Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR
Gðhring fær einræðisvaid
i kendur til þess að ráða fram úr hráefnamálum
Þjóðverja og til þess að ráðstafa erlendum gjald-
miðli til hráefnakaupa. Hlutverk hans er samvinna
milíi allra, sem hafa þessi mál með höndum.
London í morgun. FB.
Samkvæmt símfregnum frá
Berlín snemma í morgun hefir
þýska stjórnin gert nýjar og
viðtækar ráðstafanir vegna hrá-
efna- og gjaldeyrismála, að því
er erlendan gjaldmiðil snertir.
Það, sem raunverulega hefir
gerst, segja simfregnirnar, er
það, að Hitler ríkisleiðtogi hef-
ir fengið Göhring í hendur ein-
ræðisvald viðvíkjandi hráefn-
um og erlendum gjaldmiðli,
sem Þjóðverjar hafa yfir að
ráða. I opinberri tilkynningu
um þetta segir, að hlutverk
Göhrings sé að koma á betri
samvinnu um þessi mál milli
allra þeirra, sem haf a þau með
höndum.  (United Press—FB).
Fuad konungur
meðvitundarlaus.
Farouk ríkiserfingi býst til heimferðar þegar í stað.
London 28. aril.
Fregnir frá Cairo herma, að
Fuad Egiptalandskonungi sé
ekki líf hugað. Fer máttur hans
stöðugt þverrandi og var hann
að missa meðvitund, er siðast
fréttist. — Farouk ríkiserfingi,
sem dvalist hefir við nám a
Englandi, er í þann veginn að
leggja af stað áleiðis til Egipta-
lands, að líkindum loftleiðis. —
(United Press—FB).
Metaxas-
stjórnin
gpiska
fékk traustsyfirlýsingu í
þinginu í gær. —
London 28. apríl.
Fregnir frá Aþenuborg
herma, að ríkisstjórn sú, sem
nýlega var mynduð hafi fengið
traustsyfirlýsingu samþykta i
þinginu. Forsætisráðherra hinn-
ar nýju stjórnar er Metaxas. —
(United Press—FB).
Frá Alþingi
i gær.
Efri deild.
M. a. var á dagskrá:
Frv. til 1. um bráðabirgða-
breyting nokkurra laga. 3. umr.
Breytingartillaga frá M. Jóns-
syni var samþykt og frv. þann-
ig breytt samþ. og endursent til
neðri deildar.
Frv. til 1. um garðyrkjuskóla
ríkisins. 1. umr. Frv. er komið
frá neðri deild og var þvi vísað
til 2. umr^ og landbúnaðar-
nefndar.
Nokkur mál voru tekin út af
dagskrá.
Neðri deild.
Frv. til 1. um kenslu í vél-
fræði. 3. umr. Frv. samþ. sem
lög frá Alþingi.
Frv. til 1. um breyting á 1. um
bæjargjöld í Vestmannaeyjum.
2. umr. Sökum þess að flutn-
ingsmaður var ekki við í deild-
inni var umr. frestað.
Frv. til I. um breyt. á 1. um
viðauka við lög um Landsbanka
Islands. 1, umr. Frá fjárhags-
nefnd. Frv. þetta er flutt eftir
beiðni fjármálaráðherra og
stjórnar Landsbankans, og er
um framl. á undanþágu frá
sept. 1936 til sept. 1941. Málinu
var vísað til 2. umr.
Frv. til jarðræktarlaga. — 1.
umr. Flm. Jörundur Brynjólfs-
son. — Frv. þetta er mikill laga-
bálkur, í 8 köflum og 60 gr.
og langri greinargerð og skýrsl-
um eða 53 bls. alls. Kaflarnir
eru þessir:
I. Um stjórn ræktunarmála.
II. Um styrk til jarðræktar og
húsabóta. III. Um Félagsrækt.
IV.  Um  verkafærakaupasjóð.
V. Um vélasjóð. VI. Um bú-
ferlaflutning. VII. Um erfða-
leigulönd. VIII. Almenn ákvæði.
Flutningsmaður hélt alllanga
framsöguræðu og mælti með
frv., en Pétur Otteseii, Jón Sig-
urðsson og Jón Pálmason tættu
sundur orðagjálfur mannsins,
og sýndu fram á, að frv. væri
árás á Búnaðarfélag íslands.
