Vísir - 21.07.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 21.07.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Slml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 33. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 21. júlí 1943. 163. tbl. Þeir íéllu í Tunis. Þessar myndir eru frá síðustu dögum bardaganna í Túnis. — Neðri myndin er af þýzkum hermanni, sem fallið hefir við sprengjukastara sinn. Þetta er ný tegund af þessu vopni — sexhleypt — og var fyrst notuð i N.-Afríku. — Efri myndin er af ítala, sem fallið hefir við bátinn, sem hann liefir ætlað að flýja á frá Turiis. Eúiiar brjótait yfir Donetz* og: Uini-ár. Taka mikilvægar borgir hjá Orel. Rússar tilkynntu það í gær, að hersveitir þeirra hefði brotizt yfir Bonetzfljót ofarlega og Mius-á. Var þetta fyrir sunnan Isyum og suðvestan Voroshilovgrad. Þjóðverj- :ar voru búnir aS segja frá sóknaraðgerðum Rússa þarna, en þeir könnuðust ékki við það fyrr en í gær. Rússar segja þó, að þetta sé ekki upphaf sóknar af þeirra hálfu, en framsveitaskærur hafi jafnt og þétt vei’ið að fara í vöxt, svo áð það hefði mátt búast við því, að úr þeim yrði stórorusta.'HersíjöniRússa hefði því fyrirskipað þessar árásir, til þess að lxafa betri aðstöðu, ef til störtíðinda skyldi draga. Mesjensk og Voro- shilovo á váldi Rússa. Hersveitir þær, sem sækja að 'Orel úr þrem áttum tóku í gær tvær borgir, sem eru mjög mik- ilvægar. Önnur er Mesjensk, :sem er um 50 km. norðaustur af Orel á þjóðveginum til Moskva. Var hún erfiður þrösk- aildur á vegi Rússa. Hin borgin er Vorosliilovo, rúmlega 30 km. fyrir austan Orel. Um hana liggur járn- brautin til Stalingrad. Annars segjast Rússar liafa sótt fx’am 5—8 km. alls staðar á vígsöðv- unum í nánd við Orel og eru sagðir aðeins rúma 10 km. fiá járnbrautinxxi. Horfur eru nú orðnar ískyggilegar fyi’ir þá 250.000 Þjóðverja, sem verja Orel, því að aðeins um 85 km. eru milli vinstri og bægri fylkingararma Rússa. Beaufighter flugvélar Bi-eta löskuðu tvö skip undan Hol- landi í gær og skutu niður 8 flugvélar í bardögum. llitler og Mu§so- liiii liittast. Hitler og Mussolini hafa hitzt öðru sinni á þessu ári — í fyrra- dag — og fundust þeir í borg einni á Norður-Ítalíu. í tilkynningu, sem var gefin út um fundinn í gær, er lítið sagt annað en að fundurinn hafi átt sér stað og að þeir hafi rætt hernaðarmál. Byi’juðu viðræð- urnar snemma morguns og var lokið eftir hádegi. Þýzkur fréttamaður, sem rit- að hefir um fundinn, segir að það megi sjá af því, hvernig til- kýnningin er oi’ðuð, að þeir leið- togarnir liafi i-ætt blált áfram um vandamál sín, án þess að reyna að gylla þau fyrir sér. Hörð árás á Malta. Loftárás var gerð á Malta í gær og var hún sú harðasta í sjö mánuði. Hei’naðaryfirvöldin á eynni segja, að árásin hafi vei’ið stutt, en miklu sprengjumagni kastað niður á þeim tíma. Loftvarna- byssur eyjarinnar skutu af miklu kappi á flugvélarnar, en þess er ekki getið, að nein þeirra lxafi verið skotin niður. Það vekur nokkra athygli í sam- bandi við árásina, að það er elcki minnzt á það, að orustu- flugvélar liafi ráðizt á árásar- vélarnar. SIKILEY : ! Lítil sem engin mótspyrna vestan til á vígstöðvunum. llöudnlyeldin ætia bersýnilcsra aö verjasí í uorðanstnrhornl eyjarinnar Auðvelt að rata á eynni Bláfellshál§ «Sær, Það voru einna merkastar fregnir í morgun, að Bandaríkjamenn segjast iiu mæta hverfandi lítilli mótspyrnu í sókn sinni vestast á víg- stöðvunum á Sikiley, þar sem þeir stefna í vestur og norðvestur. Er þetta þeirn mun eftirtektarverðara, að það voru Bandaríkjámenn, sem áttu í hörðustum har- dögum frá byrjun innrásarinnar. Það var greinilegt, þegar bandamenn í’éðust á land, að mönd- ulherstjórnin hafði