Vísir - 09.02.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 09.02.1935, Blaðsíða 2
VlSIR Samkomulagsumleit- anir um vidskifti Dana og íslendinga. hefjast innan skamms í Reykjavík. Kalundborg, 8. febr. — FÚ. Ráðuneyti danska forsætis- ráðherrans tilkynti í dag, að samkomulag hefði orðið uin það, að taka upp umræður um nýja verslunarsamninga milli Dana og Islendinga. Umræður jiessar eiga að fara fram i Reykjavík innan skanuns, milli fulltrúa frá íslensku rikisstjóm- inni annarsvegar og nokkurra manna úr dönsku sambands- nefndinni og danska sendilierr- ans í Reykjavik hinsvegar, en hann hefir nú um skeið verið i Kaupmannahöfn. Þetta er gert í samráði við forsætisráðherra Is- lands, sem nú er einnig staddur í Kaupmannahöfn. Ræða Mac Donalds í Luton London, 8. febr. — FB. Þjóðstjórnin hefir hafist handa um, að draga athygli þjóðarinnar betur að fram- kvæmdum og fyrirætlunum sín- um og munu helstu stuðnings- menn liennar lialda ræður víða um land í því skyni. Fyrstu ræð- una liefir Ramsay MacDonald forsætisráðherra lialdið í Luton og var máli hans misjafnlega tekið af áheyrendum. Sumir þeirra hyltu hann, en aðrir reyndu að lirópa hann niður. MacDonald fór mörgum orðum um árangurinn af störfum þjóðstjórnarinnar og kvað hana mundu halda svo áfram sem hingað til, uns allar hættur væri hjá garði. Þá yrði hægt, se":- hann, að láta flokksstjórn taka við völdunum. Einnig gerði Iiann að umtaisefni frakk- nesk-hreska samkomulagið, og kvaðst gera sén vonir um, að af þvi leiddi, að Þjóðverjar gengi í þjóðabandalagið á ný. Þá ræddi hann um loftvarnasam- komulagið, en af því leiðir, sagði hann, að „konur vorar og börn verða ekki varnalaus, ef til þess kemur, að ráðist verður á Bretland“. — (United Press). Fjárlagafromvarp Noregsstjðrnar Osló, 8. febr. — FB. Fjárveitinganefnd Stórþings- ins liefir skilað nefndaráliti um fjárlagafrumvarp stjórnarinn- ar. Hægrimenn hafa fallist á til- lögur stjórnarinnar sem krepputillögur, en Ieggja áherslu á, að nauðsyn krefji, að stefnt verði að lækkun útgjalda. Bændaflokksmenn bera fram nokluirar breytingartillögur. Full trúar verkalýðsflokksins leggja til, að útgjaldatillögur stjórnarinnar hækki um 60 milj. króna, sem þeir vilja að verði varið til þess að vinna bug á atvinnuleysinu og til kreppu- ráðstafana. Gjaldeyrismál Þjdðverja. Berlín 8. febrúar. FB. Schacht hefir haldiö ræ'öu á fundi verslunarráösins í Breslau og gerði gjaldeyrismálin aö um- talsefni. 'Sagöi hann m. a., að það væri alls ekki uin það rætt, aö fella gjaldmiðilinnn í verði. Það hefði þegar sannast svo greinilega sem verða mætti, að það þurfi ekki gullforða til þess að halda uppi gjaldmiðlinum. — Hann sagði ennfremur, að sú kynslóð, sem nú væri uppi í Þýskalandi, mætti ekki búast við því, að ástandið í land- inu kæmist í sama horf og fyrir stríð næstu i—2 áratugi. (United Press). Hæsíarétíap- démur um undanþágurnar frá skuldagreiðslum í gulli, fellur í dag í Washington. London, 8. febr. — FU. Hæstaréttardómurinn mun falla á morgun í Bandaríkjun- um um það, livort gild skuli vera ákvörðun Roosevelts for- seta um undanþágu frá skulda- greiðslum í gulli. Urskurðarins er beðið með mikilli eftirvænt- ingu, enda getur hann haft mjög mikil áhrif á fjármálin. Ef dómurinn gengur á móti forsetanum, hækka 100 punda skuldabréf upp í 169 pund. Fjármálasérfræðingar segja, að ef dómurinn fari á þessa leið á móti stjórninni, muni það hafa í för með sér fullkominn fjármálaglundroða í landinu. En fjármálaráðherrann lýsli því yfir í dag, að stjórnin hefði ráð- stafanir á reiðum höndum og væri viðbúin hvernig sem úr- skurðurinn félli. Kuldar á Englandi og í Frakk- landi. London, 8. febr. — F.U. Kuldar