Vísir - 27.07.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 27.07.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur; Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Siml: Auglýsingar* 1660 Gjaldkeri 5 itnur Afgreiðsla 33. ár. Reykjavík, þriðjudginn 27. júlí 1943. 168. tbl. Skiptar skoðanir um Badoglio. »Friðari§okii. . .« London »Skdbóta$ki|)ti. . .« lew l ork BANDAMENN MUNU RÁÐAST INN I ÍTALlU, annað hvort með samningum eða vopnavaldi", 77 segir í forystugrein í „Daily Express“ í morgun. Meðan Lundúnabúar bíða þess, að Churchill geí'i yf- irlýsingu um það, með hverjum skilmálum bandamenn muni semja frið við Italíu, ræða Lundúnablöðin stjórn- arbyltipguna í Italíu af töluverðri bjartsýni. Stjórn- málaritari „Daily Telegraplí“ getur |>ess til, að skilmál- arnir verði í fyrsta lagi skilyrðislaus uppgjöf alls ítalska hersins, í öðru lagi frjáls afnot bandamanna af itölsku landi til árása á Þýzkaland og í þriðja lagi að allir fas- istaembættismenn verði reknir frá og öll fasistafélög leyst upp. Meiri hluti brezku blaðanna álítur að stjórn Badoglio ætli sér að leita friðar. í New York kveður við nokkuð annan tón. Útvarpsfyrirles- ari sagði i gærkveldi, að ekkert hefði enn komið fram, er benti til að Badoglio ætlaði að semja frið, og i sama stréng tóku aðrir i morgun. „Þó að fasistastjórn sé farin frá völdum“, sagði einn útvarpsræðumaðurinn, „þá er það að athuga, að hemaðareinveldi er koroið á í staðinn. Breytingin er aðeins fólgin i því, að ein einræðisstjórn hefir fallið og önnur kom- ið í staðinn“. „HÉR SVAF ADOLF HITLER“. Amerísk skopmynd frá austurvigstöðvunum. Sókn Rússa heldnr áfram RÚSSAR SÓTTU ENN FRAM TIL OREL i gær, 5—10 kíló- metra, tóku 70 hæi og þorp og felldu 4000 Þjóðverja. Til harðra átaka kom við járnbrautina að sunnan frá Kursk um 25 km. frá Orel. Hrundu Rússar þar 5 gagnárásum Þjóðverja. að mtan harðnar enn. Yfir 6 þús. smál. sprengja á Þýzkaland á 48 klst. F •LUGHERIR BANDAMANNA vörpuðu á síð- ustu tveim sólarhringum niður meir en 6 millj. kílóa sprengja yfir ýmsar borgir V.estur- og Norður Þýzkalands. Auk þeirra borga, sem getið var um í gær, urðu þessar fyrir árásum: Hannover, Wil- helmshaven og Wesermúnde. En auk þess var farið í víðtækar árásar- og könnunarferðir um herteknu lönd- in og víða gerðar harðar árásir á herstöðvar, verk- smiðjur, viðgerðastöðvar og miðunarstöðvar. I gær misstu bandamenn 3 orustuflugvélar og 3 sprengju- flugvélar af þeím, sem lil árása fóru frá Bretlandi, en skutu niður 50 þýzkaf orustuflugvélar. Verkföll riðú baggamuninn. Verkamálafréttaritari brezka útvarpsins hélt erindi um neð- anjarðarstarfsemi stjórnarand- stæðinga í Ítalíu í gærkveldi, og taldi hann að ítalska verkalýðs- hreyfingin liefði ráðið niðurlög- um Mussolinis. Kvað hann hin endurteknu verkföll, sem orðið hafa upp á síðkastið, hafa orðið til að flýta úrslitunum. Fyrsta alvarlega verkfallið varð í marz í vetur í Torino, þegar 50 jiús- und verkamenn liófu verkfall, sem ótt breiddist út. Nýja verk- fallaaldan liófst 12 júlí, segir verkamálafréttaritarinn. Hún magnaðist svo ört, að Musso- lini fékk við ekkert ráðið. Bak við þessi banvænu högg stendur allsherjar samstarf allra andstöðuflokka fasismans á Italíu, hélt fréttaritarinn á- fram. Meðal þeirra má telja