Vísir - 07.01.1941, Blaðsíða 3
VlSIR
ÍSLENDINGAR SÆMDIR
FINNSKA FRELSISKROSS-
INUM.
Utanríkisráðuneytið til-
kynnir:
Sendifulltrúi Islands i
Stokkhólmi hefir skýrt ráðu-
neytinu frá því símleiðis, að
lœknarnir Gunnar Finsen og
SnoiTÍ Hallgrímsson, sem
báðir voku sjálfboðaliðar
með Finnum i styrjöldinni
við Rússa og störfuðu í
fremstu víglínu, hafi verið
sæmdir finnska frelsiskross-
inum með sérstöku þakkar-
bréfi frá Mannerheim hers-
höfðingja.
Engar úrslitakröfur
boraar fram við Búlgariu.
EINKASKEYTI FRÁ U. P.
London í morgun.
I fregn frá Sofia segir, að einn
af æðstu embættismönnum
Búlgariu hafi lýst yfir því fyrir
liönd Búlgaríu, að það hafi ekki
við nokkur rök að styðjast að
Þjóðverjar hafi sett Búlgörum
úrslitakosti, eða borið fram
kröfur við Philoff eða notað
nokkurn annan mann sem milli-
lið til þess að bera fram kröfur
á hendur Búlgörum.
Það liefir verið tilkynút opin-
berlega i Sofia, að Philoff sé enn
í Vínarborg.
Ski p«-
§trand
í nótt strandaði norskt skip
austur við Skaptárós. Skip þetta
heitir Rundehorn og er norskt.
Það er 98 smál. að Stærð.
Allir skipverjar björguðust í
land og líður þeim öllum vel.
Vont veður var þegar strand-
ið varð. Að því er Vísir hefir
heyrt, mun vonlítið um að
skipið náist út, en blaðið veit þó
ekki um það með vissu.
Næturakstur.
AÖalstöðin, Lækjartorgi, sími
1383, hefir opið í nótt.
Leikfélag1 Reykjavíkur
biður blaðið að vekja athygli
leikhúsgesta á þvi, að Hái Þór verð-
ur sýndur í kvöld kl. 8, en ekki á
fimmtudag, eins og venjulega.
Aðalfundur
Fasteignalánafélags
íslands.
verður haldinn miðvikudag
8. janúar 1941 kl. 2 í Kaup-
þingssalnum.
Dagskrá samkvæmt félags-
lögum.
STJÓRNIN.
Skagfirðingafélagið
efnir til skemmtikvölds í Odd-
fellowhúsinu, uppi, annað kvöld
(miðvikudagskvöld) kl. 8%. Ræð-
ur, söngur og dans á eftir.
Kristján Guðlaugsson
hæstaréttarmálaflutningsmaður.
Skrifstofutími 10—12 og 1—6
Hverfisgata 12 — Sími 3400
A.S.It.
Fundur verður haldinn í fé-
laginu i Þingholtsstræti 21
kl. 8y2 annað kveld (8. jan.).
Fundarefni:
Samningarnir.
Áríðandi að fjölmenna.
Stjórnin.
Aiviiniii.
Unglingspiltur reglusam-
ur, 17 ára eða eldri, getur
komist að sem námssveinn
að mála hifreiðar.
Egill Vilhjálmsson,
sími 1716.
Bíll
Yfirbyggður sendiferðabíll
% tons, íil sölu og sýnis á
Hringbraut 61 eða Grundar-
stig 12.
Cítrónur
Ný epli
(Delicious).
Þurrkuð epli
Sveskjur
Rúsínur
Grundarstíg 12. Sími 3247.
Hringbraut 61. Sími 2803.
m
Eg'g1
VÍ5IU
Laugavegi 1.
UTBÚ, Fjölnisvegi 2.
Hagkvæm matarkanp.
Reykt trippakjöt:
Verð:
Síður 2.50 pr. kgr.
Bógur 2.70 —
Læri 2.90 — —
Trippakjötsbjúgu 2.25 pr. kgr.
Laugavegi 39.
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags Islands,
verður haldinn í Kaupþingssalnmn i húsi íelagsins i
Reykjavík, laugardaginn 7. júní 1941 og hel'st kl. 1
eftir hádegi.
D AGSKRÁ:
1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd-
um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfir-
standandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur
fram til úrskurðar endurskóðaða rekstursreikninga
til 31. desember 1940 og efnahagsreikning með at-
hugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinn-
ar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur st jórnarinnar um skipt-
ingu ársarðsins.
3. Kosning f jögra manna i stjórn félagsins í stað þeirra
sem úr ganga samkvæmt félagslögunum.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer,
og eins varaendurskoðanda.
5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál,sem upp
kunna að verða borin.
*
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngu-
miða.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf-
um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins
í Reykjavík, dagana 4.og 5. júní næstk. Menn geta fengið
eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á að-
alskrifstofu félagsins í' Reykjavik.
Reykjavík, 6. janúar 1941.
STJÓRNIN.
