Vísir - 21.07.1943, Blaðsíða 2
VISIR
DAGBLAÐ
Ctgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstrœti).
Símar: 1 6 60 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Vinsamleg
sambúð.
egar Norðmenn liáðu sjálf-
stæðisbaráltu sína og voru í
þann veginn að ná lokatakmark-
inu, er sagt að álirifamaður
þeirra á meðal hafi sent norsku
stjórninni svohljóðandi skeyti:
„Nú ríður á að lialda saman.“
Stjórnin svaraði: „Nú ríður á að
halda sér saman.“ Það væri ekki
úr vegi fyrir íslenzku Stalin-
grad-hetjurnar að minnast þess-
ara orða. Sé þeim alvara um að
allar sjálfstæðiskröfurnar, sem
blað þeirra Þjóðviljinn liefir
þráfaldega rætt, — að vísu af
takmörkuðum skilningi —, ættu
þessir menn að forðast ástæðu-
lausan andróður gegn þjóðum,
sem okkur eru vinveiltar og
hafa allt okkar ráð í liendi sinni.
Það er viðurkennt af öllum, sem
um sjálfstæðismálið liafa rætt,
að sjálfstæðis getum við þvi að-
eins notið, að við njótum lil þess
beins og óbeins stuðnings hinna
engil-saxnesku þjóða. Óvitar
einir loka augum fjTÍr þessari
staðreynd, — og svo leigð áróð-
ursþý hins rússenska málstaðar.
Umræður um sjálfstæðismál-
ið eru að því leyti æskilegar, að
nauðsyn ber til að þjóðin geri
sér Ijóst, hver skylda hennar er
í því efni, — ekki einvörðungu
gagnvart heildinni nú, heldur og
hinum, er síðar byggja land
þetta og taka það að erfðum.
Hinsvegar hafa kommúnistar
fallið fyrir þeirri freistingu, að
gerast of umsvifamiklir í um-
ræðunum um sjálfstæðismálið,
og hafa ekki getað stillt sig um
að ganga annara erinda en sam-
rímanlegt er hinum islenzku
hagsmunum einum og út af
fvrir sig. Þesir menn hafa, utan
þings og innan, talið sjálfsagt að
Islendingar leituðu halds og
trausts hjá lýðræðisþjóðunum
austan liafs og vestan, en þeir
hafa Iagt á það meginkapp, að
einnig yrði leitað á náðir ráð-
stjórnarríkjanna og sjálfstæði
landsins tryggt undir þeirra
vernd. Kommúnistar óttast að
öreigaríkið muni eiga örðugt
uppdráttar hér á landi, ef vernd-
ar ráðstjórnarríkjanna nýtur
ekki, og telja lífsnauðsyn að
fjandskapast við Bretland og
Bandaríkin, með því að þjóðir
þær, er þau lönd byggja, muni
þess fyllilega um komnar, að
hamla nokkuð gegn kommún-
ismanum og áhrifavaldí hans í
alþjóðamálefnum og þá einnig
í íslenzkum málefnum.
Þótt íslendingum sé nauðsyn
að eiga vinsamlega sambúð við
allar þjóðir og Rússana einnig,
felst ekki í því að eðlilegt sé
að við lútum sömu stjórnarhátt-
um og þeir. Það, sem þeim kann
að lienta, þarf ekki að henta
okkur, vegna menningar og
annarrar aðstöðu. Þetta skilja
kommúnistar ekki, enda fer það
að vonum, þegar þess er gætt,
að flestir forystumenn þeirra
eru skólagengnir í ráðstjórnar-
ríkjunum, og hafa fengið þar
ókeypis uppihald um langan
tíma eða skamman. Þessir
menn þykjast því standa í nokk-
urri matarskuld við ráðstjórn-
aríkin, og henni jafnvel svo
mikilli fyr og síðar, að ástæða
sé til að efla þau til nokkurra
Bakarar nota raf-
naagn I §tað kola.
Bökunarofnarnir smíðaðir hér á landi.
r ttKirevriioar
Samtal við Gísla Ólafsson, fíormann Baka’rmeistarafél.
BÖKUNARHÚSIN I REYKJAVlK liafa nú flest fengið raf-
magnsofna í stað kolaofnanna. Af 17 brauðgerðarhúsum
hafa nú 11 rafmagnsofna, og liafa margir þeirri verið reistir,
síðan stríðið skall á.
