Vísir - 25.06.1941, Blaðsíða 2
V ISIR
GEIR GÍ'GJA:
Há§flng:^ii er liættu
legfur !§mitbei*i.
I eftirfarandi grein lýsir Geir Gígja náttúrfræðingur
ýmsum skordýrum, sem til eru hér á landi, og mönnum
os gróðri stafar hætta af. Meðal þessara skordýra er hús-
flugan, ný flugutegund hér á landi og stórhættulegur
smitberi. Eftirfarandi grein er mjög athyglisverð, |)ví
Geir gefur ýmsar góðar leiðbeiningar um hvernig bezt
sé að forðast þessi kvikindi.
Þau skordýr, sem. mesta at-
hygli vekja í Reykjavík og ná-
.grenni’ hennar um þessar mund-
ir, eru flugurnar, sem nú eru
sannkölluð bæjarplága. Þær eru
inni um öll liús og niðri í matn-
um *og þær beinlínis sækja á
fólk til þess að setjast á hendur
þess og andlit.
Á visindamáli heitir hún
Musca Domestica, og hefir hor-
izt hingað nýlega frá útlönd-
um.
Það er rúmur áratugur síðan
hennar varð fyrst vart á Akur-
eyri og í nágrenni Reykjavíkur.
En svo var það fyrst hlýja sum-
arið 1939, að liún varð fólki til
verulegra óþæginda svo kunn-
ugt sé. Þá kvartaði margur
undan henni hér í hænum. í
fyrra sumar bar svo aftur miklu
minna á lienni, en nú í sumar
verið lokaður íslendingum síð-
ustu árin, liafa nú gerzt ófrið-
araðilar við hhð Breta. Hafa
þeir þegar þegið t)oð Breta um
sérfræðilega aðstoð i hernaðar-
og viðskiftamálum. Er ekki
hugsanlegt, að þetta geti haft
einliver áhrif íslendiúgum í
vil varðandi síldarsöluna?
Þessu er slegið hér fram að ó-
athuguðu máli, en aðalatriðið
er þetta, að hvað sem á dynur
verðum við að forðast eftir
frekasta mætti að leggja árar í
bát, —i halda að okkur höndum
og gefast upp. Þjóðin er engu
ver komin þótt hún tapi ein-
hverju á síldarútveginum, en ef
hún stöðvar framleiðsluna, —
og í raun og sannleika eru ekki
meiri líkur til að tap verði á
sildarútveginum. nú en undan-
gengin ár, með því að ávalt hef-
ir þunglega horft fyrir byrjun
vertiðar.
Þjóðin á að krefjast þess^ að
sildveiðiflotinn stundi veiðar
eins nú og endranær, — reka
atvinnulífið af fullri bjartsým
og framsólcn, en ekki bölsýni og
sjálfsmorðsþönkum.
virðist hún ætla að komast í al-
gleyming.
Flugurnar koma inn í húsin
þaðan sem þær klekjast út, en
það er á óþrifalegustu stöðun-
um í bænum og í kringum
hann. Það er í sorphaugum, í
áburðarhaugum, í peningshús-
um og á öðrurn stöðum, þar
sem lífræn efni fá óbyrgð að
fúna eða úldna sundur. Á slílir
um stöðum verpa flugurnar
(100—200 eggjum hver). Þar
ungast eggin út og úr þeim
koma lirfur, sem nærast á rotn-
andi efnum, sem í kringum þær
eru og fá í sig sæg at' sýklum.
Þegar lirfurnar eru orðnar full-
vaxnar leggjast þær í dvala.
Þær liggja í svo nefndu púpu-
hýði og breytast þar í flugu,
sem brýtur gat á hýðið og flýg-
ur út þegar myndun hennar er
lokið, og hefir hún þá fengið i
sig sýklana frá lirfunni. Hvað
þessi þróun tekur langan tíma
fer eftir því, IR'að lirfurnar
hafa gott viðurværi og hvað
hlýtt er í veðri meðan þróunin
fer fram. En þróunin gengur
því fljótar, sem hlýrra er.
Það er vafalaust matarlyktin,
fyrst og fremst, sem, dregur
flugurnar inn i híbýlin og eink-
um inn í eldbús, stofur og mat-
argeymslur, ennfremur lokkar
svitalykt mannsins þær. Þær
sjúga upp svita og aðra vökva,
sem húðin gefur frá sér, af mik-
illi græðgi, ef þær ná að snerta
hörund mannsins.
Þessar flugur geta annars
nærst á flestu, sem er uppleyst
eða þær geta bleytt upp með
munnvatni sínu og sogið upp í
gegnum ranann, en sólgnastar
eru þær í sætindi.