Þeir gátu þess og að frv. mundi
hafa með leynd verið útbýtt
meðal stjórnarflokksmanna
löngu áður en því var útbýtt i
þinginu, en stjórnarandstæðing-
ar hefðu ekki getað fengið að
sjá það, þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir.
Frv. til 1. um jarðakaup rík-
isins. 3. umr. Um það urðu all-
miklar umræður, sérstaklega
um till. frá minni hluta land-
búnaðarnefndar. Til máls tóku
Jón Pálmason, Páll Zóphónías-
son, Pétur Ottesen og Sig.
Kristjánsson. Umræðu var lok-
ið, en atkv.gr. ekki reynd.
i
Ný þingmál.
Frv. til I. um breyt. á 1. um
alþýðutryggingar. Flm. Thor
Thors.
Tillaga til þingsályktunar um
skipun nefndar samkvæmt 34.
gr, stjórnarskrárinnar til að
rannsaka, að hve miklu leyti
símaleynd hefir verið rofin.
Flm.: Jakob Möller, Pétur
Halldórsson, Sigurður Krist-
jánsson, Gárðar Þorsteinsson.
„Neðri deild Alþingis ályktar
að skipa 5 manna1 nefnd, kosna
með hlutfallskosningu, til að
rannsaka, að hve miklu leyti
og í hverju augnamiði síma-
leynd hefir verið rofin, og að
hverra tilhlutun. Nefndin hefir
vald til að heimta skýrslur,
munnlegar og bréflegar, bæði af
embættismönnum og einstök-
um mönnum, samkvæmt 34. gr.
stjórnarskrárinnar".   ,
Oslo, 27. apríl.
Köber-málið.
Sven Arndtzen málflytjandi
hefir  verið  skipaður  verjandi
frú Köber. (NPiP. — FB.).
Oslo, 27. april.
Liitzow Holm látinn.
Liiízow prófastur, fyrrum
stórþingsmaður fyrir Finn-
mörk, er látinn. (NRP—FB).
Hleranirnar.
Svivirðing-  sem
aldrei  gleymist.
i.
Hræsnarar afhjúpaðir.
Forkólfar stjórnarflokkanna
hafa klífað á þvi mörg undan-
farin ár, að þeir væri hinir einu
og sönnu unnendur lýðræðis-
ins í þessu landi. Of t og mörg-
um sinnum hafa þeir lofað því,
með mörgum og stórum orð-
um, að verja lýðræðið og vernda
það fyrir öllum hættum.
Mörgum hefir verið það ljóst,
að forkólfarnir voru hér að
leika hlutverk Fariseans —
hræsnarans, sem þóttist vera
betri en aðrir menn. -— Og síð-
asta hneykslið, símahleranin,
hefir sannfært flesta Reykvík-
inga um það, að forkólfarnir
eru mestu og verstu f jandmenn
lýðræðisins í þessu landi. Þeir
taka sér til fyrirmyndar hina
örgustu einræðisböðla og fara
jafnvel fram úr „meisturun-
um."
1 öllum lýðræðislöndum er
þeirri reglu stranglega fylgt, að
vernda friðhelgi heimilisins og
þar með friðhelgí símans. 1 ein-
ræðislöndunum er gagnstæðri
reglu fylgt. Þar vita menn með
vissu, að það er hættulegt að
tala um það í sima, sem ætlast
er til að ekki fari hátt.
íslensk stjórnarvöld hafa í
raun réttri hagað sér ver en ein-
ræðisstjórnir telja sæmilegt.
Þau hafa komið aftan að mönn-
um. Þau hafa fullyrt, að ekki
væri hægt að hlera i sima, en
hafa samt sem áður látið standa
á hleri — sennilega um langt
skeið.
„En fátt er svo með öllu ilt,
að ekki boði nokkuð gott".
Hræsnarar þessir hafa nú ver-
ið afhjúpaðir. Svikararnir hafa
verið dregnir fram í dagsljósið.
— Þéír standa nú berstrípaðir
fyrir augum alls almennings.
II.
Staðið á hleri.
Það hefir jafnan verið talinn
lubbaskapur og einstök ó-
menska að standa á hleri. Þeir
menn, sem lagt hafa það í vana
sinn, hafa ávalt þakað sér and-
stygð manna og fyrirlitningu.