skipað; megnhm af liði shm vestan til á eynni og virtist alls ekki gera ráð fyrir þvi, að innrás mundi koina austar en Gela, því að þar fyrir austan var raunverulega ekki um neinai’ varnir að ræða. vegi verið teknir niður. „Það er Nú síma blaðamenn liinsveg- ar frá Norður-Afi’íku éða víg- stöðvunum sjálfum, að flug- menn hafi að undanförnu gefið skýrslu um það, að lierflutn- I ingar væri mildir frá Vestur- Sikiley austur á eyna. Telja þeir, að möndulhei'inn sé að flytja lið sitt þaðan til þess 1) að forða því frá að verða innikróað ef handamenn geta bi’otizt til norðurstrandarinnar, og 2) til þess að verja norðausturhorn eyjarinnar, meðan þess er nokk- ur kostur. Lokaáhlaupið á Catania. 8. herinn er nú að draga að sér meira lið, vegna lokaárásar- innar á Catania. Blaðamaður einn simar, að möndulherinn hafi komizt að því i Norðui*- Afríku, hvað slík hlé táknuðu lijá honum og þvi reyndu Italir og Þjóðverjar að tefja undir- búninginn með þvi að gera mörg gagnáhlaup með skriðdrekum og iniklu fótgönguliði. Hermann Göring-bryndeildin gerði í fyrradag og í gær marg- ar slíkar truflunarárásir, en þeim var öllum hrundið. Bretar hafa komið sér örugglega fyrir norðan við árósa nokkura, sem eru skammt fyrir sunnan Ca- tania. Blekkingar. Þótt Kanadamenn eigi við all- mikla mótspyrnu að stríða, þá segja þeir, að liún sé ekki eins mikil og oft megi búast við og noti ítalir og Þjóðverjar mikið blekkingar, lil að tefja fyrir þeim. Meðal annars liafa þeir útbúið mörg fallbyssustæði og vélbyssubreiður til blekkingar en hafa þar hvorki menn né vopn. Getur þetta tafið mjög fjn’ir þeim, sem sækir ú. ÖH vegamerki enn uppi. Einn af brezku blaðmönnun- um segir, að ekki beri enn á neinu eyðileggingarstarfi mönd- ulhersins á undanbaldinu. Korn á ökrum er ekki brennt og hús yfirleitt óskemmd, nerna þau liafi orðið fyrir fallbyssuskot- um eða verið barizt um þau. Eitt af því, sem þessi blaðamað- ur rak sérstaklega augun í, var að hvergi höfðu leiðarvísar við auðveldara að rata á Sikiley en á Bretlandi fyrir fáeinum mán- uðum, áður en vegamerkin voru sett upp aftur þar,“ segir blaða- maðurmn að lokum. Fluglið frá Rússlandi. Á sumum. af flugvöJlum þeim, sem bandam.enn liafa náð á vald sitt, hafa fundizt ýms skjöl, sem foringjar vallarins höfðu ekki tíma til að taka með sér, þegar | þeir fóru þaðan. Sést af þeim, að allmikið af þýzku flugliði liefir verið sent til Sikileyjar frá Rússlandi skömmu fyrir innrás- ina. Salomonseyjar: Japanskur floti rekinn burt. Bandamenn nálgast Salamaua. Amerískar flugvélar hafa rekið japanskan flota á flótta við Salomonseyjar. Var hann að reyna að flytja birgðir og menn til Vila á Kolombangara- eyju. í fyrradag urðu njósnarflug- vélar varar við það, að ellefu japönsk skip nálguðust eftir Vella-sundi, sem er milli eyj- anna Lavella og Kolombangara. Voru þetta 3 beitiskip, 6 tund- urspillar og 2 flutningaskip. Sendu flugmennirnir strax skeyti til stöðvar sinnar og sprengjiiflugvélar voru tafar- laust sendar til árásar. Þær liéldu uppi árásum alla nóttina og þegar japölisku skip- in sáu loks sitt óvænna undir morgun, var búið að sökkva einu beitiskipi og tveim tundúrspill- um, ef til vill þriðja tundur- spillinum, og laska þann fjórða og annað flutningaskipið. Smáskærur liafa verið und- anfarna daga hjá Salamaua á Nýju-Guineu. Hafa Japanir jafnan orðið að láta undan siga. Er lið bandamanna nú aðeins um 20 km. frá Salamaua. Fólk streyiriir nú frá Róm. í gærkveldi var talið að 166 menn liefði farizt í árásinni og 1659 særzt. en Káldidalur og leiðin til Hagavatns fær, Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefir aflað sér hjá Geir Zoéga vegamálastjóra, var vegurinn norður á Kjöl með öllti