Af þessum rafmagnsbökunarofnum eru aðeins þeir þrír, sem
fyrstir voru setlir upp, smíðaðir utanlands. Hinir eru smíðaðir
af islenzkum fyrirtækjum, Raftækjaverksmiðjunni i Hafnar-
firði og raftækjaverzluninni Ljósafoss í Reykjavík.
Vísir átti í gær samtal við
Gísla lÓlafsson bakarameistara,
en hann er formaður Bakara-
meistarafélags Reykjavíkur.
Gaf liann blaðinu þær upplýs-
ingar, sem að ofan getur.
Það eru bakari Jóns Símon-
arsonai', Sveins Iljartarsonar,
Bridde, Björnsbakarí, Óskars
Thorbergs, Gísla Ólafssonar, Á.
Jónssonar & Nielsens, G. Ólafs-
sonar & Sandholts, Davíðs Ól-
afssonar, Höfðabakarí og Al-
þýðubruðgerðin, sem rafmagns-
ofna hafa fengið en auk þess er
verið að setja upp rafmagnsofn
í Þingholtsstræti 23. Bakari
Jóns Simonarsonar liefir fengið
lang-stærsta bökunarofninn sem
upp liefir verið settur hér.
Smíðaðir hér á landi.
Raftækjaverksmiðjan í Hafn-
arfirði (Raflia) hefir smíðað 4
bökunarofna fyrir brauðgerðar-
hús í Reykjavík og einn fyrir
Alþýðubrauðgerðina í Hafnar-
firði. Hafa ofnar þessir ýmist
verið járn-ofnar eða steinofnar
með rafmagnselementum. Raf-
tækjaverzlunin Ljósafoss hefir
staðið fyrir smíði fjögurra ofna
i Reykjavik, þar á meðal ofns
valda hér á landi og jafnvel al-
ræðis. Hitt skilja þeir ekki, að
íslendingar æskja þess fyrst og
fremst, að njóta óskerts sjálf-
stæðis, með því að þeir einir
séu þess um komnir, að stjórna
málum þjóðarinnar á hinn af-
farasælasta veg, og íslenzka
þjóðin heyir ekki sjálfstæðis-
baráttu sína til þess að skipta
um lierra, heldur til hins, að
verða eigin lierra.
Þegar lokaskrefið verður stíg-
ið í sjálfstæðismálinu, þarf
þjóðin vissulega að lialda sam-
an, en hún verður'jafnframt að
minnast þess, að henni er lífs-
nauðsyn að eiga vinsamlega
sambúð við aðrar þjóðir, ekki
einvörðungu Norðurlandaþjóð-
irnar, lieldur og stórveldi heims-
ins hvar og hver sem þau eru.
Hinsvegar ber ekki að leyna því,
að sjálfstæðismálið liggur ís-
lenzku þjóðinni svo ríkt á
hjarta, að hún kýs sjálfstæði,
jiótt hún kunni að falla í ónáð
lijá Dönum eða öðrum Norður-
landaþjóðum, en út af fyrir sig
er engin ástæða til að gera ráð
fyrir slíku. Fyrsta skilyrði fyrir
sjálfstæði er að þjóðin í heild
geri sér ljósa grein fyrir hvað
hún vill og sameinist í sjálf-
stæðisbaráttunni og víki livergi
frá rétti sínumt hvað sem á
dynur.
Æsingaskrif um sjálfstæðis-
máhð eru á engan hátt æskileg.
Þau geta ekki gagn gert, en frek-
ar orðið til tjóns. Þess er ekki
að vænta af kommúnistum, að
þeir geti skrifað af nokkurri
skynsemd um þjóðernismál, en
ekki virðist til of mikils mælst,
að þer haldi sér saman, þannig
að þeir skaði þjóðina ekki bein-
linis með þvættingi sínum og
fjandsamlegum ummælum í
garð þeirra þjóða, sem sýnt hafa
okkur íulla vinsend.
Jóns Símonarsonar, sem að of-
an er getið um, og er að smíða
þann fimmta. Auk þess hefir
liún smíðað ofn fyrir Ásmund
Jónsson i Hafnarfirði. En báðar
verksmiðjur hafa einnig smíðað
rafmagnsofna fyrir bökunar-
hús úti á landi, í ísafirði, á Ak-
ureyri, Blönduósi, Sauðárkróki
og víðar.
Samband bakarameistara.
Bakarameistarafélagið hefir
með sér innkaupasamband, sem
rekið hefir verið um allmörg ár.