sósialista, frjálslynda, kaþólska og kommúnista, auk anarkista. Menn hafa undanfarið ekki einu sinni hirt um að leyna þvi, að þeir hefði gerst meðlimir slíki*a félagsdeilda, og fyrirskipunum þeirra var hlýtt, en ekki fasista. Vittorio Gini, sem var aðstoðar- jámbrautarráðherra Mussolini, varð að hrökklast úr stöðu sinni fyrir skömmu, af því að jám- brautarverkamenn hlýddu ekki skipunum ráðuneytisins. Þjóðverjar í vandræðum. Þjóðverjar eru nú í þeim vanda staddir að vita lítt meir en aðrir um, afleiðingar stjórn- arskiptanna i Róm. Ef Ítalía neyðist til að liætta þátttöku í stríðinu, kostar það Þjóðverja að endurskipuleggja allar varnir sínar. Skýringar Þjóðverja út á við eru mjög á reiki, en inn á við er ennþá haldið fast við „heilsubrest“ Mussolinis. Fregnir herma, að Þjóðverj- ar sendi enn aukið hð til víg- stöðvanna í Sikiley, og virðist það benda til að þeir treysti á samvinnuna við Badoglio, þó að vitað sé að þeir hafa ekki eins mikil tök á honum og þeir höfðu á fasistastjórninni. Páfi neitar. Óstaðfestar fregnir herma að I>áfi hafi neitað að takast á liendur friðarumleitanir fyrir ítaliu. í gær flykktist fólk til Vatikansins, þrátt fyrir sam- göngubann og liyllti páfa á St. Péturstorginu. Nýi utnríkisráðherrann. Það er Rafaele Guariglia bar- ón, sem síðast var sendiherra ílala i Ankara, sem, tekið hefir við utanríkisráðherraembætt- inu, sem Mussolini hafði fyrir skömmu tekið sjálfur af Ciano greifa. Guariglia liafði áður ver- ið sendiherra i Frakklandi og í Vatikanríkinu. — 1 fregnum bandamanna er gizkað á, að hann hafi verið valinn sakir þess live miklu betra tækifæri hann hefir liaft en nokkur annar ut- anrilíisfræðingur til að fylgjast með stefnu bandamanna og af- stöðu hlutlausra þjóða. „Ítalía frjálrf!“ Þegar er fregnin barst um fall Mussolini, safnaðist múgur manns saman á götum Róma- bor^jar. Báru menn kröfuspjöld, sem á var letrað: „Lifi hin frjálsa Ítalía“. Mannfjöldinn söng frelsissöng Garibaldaherj- anna, þar sem vikið er að er- lendri kúgun. Samskonar upp- þot áltu sér stað í Flórenz, Milanó og Bologna. Fimm and- fasistaflokkar, ítalski þjóðflokk- urinn, demokrataflokkurinn, kommúnistar, frjálslyndir og sósíalistar, hafa gefið út sam- eiginlegt ávarp, þar- sem þvi er yfir lýst, að konungur og Badoglio sé samsekir fasistum. Ahnenningur heið frétla frá ítaliu með mikilli eftirvæntingu í London í gær. Hádegisblöðin voru rifin út, jafnskjótt og þau komu á göturnar, einkum eftir að fregnin um herlögin barst blöðunum. t Hull, utanrikisráherra, Banda- ríkjanna, lýsti í gær yfir því, að stjornarbreytingin i Italíu hreytti engu um þá ákvörðun bandamanna, að krefjast skil- yrðislausrar uppgjafar. 1 Ameríku vakti fregnin óvíða meiri gleði en meðal Ameriku- manna af ítölskum ættum. Sforza greifi, sem hefir um langt skeið verið landflótta, Rússar sækja fram fyrir sunn an, norðan og norðvestan Orel, og segir í herstjórnartilkynn- ingu þeirra í gærkveldi, að þeir hafi fellt yfir 4000 Þjóðverja. Að sunnan hafa þeir tekið nokkra járnbrautarbæi á járn- brautarlínunni milli Kursk og Hálf fjórða herdeild Þjóð- i verja berst á Sikiley, eftir þvi sem nú er bezt vitað. Það eru 29. vélaherdeildin, Hermann lýsti ýfir því, að fyrsla skrefið hefði verið stigið að allsherjar- landbreinsun i Ítalíu. ENGAR FRIÐAR- UMLEITANIR