Húsflugan er ekki aðeins ó-
þokkagestur á heimilum, vegna
þess óþrifnaðar, sem af lienni
stafar og þeirra óþæginda, sem
hún gerir fólki, lieldur er hún
einnig stórhættulegur smitberi,
sem ber ýmsa næma sjúkdóma
manna á milli.
Um algera útrýmingu á flug-
unni er tæpasl að ræða, en ým-
islegt má gera til þess að tor-
tíma henni í híbýlunum, varna
henni að komast inn i þau og
torvelda tímgun hennar. Þegar
flugurnar komu inn í herbergin
er hægt að tortíma* þeim með
flugnaveiðurum, sprauta á þær
skordýralyfjum eða veiða þær í
háf (léreftsp.oka með hring í
opinu). En það verður að fyrir-
1:*yggja sem mest að flugurnar
komist inn í húsin, og það má
gera^ á tvennan liátt: 1 fyrsta
lagi með því að hafa dyr sem
skemmst opnar, svo flugurnar
fljúgi ekki inn í húsin þegar
gengið er um, og í öðru lagi að
strengja gluggatjaldaefni eða
annað þ. u. 1. fyrir alla glugga,
sem eru opnaðir, og festa því
svo vel niður á röndunum, að
flugurnar komist ekki inn með
])vi, þegar gluggarnir eru opn-
ir. En langmest af flugum kem-
ur inn í húsin um opna glugga.
Að strengja fyrir opna glugga
gerir og meira gagn en að úti-
loka flugurnar, það beinlínis
sýar sót og ryk úr loftinu, sem
streymir inn um gluggana.
Enn er þó ótalið það, sem
mesta þýðingu hefir í barátt-
unni við húsfluguna, en það er
að finna uppeldisstaði hennar,
finna þær uppsprettut, sem all-
ur flugnaskarinn streymir frá.
Eg hefi áður sagt hverskonar
staðir það eru. Það verður að
gera þessa staði þannig úr garði,
að þeir verði ekki flugnaheimlii
í framtíðinni. Það þarf að þrífa
ýmsar lóðir í bænum og götur
betur en gert er og aðra staði,
bæði í lionum og úthverfum,
lians. Sorplireinsunin þarf að
framkvæmast með reglusemi og
nákvæmni. Sorpílátin mega
ekki standa opin né sorpið að
fjúka út urn húsagarðana, eins
og .stundum á sér stað, svo að
rotnandi efni safnist í hvern
krók og kima handa flugunum
að verpa í. Sorp- og áburðar-
bauga á að byrgja, svo að þeir
séu ekki uppeldisstöðvar fyrir
flugurnar. Útrýming húsflug-
unnar byggist fyrst og frémst á
því, að fyrirbyggja tímgun
hennar, en fyi-sta skrefið í þá
ált er meiri þrifnaður í bænum,
og nágrenni hans.
I
Kálflugan.
Til varnar kálflugunni má
strá naftalíni í kringum kál eða
rófuplöntur um leið og gróður-
sett er eða grisjað. Naftalínplöt-
ur eða tjörukartonplötur má
einnig leggja um stönglana til
varnar, svo að flugurnar geti
ekki verpt eggjum sínum, við
rætur plantnanna, en það leitast
þær við að gera, til þess að lirf-
urnar geli strax nænst á plönt-
unum, þegar þær lcoma úr eggj-
unum. Vökvun með sublimat-
vatni kringum plönturnar er og
notuð og hefir gefist allvel. Eitt
gratam af sublimati leyst upp í
einum lítra af vatni nægir til
þess að vökva með tíu plöntur.
En sublimat er mjög eitrað og
. ekki má liafa það i málmiláti,
lieldur ber að láta það í gler-
eða leirílát.
J Eftir uppskeruna á haustin
, ælti að hreinsa allt kál úr garð-
inurn, grafa það í jörð niður eða
eyðileggja á annan hátt, þvi
annars geta kálflugupúpurnar
, lifað í því yfir veturinn. Hyggi-
! legast er og að rækta ekki kál
eða gulrófur á sama stað ár eft-
i ’ir ár.
| ' !