Stefán Sandholt bakarameistari
er formaður þess og átti frum-
ltvæði að stofnun þess, ásamt
Birni Björnssyni, sem átli
Björnsbakarí áður. Magnús
Kjaran stórkaupmaður hefir
verið framkvæmdastjóri þess
frá öndverðu. Smbandið annast
innkaup á öllum vörum fyrir
brauðgerðarhúsin, bæði beinan
innflutning ok kaup af innlend-
um birgðum.Auk þess rekur það
eitt stærsta hæsnabú landsins (á
2. þúsund liænsni) og sultu-
tausgerð. Hafa bæði þessi fyrir-
tæki létt mjög starf einstakra
brauðgerðarhúsa, einkum
liæsnabúið, þvi að oft hefir verið
ókleift fyrir bakarana að fá egg
annarsstaðar.
Rúgbrauðagerð og kornmylna.
Eg spurði Gísla Ólafsson
hverjar væru lielztu ráðagerðir
bakarameistara um framtíðina,
og svaraði hann:
— Eilt af því sem lengi hefir
verið ofarlega á liaugi innan
stéttarinnar er að reisa sameig-
inlega rúgbrauðagerð fyrir öll
bakaríin. Með stofnun liennar
'mynd vera stigið stórt spor í þá
átt að gera framleiðsluna ódýr-
ari og tryggja betur reksturinn.
Björn Björnsson mun fyrstur
hafa komið liugmyndinni á
framfæri, en þá var málið ekki
tímabært. Samtökin vora eklci
eins góð og nú er og þá var
heldur ekki eins auðvelt að fá
rekstarfé fyrir svo stórt fyrir-
tæki. En mér er óhætt að full-
yrða, að strax og tök verða á,
mun þessari hugmynd verða
komið í framkvæmd, og þá er
heldur alls ekki úlilokað að
sambandið eignist sína eigin
kornmylnu í sambandi við
verksmiðjuna.
— Framleiðsla okkar á sæta-
bratiði og kökum takmarkast
auðvitað af sykurskammtinum,
og gætum við framleitt meira af
þeim vörum — og selt, því að
eftirspurnin er næg, ef við hefð-
um ríflegri skammt.
— Félagsskapur okkar stend-
ur mjög föstum fótum, segir
Gísli að lokum. Samvinna og
samhugur er mikill innan stétt-
arinnar og við höfum fullan
hug á að fylgjast með tímanum
og notfæra okkur allar nýj.ung-
ar i tækni, sem fyrir finnast, og
eg er sannfærður um að sam-
vinna okkar á fyrir sér að vaxa
enn og dafna.
sækja uzn dýralæknis-
embætti.
Dýralæknisembættið á Akur-
eyri var auglýst laust til um-
sóknar í vor og var umsóknar-
frestur út runninn 1. apríl 1943.
Um embættð hafa sótt Bragi
Steingrímsson dýralæknir á
Austfjörðum og Guðbrandur
Illíðar dýralæknanemi i Kaup-
mannahöfn. Þeir eru báðir
fæddir á Akureyri. Bragi er son-
ur Steingríms Maltliíassonar,
fyrrverandi héraðslæknis, en
Guðbrandur er sonur Sigurðar
E. Hlíðar dýralæknis.
Eltingaleikur
barsmíð.
og
Brezkar svartlistarmyndir.
Margir þeirra, sem keyptu mynd-
ir á brezku listsýningunni, hafa
spurt Vísi, hvenær þeir ættu von
á að fá þær afhentar. Dr. Jackson
skýr'ði blaðinu frá því í morgun,
að myndirnar yrðu afhentar síðar
í vikunni og þá nánar tilkynnt hvar
og hvenær. Kvaðst hann ekki hafa
getað komið þvi við fyrr, að af-
henda myndirnar.
í gærkveldi voru tveir ölvað-
ir útlendingar teknir fastir fyr-
ir að elta tvær 15 ára gamlar
telpur og auk þess barði annar
þeirra Islending í andlitið.
Laust fyrir ld. 11 kom maður
nokkur á lögreglustöðina og
kvað tvo útlendinga vera að
elta tvær telpur í Hljómskála-
garðinum. íslenzk og erlend
lögregla fóru þegar á vettvang,
liitti telpurnar og vísuðu þær 4
útlendingana.
