Vísir - 07.07.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 07.07.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan (3. hæð) 33. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 7. júlí 1943. Ritstjórar Blaðamenn Simii Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla 151. tbl. Rússar hafa orðið að látat lítið eitt undan síga. Óvíst hvort þetta er sumarsóknin þýzka. Bardagar héldu áfram í Rússlandi af sama kappi í gær og í nótt. Þjóðverjar halda uppi látlausum árásum milli Orel og Byelgorod sem fyrr, en þeim hefir eigin- lega ekkert orðið ágengt nema syðst. Kannast Rússar við það, að þeir hafi orðið að láta lítið eitt undan síga þar. Blóðugar óeirðir í Detroit Fyrir um það bil hálfum mánuði kom til svo mikilla óeirða i Detroit í Bandaríkjunum, að kalla varð herlið á vettvang til að koma á reglu. Var Þjóðverjum eða Þjóðverjavinum kennt um að hafa komið óeirðunum af stað með því að hera út kviksökur, sem æstu hvita menn og svarta hverja gegn öðrum. — Myndin hér að ofan sýnir lögregluna handtaka sverl- ingja um leið og hvítur maður lýstur surt utan 'undir. Sex japönskum herskipum sökkt við Nýju-Georgiu. Fjögnr önnur lösknðnst í sjö- orasÉnuni á Kiila-flóa. Suðurhluti Nýju-Georgiu á valdi Bandamanna. Nú h'afa borizt nokkuru nánari fregnir frá höfuð- stöðvum MacArthurs um sjóorustuna, sem sagt var frá, að hefði verið liáð eftir helgina við Nýju-Georgiu. Hafa Bandaríkjamenn unnið alger- an sigur og sökkt að öllum likindum sex japönskum herskipum, en laskað f jögur. Herstjórnartilkynnirig MacArlliurs í morgun fjallaði næstum eingöngu um þessa viðureign, sem háð var aðfaranótt þriðju- dags, það er í fyrrinótt, milli Kolomhangara-eyju og Nýju- Georgiu. Sundið þar á milli eyjánna er um 13 km. á breidd, en er nefnt hinu villandi nafni Kula-flói. Þó segja Rússar, að þessir fleygar, sem Þjóðverjar liafa gert í víglinur þeirra sé ekki orðnir neitt hættulegir ennþá, ,en liersveitir Þjóðverja hafa lagt enn meiri þunga á áhlaup- ih þar, til þess að hagnýta sér það, sem áunnizt hefir, áður en Bússifm tekst að rétta lilut sinn. Árdegisblöðin i London ræða allmikið um þessa sókn Þjóð- verja. Daily Mail segir í rit- rstjórnargrein, að það sé ekki .hægt að lita svo á, að Þjóðverj- ar hafi farið út i sóknina af frjálsum vilja, lieldur liafi þeir neyðzt út i hana, til þess að eyði- leggja einhver áform Rússa. .Segir blaðið, að mönnum virð- ist svo í fljótu bragði, sem það hefði verið Þjóðverjum í liag, að kyrrð ríkti sem lengst á austurvígstöðvunum, þvi að þá hefði þeir getað flutt miklu rneira varalið til Vestur-Evrópu, til að taka á móti bandamönn- >um, ef þer reyndu innrás. Hermálaritari’ Daily Herald býst við þvi, að það muni koma í ljós næstu daga, hvort þessi ■orusta sé raunverulega upphaf ■sumarsóknar Þjóðverja. Byrjunin. Fréttaritarar i Rússlandi hafa nú gefið lýsingu á þvi, hvernig sókn Þjóðverja liófst. Kl. 4.30 á þriðjudagsmorgun hófu þeir mikla skothiúð alllangt fyrir norðan Byelgorod. Þegar hún hafði staðið drykklanga stund voru nokkrir skriðdrekar sendir fram og fótgömgulið á hælá þeim. Rússum vár liægðarleikur að hrinda þessu áhlaupi, enda var það