Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR
Lasi dlæknir—
inn og miöla-
lsekningap.
Eg mætti vini mínum á f örn-
tim vegi og hann sagði við mig:
„Það er heldur gófla, sem þú
færð i Alþýðublaðinu hjá Vil-
mundi landlækni." Skildi eg
auðvitað, að það mundi vera út
af því, sem eg mintist á miðla-
lækningar í grein, sem eg rit-
aði um árás, sem gerð hafði
verið á Sálarrannsóknafélagið.
Mér hnykti samt ekkert við,
þvi að eg var mér ekki meðvit-
andi að hafa skrifað neinar
fjarstæður um þetta mál og
einn af góðlæknum vorum
hafði sagt mér, að hann væri
samþykkur því, sem eg hafði
skrifað.
Þegar eg las þessar greinar
landlæknis sá eg að eg gæti þó
ekki komist hjá, að svara nokk-
uru því sem þar er að mér vik-
ið. Einar H. Kvaran og Jónas
Þorbergsson munu svara fyrir
sig og málið i heild og eru til
þess mér færari.
Eg get ekki stilt mig um að
minnast fyrst á fyrirsögnina:
„Straumur og skjálfti". Land-
læknirinn segir, að þessar lækn-
ingar séu svo nefndar „straum-
og skjálftalækinngar", en þær
eru ekki svo nefndar nema i
háðungarskyni af óvildarmönn-
um sálarrannsóknanna. En þar
sem nú er orðið vel vitanlegt,
að miðla- eða andalækningar
eru ekki heilaspuni, heldur
raunveruleiki og merkilegt mál
og mörgum dýrmætt, þá má
vænta að prúðir menn eins og
landlæknirinn — þótt eitthvað
vilji við þeim amast — tali um
þær virðulega með réttu nafni,
og hafi rök sín ein að vopni,
en ekki spott né háðuleg heiti,
Eg kem svo að því, sem til
mín er beint. Landlæknirinn
virðist telja það, sem eg skrif-
aði í grein minni, vera í ósam-
ræmi við það, að eg mótmæla-
laust hafi samþykt lækninga-
leyfislögin 1911. Það mun rétt
vera, að eg greiddi atkvæði með
þessum lögum á Alþingi 1911.
En þar fyrir getur það varla
verið alvara 'hjá landlækni, að
neitt tiltökumál sé, þó að mér
árið 1936, éftir 25 ár, þætti ein-
hver annmarki hafa reynst á
lögunum. Það var töluverður á-
greiningur um lögin milli
þeirra, sem vildu draga helst
allar lækningar undir yf irráð og
leyfi heilbrigðisstjórnarinnar og
hinna, sem vildu gefa lausari
taum nærfærnum mönnum,
þótt ólærðir væru og hverjum
frjálst að leitá sér lækninga hjá
hverjum sem þeir treysta best.
Eg tók ekki þátt i þeim ágrein-
ingi, en fanst hvorirtveggja
hafa nokkuð til síns máls og
nokkur vándi að finna rétt tak-
mörk. Niðurstaða varð að smá-
skamtalæknar urðu undan-
þegnir.
En miðlalækningar voru þá
ekki komnar til sögunnar.
Hefði svo verið, hefði ekki far-
ið hjá, að sérstakt tillit hefði
verið tekið til þeirra, sem mér
finst sjálfsagt, að gera verði nú
og ekki blanda þeim saman við
allan þann hóp af kák- og
skottulæknum, sem landlæknir
telur i þriðja greinarkafla, án
þess að eg haldi að ekki geti
einnig sumt af því orðið að
gagni, og alt sem getur orðið
það, finst mér að eigi rétt á sér
þegár tækifæri er til.
I annan stað vil eg taka fram,
að eg í grein minni talaði ekki
um lækningaleyfislögin og það
er ekki rétt túlkun landlæknis
á orðum minum, að eg hafi
talað „utan að því, að þau verði
látin vera dauður bókstafur".
Eg gerði þvert á móti ráð fyrir,
að svo kynni að fara, að frú
Guðrún fengi með lögum sekt-
ardóm og yrði neydd til að fara
að synja um hjálp sjúklingum,
sem einatt hafa víða annars-
staðar leitað sér lækningar á-
rangurslaust.