Skýrðu telpurnar frá því, að
þær hefðu verið á gangi í
Hljómskálagarðinum, er tveir
útlendingar tóku að veita þeim
eftirför. Urðu þær hræddar og
flýðu til tveggja íslendinga, er
þar voru á gangi, og var annar
þeirra sá, er kom á lögreglu-
stöðina og kærði. Hafði hann,
samkvæmt hans eigin frásögn,
verið með lítinn vasahnif i
liendinni er útlendingana har
að. Skipaði annar úllendingur-
inn lionum að láta hnífinn í
vasann, og á meðan hann var
að þvi, laust útlendurinn liann
í andlitið og hlutust af smá-
vægilegar skrámur.
Báðir útlendingarnir voru
undir áhrifum áfengis.
Ameríska útvarpið.
í dag: 16,00 Píanókonsert í a-
dúr eftir Liszt. „Einn heimur“
Willkie. Á morgun: 16,00 Amerísk
nútímatónlist. Listir í Ameríku.
n
Scrutator:
JloucLdlx cJímwniJnjtyS
Orrustan um Stalingrad.
Á Tjarnarbíó getur nú að líta
kvikmynd, er segir sögu hinnar
hetjulegu varnar Stalingradborgar,
frá því er Þjóðverjar ré'Sust aÖ
borginni og umkringdu hana og þar
til er fyrsti feldmarskálkur, sem
til fanga hefir veri'Ö tekinn, gafst
upp ásamt gersigruðu litSi sínu.
Skýringarmyndir fylgja kvikmynd-
inni og köflum þeim, sem Rússar
náðu óskemmdum hjá kvikmynda-
liði Þýzkara, og auk þess er fjör-
leg frásögn á ensku. Ber hún mjög
af frásögn fréttablaðsins, sem er
frá innreið bandamanna i Túnis,
en þar talar þulurinn í þrautleiðin-
legum nöldurstón og dregur seim-
inn. Ef einhver skyldi annars vera
í efa um, hvernig herteknum þjóð-
um líkar við möndulinn, þá ætti
hann að athuga þær móttökur, sem
bandamannaherinn hlýtur, og reyna
að leiða getum að, hvort nazistum
yrði nokkurs staðar svo vel fagnað.
Lýsing Þjóðverja.
Það getur verið nógu fróðlegt að
athuga lýsingar íslendinga á Þjóð-
verjum frá því áður en námsferð-
ir hófust til Þýzkalands fyrir al-
vöru eftir síðasta stríð. Eg var i
gær að blaða i ævisögu Eiríks
Magnússonar i Cambridge eftir dr.
Stefán Einarsson, og er þar birt
bréf þetta, sem Eiríkur skrifaði
Jóni Sigurðssyni forseta frá Leip-
zig veturinn 1864—65 :
„Eg kann ekki við Þjóðverja
hér yfir höfuð. Eg er mjög hrædd-
ur um að þeir sé Dönum líkari
en margurætlar (hœc inter nos: okk-
ar á milli sagt). Getur verið að
þeir, sem eru fæddir og aldir upp
i þessum bæ hér á sléttunni, sé
nokkuð frábrúgðnir öðrum Þjóð-
verjum, og skyldi mig ekki undra
það. Menn eru hér óþolandi vana-
þrælar, og á það illa við mig, vana-
lausan smaladreng austan úr fellun-
um á Austfjörðum, enda álít eg
satt að segja sumar venjurnar í
Leipzig óvenjur. Menn eru hér
heldur ekki frjálsir. Feudalistiskur
servi li sme (lénsmennskulegur
þrælsótti) gengur í gegnum allt líf-
ið, og það hefur aftur i för með
sér fávizkulega vanafestu, sem
menn hanga við blindir, eins og leð-
urblökur á feysknum greinum.
Slíkt hefi eg aldrei orðið var við
í Englandi. Heima hjá sér lætur
hinn hæsti lávarður blátt áfram eins
og guð hafi skapað hann líkan öðr-
um mönnum, en hér eru aðalsmenn-
irnir töluvert meira en menn, að eg
ekkþtali um hermennina, hinn sam-
vizkulausasta skríl, sem sól nokkru
sinni hefur skinið á.“
Ljót lýsing.
Eiríkur skrifar Jóni samt ljótari
lýsingu í öðru bréfi frá svipuðum
tíma. Segir þar svo um Þjóðverj-
ann: „Hann er einhvern veginn
fyrir minni sál svartagaulslegur
vana-skriðlingur, sem elur sig á
sinni eigin fátækt og þjóðarhroka.