aðeins gert til að villa þeim sýn, því að kl. 4.50 liófst aðalárásin þar fyrir norð - 28 spænskir íasistar íalla í ónáð. Fimm embættismenn spænska falangistaflokksins hafa verið reknir frá störfum. Mönnum þessum er gefið að sök að hafa viljað endurreisa konungdæmið á Spáni. Höfðu þeir tekið sig saman við 23 aðra fasista, sem gengu fyrir Franco og báðu hann um að íhuga þetta. Þeir voru allir liandtekn- ir á eftir og i opinberri tilkynn- ingu um það var sagt, að þeir hefði borið fram rök fyrir máli sínu sem aðeins f jandmenn rik- isins mundu beita. 3 þýzk skip löskuð. 1 gær var einungis farið frá Bretlandi í eftirlitsflug með- fram ströndum Frakklands og Niðurlanda. Undan Hollandi var ráðizt á hóp turidurduflaslæðara og vopnaðra togara og voru tveir slæðarar og einn togari laskað- ir. í eftirlitsferðum þessum voru átta þýzkar flugvélar eyðilagð- ar, en aðeins ein af hrezku flug- vélunum kom ekki aftur. an. Jafnframt voru byrjaðar árásir á mörgum stöðum á 250 km. svæði, eins og sagt var frá i fregnum í gær. Tvö liundruð skriðdrekar fóru fyrir fótgönguliðssveitum Þjóðverja i aðalárásinni, en margir þeirra voru eyðilagðir. Á öðrum stað tókst 100 skrið- drekum að hrjótast í gegnum varnir Rússa, en 38 þeirra voru eyðilagðir, áður en hinir sáu sitt óvænna og héldu undan. Frá sjónarmiði Þjóðverja. Herstjórnartilkynning Þjóð- verja í dag segir, að Þýzkar her- sveitir hafi nú gert gagnárásir milli Orel og Byelgorod og brot- izt langt inn í stöðvar Rússa. Á 2 dögum hefir landherinn eyðilagt 300 rússneska skrið- dreka, en flugherinn eyðilagt 637 flugvélar. Skipatjónið: Góður árangur banda- manna í maí og júní í maí og júní smíðuðu banda- menn nærri 2 millj. meira skiparými en sökkt var fyrir þeim. Það er húið að segja frá þvi oft og mörgum sinnum, að þess- ir tveir mánuðir hafi verið hag- stæðari bandamönnum, en nokkrir aðrir i stríðinu. Þá fyrstu viku í júlí, sem nú er að líða, hefir haráttan gegn kaf- bátunum gengið enn betur en áður. f Bandaríkjunum var lokið við 168 skip í síðastl. mánuði, þar á meðal mörg oliuskip, sem geta flutt um 12 millj. litra henzins, nægilegt til fimm stór- árása á Þýzkaland. Sikorski var myrtur, segja Þjóðverjar. Þjóðverjar hafa óspart notað lát Sikerkis til áróðurs fyrir sig og bera það á bandamenn að hafa ráðið hann af dögum. f útvarpi til Bandaríkjanna í gærkveldi var til dæmis sagt, að áður en Sikorski lagði af stað heimleiðis liafi tveir menn varað hann við að fara i hrezkri flugvél, því að þá mætti hann húast við öllu. Þýzka útvarpið segir lika að fóllc i Algeciras og La Linea á Spáni hafi veitt ýmsu einkenni- legu eftirtekt i samhandi við slysið. Eitl var það, sagði út- varpið, iivað flugvélin hrapaði fljótt til jarðar, annað livað björgun hófst fljótt, eins og menn í Gibraltar hefði verið við öllu húnir og loks, að Sikorski hefði lagt af stað eftir að sól var gengin til viðar og því miklu auðveldara, að vinna skemmd- arverk á flugvélinni. Nákværiiar fregnir eru ekki konnrar enn af orustúnni, því- að þær mundu ef til vill geta i'ólgið i sér mikilvægar upplýs- ingar fyrir Japani. En það er talið, að ainerísk herskip hafi verið að koma úr