, Skógarmaðkur.
| Það er algengt að fiðrildalirf-
| ur skemmi birki og fleiri trjá-
. plöntur. Þær bæði naga blöðin
\ og spinna þau saman í hús
handa sér. Stundum eru svo
| mikil brögð að skemmdunum,
! að trén eru hér um bil blaðlaus
; um hásumar. Það er erfilt að
: koma vörnum við i stórum,
skógum, en til þess að útrýma
j maðkinum úr trjágörðum, er
þægilegast að nota eiturduft,
sem blásið er.yfir trén með fýsi-
belg, þegar logn er. Nægir
venjulega að gera þetta tvisvar
á sumri. En til varnar maðkin-
um er gott að úða tré og runna
með trjályfi í frostlausu veðri
á vetrum.
Grasmaðkur.
Það hefir oft gengið erfiðlega
að útrýma grasmaðkinum.
Menn hafa reynt ýmsar eitur-
blöndur, og hafa sumar gert
i nokkurt gagn. En bezt hefir
| reynst hér á landi að grafa
skurði um maðkasvæðin og
hefta þannig útbreiðslu hans.
| Grasmaðkurinn legst einnig á
snarrótarpunt. Það þykir mikil
j vörn erlendis, að útrýma snar-
i rótarþuntinum, en hér er það
ekki hægt, enn sem komið er,
þar sem hann er víða aðaljurtin,
bæði í túni og haga. Þar sem,
mikið er af grasmaðkinum fer
j hann yfir í stórum herjum og
: veldm- tjóni m,eð því að éta upp
gróðurinn á stærri eða minni
Þýzkar verksmiðjur fluttar austur
á bógínn — í öryggis skyni.
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Rltstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Síldveiðarnar.
TALIÐ er að nokkur vafi leiki
á því ennþá, hvort yfirleitt
muni reynast fært að halda úti
síldveiðaflotanum i sumar, af
þeim sökum, að svo lágt verð
bjóðist fyrir saltsíldina, að eng-
in tök muni reynast á að stunda
þá atvinnugrein, og síldarmjöl
mun 'hinsvegar vera með öllu
óseljanlegt. Heyrst hefir að verð
fyrir síldarlýsi muni mega telj-
ast viðunandi, en lítt hjálpar
það út af fyrir sig, ef aðrar síld-
arafurðir reynazt lítt seljanleg-
ar, — eða óseljanlegar fyrir
verð sem viðunandi er.
Það er því auðsætt, að liér er
vandamál á ferðinni, sem leysa
þarf, hvernig sem að verður far-
ið. Má geta þess, að sumarið
1939 voru um 300 skip á sild-
veiðum fyrir Norðurlandi, og þó
miklu fleiri í fyrra. Talið er að
áhöfn þessara skipa muni hafa
v<yið um 4000 manns, en að í
landi hafi unnið að þessari
framleiðslu um 3000 manns,
auk 2000 stúlkna, sem unnu að
verkun og söltun síldarinnar.
Fjöldi þeirra manna, sem að
síldveiðum vinna, eru heimilis-
feður, og hefir þannig auk
þeirra fjöldi manna lífsfram-
færi af síldveiðunum. ,
Samkvæmt upplýsingum,
sem finna má í Hagtiðindum,
nemur hluti síldarútvegsins fyr-
ir árið 1937 ca. 33% af heildar-
útfluttningi- landsins. Þótt tölur
séu ekki við hendina varðandi
árin 1938—40, er vitað, að and-
virði síldarafurðanna liefir
numið tuga milljónum króna,
enda hefir þvi þráfaldlega verið
yfirlýst, að síldin hafi bjargað
ríkisbúskapnum frá algeru
hruni, einkum hin síðari árin.
Fiskmarkaðurinn hefir brugð-
ist, kjöt og landbúnaðarafurðir
hafa verið lítt seljanlegar, en á-
valt liefir markaður fyrir síldar-
afurðirnar verið öruggur og
síldin eftirsótt vara.
Islendingar hafa bundið stór-
fé í verksmiðjum, skipum og
tækjum til hagnýtingu síldar,
og lieilir kaupstáðir lifa að heita
má að mestu á þessum iðnaði.
Hvað kemur í staðinn, ef svo
skyldi fara, að ekki reyndist
unnt að stunda síldveiðarnar á
þessu sumri?
Hér í blaðinu birtast í dag
auglýsingar frá síldarútvegs-
nefnd, varðandi söltun og út-
flutning síldar, og lítur því út
fyrir að nefndin búist við því,
að ekki muni til þess koma, að
veiðarnar stöðvist, enda má
ekki að því reka. Fyrsta skilyrð-
ið fyrir því, að íslenzka þjóðin
fái staðist ömurlegar afleiðing-
ar styrjaldarinnar, er að at-
vinnulífið geti haldizt i liorfinu,
án óeðlilegra truflana, og sú
slcylda hvílir á þeim mönnum,
sem hagsmuna þjóðarinnar eiga
að gæta, að þeir finni viðunandi
lausn á málinu, með stuðningi
bankanna.