segir Churchill 1 ávarpi því, sem Churchill flutti brezka þinginu í morgun, tók hann það fram, að brezku stjórninni hefði ekki borizt nein tilmæli um frið frá Itala hálfu. Stjórnin væri í stöðugu sam- bandi við Washington og Rúss- um væri jafnóðum tilkjmnt um allt, sem fram færi milli stjórna Breta og Bandaríkjanna. Churchill lauk máli sínu með því, að hvað sem afstöðu ít- ölsku stjórnarinnar liði, þá myndu bandamenn ráðast inn í ítaliu, þegar ástæður leyfðu og eltir fyrirfram gerðri áætlun. En ítalska stjórnin gæti sparað iniklar mannfórnir og stytt styrjöldina með því að biðja um frið, áður en til slíks kæmi. Orel. , Á Donetzsvæðinu bæta Rúss- ar enn aðstöðu sína. Sóknarinn- ar á Leningrad-vígstöðvunum, nálægt Ilmenvatni, er enn eklci getið í tilkynningum Rússa, en Þjóðverjar tala um „harða varn- arbardaga“. Göring bryndeildin og 15. bryn- deildin. Allar þessar lierdeildir eru „afturgöngur", segja her- fræðingar bandamanna. Hin fyrstnefnda var umkringd við Stalingrad og endurreist með sama nafni. Hinar tvær voru ýmist stráfelldar í Tunis eða teknar til fanga. Auk þessara herdeilda mun vera samtíning- ur hersveita, samtals um liálf herdeild. Alls mun þetta lið nema 40—50 þúsund manns. ítalir hafa álíka lið eftir. Allur herafli möndulsins er nú saman kominn í norðaustur liorni eyj- arinnar, og 7. herinn hefir lok- ið við að hreinsa til á vestur- og miðhjuta eyjarinnar, tekið 7000 fanga í viðbót í gær, þar af sex bershöfðingja. Fangatal- an á Sikiley er alls komin upp í 70.000, þar af 10 liershöfðingj- ar og 1 aðmíráll. Sikileyingar fagna komu bandamanna. Dæmi eru til að fallhlífasveitir þeirra hafa ekki þurft að lileypa af einu skoti, beldur verið tekið með fyllstu vinsemd af íbúum staða þeirra, sem þær voru sendar til að taka. Veður hamlar flugaðgerðum stórra sprengjuvéla, en smáar vélar hefja sig jafnan til flugs og gera mikinn usla beggja megin Messínasunds. Amerísk flugvirki réðust í gær á- flugvelli Þjóðverja við St. Omer, Abbeville og Merville í Frakklandi. Árásin á Essen í fyrrinótt var sú harðasta, sem sú borg hefir hlotið. 2000 smálestum sprengja var varpað niður á skömmum tima. Þjóðverjar segjast hafa skotið niður 60 flugvélar, en Bretar töldu sig hafa misst 25. Övinaflugvélar réðust á Malta 1 fyrrinótt. 40-50 þátttakendur í Drengjamóti Ármanns Yfir 40 þátttakendur hafa gefið sig fram í Drengjamóti Ármanns, sem hefst á morgun og lýkur á fimmtudagskvöldið. Þrettán eru frá Ármanni, ellefu frá I. R„ sjö frá F. H. og tíu frá K. R. Annað kvöld fer fram keppni í 80 m. hlaupi, 1500 m. ldaupi, kringlukasti, liástökki, þrí- stökki og 1000 m. boðhlaupi. Á fimmtudaginn verður keppt í 400 m. hlaupi, kúluvarpi, stangarstökki, 3000 m. hlaupi, spjótkasti, langstökki. Ýmsir keppendanna eru mjög góð íþróttamannsefni og má þav t. d. nefna þá I. R.-ingana Finn- björn Þorvaldsson, Jóel Sig- urðsson og Jóhannes Jónsson og K. R-inginn Braga Friðriks- son, sem getið hefir sér ágætan orðstir fyrir köst. Vera má einn- ig að ýms íþróttamannsefni komi manni á óvænt á mótinu og verður gaman að horfa á ungu kynslóðina keppa. 