eru enn í Suður-Eng- landi, en farið að hlýna á Norð- ur-Englandi. Kuldastormar geisa í dag um Norður-Frakk- land og í Suður-Frakklandi hef- ir einnig snjóað, og slór-brim eru víða við suður-ströndina. Uppþot Alþýðublaðsins nú nýverið út af því, að seld væri svikin mjólk í bænum, mun hafa orðið mörgum mönnum til skemtunar. Það minti átakan- lega á digurmæli blaðsins um hið „skammarlega“ ólag á mjólkursölunni fyrsta daginn, sem samsalan starfaði. Og menn þóttust líka vita, að svip- að’mundi fara um þetta siðara uppþot þess, út af sviknu mjólkinni, eða að blaðið mundi sjálft reyna að afsanna allar að- finslur sínar áður en langir timar liðu. Og sú varð lika raunin á. Skýrsla sú um rann- sókn á fitumagni mjólkurinn- ar, sem blaðið birti skömmu síðar, sýndi að gifuryrði jiess um fiturýrð mjólkurinnar höfðu ekki við rök að styðjast. Blaðið hefir hinsvegar alveg þagað um önnur svik, sem mjög er kvartað um, að liöfð séu i frammii i sambandi við mjólk- ursöluna, undir handleiðslu mjólkursölunefndar. En j>au svik eru í því fólgin, að seld er göniul og skemd mjólk í mjólk- urbúðum samsölunnar. Sem dæmi um þetta er það, að kona nokkur keypli mjólkurflösku í einni búðinni, en mjólkin virt- ist eitthvað grunsamleg, er heim kom, og konan flóaði liana því til reynslu. En mjólk- in „grænysti“! — Annað dæmi er það, að drengur i barnaskól- anum fékk einn daginn þriggja daga gamla mjólk á stimplaðri flösku. Það eru slík svik sem þessi, sem geta orðið til þess að fæla fólk algerlega frá því að kaupa mjólk og neyta hennar. Og það er brýn nauðsyn á því, allra hluta vegna, að gangskör sé gerð að því að koma í veg fyrir sölu slíkrar mjólkur. , Og þetla vekur menn lil al- varlegrar umhugsunar um það, hvort mjólkurneyslan í bænum muni vera að minka hröðum ’ skrefum og af hverju það þá muni stafa. Menn liafa það fyrir satt, að marga undanfarna daga liafi engin mjólk verið flutt til bæj- arins austan yfir fjall. Þó verð- ur ekki vart nokkurs mjókur- skorts i bænum, það virðist jafnvel svo sem alt of mikið af mjólk sé í búðunum, svo að hún gangi ekki út og jafnvel að samsalan sjálf láti úti margra daga gamla mjólk (skólamjólk- ina) . — Hefir samsalan ekkert eftirlit með því, hvað selst dag- lega af mjólk í bænum? Ef hún gerði það, þá ætti það ekki að þurfa að koma fyrir, að gömul og súr mjólk sé seld i m jólkurbúðunum. Stjórn samsölunnar verður að rannsaka þetta. Hún verður að ganga alveg úr skugga uin það, hvort mjólkin er látin safnast fyrir í búðunum frá degi til dags og skemmast. Og hún verður að ganga úr skugga um það, hvort mjólkursalan í bænum fer minkandi. Það, sem hér hefir verið rætt um, snertir ekki að eins neyt- endur mjólkurinnar. Það varð- ar framleiðendurna mildu ineira. Stjórn samsölunnar má ekki lála sér verða það á að stinga sjálfir sér svefnþorn í þeirri sælu von, að þetta muni lagast með tímanum. Ilún má ekki telja sér trú um það, að jafnvel þó að mjólkursalan og um leið mjólkurneyslan minki cilthvað i svip, sakir einhverra kenja neytendanna, þá muni jietta lagast af sjálfu sér og menn fara innan skamms að auka við sig mjólkurkaupin. Á tiltölulega skömmum tíma, geta menn alveg vanist af því að neyta mjólkur, jieir, sem á ann- að borð fara að minka hana við sig. Og með þessum hætti getur svo farið, að framleiðend- ur mjólkurinnar, jafnvel þeir, sem mest traust bera til meiri- hluta mjólkursöIUnefndar, vakni einn góðan veðurdag til meðvitundar um það, að þessi „forsjón“ þeirra, mjólkursölu- nefndin, sé búin að eyðileggja fyrir þeim mjólkurmarkaðinn í Reykjavik. , Það má vel vera, að margir meðal framleiðanda treysti á fávísleg orð þeirra heimsku manna, sem segja þeim að