Engin ástæða er til að ör-
vænta.' Fyr en varir geta opn-
azt nýjar leiðir, ef framleiðslan
er aðeins fyrir hendi. Á það má
benda til dæmis, að nú hefir
málum svo skipazt, að Rússar,
sem eru mesta síldarneyzluþjóð
í heimi, þótt sá markaður hafi
Végna þess hversu brezku
sprengjuflugvélarnar eru
langfleygar og veitist því auð-
velt að gera árásir á iðjuver í
Yestur- og Mið-Þýzkalandi, og
að flugvélaskorlur Breta fer
stöðugt minnkandi, eru Þjóð-
verjar farnir að stofna íðnaðar-
miðstöðvar í hinum fjarlægustu
hlutum ríkisins, þeim héruðum,
sem þeir hafa Iagt undir sig síð-
ustu árin.
Nazistar hafa ekki aðeins
tekið í sína þjónustu þau iðju-
ver, sem til voru í þessum lönd-
um og aukið framleiðslu þeirra,
heldur eru þeir og farnir að
flytja önnur iðjufyrirtæki til
þessara öryggisstaða frá þeim
héruðum, sem eru í meiri hættu.
Þessi nýju heimkynni iðnað-
arins eru um 800—1000 mílur
frá bækistöðvum brezka flug-
hersins og það er því von Þjóð-
verja, að þarna géti þeir skapað
her sínum vopnabúr, sem þeir
fái varið. Hergagnaiðnaður
Þjóðverja er með öðrum orðum
á undanhaldi.
Forðabúrið í Ruhr
og Rínarhéruðunum.
Þungaiðnaður Þýzkalands
hefir alltaf verið samansafnaður
á mjög litlu svæði, en þunga-
iðnaðar annara þjóða hefir allt-
af verið dreifðari. Land það, sem
þungaiðnaðurinn þýzki tekur
yfir — þ. e. Ruhr og Rínarhér-
uðin — er aðeins einn hundraðs-
hluti landssvæðis Þýzkalands og
varla 6 af hundraði þjóðarinnar
býr þar, en samt voru þar fram-
Ieiddir þrír fjórðu hlutar allra
kola, járns og stáls, sem Þjóð-
verjar notuðu fyrir stríð.
í Ruhr og Rínarhéruðunum
eru framleidd 67.86% af kola-
framleiðslu Þýzkalands, 76.47 %
af koksi, 75.28% af tjöru og
71.82% af benzíni. Auk þess
voru þarna framleidd 71.23% af
stangajárnframleiðslunni og
69.3% af stálframleiðslunni.
Verksmiðjur Krupps og
Thj^ssens, liundruð annara verk-
smiðja, sem vinna að allskonar
liergagnaframleiðslu sýna mik-
ilvægi þessa gamla vopnabúrs
Þýzkalands. En nú er svo komið,
að brezki flugherinn getur hæg-
lega greitt þvi þung og stór
stór högg, því að það er aðeins
300—400 milur frá brezku
bækis töðvunum.
Síðan Hitler komst til valda
hefir nýtt iðnaðarsvæði orðið til
i Þýzkalandi — Wirtschaftsge-
biet Mittel-Elbe. I því eru héruð-
in Magdeburg, Bitterfeld,
Dessau, Halle, Merseburg, An-
halt og Braunschwéig og er
Saxelfur aðalsamgönguæðin.
Þarna eru ýmsir málmar og kol
í jörðu og var það tahð í öruggri
fjarlægð frá vesturlandamær-
unum.
Nýja iðnaðarmið-
stöðin er ekki örugg.
Stórar verksmiðjur voru
reistar með undraverðum hraða.
Þarna eru Herman-Görings-
verksmiðjurnar í Salzgitter, al-
þýðubílaverksmiðjurnar i Tal-
lersleben, sem framleiða nú
hervagna og skriðdreka, Junk-
ers- flugvélaverksmiðjurnar í
Dessau, Leunaverksmiðjurnar,
sem framleiða benzín úr kolum,
gúmmíverksmiðj ur, koparverlc.
smiðjur og alúminíumverk-
smiðjur.
Þetta hérað átti-að vera eins-
konar ný varnarlína á sviði iðn-
aðarins. Fjöldi skipaskurða
tengja það við aðra hluta lands-
ins. Hinn mikilsverði Mittelland-
skurður flytur framleiðsluna frá
Salzgitter, Tallersleben og oliu-
verksmiðjunum í Hannover til
Saxelfur, en skipaskurðir tengja
hana við Oder og Dóná.