8íðnstu fréttir Óstaðfestar fregnir herma að Badoglio hafi, kvatt heim um 20 herdeildír Itala (2—300.000 manna her), sem hafður hafði verið í Frakklandi, Júgóslavíu og Grikklandi. Óstaðfestar fregnir herma að Mussolini sé «haldið í herfang- elsi skammt frá Róm. 1 gær gerðu Þjóðverjar mestu gagnárás sína á miðvígstöðvun- um á Sikiley. Henni var þó hrundið eftir mjög harðan bar- daga. Litlar breytingar hafa átt sér stað á vígstöðvunum, en báðir halda áfram að draga að sér lið og hergögn. Bandamenn skutu í gær nið- ur 21 þríhreyfla Ju-52-vélar og 5 orustuvélar, sem voru þeim til verndar. Moskito-vélar réðust á Ham- >org í nótt. Happdrættisbíll íyrir Sjúkrahús Keflavíkur Rauðakrossdeildin í Keflavík hefir nú hafizt handa um undir- búning að byggingu sjúkrahúss í Keflavík, en mikil vöntun hefir verið þar á einhverju sjúkra- skýli. Einn liðurinn í f jársöfnun til þessara framkvæmda er happ- drætti um nýjan Dodge bíl mod- el 1942 og á að draga um, bílinn núna 30. júlí. Eflaust mun marga fýsa að freista liamingjunnar í þessu liappdrætti og um leið að styrkja eitt mesta áhugamál Keflvík- inga. Bíllinn verður á götum borg- árinnar í dag og í kvöld. Handknattleiksmót Ármanns í ágúst Handknattleiksmót Ármanns fer fram í þriðja sinn um miðj- an ágústmánuð og er ákveðið að það hefjist 13. ág. n. k. kl. 9 síðdegis. I þessu móti er það 11 manna lið (karlar) sem keppa. Þrjú félög hafa þegar tilkynnt þátt- tölcu, Ármann, Valur og Vík- ingur og má vel vera að fleiri bætist i hópinn, þvi að tilkynn- ingarfrestur um þótttöku er enn ekki útrunninn. Bæði skiptin sem keppt hefir verið í þessu móti hefir Valur borið sigur úr býtum og sigri hann enn í ár, hlýtur hann verð- launagripinn til fullrar eignar, en það er silfurbikar sem Ár- mann hefir gefið. Vestur-íslendingur kennslumálaráðu- nautur í N-Dakota Albert F. Árnason, af islenzk- um ættum, hefir verið kjörinn kennslumálaráðunautur Norð- ur Dakota. Albert Árnason er rúmlega þritugur og er hann yngsti kennslumálaráðanautur í Bandaríkjunum. Hann mun hafa yfirumsjón með öllum æðri menntastofn- unum fylkisins, svo sem liá- skólum, verzlunarskólum, bréfaviðskiptaskólum, jarð- fræðirannsóknum o. fl. Hann fæddist 1 Pembina County, Norður Dakota og* er sonur Árna Árnasonar frá Hámundar- stöðum í Vopnafirði og Guðrún- ar Baldvinsdóttur frá Rauðhóli i Sléttulilið í Skagafirði. Mennt- un sína hlaut hann í Pembina County skólanum, Grand Forks skólanum i Norður Dakota og háskólanum í Grand Forks. — Hans er getið i „Who’s Who in American Education“. Hlé í sókninni á Sikiley. Báðir búast til átaka. B lARDAGAR A SIKILEY eru nieð minnsta móti eins og stendur, og búast báðir til skarpra átaka. Ameríski lierinn hefir lokið við að hreinsa til á vestur- og norðurhluta eyjarinnar. Á miðhluta eyjar- innar mætir kanadiski herinn vaxandi mótspyrnu, og við Cataníu hefir áttundi herinn lítið sótt fram. Hern- aðarfræðingar benda á, að nú sé svo komið í sókninni, að komið sé að fyrirfram ákveðnum varnarstöðvum óvinanna, og sé því allar sóknaraðgerðir jafn-erfiðar og vandasamar fyrir bandamenn og sjálf landsetning liðsins. Herflutningar og vistaflutningar bandamanna ganga greið- lega frá Túnis. Þjóðverjar halda einnig áfram liðsflutningum sinum frá ítaliuskaga, senda bæði vélaherlið og fallhlifarsveitir, en eiga óhægra um vik, því að bandamenn hafa yfirhöndina í lofti og gera vel lieppnaðar árásir á flutningaskip þeirra á Messinasundi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.