árásarför á Vila á Kolonbangara, þegar flotadeildununi laust saman. Að minnsta kosti er vist, að amerísk herskip liöfðu verið send til að skjóta á Vila ,og Varoko, sem er liandan sunds- ins á Nýju-Georgiu, skömmti áður en orustan liófst. í háðum flotadeildunum voru iítil skip, beitiskip og tundur- spillar, og ielja Bandarikja- menn að þeir liafi að öllum Jikindum sökkt sex þeirra, en fjögur að auki hafi hlotið meiri eða minni skemmdir. Einu am- erísku beitiskipi var sökkt. Nánari fregnir verða hirtar af þessu, þegar það þykir óhætt. Loftárásir á eftir. Þegar japönsku skipin sáu sitt óvænna og létu undan síga, voru flugvélar seridar á eftir þeim og liéldu þær uppi árás- imi mikinn hluta' dags i gær. Tundurspillir einn sigldi i strand á Kolonbangara og voru gerðar árásir á hann, unz liann logaði stafna á milli. Sjö japanskar orustuflugvél- ar reyndu að vernda liann, en 4 þeirra voru skotnar niður. Suðurhluti N.-Georgiu á valdi Bandaríkjamanna. Bandai'íkjamenn liafa undan- farna daga flutt æ meira lið lil Nýju-Geoi'giu, því að þar er til inests að vinna, nefnilega Munda-flugvallarins. Ef liann verðiu' ’tekinn af Japönum, þá verður þeim varla vært á eyj- unum umhverfis. Þeir hafa heldur ekki neinn verulega góðan flngvöll fyrr en vestur á Nýja-Bretlandi ef þeir verða reknir frá Munda og væri þeim því nærri óbætanlegt tjón að missa hann. Blaðamenn sima, að liersveit- ir MacArthurs hafi nú nærri allan suðurliluta Nýju-Georgiu á sínu valdi og sé þar að búa sig undir sóknina norður eftir eynni til flugvallarins. Flugvöllurinn ' nærri ónothæfur. Skothríðin á Munda-flug- völlinn frá fallbyssustæðum Bandaríkjamanna á Rendova er nú orðin svo mikil, að hann er orðinn nærri ónotliæfur fyrir flugvélar Japana, enda hefir dregið mjög úr flugvélavernd þeirri, sem þeir veita her sín- um og lierskipum. Japanir liafa nú játað, að þeir hafi ekki lengur Rendova á valdi sínu, því að í gærkvöldi tilkynnti herstjórn þeirra, að fluévélar hennar liefði sökkt finim amerískum flutninga- skipum í liöfn evjarinnar. Nýja-Guinea. Hernaðaraðgerðir liggja niðri á Nýju-Guineu, meðan háðir stvrkja aðstöðu sína fyrir næstu lotu. Þó hafa bandámenn gert nokkrar loftárásir á Salamaua, en þess er ekki getið livort Jap- anir liafi reynt neinar árásir á hinar nýju stöðvar banda- manna. Hervæðing Brasiiíu. Tugþúsundir verkamanan í Brasilíu starfa nú að styrjaldar- rekstri landsins og þúsundir verksmiðja hafa verið teknar í þágu ríkisins. Brasiliustjórn gaf í gær nokk- urar upplýsingar um þá hreyt- ingu, sem hefir orðið, siðan lantlið gerðisl aðili í stríðinu. Nú vinna til dæmis 100.000 menn að gúmmírækt, en liún var vart stunduð fyrir stríð. Talið er að ársframleiðslan verði hráðlega komin upp í 50.000 smálestir. Herinn er nú kominn upp í 300.000 menn, en.eykst jafnt og þétt og verður ein milljón, þegar liætt verður að stækka liann. Hefir ktjórnin hoðizt til að leggja bandamönnum til her- afla utan Ameríku, ef þörf krefur. Herflutniugrar til Nnðnr-Englands Amerískar hersveitir, sem lrafa verið á Norður-lrlandi, eru nú sem óðast að fara þaðan. Árdegisblöðin i London birta þá fregn, eftir Parísar-útvarp- inu, að