Vísir - 02.04.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 02.04.1936, Blaðsíða 2
VlSIR Svör Hitlers birt. Ribbentrop og formaður þýsku sendisveitar- innar í London afhentu Anthony Eden svörin í gær. Hitler býður nágrannaríkjunum upp á hlutleysissamninga og heitir hinum Locarno- ríkjunum allri aðstoð sem herafli Þýskalands má veita, gegn samskonar aðstoð frá þeim, ef um árás á Þýskaland sé að ræða. Hitler ætlar ekki að auka herliðið í Rínarbygðum, né að færa herliðið þar nær landamærum Frakk- lands og Belgíu. London 2. apríl. von Ribbentrop og sendi- nefndin þýska í London hafa nú afhent bresku stjórninni svör Hitlers við Lundúnatillögunum. Fór afhendingin fram í utanrík- isráðuneytinu og tók Anthony Eden við svörunum og er nú kunnugt orðið um efni þeirra. Breska stjórnin hefir þegar haldið fund til þess að ræða þau og Anthony Eden átt viðræður um þau við fulltrúa ríkisstjórn- anna í Frakklandi og Belgíu. f orðsendingunni býður Hitl- er þau boð af hálfu Þjóðverja, að nýr „Locarnosáttmáli“ verði gerður til þess að tryggja frið- inn í álfunni eða sáttmálar, sem verði til meiri tryggingar því, að friðurinn haldist en Loc- arnosáttmálinn. Leggur Hitler til, að samkomulag verði um það, að gerðir verði hlutleysis- samningar milli Þýskalands og nágrannaríkjanna, en í þeim verði gagnkvæm ákvæði um loforð um aðstoð, ef á samn- ingsaðila verði ráðist. Ennfrem- ur býður Hitler Frakklandi, Belgíu, Ítalíu og Bretlandi fulla aðstoð herafla Þýskalands, ef Þjóðverjar yrði aðnjótandi samskcnar aðstoðar fyrr- nefndra fjögurra ríkja, undir sömu kringumstæðum, þ. e. tilj þess að hrinda árás ríkis, sem rýfur friðinn. 1 svörum sínum leggur Hitler enn á ný áherslu á, að hann ætli sér ekki að auka heraflann í Rínarbygðum meira en orðið er eða flytja það herlið, sem þar er, nær landamærum Frakklands og Belgíu næstu fjóra mánuði, en í rauninni er yfirleitt gert ráð fyrir því í svörum Hitlers að þennan fjög- urra mánaða tíma verði reynt að ná samkomulagi um öll deiluatriðin, og geri ekkert Lo- carnoríkjanna neinar hernaðar- legar ráðstafanir þeirra vegna á þessum tíma, og við landa- mæri Þýskalands annarsvegar og Belgíu og Frakklands hins- vegar verði alt látið sitja við það sem er þennan tíma. Þá leggur Hitler til, að sér- stakur dómstólí verði skipaður til þess að úrskurða um öll at- riði vegna sáttmálanna, sem deilum kunna að valda. Loks leggur Hiíler til að not- kun vissra tegunda hergagna verði takmörkuð og sérstök á- kvæði sett til þess að draga úr hættum af loftárásum. (Uni- ted Press—FB). von RIBRENTROP. Blindratrygg- ingar í Noregi. Oslo, 1. apríl. Rikisstjórnin hefir lagt fram tillögur um tryggingár fyrir blinda og fatlaða. Útgjöld rikis- ins vegna þessara trygginga eru áætluð 550.000 kr. Eitt þúsund blindir menn og 350 fatlaðir munu fá 360 til 180 króna iár- legan styrk. (NRP. — FB.). Utan af landi Afli Akranesbáta svo rýr, að ekki svarar kostnaði að stunda sjó. Akranesi 1. apríl. FÚ. Undanfarnar vikur liafa nokkrir bátar af Akranesi róið við og við, en fengið svo lítinn afla, að alment þykir ekki svara kostnaði að stunda sjó. Bátarn- ir hafa oftast róið norður og vestur í flóann, 30—40 kvart- mílur á mið, sem á undanförn- um árum hafa talist fiskisæl, en várla orðið fiskvarir. Sá fiskur, sem veiðist er úttroðinn af síli og tekur varla beitu. Ýmsir sjó- menn bafa þó von um að afli glæðist síðar á þessari verlið, ef sílið fer. Slys. 1. apríl. FÚ. Nýlega varð Pétur Þórðarson bóndi í Hjörsey á Mýrum fyrir því slysi að detta af hestbaki og meiða sig innvorlis.' — Liggur bann allþungt baldinn en lækn- ir hefir þó von um bata. Selveiði í Hergilsey og Flatey. Flatey 1. april. FÚ. Bændur