i Þingholtsstræti 27, gegn fund- arlaunum. D. Sch. Thorsteins- son læknir. (331 VINNA I Stúlka óskast strax. Upplýs- ingar Kárastíg 8, uppi, frá 6— 8 í kvöld. (309 Prjón er tekið i franska spí- talanum. (304 Geri uppdrætti af allskonar húsum. Þorleifur Eyjólfsson, húsameistari, Öldugötu 19. (303 Lítið, miðstöðvarhitað her- bergi óskast strax, helst í suð- urhluta austurbæjar. Uppl. hjá skjalaverði Alþingis. (322 2—3 herbergja ibúð óskast frá 1. eða 14. maí með nútíma þægindum. Leigist til 1 árs, ef um semur. Uppl. í síma 2463, fyrir laugardag. (320 r KAUPSKAPUR Sænska happdrættið. Innleysi skuldabréfin. — Dráttarlistar sýndir. — Magnús Stefánsson, Spítalastíg 1. (316 Stúlka óskast i vist 1. næsta mánaðar. Vesturgötu 54 A. (321 Dugleg stúlka óskast strax. Gott kaup. A. v. á. (318 Stúlka óskast á Vesturgötu 53 B. (313 3ja| lampa tæki (tekur út- lönd), fyrir riðstraum, til sölu ódýrt. Til sýnis eftir kl. 7, Hverfisgötu 44, niðri. (308 Divanar, dýnur. Vandað efni, vönduð vinna, lágt verð. Vatns- stíg 3. Húsgagnaversl. Reykja- vikur. (317 Stúlka óskast í nágrenni Reykjavíkur. Þarf lielst að geta mjólkað. Uppl. Þingholtsstræti 23, uppi. (323 I 1 Á Túngötu 18 (kjallaranum) er saumaður barna- og kven- fatnaður, þar með talin peysu- föt og upphlutir. (329 | HÚSNÆÐI^I Lítið herbergi, með húsgögn- um, sem næst miðbænum, ósk- ast. Uppl. lijó Magnúsi Guð- mundssyni, Hafnarstræti 18. (312 Stór stofa og eldliús til leigu nú þegar á Lindargötu 41. (311 Eitt herbergi og eldhús, með sérinngangi, til leigu nú þeg- ar á Rauðarárstíg 10. (310 Mig vantar herbergi án liús- gagna frá 1. mars. Georg Tak- ács, Hverfisgötu 44. Póstliólf 586. (307 Stór, skemtileg stofa til leigu á Grundarstíg 11. (315 [’JjJgr'- Garnið góða nýkomið. Afgreiðum mjög fljótt prjóna- pantanir. Komið meðan úrval- ið er inest. Prjóna- og sauma- stofan, Klapparstig 27. — Simi 2070. (320 kl£) 'uoA í ulos IIX 'UB -gaou gn issojppQ gaui iiuiojj ifofuunpjis jt? jpjjjos juijjjojvt Ágætt radiotæki til sölu. —■ Uppl. í síma 4780. (319 BLINDRA IÐN. Handkörf- ur, bréfakörfur og burstar„ flestar tegundir, til sölu í Bankastræti 10. Sími 2165- (248 VERÐLÆKKUN. Reykjavík- ur elsta kemiska fatahreinsunar og viðgerðarverkstæði, stofnað 1. okt. 1917, hefir nú lækkað verðið um 127o. — Föt saum- uð, fötum breytt. — Komið tit fagmannsins Rydelsborg klæð- skera, Laufásvegi 25. Sími 510. Föt kemiskt hreinsuð og press- uð 7 kr. Föt pressuð 2.75, bux- ur 1 kr. (1058 4 stofur og stúlknaherbergi, með öllum nútíma þægindum, er til leigu 14. maí. Lysthafend- ur sendi nöfn sín í lokuðu um- slagi fyrir sunnudag, merkt: „14“. (328 Herbergi með sérinngangi er til leigu fyrir einhleypan mann eða stúlku. Þingholtsstræti 23, ujipi. (324 óska eftir tveim herbergjum 14. maí. Tilboð sendist Vísi, merkt: „32“. (306 Hvanneyrarskyr fæst daglega í Matarverslun Tómasar Jóns- sonar. (270 Falleg, ný vetrarkápa, á með- alstóran kvenmann, til sölu með tækifærisverði í verslun Guðrúnar Jónasson, Aðalstr. 