ekk- ert þurfi að skeyta um það, hvers neytendurnir krefjist, það þurfi ekkert annað en að fram- fylgja mjólkurlögunum misk- unarlaust. En það er áreiðanlegt að þeir franiléiðendur eru margir sem nú eru farnir að sjá, hvert stefnt er í þessum efnum og að ekki tjáir að hlíta ráðum óvand- aðra ofstopamanna. Innbrot á Akureyri. Akureyri, 8. febr. — FÚ. í fyrralcvöld, á meðan ljós- laust var hér á Akureyri vegna vélastöðvunar á rafstöðinni, var gluggi brotinn á skrifstofu síra Friðriks Rafnars og liafður á hurt peningakassi, sem stóð á skrifborðinu rétt innan við gluggann. í kassanum voru nokkurar sparisjóðsbæluir og ýms skjöl, en litlir peningar. Þegar fréttaritarinn sendi skeytið með þessari fregn kl. 13.40 í dag, var þjófurinn ó- fundinn. Málið er í rannsókn. Gimsteina- þjófnaöir í London. London, 8. febr. — FÚ. Fjórir stórþjófnaðir á gim- steinum hafa farið fram í Lon- don í þessari viku, og vekja mikla athygli, vegna þess live þeir hafa verið örir og vegna hins, hversu dýrum gimsteinum liefir verið stolið, en ódýrari gimsteinar verið skildir eftir. Seinast í nólt var stolið 90.000 kr. virði af gimsteinum frá hefðarkonu nokkurri. Kommiinisti dæmdur. Kommúnisti dæmdur í æfilangt fangelsi fyrir margskonar af- brot og glæpi. Kalundborg, 8. febr. — FÚ. Dómur féll í dag í Búdapest í málinu gegn kommúnistanum Rakosi. Hann var sekur fundinn um föðurlandssvik, uppreisn, 27 morð, peningafölsun og um það að liafa verið meðsekur um 17 morð. Hann var dæmdur í æfilangt fangelsi. FB. — 8. febr. Erum á leiS til Englands. Vel- líöan. Kærar kveðjur. Skipverjar á Gulltoppi. OfviðriO f pr. Ofsaveður af suðaustri fór yfip suðvesturhluta landsins síö— degis í gær og olli mlklu tjóni. — Botnvöppungurinn „Langa- nes“ frá Grimshy strandar vid> Dýpafjörð. Fárviöri af suöaustri skall á hér í bænum um kl. 5—6 i gær og var rokiö svo mikiS, þegar verst var, að ekki gat heiti'ö stætt á götun- um. Olli því stormsveipur, sem kom suðvestan af hafi með mjög miklum hraða og var. við Reykja- nes kl. 5. Fór hann norðaustur yf- ir land í nótt og var í morgun yfir Jan Mayen. Á Vestfjörðum var, þegar stormurinn skall á norð- austan hríð og á Snæfells- nesi norðan megin var frost og hríðarveður af norðaustri. En sunnanlands var þíðviðri og sum- staðar svo hlýtt sem á sumardegi. Mestur hiti hér sunnanlands var 8 stig (kl.7), á ýmsum stöðum. Á Norðurlandi var frá 3—4 stiga frost og hríð um alt Norðurland og norðausturland (kl. 17). Á mið- nætti s. 1. var norðanhríð í Bol- ungavík, en þá var sunnanrok og 5 stiga hiti á Akureyri. Kl, 8 í morgun var veður kyrt um mest- an hluta lands. Tjón af völdum ofveðursins hér í bænum. Hér í bænum gerði ofviðrið tals- verðan usla. Þannig losnuðu járn- plötur á húsum og voru mest brögð að því á húsi Júlíusar Björnssonar við Austurstr., en það stendur milli húsa þeirra Stefáns Gunnarssonar og Jóns Þorláksson- ar. Þeyttust plöturnar af þakinu og lentu sumar í Austurstræti og gerði umferðina þar stórhættulega, enda stöðvaði lögreglan umferðina þarna, meðan mest hætta var á ferðum. Slökkviliðsmönnum tókst að negla þær plötur, sem eftir voru á þakinu, og voru að byrja að losna, svo ramlega að dugði. Umferð öll um hæinn var erfið meðan veðrið var mest, en ekki urðu nein alvarlega um- ferðarslys af völdum þess. — Bilanir urðu talsverðar á ljósa- Ieiðslum, en ekki varð tjón af. Einnig kviknaði í nokkrum reyk- háfum, en hvarvetna tókst að slökkva í tæka tíð. Bilanir á símalínum 0, fl. Bilanir á símalínum urðu nokkrar á suðaustur- og Vesturlandi og í gærkveldi náðist ekki samband austur frá Reykjavík nema til ÖI- fusár. Loftnetsleiðslur útvarps- stöðvarinnar á Vatnsendahæð bil- uðu í gærl