ófær um síðustu helgi, en vegirnir til Hagavatns og yfir Kaldadal eru hinsvegar færir orðnir bifreiðum. Vegurinn upp á Kjöl var orð- inn fær bifreiðum fyrir nokk- uru, en um siðustu helgi hljóp svo niikil bleyta i veginn, að liann var með öllu ófær. Telur vegamálastjóri óráðlegt fyrir bifreiðar að freista þess að fara yfir Bláfellsháls að svo stöddu. Hafði vegurinn yfir liálsinn verið lagaður og voru bifreiðar byrjaðar að fara yfir hann. En i rigningunum um helgina hljóp svo mikið vatn fram, að kafhlaup kom í veginn svo að s Hann er Itali frá U,S.A. Það er gert ráð fyrir því í Washington, að fyrrverandi varafylkisstjóri í New York- fylki verði gerður landstjóri á Ítalíu, þegar bandamenn hafa tekið hana. Maður sá, sem hér um ræðir, heitir Poletti og er af itölskum ættum. Hann gegnir nú her- þjónustu og er í foringjaráði Eisenhowers í' Norður-Afríku. Starfar hann þar við hina nýju deild, sem hefir það hlutverk að stjórna hertekrium löndum fyr- ir herstjórnina. Hefir mikill fjöldi foringja og óbreyttra manna fengið sérstaka tilsögn í þessum störfum og nokkrir þeirra eru nú byrjaðir að starfa á Sikiley undr stjórn Sir Harold Alexanders. Poletti liefir þegar komið tii Sikileyjar eftir innrásina. í fyrstu var gert ráð fyrir því, að La Guardia, borgarstjóri í New York, segði af sér embætti til að fara til Afríku og gerast landstjóri á Ítalíu, en frá því hefir verið horfið aftur. Síðnstu fréttír Enna var tekin í nótt og blaða- menn segja eftir herstjórn bandamanna, að möndulherinn sé allsstaðar á flótta nema hjá Catania. Helmingur Sikileyjar er á valdi bandamanna. Bandaríkjamenn reka flótta 2 óæfðra ítalskra herdeilda, sem að sögn fanga eru vélahersveit- ir, en hafa verið sviftar öllum farartækjum sínum af Þjóð,- verjum, sem hafa flutt þau til norðausturhorns eyjarinnar. bifreiðar sátu fastar og má gera ráð fyrir að vegurinn verði ó- fær fyrst um sinn. Á Kili er sæmilegur vegur og hafa bifreiðar farið bæði norð- ur á Hveravelli og austur í Kerlingarfjöll. Ekki komast bíl- ar þó lengra en að Árskarðsá vegna snjóskafla handan árinn- ar. Er geysimikill snjór sagður í Kerlingarfjöllum. Sæluhúsin á Kili eru öll í ágætasta lagi, nema livað miðstöðin í Hvera- vallahúsinu þarf litilsháttar að- gerðai’ við. Hefir kísill safnazt í ketilinn og þarf að hreirisa hann. Veguririn frá Gullfossi að Ilagavatni hefir verið lagaður og er fyrir nokkuru orðinn fær bifreiðum. Ennfremur er Kaldadalsvegur orðinn fær. Nokkur viðgerð hefir verið framkvæmd á veginum í Húsa- fellsskógi i vor og þar er liann allgóðiu’ orðinn, en að öðru leyti hefir lítil eða engin viðgerð farið franí á Kaldadalsveginum. M.s. Fagriklettur smíðað á Akureyri. Á laugardagsmorgun hljóp 125 smálesta fiskiskip af stokk- um á Skipasmíðastöð Nóa Krist- jánssonar á Akureyri og hlaut nafnið „Fagriklettur“. Skipið er hyggt úr eik, mjög vandað, 30 metra langt, 6 metra breitt og 3x/z m. á dýpt, gengur fyrir 280 lia. dieselvél. Eigandi er H.f. Fiskaklettur i Hafnarfirði. Loftárás á Japan Amerískar flugvélar hafa nú gert fyrstu loftárás sína á Japan sjálft, síðan ráðizt var á Tokyo á síðasta ári. Var ráðizt á eina af éyjunum i Kuril-eyjakeðjunni, sem teygir sig mörg hundruð ldló- metra í norður frá Japan, alla leið til Kamchatka-skága í Sibiriu. Ein af nyrztu eyjunum er Paramushiro, sem nú varð fyrir árás. Þar er mikil flotabækistöð, sem um liefir farið allt það lið, sem Japan hefir sent til Aleut- eyja. Brunnu eldar við höfnina, þegar Liberator-vélarnar snéru frá, en auk þess var sprengjum varpað á skip ó siglingu skammt frá eynni. Flugleiðin frá Attu er 1300 km., en til Tokyo frá Paramuz- hiro eru 2400 km.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.