En hinu skýrði eg frá, að i
Lundúnablaði hefði staðið svo
margar auglýsingar um miðla-
lækningar, að annað hvort hlyti
að vera, að engin lög væru, sem
meinuðu þær, eða þá að þau
íög væru fyrir venju og al-
menningsálit orðin þar dauður
bókstafur. Eg vissi ekki þá, að
þau lög voru ekki til, og þau
eru ekki enn til. Reyndar var
verið að stofna til nú eftir ný-
árið að koma þannig lögum á,
að tilhlutun breska læknafé-
lagsins (British Medical Asso-
ciation). Frumvarpið hét Medi-
cines and Surgical Appliances
(Advertisement) Bill, og hefði
það orðið að lögum var lagt
bann við andalækningum að
viðlögðum fésektum eða jafn-
vel fangelsi. En 27. mars s. 1.
feldi neðri málstofa Parlament-
isins frumvarpið frá 2. umræðu
og hafði komið fram rökstudd
dagskrá með þeim rökstuðn-
ingi, að „lögin mundu ekki ná
tilgangi sínum, en mundu ó-
hæfilega takmarka frelsi ein-
staklinga til að velja sér lækn-
ingu fyrir likamlegum sjúk-
dómum og mundu óréttlátlega
baka hegningu ýmsum lækn-
ingamönnum með sönnum
(genuine) lækningahæfileik-
um, af því þeir hefðu ekki leyfi
(unregistered) og mundu raun-
verulega koma í veg fyrir notk-
un margra aðferða, sem vel
hefðu gefist til að fyrirbyggja
sjúkdóma og bæta úr heilsu-
brestum." — Frumvarpið féll
þannig, að undir umræðunni
var beðið um að talið væri hve
margir þingmenn væru við;
færri mega ekki vera en 40 til
þess að afgreiða megi mál.
Þingmenn gengu þá út og urðu
einir 24 eftir. Var málið þá fall-
ið og skilst mér, að það þyki
enn verri útreið en með at-
kvæðagreiðslu.
Niðurl.
Kristinn Daníelsson.
Athapsemd
I 99. tbl. Vísis þ. á. (9. april)
er sögukorn (aðsent) er nefnist
„Ljósið i glugganum". Segir
þar frá því, að nafngreindum
manni, Þórði Stefánssyni beyki,
hafi eitt sinn á unglingsárum
hans verið úthýst á Ferstiklu á
Hvalfjarðarströnd, er hann
baðst þar gistingar ferðlúinn í
hríð og náttmyrkri og lifi hans
þannig verið stofnað í beinan
voða.               {
Af því að eg þekti ekki Þórð
sáluga og veit ekki hvenær
hann var fæddur, og líka vegna
þess, hve „unglingsár" er rúmt
hugtak, er ekki unt fyrir mig að
ákveða með neinni vissu, hve-
nær þetta ætti að hafa borið við.
Hinsvegar veit eg, eins og
fjöldamargir aðrir Borgfirðing-
ar, sæmilega glögg deili á þvi
fólki, sem haft hefir húsaráð á
Ferstiklu alt frá upphafi nítj-
ándu aldar, án þess að þurfa
um það að leita til ritaðra heim-
ilda. Og það er vafalaust óhætt
að fullyrða, að allan þann tíma
hefir það aldrei borið við að á
þeim bæ hafi nokkurum manni
verið synjað um húsaskjól. Það
hefir ávalt verið mjög svo á
hinn veginn. Eg varð því meira
en lítið undrandi er eg las um-
rætt greinarkorn. Að svo miklu
leyti sem ástæður hafa leyft,
hefi eg síðan leitað sambands
við gamla sveitunga mína hér í
bænum, aðallega fólk er sjálft
man lengra aftur í tímann en
eg, og hjá öllum, sem greinina
höfðu lesið, varð eg var við
sömu undrunina.