ii: og var því ekki hægt að ha—1 áfram að útvarpa. Viðgerð fer fram í dag. Loftnet loftskeytastöðvarinnar á melunum slitnaði, en stöðin hafði áfram stuttbylgjusamband við skip. Þessi bilun er komin í lag. Vísir átta viðtal við landsíma- stjóra í morgun og spurðist fyrir um símabilanirnar. Kvað hann hil- anirnar ekki mjög miklar. Væri þær mestar milli Ölfusár og Mið- eyjar. Hafa viðgerðarmenn verið sendir af stað, en nákvæma skýrslu vantar, þar sem aðeins er samband að Ölfusá. Nokkrir staurar munu þó brotnir á fyrrnefndu svæði. Nookkrar bilanir hafa orðið á lin- ttm vestan lands og norðan, en hvergi sambandslaust með öllu. Grimsby botnvörpungurinn Langanes hefir að líkindum farist með allri áhöfn. Kl. 6,50 í gær síðdegis sendi hotnvörpungurinn „Langanes" frá Grimsby út neyðarskeyti, og kvaðst hafa strandað við Dýra- fjörð. Mun það hafa verið annar enskur botnvörpungur, „Green Howard“, sem náði í skeyti þetta, en talstöðvar í landi hlustufe* á; fregn „Green Howards" úm strandið. Ekki var meiri upplýs- ingar að fá um þetta en það, að Langanes hefði strandað viö Dýra- fjörð. Á strandstaðnum var niöa- myrkur og hrim. Komu nokkur skip á vettvang, en þorðu ekkí mjjög nálægt landi. Eigi höfiöu borist nánari fregnir af þessu í morgun snemma og vissu menn þá ekki enn, hvar skipið hefði. strandað. En Dettifoss var komitm að Skaga við Dýrafjörð, þar sem- líklegast er talið að skipið hafi farist, snemma í rnorgun, fyrir birtingu, og lýsti upp ströndina þarna við fjörðinn. Sáust menn f landi, en það er talið líklegt, a& það hafi verið menn frá Núpi, sefn sendir voru á strandstaðinn. í>ang- að mun vera nálega 4 klst. ferð frá Núpi. Höfðu þeir mat meðferðis og ýmislegt, til þess að geta hlynt að strandmönnunum, hefði þeir komist af. SÍÐARI FREGNIR. Botnvörpungurinn .strand- aði á Sléttunesi. Samkvæmt frétt, sem Sfysa- vamafélaginu barst í morgun frá Þingeyri, strandaöi „Langanes" á Sléttunesi, vestan fjarðarins, milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Botnvörpungur var á leiðinni frá Þingeyri með vélbát í eftirdragi og var búist við, að þeir yrði komnir á vettvang kl. 11 y2. Vegna brims er ekki unt að gera björg- unartilraun úr landi. En reynt verður að skjóta línu af vélbátnu- um til „Langaness“. Hefir vél- báturinn línubyssu meðferðis. Gera menn sér vonir um, að tak~ ast muni að bjarga mönnunum.. Hafa þeir klifrað upp í reiðann og sjást þeir greinilega frá togar- um þeim, sem eru þarna fyrir utan. Eigi er vitað hvort allir skips- manna eru enn á lífi. Brim er enn- mikið á strandstaðnum, en veður er batnandi. Mest óttast menn að skipbrotsmenn verði svo máttfam- ir og kaldir, að þeir geti ekki dreg- ið til sín björgunarstólinn. SEINUSTU FREGNIR henna, að mjög litlar líkur sé til, að skipshöfninni af Langanesi verði bjargað. Togarinn, sem fór í morgun, hafði og árabát, og var reynt að fara á honum að skipinu. Sá bátur misti út 3 menn, þar af drukknaði einn, enskur stýrimaB- ur. Mennirnir á bátnum sáu eng- an mann í reiða „Langaness“. Vfiro 1 máli Hauplmam loklð London, 8. febr. — FÚ. Vörn í mái Hauplmanns var lokiö í dag. Síðasta vilnið var bensínstöðvarstjóri, sem sagðist liafa séð grænan bil nálægl Lindberghheimilinu daginn sem barninu var rænt, og hefði ver- ið í honum maður og kona, með stiga, en liann sagðist á- byrgjast, að maðurinn hefði ekki verið Hauptmann. Sér- fræðingur í viðartegundum bar það einnig, að viðurinn í stigan- um, sem Hauptmann á að hafa notað, væri annarar tegundar en viðurinn í lianabjálkaloftimi í húsi Hauptmanns, en því hafði verið lialidð fram, að hann hefði smíðað stigann úr jieim viði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.