Ríkisstjórnin hefir nú lagst
svo lágt, að standa á hleri eða
láta standa á hleri við sima bæj-
arbúa. Hún hefir með því skip-
að sér í flokk forvitinna og
ósiðaðra lítilmenna. Hún hefir
gert sig að einskonar „Hjálmari
tudda".
III.
Eftir hverju var hlerað.
Ríkisstjórnin hefir haldið því
fram, að bílstjóraverkfallið og
leynivínsalan hafi verið og sé
svo alvarleg brot, að nauðsyn-
legt hafi verið að hlera í símann
þeirra vegna.        s
Slík fullyrðing er frámuna-
leg vitleysa og fjarstæða.
Bílstjóraverkfallið var á eng-
an hátt alvarlegra en önnur
verkföll, sem hér hafa verið
háð, nema síður sé. Það var
meira að segja friðsamara en
flest eða öll önnur verkföll.
Hvergi voltaði fyrir æsingum
né neinskonar óróa.
Leynivinsalan gaf engu meiri
áíyllu til hlerunar. Henni er að
vísu engin bót mælandi. Hún er
í eðli sínu ósæmilegur verknað-
ur. En hún er þó ekki svo al-
varleg, að nokkurt vit geti ver-
ið í því, að rjúfa öryggi símans
hennar vegna, enda er ekki
hægt, eins. og öllum má ljóst
vera, að sanna hana með hlerun,
en ólíkt meiri möguleikar að fá
hana sannaða á annan hátt.
Ríkisstjórnin selur vín til kl.
7 á kvóldin. Leynisalarnir
kaupa vín af ríkisstjórninni og
selja það eftir kl. 7. Og stjórn-
inni hefir vafalaust verið kunn
ugt um það lengi.
Leynisalarnir kváðu ekki
fara né hafa farið neitt leynt
með vínkaup sín í Áfengisversl-
uninni. Þeir kaupa vínflöskur í
tuga og jafnvel hundraða tali.
Lögreglan hlýtur að kannast
við þessa menn, alla eða flesta,
sem nokkuð kveður að. Hún
getur þvi sett vörð um hús
þeirra, veitt þeimeftirföro.s.frv.
Með því móti hefði hún getað
fengið miklu meiri sannanir á
hendur þeim, heldur en með
því, að standa á hleri við sím-
ann.
Það er því alveg augljóst, að
hvorki bílstjóraverkfallið né
leynisalan hefir getað gefið til-
efni til hlerana. Það er vafalaust
eitlhvað annað, sem gefið hefir
tilefni til þessaósæmilegaverkn-
aðar. Eitthvað, sem stjórnin vill
fela og þarf að fela. — Hún
neitar að nefna þau símanúm-
er sem hleruð hafa verið. —
Hvers vegna?
Hér ber alt að einum brunni.
Allar líkur benda í eina og
sömu átt: að bilstjóraverkfallið
og leynisalan, séu notuð sem
skálkaskjól, til þess að hylja, að
víðtæk njósnarstarfsemi hafi
farið fram við símann, þar sem
njósnað hafi verið um orð og
athafnir stjórnarandstæðinga
og meðflokksmanna ríkis-
stjórnarinnar, ekki til þess að
upplýsa afbrot, heldur í póli-
tískum tilgangi.
STRÍBID.
Oslo, 27. apríl.
Italir hef ja nýja sókn í áttina til
Addis Abeba. Mishepnist hún
verða þeir að bíða með frekari
sóknir suður á bóginn uns rign-
ingatímabilið er búið.
Badoglio marskálkur hef ir
byrjað nýja sókn í áttina til
Addis Abeba. I herflutningalest-
um, sem lagðar eru af síað frá
Dessie, eru 30 brynvarðar bif-
reiðir og 100 flutningabifreiðir.
Samkvæmt símskeyti til Dag-
bladet gera ítalir sér nú Ijóst,
að þeir geta búist við að verða
að heyja margar grimmilegar
orustur áður en þeir nái Addis
Abeba á sitt vald. Mishepnist
sókn sú, sem nú er hafin, verða
Italir sennilega að fresta frekari
tilraunum til að sækja suður á
bóginn þar til næsta rigninga-
timabil er um garð gengið. —
(NRP. — FB.).