Til bráðábirgða ætla eg að
gera ráð fyrir, að ferðalag Þórð-
ar  Stefánssonar  hafi  átt  sér
stað milli 1870 og 1885. Við hið
fyrra  tímatakmark  bjuggu  á
Ferstiklu og höfðu þá lengi bú-
ið þar, hjónin Jón Sigurðsson*)
og Helga  Gísladóttir.  Heimili
þeirra  var  svo  annálað fyrir
gestrisni að nálega mátti þjóð-
frægt heita.  Er  mér i barns
minni hve oft og mjög eg heyrði
viðbrugðið   gestrisni  tveggja
borgfirskra   heimila   sunnan
Skarðsheiðar, er bæði voru til
fyrir sjálfs míns minni. En þau
voru heimili þessara hjóna og
Fiskilækjarheimilið í tíð þeirra
hjónanna Þórðar Sigurðssonar
og Sigríðar Runólfsdóttur (for-
eldra  Matthíasar  þjóðminja-
varðar). Helga á Ferstiklu mun
hafa látist 1879, en Jón hélt eft-
ir það búi í eitt ár með dætrum
sínum.  Þá  tók  við  jörðinni
tengdasonur hans, Finnur Jóns-
son  (bróðir  hins  nafnkunna
öðlingsmanns  Sigurðar hómó-
pata í Lamhaga, sem Kjartari
Ólafsson lýsti svo rétt og fagur-
lega i erfiljóði) og kona hans,
Jódís Jónsdóttir. Hún fann alla
ævi mesta unun í því, að hlynna
góðu að mönnum og málleys-
ingjum. Finnur hafði á sér á-
gættis orð, en hans naut skamt
við. Að honum látnum tók jörð-
ina  annar  tengdasonur  Jóns,
Magnús   Frímann ,  Ólafsson,
gif tur Helgu dóttur hans. Munu
um það leyti fáir þar um slóðir
hafa notið meira álits eða al-
mennari vinsælda en þau hjón,
enda voru þau samvalin bæði
um dugnað og mannkosti. Var
það sveitarfélaginu mikill sökn-
uður er þau  tóku sig upp og
fluttu  til  Vesturheims,  vorið
1883. Er nú Magnús látinn þar
fyrir átta árum, en Helga er enn
á lífi nálega hálfníræð að aldri.
Þá fluttist að Ferstiklu Gestur
Erlingsson hreppstjóri á Geita-
bergi (frá Erlingi hefi eg áður
sagt lítilsháttar í Vísi, en mörgu
mætti við bæta) og kona hans,
Guðrún  Guðmundsdóttir, syst-
urdóttir   Jóns  Sigurðs'sonar.
Bjuggu  þau  þar  lengi  siðan.
Gestur andaðist vorið,1899. Þau
hjón  man  eg  vel,  og  fyrstu
komu mína að Ferstiklu, með
föður mínum, man eg eins og
hún hefði átt sér stað í gær.
Viðstaðan var löng, en síst þótti
FJELAGSPRENTSMIÐiUNNAR
Ö£ST\*
*) Æ.tt hans er hin alkunna
Hlíðarhúsaætt hér í bænum.
mér hún of löng, og var eg þó
aldrei húsgöngull.
Mér liggur nú við að segja, að
sá megi trúa því, er vill, að þau
Gestur og Guðrún hefðu úthýst
göngumóðum ferðamanni í hríð
og náttmykri.  En eitt er víst:
þá  trúmenn  verður  ekki  að
f inna á meðal þeirra, sem þektu
þau. Gestur var nokkuð fornleg-
ur í háttum og kannske ekki
mikið fyrir að blaðra við ókunn-
uga menn.  Þau systkini voru
þannig, og hefi eg áður frá því
sagt. En ekki var að efa mann-
kostina og gengið hafa þeir i
ættir þó að yngra fólkið hafi
meir fylgst með tímanum. Guð-
rún kona hans var svo mikið
valkvendi  að  hennar  hjarta-
gæska mátti vel dásamleg kall-
ast.  Hennar dagfar  og líferni
virtist mér vera bað, sem mér
hefir ávalt skilist að vera hug-
sjón kristindómsins, enda hygg
eg að það  sé góðar konur og
varla aðrir, sem megnað haf i að
gera þá hugsjón að veruleika.
Það er vissulega eitthvað al-
varlega bogið við áminnsta frá-
sögn i Vísi. Hitt er ekki fyrir
mig að segja hvernig missögn
hefir myndast þarna. Eg veit
engin deili á Þórði sál. Stefáns -
syni. En ekki get eg hugsað mér
að hann hafi farið að spinna
upp að tilefnislausu úthýsingar-
söguna og er eg þó sannfærður
um, að á Ferstiklu hefir honum
aldrei verið úthýst. Ekki dettur
mér heldur í hug, að sá,, sem
skrifaði hana, hafi gert það.
Einhver misskilningur eða
málablöndun mun hafa komist
hér inn. En þó að söguritarinn
hafi fráleitt ætlað sér að gera
nokkurum manni rangt til
(Það gerum við yfir höfuð
miklu oftar óviljandi og óvít-
andi en af ásettu ráði), þá er
slik málablöndun leiðinleg, þar
sem skuggi getur fallið á marga
og enginn þeirra getur lengur
borið hönd fyrir höfuð sér.
Snæbjörn Jónsson.
Veðrið í morgun:
Hiti um land alt. í Reykjavík
8 stig, Bolungarvik 4, Akureyri
8, Skálanesi 5, Vestmannaeyj-
um 7, Sandi 7, Kvígindisdal 6,
Hesteyri 5, Gjögri 5, Blönduósi
7, Siglunesi 5, Grímsey 2, Rauf-
arhöfn 9, Skálum 3, Fagradal 5,
Papey 6, Hólum i Hornafirði 8,
Fagurhólsmýri 8, Reykjanesi 8
stig. Mestur hiti hér i gær 8 stig,
minstur 4. Orkoma 2,0 mm.