verið sé að flytja þetta lið til Suður-Englands og sé því dreift þar um herbúðir með ströndum fram. Verði farið að æfa liðið í innrásartækni á næst- unni og verði það siðustu æf- ingar þess, áður en reynt verði að gera innrás. Daily Express getur þess einn- ig, að mikið amerískt og lcana- diskt lið lrafi að úndanförnu verið flutt austur um liaf og aulc þess liafi komið til Eng- lands * margar slcipalestir með mikilvæg hergögn. Baldur Möller skák- kóngur íslands. Baldur Möller varð skák- konungur Islands í ár. Hlaut hann 6 vinninga, gerði tvö jafn- tefli, en tapaði engri skák. Nú er að fullu lokið Skákþingi íslendinga sem fram fór hér i bænum fyrir nokkru. Töfðust lok þess vegna biðskáka, sem ekki varð lokið vegna forfalla. LJrslit urðu sem liér 'segir: í landsliðskeppni sigraði Baldur Möller og varð þar með skák- meistari íslands 1943, hlaut liann 0 vinninga (jafntefli við E. Gilfer og Á. Snævarr), 2. Eggert Gilfer 5% vinning (tap fyrir Ásmundi Ásg., jafntefli við Baldur). 3.—4. Árni Snævarr (tap fyrir Eggerti og jafntefli við Ásm. og Baldur) og Ás- mundur Ásgeirsson (tap fyrir Baldri, jafntefli við Árna og Magnús S. Jónss.). Fengu þeir Árni og Ásmundur háðir 5 vinn- inga. 5. Magnús G. Jónsson 2^ vinning. 6.-7. Steingrimur Guðmundsson og Sigurður Gissurarson IV2 vinning. 8. Hafsteinn Gislason 1 vinning. — í Meistaraflokki urðu þessir efstir: 1. Óli Valdemarsson 6 vinninga, 2. Guðm. Ágústsson 5 v. 3. Guðm. S. Guðmundsson 4V2 v. — I 1. flokki varð efstur Lárus Johnsen. I 2. fl. varð efstur Guðjón Sigurðsson. Skákkonungur varð Baldur Möller í fyrsta sinn 1938. Árið eftir var ekki keppt.um titilinn, 1940 var Baldur í próflestri og - tók ekki þátt i keppninni, en vann konungstitilinn aftur 1941. í fyrra lá Baldur á sjúkra- iiúsi um það leyti sem skák- þingið fór fram og gat þar af leiðandi ekki tekið þátt í keppn- inni, en í ár liefir hann hlotið konungstitilinn i 3ja sinn. Innanfélags meistaramótum Tennis- og Badmintonfélags ReykjaVíkur í badminton er nú lokið fyrir nokkru. Eins og áður er getið, var til- högun mótanna þannig að allir kepptu við alla, en ekki útslátt- arkeppni eins og verið hefir undanfarin ár. Úrslit i hverju móti urðu þau sem hér segir: Einliða- keppni kvenna vann Júlíana Isebarn. Meistar-i i fyrra var Ásta Benjamínsson. Einliða- keppni karla vann Friðrik Sig- urbjörnsson. Hann var einnig meistari í fyrra. Tvíliðakeppni kvenna unnu þær Ásta Benja- mínsson og Júlíana Isebarn, og voru þær einnig meistarar frá í fyrra. Tvíliðakeþpni karla únnu Jón Jóhannesson og Ge- org L. Sveinsson. Þeir voru einnig meistarar í fyrra. Tví- liðakeppni (mixed double) unnu þau Jakobina Jósefsdótt- ir og Jón Jóhannesson. Meistar- ar í fyrra voru Unnur Briem og Ingólfur Ásmundsson. Mótin fóru mjög vel fram, voru margir leikirnir bráð- skemmtilegir og spennandi. — Keppt var um bikara, sem gefnir hafa verið af ýmsum Happdrættið. Athygli skal vakin á auglýsingu happdrættisins í blaðinu í dag. Á laugardaginn verður dregið í 5. flokki, engir miðar verða afgreidd- ir þann dag. Menn ættu því að end- urnýja sem allra fyrst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.