úr Hergilsey og Fiat- ey fóru nýlega í félagi á svo- nefnt selafar. Er þá Iagt sterkt net fyrir vog, sem selurinn ligg- ur í og netið dregið inn eftir voginuin uns alt svigrúm er þrotið. — í þetta sinn veiddust 22 selir og er það talin góð veiði. Fóðurbirgðakönnun. er nýlokið í Flateyjarhreppi, og voru góðar lieyástæður. Hagsmnnir atuinnurekenda og hagsmunir olíu- verslananna rékast á. Socialistap slá skjaldborg um ólíuverslanirnar. Sakir þeirrar óreiðu, sem hefir verið á gjaldeyrisverslun- inni, og m. a. hefir valdið því, að vanskil hafa orðið á greiðsl- um fyrir innfluttar nauðsynja- vörur til útgerðarinnar, sem gjaldeyrisleyfi hafa þó verið veitt fyrir, hefir það að undan- förnu verið vaxandi örðugleik- um bundið, að afla þessara nauðsynja, svo að til vandræða hefir horft. Hafa sjálfstæðis- menn á þingi þvi lagt það til, að sú breyling yrði gerð á lög- unum um gjaldeyrisverslunina, að útgerðarmönnum skuli heimilað að ráðstafa stundum gjaldeyri, sem þeim fellur til, að því leyti sem þeir þurfa hans með til greiðslu á andvirði inn- fluttra nauðsynja til útgerðar- innar. Hefir fjárhagsnefnd neðri deildar haft mál þetta til athugunar, og í samráði við bankana og innflutnings- og gjaldeyrisnefnd, liefir meiri hluti nefpdarinnar orðið sam- mála um að lieimila útgerðar- mönnum frjáls umráð yfir gjaldeyri sínum, til greiðslu á andvirði kola, salts og olíu, eins og þörf krefur. Aðeins einn nefndarmanna var því andvíg- ur, að slík heimild yrði veitt, og var ]iað soeialistinn, sem þar á sæti, Stefán Jóh. Stefánsson. En undir umræðum um málið i neðri deild i gær, kom það i ljós, að allir soeialistarnir í deildinni mundu leggjast á móti málinu. Það er nú fróðlegt að athuga, livaða rök socialistarnir færa fvrir þessari afstöðu sinni. Stefán Jóh. Stefánsson ber því við, að þessi heimild til und- anþágu frá hinni almennu reglu gjaldeyrislaganna muni valda svo miidum örðugleikum á framkvæmd þeirra, að ekki sé fært að lögleiða hana. I annan stað telur hann heldur . ekki þörf slíkrar heimildar, því að næg trygging sé í gildandi lög- um fyrir þvi, að útgerðarmenn geti fengið erlendan gjaldeyri til þeirra greiðslna, sem um ræðir. Þessi rök St. Jóh. St. virðast liinsvegar tæ])lega geta staðist, úr því að þeir aðilar, sem ábyrgð bera á framkvæmd gjaldeyrislaganna, bankarnir og gjaldeyrisnefndin, sjá sér ekki fært að leggjast ó móti þessari breytingu á lögunum, en eru henni miklu fremur meðmælt- ir. — Héðinn Valdimarsson liélt því fram, að þessi breyting á gjald- eyrislögunum væri grímuldædd tilraun til þess að fella gengi íslenskrar krónu. En enginn flokksmanna hans treysti sér til að taka undir þá firru. Það er líka auðsætt, að allar ráðstafan- ir, sem gerðar eru til þess að tryggja það, að staðið sé í skil- um með áfallnar greiðslur i er- lendum gjaldeyri, miða að því að balda uppi gengi krónunnar. ÖII vanskil í þeim efnum eru hættuleg genginu. Þriðji ræðumaður soeialista, Finnur Jónsson, kvað þessa undanþágu frá gjaldeyrislögun- um ekki koma smá-útveginum að nokkuru gagni, en gela orð- ið honum liættulega, vegna þess að honum mundi reynast örð- ugra að fá erlendan gjaldeyrj til sinna þarfa, og undruðust allir þá lokleysu. Það er kunnugt, að einmitt smáútvegsmenn um land alt hafa verið að stritast við það, að losa sig undan einokunar- helsi olíuverslananna, með því að stofna til samtaka um inn- kaup á oliu. En þær tilraunir liafa strandað á örðugleikunum sem verið liafa á því, að fá er- lendan gjaldeyri til greiðslu á andvirðinu. Það er liinsvegar alkunnugt, að ef innflutningur væri frjáls á olíu, og engar liömlur á greiðslum fyrir hana, þá mundi olíuverðið lækka að verulegum mun. Hag