Yfirlit: Viðáttumikil lægð
skamt fyrir sunnan Island..
Horfur: Suðvesturland: Austan-
kaldi. Skúrir. Faxaflói, Breiða-
f jörður: Austangola. Sumstaðar
smáskúrir í dag. Vestfirðir,
Norðurland, norðausturland:
Úrkomulaust Austfirðir, suð-
austurland: Hæg suðaustanátt,
en austankaldi í nótt. Rigning
öðru hverju.
Skipafregnir.
Gullfoss fór héðan i gær-
Irveldi áleiðis til útlanda. Goða-
foss kom að vestan og norð-
an í morgun. Dettifoss er í
Hamborg. Brúarf oss er væntan-
legur kl. 8 í kveld frá útlöndum.
Lagarfoss var á Skagaströnd í
morgun. Selfoss er i Hamborg.
Otur kom af veiðum i nótt með
83 tn. lifrar og Reykjaborg i
gærkveldi með 117. Júní kom
í morgun og var tekinn upp í
Slipp og verður þar skift um
skrúfu skipsins. Laxfoss fór til
Borgarness í morgun.
Aðalfundur
Sparisjóðs Reykjavikur og
nágrennis verður haldinn í bað-
stofu iðnaðarmanna kl. 8% í
kveld.
Erindi
um augnsjúkdóma er valda
blindu flytur Sveinn Pétursson
augnl. í útvarpinu í kvöld.
Kátir félagar!
Samæfing i kvöld kl. 8 stund-
víslega i Menntaskólanum.
íþróttaskólinn.
Hvö     leikfdmisnáms)ske|ið
verða haldin i vor. Sjá augl.
Trúlofun.
Nýlega hafa opinberað trú-
lofun sina Nina Ágústsdóttir og
Kristinn Mortens.
Næturlæknir
er í nótt Gísli Pálsson, Garði.
Simi 2474. — Næturvörður í
Laugavegs apóteki og Ingólfs-
apóteki.
KRISTALSKLÓ.
12
virtist skína með töfraljóma í birtu rafmagns-
ljósanna.
Humphreys gamli var þvi ekki vanur að
snæða miðdegisverð sinn í borðsalnum. En að
þessu sinni hafði hann hjólað stólnum sínum
að okkar borði og sat við það, er Thelma kom
niður.           ,
Eg mun aldrei gleyma svipbrigðunum á and-
liti Humphreys, er hann siá kristalsklóna. Undr-
un, heift og ótti — alt þetta mátti lesa úr svip
hans. Eg gat ekki að þvi gert, að á þessari
'stundu fanst mér svipur gamla mannsins djöf-
ullegur. Til allrar hamingju var Thelma að tala
við dr. Feng, þegar þetta gerðist, og hvorugt
tók eftir svipbrigðunum á andliti Humphreys.
Þegar við vorum sest sagði hann á þarin hátt
að mér duldist ekki, að hann var ekki búinn
að jafna sig:
„Þarna hafið þér fengið fagran grip, Mrs.
Audley."        j                        ,
„Já, er ekki svo? sagði hún. „Hann var send-
ur mér í pósti frá Peking. Eg hefi ekki hugmynd
um hver sendi mér hann — hann var sendur
áfram frá London. Vafalaust er þetta brúðar-
:g.jöf frá einhverjum vina minna, sem hefir
.gleymt að senda nafnspjaklið sitt með."
. Og hún snéri kristalsklónni þannig, að
"^tnphreys gæti virt hana fyrir sér sem best.
^íðar dönsuðum við i danssal gistihússins og
nun dansaði við tvo eða þrjá aðra menn, sem
mjög dáðust að henni. Humphreys gamli hjól-
aði stólnum sínum inn í danssalinn eins og
hans var vandi á hverju kvöldi. Það var ömur-
legt að sjá þennan gráhærða mann, sem var
skarplegur á svip og andlega hress, bundinn við
hjólastólinn sinn daglega. Hann gat þó staulast
áfram með erfiðismunum, með staf i höndum,
upp og ofan stiga. En vanalega var stóJlinn hans
borinn upp stigann og hann fór i stólnum sin-
um eftir göngunum til svefnherbergis síns.