Oslo, 27. apríl.
SOS-merki  frá  norsku  skipi
með 31 manns áhöfn.
E.s. Ivanhoe frá Oslo hefir
sent frá sér SOS-merki. Skipið
er statt á Atlantshafi (51 gr. 30
mín nl. I. og 53 gr. 4 mín. vl.
br.) með brotið stýri. Á skipinu
er 31 manns áhöfn, þar af 7
Norðmenn, hinir Kínverjar.
Pólska eimskipið Pilsudski er á
Ieið til hjálpar Ivanhoe. (NRP.
— FB.). —
Síra
Jóhann Þorkelsson
f. dómkirkjuprestur
á 85 ára afmæli í dag. Eftir ára-
tölunni að dæma er hann gam-
all maður. En ungur er hann i
anda, og bjartsýni og lífsgleði
ekki minni en hjá mörgum
æskumönnum. Fögur sál hans
er ávalt ung.
Síra Jóhann hætti opinberu
prestsstarfi fyrir 12 árum.
Hafði hann þá gegnt erfiðu
starfi í 47 ár, og af þeim tíma
var hann dómkirkjuprestur i
Reykjavik í 34 ár.
HaUn er hættur að flytja
prédikanir, en er þó í raun og
veru altaf að prédika, þvi að
honum er eðlilegt að tala um
sín helgustu og hjartfólgnustu
mál. Þess vegna hefir hann ekki
hætt sínu prestsstarfi. Hann er
altaf prestur, og kirkjan er hahs
annað heimili. Þar er hann á
hverjum sunnudegi. En á hverj-
um degi er hann sjálfur mjög
skýr prédikun, á hverjum degi
ber hann hinum helgustu sann-
indum vitni með dagfari sínu.
Oft hefir síra Jóhann í starfi
sínu vitnað í þessi alkunnu orð:
„Gleðjist ávalt í Drotni. Ljúf-
lyndi yðar verði kunnugt öllum
mönnum." En þessi orð sannast
á honum sjálfum. Altaf glaður
og Ijúflyndi hans öllum kunn-
ugt. Eg veit ekki til þess, að
hann eigi nokkurn óvin, alla
heyri eg tala um hann á einn
veg. Síra Jóhanni er hyort-
tveggja jafneðlilegt, að sam-
gleðjast og hugga. Ánægður og
þakklátur maður, sem kannast
við, að honum líði vel. Hjá hon-
um heyra menn ekki möglun-
aryrði. Eg heyrði hann einu
sinni segja: „Mér hefir hlotnast
svo mikil heill, að eg vil ekki
skifta á kjörum mínum við
nokkurn mann." Þannig hugs-
ar hann og talar enn í dag. Fyr-
ir nokkru sagði hann við mig:
„Ef eg væri 20 ára, þá veit eg,
hvað eg mundi gera. Eg skyldi
verða prestur."
Það eru um 60 ár liðin frá
þvi hann varð prestur, og það
starf var unnið með alúð og
samviskusemi hins trúaða
manns. Og enn er hann prestur
í hinum besta skilningi þess
orðs, sjálfur glaður og bros-
andi villi hann vekja gleði hjá
öðrum, vill enn í dag vera sam-
verkamaður að gleði annara.
Hann sækir ekki um lausu frá
þessu starfi. 1 þessum skilningi
verður hann aldrei uppgjafa-
prestur.
Síra Jóhann telur sig ham-
ingjusaman mann og víst er
það, að hann á góða elli.
Þvi láni á hann að fagna, að
honum er ekki gleymt í ellinni,
hinum elskulega f öður, tengda-
föður og afa. Honum er ekki
gleymt hér heima og ekki
gleymt í Danmörku, þar sem
börn hans og tengdasonur bíða
hans á hverju ári. Hér býr
hann við hamingju á kæru
heimili sínu, og í f jarlægu Iandi
hefir hann á undanförnum ár-
um átt styrkjandi endurhress-
ingarstundir á hinum ágætustu
heimilum, svo að hann á kveld-
tíma æfinnar bæði hér og þar
hefir fagnað birtu vakandi um-
hyggju.