smáút- gerðarinnar mundi þvi að tvennu leyti betur borgið með þessari breytingu á gjaldeyris- lögunum. Því að með henni yrði vélbátaeigendum ekki að eins trygður innflutningur á olíunni, heldur einnig lægra verð. En það er augljóst, livar fisk- ur liggur undir steini hjá socia- listum. Það eru ekki örðugleik- arnir á framkvæmd gjaldeyris- laganna, sem þeir óttast. Það er ekki geng'i krónunnar, sem þeir bera fyrir brjósti. Og síst af öllu eru það hagsmunir smá- útgerðarinnar, sem þeir eru að verja. Það eru liagsmunir steinoliu- liringsins og Héðins Yaldimars- sonar, sem þeir eru að slá skjalborg um. Það er gróði Héðins á oliunni sem er í hættu, ef veitt verður þessi undanþága frá gjaldeyrislögunum. Frjáls innflutningur á olíu Iilýtur að leiða af sér verðlækkun — og minni gróða í vasa Iléðins. Það er þetta, sem socialistar vilja koma í veg fyrir. Efri deild. 1. Frv. til 1. um afnám 1. um samþ. um herpinótaveiði. Frv. var samþ. og visað til 3. umr. 2. Frv. til 1. um breyt. á 1. um þingsköp Albingis. Frh. 2. umr. Enn urðu töluverðar um- ræður um málið, en þegar þeim var lokið var atkv.gr. frestað, sökum þess að svo marga vanl- aði í deildina, en málið var ekki lekið út af dagskrá. 3. Frv. til 1. um landsmiðju. 2. umr. Fjárhagsnefnd hafði klofnað um málið. Meiri hlut- inn (J. B. og B. St.) mæla með því, að frv. vérði samþ., en eru þó elcki alVfeg sammála, þvi að B. St. hefir þó fyrirvara um fylgi sitt. -— Minni hlutinn, M. .1., kemur fram með sérstakt nefndarálit og leggur til að frv. verði felt. — Umræður hófust um málið, en var ekki lokið, og nlálið tekið út af dagskrá. Þá var tekið fyrir 2. mál: At- lcvæðagr. um þingsköp Alþing- is, því stjórnarliðið hafði þá séð svo um, að þeirra flokksmenn væru allir viðstaddir. Magnús Guðmundsson spurð- ist fyrir um það, hvort ekki væri rétt að fresta atkv.gr. þar til allir þingmenn væru við- staddir (það vantaði 2 sjálf- stæðismenn á fundinn), fyrst atkvæðagr. hefði verið frestað áður vegna þess að nokkra stjórnarliða liefði vantað. — Sumir þingmenn vildu bíða í 10 mínútur, aðrir vildu bíða í 15 mínútur og nokkrir vildu fresta fundi til kl. 9 siðd. en ekki fékst samkomulag. Jón Auðun skýrði frá því, að á síðasta þingi hafi atkvæðagr. verið frestað 6 sinnum á sömu nóttu, meðan verið var að smala stjórnarliðinu á fund. — Jónas sagði að best væri að nota 10 mínúturnar og ætlaði að fara að tala um eitthvað, en honum varð orðfall er allir sjálfstæðismenn stóðu upp og gengu af fundi. Við þessa atburði varð lilé á fundinum í nokkrar mínútur þar til forseti lýsti því yfir, að atkv.gr. færi fram, þar sem meira en lielmingur þingmanna deildarinnar væru á fundi. Atkvæðagreiðslan fór síðan fram og voru allar breytingar- till. allslierjarnefndar samþ, með 9 atkv., en feldar voru all- ar breytingartillögur frá Magn- úsi Guðmundssyni og Þorsteini Briem, og sömuleiðis frá Þorst. Þorsteinssyni. Málinu var siðan vísað til 3. umr. með sömu 9 atlcv. Neðri deild. Þar voru 9 mál á dagskrá, en aðeins 2 voru afgreidd. . 1. Frv. til 1. um sérstaka dóm- þinghá í Djúpárhreppi í Rang- árvallasýslu. 3. umr. Frv. var umræðulaust samþ. og afgreitt til e. d. 2. Frv. til 1. um löggildingu verslunarstaðar í Hjarðardal í Önundarfirði. 2. umr. Engar umræður og málinu vísað til 3. umr. 3. Frv. til 1. um breyting á 1. um gjaldeyrisverslun. Frh. 2. umr. — Urðu miklar umræður uin málið og varð ekki lokið, og málið tekið út af dagskrá, ásamt öllum þeim málum sem efíir voru á dagskránni. Ný þingmál. Frumv. til laga um vátrygg- ingarfélög fyrir vélbáta. Frá sjávarútvegsnefnd. Frv. til laga um jarðakaup ríkissjóðs. — Flm. Páll Zopli., Bjarni Ásgeirss., Emil Jónsson. E m bættai?