Þeir eru ekki neinir gentlemenn
Þjóðverjarnir, allt er eitthvert
moldvörpu-murr og óeinlægnis
kvikinzka, konurnar þráheimsku-
lega stoltar af þvi að vera þýzkar,
karlar sjálfbyrgingslega sérgóðir
(fyrirgefið ljótt orð) og alvitrir.
Þeir þekkja allt, hafa heyrt allt,
séð allt, kannað, rannsakað, út-
grundað og gagnskoðað allt....
Þetta Iand er privilegianna (sérrétt-
indanna) heimkynni og þar af leið-
andi ranglætisins. Margmygluð og
grautfúin privilegia standa úpp úr
rústum miðaldanna, hæðandi frelsi
og framfarir hinna nýrri tíma, já,
og oft eins og voldugt nið, snúið
á hendur menntun, mannúð og rétt-
læti. Þessar mygluhrúgur eru nú
Þjóðverjar að verja með hnúum
og hnefum í stað þess að yngja
þær upp með nýju lífsfrjóu sæði,
er borið geti ávöxt i nýrri jörð
undir berum himni. — Allt þetta
leiðist mér. Það er svo storkunar-
legt vegna þess að þjóðin heldur
að það sé eitthvað svo frábærlega
fornemt og háþýzkt við það.“
Hernaðarandinn.
Þess ber að minnast, að þegar
þessi bréf voru rituð, var þýzka
hernaðarveldið að undirbúa sókn
sína hina fyrstu undir forystu Bis-
marcks. Fyrsta skrefið var þá, eins
og raunar siðar, að forheimska
þjóðina og ofsækja frjálsa hugsun.
Að mörgu leyti er eins og bréfið
væri skrifað í dag, þótt tímarnir
sé breyttir. Ef nokkur munur er,
þá er hann líklega til hins verra.
Það er vel hugsanlegt, að Eiríkur
hefði ekki orðið fyrir tiltakanleg-
um óþægindum, þótt hann hefði
birt slíkar skoðanir þá — en það
er hætt við að slík rit yrðu fljót-
lega brennd nú... .og höfundurinn
gerður höfðinu styttri.
Veiðar.
Margir voru þeirrar skoðunar, að
þegar vatn fór að minka í Elliða-
ánum, myndi laxveiðin minka. Hið
sama skeði þegar minkaveiði fór að
vaxa, en ekki virtist laxinn minka
að heídur. Nú auka menn þar bæði
laxveiði og minka.
Yðar einlægur,
ísdk tsax
stórlax.
Vísitala júlímánaðar Iiefii'
verið. ákvörðuð 245 %.
Lækkunin nemur einu stigii
Gengið á Hvanna-
dalshnúk-
Fimmtán Reykvíkingar gengu'
f)rrir skemmstu á Hvannadals-
hnuk í tveim flokkum, sjö í öðr-
um og átta í liinum. Flokkarnír
fóru austur í Ilornafjörð á Esj-
unni og lögðu leið sína þaðan
vestur í Öræfi að Fagurhólsmýri
og Hofi, en þaðan gengu lióp-
arnir á jökulinn. Jökulgangan
lók 15 klst. Skyggni var afburða
gott.
I öðrum flokknum voru þrjár
stúlkur og fjórir piltar, en í hin-
um álta skátar, allt Reykvíking-
ar.
Hvannadalshnúkur er 2119
metra hár, liæsti tindur Öræfa-
jökuls og liæsta fjall Iandsins.
Sumarleyii gervi-
smiða.
Dómur Félagsdóms.
Félagsdómur liefir dæmt í
máli sem Alþýðusambandið fyr-
ir hönd Dagsbrúnar liöfðaði
gegn Axel Sveinssyni.
Deilan var um það hvort
gervismiður, eða menn sem:
unnið liefðu fyrir gervismiða-
taxta í fyrra (kr, 2.90) ættu
kröfu til sumarleyfis fyrir vinnu
sína á síðastl. ári.
Var það talið álitamál, hvort
kaupuppbótin næði til annarrar
vinnu en þeirrar, sem unnin
væri með venjulegum verka-
mannataxta.
Alþýðusambandið vann mál-
ið og eiga því gervismiðir sum-
arleyfisuppbót eins og aðrir
verkamenn.
„Matur er mannS'
ins megin."
Blóðmör
Lifrarpylsa
Svið
Kotelettur
Steik
soðið
stfiikt
og fiest annað. sem
þér þarfni^t I terða-
lagið og sumardvöl-
ina fáiö þér í
Kjöt & F sknr
Símar, 3828 otj 4704.
(hornlö Baldursn;tn og
hð” jötu)