En áður en nokkurn varði
fóru brezku flugvélarnar að
koma i heimsókn. svo að þá var
eleki um annað að ræða, en að
leita þangað, sem öryggið var
meira. Austurriki og Tékkó-
slóvakía urðu fyxúr valinu lil að
„liýsa“ liernaðariðnað Þjóð-
vei-ja. Nú vinna hergagnverk-
smiðjur í Vínarborg, Wöllers-
dorf, Wienei’neustadt, Berndorf
og Steyr, svo að fáeinir staðir
sé nefndir, af fullum krafti og í
svæðum. Skurðirnr, sem gx-afn-
ir eru um maðksvæðin, þurfa
að vera 25 cm. á dýpt og á
breidd' með lóðréttum bökkum.
Maðkaherinn fellur ofan í þessa
slcurði á framsókn sinni og
verður þar til þegar hann kemst
ekki upp úr og hefir ekkert að
éta.
Veggjalýs og kakalakar.
Til þess að útrýma skaðsemd-
ar skoi’dýrum slíkum sem
veggjalúsum og kakalökum úr
hýbýlum manna, er aðeins eitt
ráð öruggt, og það er að bræla
með blásýrugufu. En naftalín,
kamfói’a og fl. er ódýrt og hand-
hægt til þess að halda ýmsum
meinlausai’i hússkordýrum i
skefjum. En fólk ætti lika að
minnast þess, að allur þrifnað-
ur hefir alltaf mikið að segja.
Það þurfa allir að vera á verði
gegn skaðsemdardýrum í hús-
um, þvi mörg þeix’i’a eru fljót
að valda tjóni. Möllirfur era
furðu fljótar að éta göt á ábreið-
ur, skinnkápur og annan fatn-
að, tínusbjöllur éta sundur bæk-
ur og blöð, veggjatítlur grafa
í sundur máttarviði húsanna, og
margskonar dýr geta horizt inn
á heimilið í skemmdum mat-
vælum, og svona mætti lengi
telja.
Lá við slysi
— en varð ekki af.
Einkennilegt bifreiðaslys, ef
slys skyldi kalla, varð s. I.
sunnudag á gatnamótum Hafn-
arstrætis og Hverfisgötu.
Sjóliði kom á reiðhjóli niður
Hverfisgötu og ætlaði að aka
Hafnarstræti. Þar á horninu
rakst hann á bifreið, sem kom
gegnt lionum á nokkuri’i ferð.
Varð áreksturinn það liarður að
maðurinn kastaðist af hjólinu,
lenti á vatnskassa bifi’eiðarinnar
og framljósi, en féll svo á göt-
una. Bifreiðin skemmdist veru-
lega þannig, að vatnskassinn
lagðist inn og varð hriplekur,
lukt brotnaði og fleiri skemmd-
ir urðu þannig að liún var lítt
aksturhæf. Manninn sakaði
ekki og stóð hann upp eins og
ekkert hefði ískorist, hirti reið-
lijól sitt, sem var óskemmt, og
ók á hurtu án þess að liafa nokk-
ur orð þar um.
Svo mikið felmtur greip bif-
reiðastjórann og farþegana, að
maðurirfn var allur á bak og
burt, áður en þau höfðu áttað
sig á alburðinum. •
Linz hefir verið opnað útibú
'Hermann Göring-verksmiðj-
anna.
Tvær ástæður voru fyrir þess-
um flutningum: í fyrsta lagi var
talið, að f jarlægðin frá Bretlandi
myndi vera þessum iðjuverum
til varnar og í öðru lagi, að
Bretar mundu ekki gera ánásir á
þau, þótt þeir gæti, því að þau
væri í herteknum löndum, en
ekki óvinalöndum Breta.
Hætt við eyðilegg-
ingu í PóIIandi.
En brezki flugherinn lét elcki
standa lengi á sér. Heimsóknir
lians sýndu, að Slcoda-vei’k-
smiðjurnar, sem veittu 26.000
manns vinnu fyrir stríðið, eru
ekki fjær en svo, að það ér
liægðarleikur að gei’a árásir á
þær. Hergagnaiðnaður Þjóð-
vei’ja varð því enn á ný að leita
sér að nýju landrými og nú er
hann farinn að koma sér fyrir í
Póllandi.
Þegar Þjóðvei’jar voru búnir
að koma Pólverjum á kné byrj-
uðu þeir þegar að taka vélarnar
í verksmiðjunum i sundur og
flytja þær á brott, til þess að