8. (330 Columbia-grammófónn, sem nýr, til sölu. Tækifærisverð. — Simi 1868, frá 7—8. siðd. (332 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN. HEFNDIR. veru en flestir aðrir menn. Um liádegisbilið tók hann sér bað, og klæddist hinum skrautlausu, dökku klæðum sínum. Því næst gekk hann í borðsalinn og neytti hrisgrjóna sinna, en hafði þó litla matarlyst. — Þegar húmið færð- ist yfir, lét hann hina miklu málmbumbu óma. Hljómurinn barst um alt húsið, og Nang Ping hafði beðið eftir þessu merki allan daginn. Hún var reiðu- búin, þegar boðskapurinn kom. — Þjónn stóð úti fyrir dyruin hennar og hún fór með honum þegar. Henni þótti vænt um, að hin langa bið væri á enda. Hún var hin rólegasta að ytra útliti. En hún bar þunga sorg í hjarta — ekki svo mjög vcgna sín eða þess, sem hún átti í vændum, heldur vegna liins kæra föður, sem ávalt hafði reynst lienni ástrikur og góður. Hún hafði elskað hann heitara, en alt ann- að i heiminum, þangað til Bretinn kom og kysti hana á munninn, truflaði sálarlíf hennar og beygði hana undir vald sitt. Hún gekk inn í herbergi föður síns, steig fyrir hinn mikla dómara, lineigði sig þrisvar, en stóð því næst kyr og krosslagði armana á brjóstinu. — Hún var alvörugefin á svip og sorgmædd, en óttalaus, a'ð því er séð varð. Hún v a r ekki hrædd. Basil hlaut að vera dauð- ur — um það var ekki að villast. — Wu mundi hafa hefnt dóttur sinnar þegar í stað. — Hún óttaðist þvi ekki um hag hans. Refsing lians var um garð gengin og öllum þjáningum lokið. — Og i raun og veru fann liún ekki til neins ótta við það, sem hún ætti í vændum. — Hún vissi, að hinn góði og kær- leiksriki faðir mundi ekki þjá sig meira, en nauð- syn krefði. — Og þó að til þess kæmi, að hann píndi hana á einhvern hátt, þá mundi hún geta borið það alt óttalaus og liugrökk. — Og nú stóð hún þarna frammi fyrir hinum stranga og ástríka föður — stóð þama lítil og grönn og hversdagslega klædd. Wu leit á hana og augnaráðið var ekki óvinsam- legt. — „Viltu segja mér alt — án allrar tregðu og undanbragða?“ — Hann sagði þetta vingjamlega. Og enginn hafði haft af þvi að segja áður, að skip- an hans væri um leið hálfgerð spuming. „Háæruverðugi faðir minn,“ sagði hin unga stúlka „eg vil ekki segja þér neitt“. Hann brosti við. Þessi stund var svo alvarleg, að hann gat ekki orðið vondur. — Hann vissi, að hann hafði ráð hinnar ungu stúlku í hendi sér. Hann vissi hvernig hann átti að fara að því, að beygja liana. Og hún varð að segja honum alt, hversu miklar þján- ingar sem það hafði í för með sér. — Hann ætlaði blátt áfram að múta lienni, ef á þyrfti að halda. Og það liafði liann aldrei áður gert — ekki svo mik- ið, sem lofað henni sykurmola, jiegar liún var lítil, ef hún vildi vera svo náðug að brosa! — En nú ætl- aði liann að múta lienni, ef hún vildi fara dult með eittlivað, sem hann taldi sig þurfa að vita. — Hið gamla var liðið — góðu, gömlu dagarnir voru horfn- ir, og nú þurfti ekki lengur að beita föstum upj>- eldisreglum. Milli þeirra var alt i rústum og von- laust, að nokkuð nýtt mætti reisa í staðinn. „Þú ótlast, að frásögn þín geti orðið Brelauum til tjóns?“ — Hann sagði þetta nokkurn veginn: blátt áfram. „Háæruverðugi faðir minn! — Það óttast eg ekki. Enginn getur gert honum mein framar. Það veit Nang Ping.“ Hann brosti á ný. — „Þú óttast að Low Soong muni verða dregin inn i málið,“ sagði liann eftir andartak. Nang Ping leit á hann bænar-augum. „Óttastu elcki. Low Soong verður ekki refsað. Hún er of ómerkileg til þess að þola refsingu. —- Hún skal fá „heimanmund" og eg mun sjá um, að hún klófesti einliverja manns-mynd bráðlega. — Hún hefir hegðað sér illa, en eg vil vægja henni, sakir þess, hversu hún er lítilmótleg. - Hún hefir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.