Margir eru þeir, sem i dag
hugsa hlýlega til gamla prests-
ins, fjöldamargir, sem senda
síra Jóhanni þá afmælisósk, að
hann megi, það sem eftir er
æfikvöldsins, njóta farsældar
og friðar í fögru aftanskini.
Bj. J.
Páll
ísólffsscra
hefir orgelhljómleika í kveld í
fríkirkjunni. Það eru fagnaðar-
tíðindi öllum þeim mörgu, sem
kunna að meta orgelið, þetta
dásamlegasta hljóðfæri sem til
er, og meistarlega meðferð göf-
ugustu tónsmíða á það hljóð-
færi. Þeim þykir öllum of langt
síðan Páll hefir haft opinbera
orgelhl j ómleika.
Það eru nú liðin 20 ár siðan
Páll ísólfsson hélt hér sína
fyrstu kirkjuhljómleika á
gamla dómkirkjuorgelið. Og í
10 ár hefir Páll gegnt jafnhliða
sínum f jölbreyttu tónlistar-
störfum organistastarfi við fri-
kirkjuna hér. Það er því um
afmælisminning þessa vinsæla
listamanns að ræða.
Hugurinn lítur 20 ár til baka.
Þá. brá Páll sér heim hingað
sunnan úr löndum i sumarleyfi
sínu. Hann kom frá námi sínu
suður í Leipzig kornungur og
fullur áf áhuga fyrir sinni göf-
ugu listgrein og túlkun hennar.
Hann fylti kirkjuna tónaregni
Bachs og Regers og annara
æðstu snillinga i ríki tónlistar-
innar. Hann seiddi áheyrendur
sína inn í nýjan heim, þvi að
slík orgelmúsik var ókunn hér
áður öllum almenningi. Og
þetta hefir hann gert hvað eft-
ir annað siðan i tuttugu ár. Eg
veit, að frá þesum tíma og síð-
an, um 20 ára skeið, hefir Páll
ísólfsson átt sem listamaður
sina staðföstu vini og aðdáend-
ur, sem aldrei hafa setið sig úr
færi, þegar þeim bauðst að
hlusta á hann. Og um 10 ár af
þéssum tíma hefir hann haft til
afnota hið ágæta orgel fríkirkj-
unnar, og verið allan þann tíma
jafnframt organisti við guðs-
þjónusturnar í þeirri. kirkju.
Og sérstaka ástæðu hefi eg til
að þakka honum, ekki aðeins
fyrir fjölmargar, ógleymanleg-
ar unaðarstundir á hljómleik-
um hans, heldur og 10 ára stöð-
ugt samstarf i kirkjunni.
ÖIl Reykjavík þekkir Pál ís-
ólfsson af margvíslegum og
mikilsverðum störfum hans í
þágu og þarfir íslenskrar tón-
listar, fyrst og fremst við Tón-
listaskólann, útvarpið o. m. m.
fl. I útvarpinu hafa heyrst við
og við orgelhljómleikar, bæði
frá fríkirkjunni og eins frá hinu
ágæta nýja orgeli dómkirkj-
unnar. En lengi hafa bæjarbúar
verið án þeirrar ánægju að
koma saman i kirkju á orgel-
hljómleik hjá Páli, og halda
þar hátíð saman.
Þegar hann þvi nú býður oss
Reykvíkingum i kirkju til þess
að hlusta á sig eftir það langa
hlé sem orðið hefir á opinber-
um kirkjuhljómleikum hans,
hygg eg, að vér verðum mörg,
sem hugsum um 20 ára mikils-
vert menningarstarf hans í
þágu hinnar æðstu listgreinar,
og sýnum honum, að við vilj-
um þakka honum hjartanlega
fyrir það alt.
Og mér finst nú gott tækifæri
til að sýna þetta þakklæti með
því að f jölmenna við hljómleik-
ana, sem hann heldur i kveld.
Á. S.
Oslo, 27. april.
Mesta seglskip heims strandar
og brotnar í spón.
Herzogin Gecilie, fjórmastr-
að seglskip finskt, stærsta segl-
skip i heimi, strandaði í niða-
þoku á Salcombe i Devonshire.
Skipið var að koma frá Ástralíu
og er talið víst, að það brotni i
spón. Skipið hafði unnið kapp-
siglinguna milli kornflutninga-
skipanna stóru frá Ástralíu í
áttunda sinn. (NRP. — FB.).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4