Morguninn eftir lögðum við af stað kl. 9 eins
og ráðgert hafði verið kveldið áður. Við tókum
John, leiðsögumanninn, með okkur, og var til-
ætlunin að fara um Bieten-Lucke og ganga á
skiðum upp Schwarzberg. Okkur þótti mjög
gaman að klífa fjallið, en veðrið var orðið
ískyggilegt. Þegar við lögðum af stað var farið
að þykna i lofti. Nú var svo komið, að hver
vindhviðan kom á fætur annari, og yið óttuð-
umst, að hinn hættulegi en leyndardómsfulli
Föbnvindur Alpaf jallanna mundi brátt fara þar
yfir sem við vorum. En John leiðsögumaður
óttaðist ekkert i þá átt.
„Það verður að eins hríðarbylur," sagði hann,
er við þutum áfram á skíðunum.
Veður tekur oft mjög skyndilegum breyting-
um þarna uppi á fjöllunum. Hríðarveður skell-
ur stnndum á, þegar enginn á sér ills von. En
eftir klukkustund eða tvær er kannske komið
glaða sólskin aftur.
En þótt hríðarbyljirnir standi skamma stund
geta þeir valdið miklu tjóni.  Þeim fylgir níst-
andi kuldi og of t hefir það komið fyrir, að þeir,
sem lítt eru harðnaðir eða illa klæddir, hafa
látið lífið í hríðarveðri, sem að eins stóð eina
stund eða tvær. Vindurinn feykir fönnunum i
skafla og enn hærra uppi á jöklunum er ekki
hægt að treysta því, að gott veður haldist nema
fáar mínútur í senn.
Thelma var að þessu sinni í skíðaf ötum þeim,
sem eg fyrst hafði séð hana í, en utan yfir ullar-
peysuna hafði hún farið í vindheldan jakka
með loðkraga.
Alt í einu^ þegar við runnum hratt áfram á
jafnsléttum kafla, kallaði hún til min:
„Vitið þér það, Yelverton," sagði hún, „að
eg hefi ekkert heyrt frá Stanley siðan á sunnu-
dagskveld, þegar hann sendi mér símskeyti frá
Victoria stöðinni, um komu hans til London.
Eg hefi sent skeyti, en ekkert svar fengið. Eg
hefi haft áhyggjur af þessu, en ekki viljað um
þetta tala, til þess að þér fengið nú ekki áhyggj-
ur líka."
Þegar hún sagði þetta var John um 50 metra
á undan okkur.
„Það er einkennilegt," sagði eg. „Hvert hafið
þér sent skeytin?"
„Á skrifstofuna í Westminster, þar sem hann
vinnur."
„Þér ættuð að vera búnar að fá svar. En haf-
ið engar áhyggjur um það. Hann ætti að vera
kominn aftur annað kveld. Við förum til Laut-
erbrúnnen saman til þess að taka á móti hon-
um."                  i
Meðan við ræddumst við hafði enn þyknað í
lofli og himininn var orðinn nærri svartur, en
vindhraðinn jókst með hverju andartaki. Við
vorum kominj yfir snjóbreiðuna og fórum i
humáttina á ef tir John upp hlíðina hinum meg-
in. Þarna var mjög bratt og við urðum að feta
okkur upp á hlið, hægt og hægt, og gæta þes&
vel, að varast að renna niður, og halla sér hæfi-
lega að fjallinii, til þess að halda jafnvægi. Alt
í einu heyrðum við John kalla:
„Achtung."                  j •        i
Það var hætta á ferðum. Af hverju gaf hanii'
okkur aðvörunarmerki, spurðum við hvort ann-
að. En í sömu svifum heyrðum við ógurlegan
hávaða eins og heill her öskrandi djöfla kæmi
æðandi niður fjallið í áttina til okkar. Ósjálf-
rátt gi-eip eg Thelmu og um leið reif snjóflóðið
okkur með sér.....
Þegar eg raknaði úr roti, verkjaði mig mjög
í hnakkann. Einn steinanna, sem snjóflóðið
þyrlaði með sér, hafði lent á höfði mér, eða eg
hafði lent á steini er niður kom. Og eg hafði
bitið í tungu mér svo að blæddi úr. Thelma lá
enn i fangi mér, meðvitundarlaus, og andlit
hennar var hvítt sem marmari. Eg veit enn i
dag eliki hvað varð pkkur til bjargar. Einhver
hulin verndarhönd hlaut að hafa verio nálæg
okkur, því að fæstir sem lenda í 'njóflóði eins
og þessu, komast lífs af. Snjóflóðið hafði sópað
okkur með sér langan veg, en eg hafði tekið
hana traustu taki áður en það skall á, og urð-
um við ekki viðskila. Blóðið lagaði úr sárinu á
L
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4