Verzlunarmann,
ungan og duglegan, vantar strax til afgreiðslustarfa við eina af
sérverzlunum bæjarins. Þarf lielzt að liafa verzlunarskólapróf
eða aðra álíka menntun. Usóknir sendist Vísi fyri r fimmtu-
dagskvöld 9. þ. m. ásamt mynd og meðmælum ef til eru, merkt:
„Vei’zlunarmaður“.
Sendisveínar
geta fengið atvinnu nú þegar.
]?Ij<ílkui,§ani§.'tlaii.
I
Grammofónplötar
Hot ogr Swing:
Amerísk og ensk ðanslög.
Klassiskar plötur:
Gigli„og aðrar söngplötur ásamt öðrum ldassiskum tón-
verkum.
NÓTUR allskonar.
ORGELSKÓLINN í íslenzkri þýðingu, nýkominn.
HLJÓDFÆRAKirSIÐ
NÝ BÓK:
DR. EINAR ÓL, SVEINSSON:
Sturlungaöld
Drög um íslenzka menningu á þrettándu öld.
Verð kr. 6.50 lieft, kr. 8.50 í bandi og kr. 12.75 i skinn-
bandi. (Nokkur tölusett eint. á betri pappír í skinnbandi
kr. 20.00).
AÐALÚTSALA:
Bókaverzl. Sigfúsar Eymundssonar
og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugavegi 34.
Yiðskiptaskráin 1941
Ný verzlunar- og atvinnufyrirtæki eru beðin að gefa sig fram
sem fyrst. Ennfremur eldri fýrirtæki er kynnu að vilja breyta
einhverju þvi, er um þau er hirt í Viðskiptaskrá 1940.
Ef breyting liefir orðið á félögum eða stofnunum, sem birt
hafa verið í Félagsmálaskrá 1940, er óskað eftir leiðréttingu
sem fyrst. Sömuleiðis óskast tilkynning um ný félög.
Reglur um upptöku í viðskiptaskrána:
í Félagsmálaskrá
er getið félaga og stofnana, sem ekki reka viðskipti, en eru al-
menns eðlis. Að jafnaði er getið stofnárs, stjórnar (eða form.),
tilgangs o. fl., eftir ástæðum. Skráning í þennan flokk er ókeyp-
is. (Eyðublöð, hentug til útfyllingar, er að finna í Viðskipta-
skránni).
I Nafnaskrá og Varnings- og starfsskrá
eru skráð fyrirtæki, félög og einstaklingar, sem reka viðskipti í |
einhverri mynd. Geta skal helzt um stofnár, lilutafé, stjórn, |
framkvæmdarstjóm, eiganda o. s. frv., eftir þyí sein við á, svo
og aðalstarf eða hvers konar rekstur fyrirtækið reki.
í Varnings- og starfsskrá eru skráð sömu fyrirtæki sem í Nafna-
skná, en raðað þar eftir vamings- eða starfsflokkum, einsog við á.
Þar eru og skráð símanúmer.
Skráning í Nafnaskrá er ókeypis með grönnu letri. í Varnings-
og starfsskrá eru fyrirtækin sknáð ókeypis'^aneð grönnu letri)
á 2—4 stöðum. Óski menn sín getið á fleiri stöðum, eða með
feitu letri, greiðist þóknun fyrir það.
Eyðublöð, hentug lil útfyllingar fyrir þessar skrár, er að finna
í Viðskiptaskránni.
Viðskiptaskráin er handbók viðskiptanna.
Anglýiingfar ná því hvergi betnr
tilgrangri sbhhiii en þar.
Látið yður ekki vanta í Viðskiptaskrána.
Utanáskrift: STEIADÓRSPRIMT R.F.
Kirkjustræti 4. — Reykjavík.
Tilkynning
til biíreiðaeigenda
.Athygli bifreiðaeigenda i Reykjavík skal vakin
á því, að ábyrgðartryggingargjöld fyrir tima-
bilið frá 1. janúar til 1. júli 1941 eru fallin í
gjalddaga.
Ber bifreiðaeigendum að sýna á lögreglustöð-
inni, Pósthússtræti 3, fyrir 14. þ. m. kvittanir
fyrir greiðslu iðgjaldanna.
Lögreglustjórinn i Reykjavik, 6. jan. 1941.
AGNAR KOFOED-HANSEN.
...... , »
1—2 Skrífstofuherbergi
í miðbænum
óskast strax
Afgr. vlsar á.
BEST RÐ AUGLÝSA í VÍSL
Allsherjaratkvæðagreiðsla í
Verkamannafélaginu Dagsbrún
Samkvæmt bréfi sáttasemjara dags. 6. janúar fer
fram allsher jar atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna í
verkamannafélaginu Dagsbrún um samningsuppkast
það, er samninganefnd Dagsbrúnar lagði fyrir félags-
fund 1. janúar s. 1. og stjórn Vinnuveitendafélags Is-
lands hafði fallist á.
Samkvæmt ákvörðun kjörstjómar fer atkvæða- «
greiðslan fram i Hafnarstræti 21 og stendur yfir frá kl. 1
17 til 24 þriðjudaginn 7. þ. m. og frá kl. 7—24 miðviku-
daginn 8. þ. m.
6