étt~ indi norskpa kvenna. Oslo, 1. aprih Öðalsþingið samþykli í gær með 64 gegn 38 atkvæðum til- lögur dómsmálanefndarinnar um aðgöngurétt kvenna til allra embætta ríkisins, einnig prests- embætta. Með tillögunum greiddu allir alþýðuflokksmenn deildarinnar atkvæði, 2 hægri- menn, 8 vinstrimenn og 3 bændaflokksmenn. (NRP. Húsavík 1. apríl. FÚ. Snjóbíllinn er sendur var til Húsavíkur fór í fyrradag híaðinn fóðurmjöli íil Bárðdælinga komst til Lundarbrekku i gærkveldi. I nótt hlóð enn niður mildum snjó í Þingeyjarsýslu. Oslo, 1. apríl. Ný skottulækningalög í Noregi. Ríkisstjórnin befir lagt fram tiilögur um ný skottulækninga- lög með allmjög þyngdurn hegningarákvæðum og ýmsum nýjum bannákvæðum. Jafn- framl hafa verið lagðar frarn tiliögur um lög, er viðuvkenna sjúkraleikfimikennara og nudd- lækna. (NRP. — FB.). Leikhúsið. Spanskflugan. Gamanleik- ur í 3 þáttum. Eftir Arn- old og Bach. Leikfélag Reykjavíkur hefur nú enn á ný að sýna Spanskflug- una. Er sá gamanleikur Reyk- víkingum svo vel kunnur, að ó- þarft mun að rekja efni Iians hér, og nægir að segja það eitt, að liann mun vera meðal skemtilegustu gamanleika, sem hér liafa verið sýndir og var Jirifning áhorfenda mjög mikil á frumsýningunni s. 1. Burmu- dag. Friðfinnur Guðjónsson leikur aðalhlutverkið, Ludvig Klinke, sinnepsverksmiðj ueiganda, sem áður. Fer honum meðferð þess ágætlega úr hendi, enda er það talið meðal þeirra hlutverka, sem hann hefir getið sér bestan orðstír fyrir. Mun bann hafa í hyggju að ljúka leikstarfsemi sinni með þessu og er það leitt. Aliorfendur hyltu liann mjög og færðu honum feikn blóma. Emmu, konu Klinke, leikur Marta Indriðadóttir. Bregður hún upp ágætri mynd af eigin- konunni, sem liefir mann sinn alveg á sínu valdi og lifir og hrærist í því, að tala um sið- gæði eða öllu heldur siðleysi annara, og útvega dóttur sinni góðan eiginmánn. Dótturina, Paulu, leikur Magnea Sigurðsson og gerir það snoturlega. —• Gerlach málaflutningsmann, sem ann henni, leikur Gestur Pálsson. Sýnir liann vel biðilinn, og þyk- ist viss um ástir hennar og að reynast muni leikur einn að öðlast samþykki foreldranna til ráðahagsins. Alfreð Andrésson leikur Alo- is Wimmer, mág Emmu Kliuke, sem er einn af aðal siðgæðis- postulunum þar um slóðir, en er þó ekki allskostar saklaus af ástabralli. Leikur Alfreðs var skemtilegur, svo sem venja er lil lijá honum. Brynjólfur Jóhannesson leik- ur Anton Tiedemeyer, og bregð- ur upp góðri mynd af karl- garnii, sem heldur að hann sé mesti bragðarefur, en gerir hverja vitleysuna á fælvir ann- ari. Indriði Waage leikur Hinrik Meisel, Assyriufræðing. og „mömmudreng“, sem ætlast er til að kvænist Paulu Klinke. Hann er ófrámfærinn og feim- inn við stúlkurnar, en kernst allur á loft, þegar minst er á Assyríu og konunga hennar. Leikur Indriða í þessu hlutverki er hráðskemtilegur. , Þóra Borg er í hlutverki Wally Burlwig, þeirrar er Meis- el hreppir. Hlutverkið sýnir elskulega og góða stúlku og er vel leikið. Föður hennar, Edward Burt- wig, rikisþingmann, leikur Val- ur Gíslason. Er hann góður í þessu lilutverki, „þingmannleg- ur“ og finst hann vera'á þing- fundi, hvar sem hann kemur.. Emilía Indriðadóttir leikur frú Meisel. — Vilhelm Norð- fjörð leikur Gottlieb Meisel og Birna Thoroddsen Maríu ráðs- konu og fara þau öll vel með hlutverk sín. x+y. Oslo, 1. apríl. Vinnustöðvun í Rjukan vegna vatnsskorts. Sljórn saltpétursverksmiðj- anna i Rjukan hefir tilkynt, að framleiðslan verði takmörkuð frá 15. apríl, vegna þess hve lít- ið vatnsmagn sé fyrir hendi. Að líkindum verður hætt að vinna í einni verksmiðjunni af þessum orsökum hálfs mánaðar tíma. (NRP. — FB.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.